Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 37 AUÐLESIÐ EFNI ANDRI Teitsson þurfti að hætta hjá KEA. Hann var framkvæmda-stjóri. Deilt er um hvort hann hafi hætt vegna þess að hann ætlaði í fæðingar-orlof eða vegna trúnaðar-brests. Stjórn KEA þótti óheppilegt að Andri færi í 9 mánaða orlof. Andri vildi það frekar en að taka eina og eina viku. Hann átti rétt á löngu orlofi því hann og konan hans eiga von á tvíburum. Þau eiga 4 börn fyrir. Ekki orlof fyrir stjórnendur Benedikt Sigurðarson er formaður stjórnarinnar. Hann sagði fyrr í vikunni að lög um foreldra-orlof ættu ekki að gilda um stjórnendur á háum launum. Orð hans vöktu mikil viðbrögð. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er líka í stjórn. Hún er ekki sammála og segir að lögin eigi að gilda um stjórnendur alveg eins og aðra starfsmenn. Segist rang-túlkaður Femínista-félag Íslands og Félag ábyrgra feðra eru meðal þeirra sem hafa mótmælt ummælum Benedikts. Benedikt segist sjálfur hafa verið rang-túlkaður. Hann hafi bara verið að benda á að í fámennum fyrir-tækjum geti verið erfitt að skipu-leggja fæðingar-orlof. Andri hafi engu að síður átt rétt á því. Andri Teitsson þurfti að hætta hjá KEA Morgunblaðið/Kristján Andri Teitsson Valsarar gera það gott Völsurum gengur vel í UEFA- bikar-keppninni í kvenna-bolt- anum. Þær unnu bæði finnsku meistarana og norsku meist- arana. Þær komast því áfram í 16-liða úrslit sem verða leikin í september. Gler-perla við Kára-hnjúka Stór perla úr gleri fannst í forn- leifa-uppgreftri á Hálsi við Kára- hnjúka. Hún er talin eiga upp- runa sinn í Mið-Austurlöndum. Í uppgreftrinum hafa fundist rústir af þremur húsum frá 10. og 11. öld. Stór mótmæli í Tel Aviv Stór mótmæli voru í höfuð-borg Ísraels, Tel Aviv, sl. fimmtudag. Talið er að um 200 þúsund manns hafi mótmælt lokun land- nema-byggða gyðinga á Gaza. 8.500 landtöku-menn búa á Gaza og þeir þurfa að fara frá heimilum sínum í næstu viku. Nýtt afsláttar-kort hjá Strætó Farþegar Strætó geta bráðum keypt nýtt afsláttar-kort. Það heitir skóla-kort og er í boði yfir veturinn. Kortið gildir frá 15. ágúst–1. júní og kostar 25.000 krónur. Þetta getur sparað þeim peninga sem nota strætó mikið. SKY ekki fyrir Íslendinga SKY-sjónvarps-stöðvarnar ætla að loka á íslenska áskrifendur. Þær mega ekki selja áskrift hér á landi. Engu að síður eru 3–5 þús- und íslensk heimili með SKY. Stutt MÓTMÆLENDUR sem voru í tjaldbúðum við Kára-hnjúka eru farnir af Austur-landi. Þeir skiptu sér í tvo hópa og annar ók suður-leiðina en hinn norður-leiðina. Lögreglan, óeirða-lögreglan og sérsveitar-menn eltu annan hópinn. Þórir Oddsson er vara-ríkis-lögreglu-stjóri. Hann segir að lögreglan hafi ekki verið með vopn. Hann segir að mótmælendurnir hafi óhlýðnast lögreglu þegar þeir mótmæltu á Reyðar-firði. Þeir hafi brotið lög. Þess vegna hafi þurft að fylgja þeim eftir. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar-lögmaður efast um að lögreglan megi gera þetta. Hann segir að þetta sé ákveðin frelsis-svipting. Þórir er ekki sammála. Hann segir að lögreglan verði að fylgjast með fólki sem hefur lýst því yfir að það ætli að fremja brot. 21 útlendinganna verður væntan-lega vísað úr landi. Útlendinga-stofnun hefur ákveðið það. Útlendingarnir hafa 7 daga til að mótmæla því. Morgunblaðið/Halla Gunnarsdóttir Erlendu mótmælendurnir eru á Íslandi til að mótmæla Kárahnjúka-virkjun og álverinu í Reyðar-firði. Lögreglan elti mótmælendur NÝ áfengis-lög taka gildi í Englandi 24. nóvember nk. Þá mega eigendur kráa hafa þær opnar allan sólar-hringinn. Dómarar í Bretlandi hafa gagnrýnt það. Þeir segja að þetta auki ofbeldis-glæpi. Ríkis-stjórnin segir hins vegar að lengri afgreiðslu-tími minnki hættu á ofbeldi. Strangara eftir-lit verði haft með öldur-húsum. Á Íslandi var afgreiðslu-tími lengdur fyrir nokkrum árum. Karl Steinar Valsson er aðstoðar-yfirlögreglu-þjónn. Hann segir að ofbeldis-brotum hafi fækkað eftir breytinguna. Hann hefur kynnt Bretum „íslensku leiðina“. Bretar deila um áfengis-lög REYKJAR-MENGUN hefur verið yfir Malasíu undan-farið. Mengunin hefur mest verið á þremur stöðum, m.a. í höfuð-borginni Kuala Lumpur. Ástæðan er skógar-eldar á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Yfir-völd hafa lýst yfir hættu-ástandi á tveimur stöðum á vestur-ströndinni. Mengunar-stig fór yfir 500. Það er hættu-legt ef það fer yfir 300. Skólum, verslunum og stofnunum hefur verið lokað. Fólki er ráðlagt að vera innan-dyra. Annars á það að nota öndunar-grímur. Margir hafa átt erfitt með að anda og sviðið í augun. Reykjar-mengun í Malasíu Reuters Skólabörn hafa þurft að nota öndunar-grímur til að verjast menguninni. R-LISTINN býður líklega ekki fram í næstu borgarstjórnar-kosningum. Mikið hefur verið fundað um listann undan-farið. Samkomulag hefur ekki náðst. R-listinn saman-stendur af Samfylkingunni, Framsókn og Vinstri grænum. Samfylkingin vildi að það yrði opið próf-kjör þannig að allir gætu reynt að komast á lista. Vinstri-grænir og Framsókn voru með hugmyndir um að skipta sætunum á lista milli flokkanna. Nú í vikunni ætla félögin að funda með sínum flokks-mönnum í Reykjavík. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin. Enginn R-listi? Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðu-nefnd um R-listann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.