Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 37

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 37 AUÐLESIÐ EFNI ANDRI Teitsson þurfti að hætta hjá KEA. Hann var framkvæmda-stjóri. Deilt er um hvort hann hafi hætt vegna þess að hann ætlaði í fæðingar-orlof eða vegna trúnaðar-brests. Stjórn KEA þótti óheppilegt að Andri færi í 9 mánaða orlof. Andri vildi það frekar en að taka eina og eina viku. Hann átti rétt á löngu orlofi því hann og konan hans eiga von á tvíburum. Þau eiga 4 börn fyrir. Ekki orlof fyrir stjórnendur Benedikt Sigurðarson er formaður stjórnarinnar. Hann sagði fyrr í vikunni að lög um foreldra-orlof ættu ekki að gilda um stjórnendur á háum launum. Orð hans vöktu mikil viðbrögð. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er líka í stjórn. Hún er ekki sammála og segir að lögin eigi að gilda um stjórnendur alveg eins og aðra starfsmenn. Segist rang-túlkaður Femínista-félag Íslands og Félag ábyrgra feðra eru meðal þeirra sem hafa mótmælt ummælum Benedikts. Benedikt segist sjálfur hafa verið rang-túlkaður. Hann hafi bara verið að benda á að í fámennum fyrir-tækjum geti verið erfitt að skipu-leggja fæðingar-orlof. Andri hafi engu að síður átt rétt á því. Andri Teitsson þurfti að hætta hjá KEA Morgunblaðið/Kristján Andri Teitsson Valsarar gera það gott Völsurum gengur vel í UEFA- bikar-keppninni í kvenna-bolt- anum. Þær unnu bæði finnsku meistarana og norsku meist- arana. Þær komast því áfram í 16-liða úrslit sem verða leikin í september. Gler-perla við Kára-hnjúka Stór perla úr gleri fannst í forn- leifa-uppgreftri á Hálsi við Kára- hnjúka. Hún er talin eiga upp- runa sinn í Mið-Austurlöndum. Í uppgreftrinum hafa fundist rústir af þremur húsum frá 10. og 11. öld. Stór mótmæli í Tel Aviv Stór mótmæli voru í höfuð-borg Ísraels, Tel Aviv, sl. fimmtudag. Talið er að um 200 þúsund manns hafi mótmælt lokun land- nema-byggða gyðinga á Gaza. 8.500 landtöku-menn búa á Gaza og þeir þurfa að fara frá heimilum sínum í næstu viku. Nýtt afsláttar-kort hjá Strætó Farþegar Strætó geta bráðum keypt nýtt afsláttar-kort. Það heitir skóla-kort og er í boði yfir veturinn. Kortið gildir frá 15. ágúst–1. júní og kostar 25.000 krónur. Þetta getur sparað þeim peninga sem nota strætó mikið. SKY ekki fyrir Íslendinga SKY-sjónvarps-stöðvarnar ætla að loka á íslenska áskrifendur. Þær mega ekki selja áskrift hér á landi. Engu að síður eru 3–5 þús- und íslensk heimili með SKY. Stutt MÓTMÆLENDUR sem voru í tjaldbúðum við Kára-hnjúka eru farnir af Austur-landi. Þeir skiptu sér í tvo hópa og annar ók suður-leiðina en hinn norður-leiðina. Lögreglan, óeirða-lögreglan og sérsveitar-menn eltu annan hópinn. Þórir Oddsson er vara-ríkis-lögreglu-stjóri. Hann segir að lögreglan hafi ekki verið með vopn. Hann segir að mótmælendurnir hafi óhlýðnast lögreglu þegar þeir mótmæltu á Reyðar-firði. Þeir hafi brotið lög. Þess vegna hafi þurft að fylgja þeim eftir. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar-lögmaður efast um að lögreglan megi gera þetta. Hann segir að þetta sé ákveðin frelsis-svipting. Þórir er ekki sammála. Hann segir að lögreglan verði að fylgjast með fólki sem hefur lýst því yfir að það ætli að fremja brot. 21 útlendinganna verður væntan-lega vísað úr landi. Útlendinga-stofnun hefur ákveðið það. Útlendingarnir hafa 7 daga til að mótmæla því. Morgunblaðið/Halla Gunnarsdóttir Erlendu mótmælendurnir eru á Íslandi til að mótmæla Kárahnjúka-virkjun og álverinu í Reyðar-firði. Lögreglan elti mótmælendur NÝ áfengis-lög taka gildi í Englandi 24. nóvember nk. Þá mega eigendur kráa hafa þær opnar allan sólar-hringinn. Dómarar í Bretlandi hafa gagnrýnt það. Þeir segja að þetta auki ofbeldis-glæpi. Ríkis-stjórnin segir hins vegar að lengri afgreiðslu-tími minnki hættu á ofbeldi. Strangara eftir-lit verði haft með öldur-húsum. Á Íslandi var afgreiðslu-tími lengdur fyrir nokkrum árum. Karl Steinar Valsson er aðstoðar-yfirlögreglu-þjónn. Hann segir að ofbeldis-brotum hafi fækkað eftir breytinguna. Hann hefur kynnt Bretum „íslensku leiðina“. Bretar deila um áfengis-lög REYKJAR-MENGUN hefur verið yfir Malasíu undan-farið. Mengunin hefur mest verið á þremur stöðum, m.a. í höfuð-borginni Kuala Lumpur. Ástæðan er skógar-eldar á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Yfir-völd hafa lýst yfir hættu-ástandi á tveimur stöðum á vestur-ströndinni. Mengunar-stig fór yfir 500. Það er hættu-legt ef það fer yfir 300. Skólum, verslunum og stofnunum hefur verið lokað. Fólki er ráðlagt að vera innan-dyra. Annars á það að nota öndunar-grímur. Margir hafa átt erfitt með að anda og sviðið í augun. Reykjar-mengun í Malasíu Reuters Skólabörn hafa þurft að nota öndunar-grímur til að verjast menguninni. R-LISTINN býður líklega ekki fram í næstu borgarstjórnar-kosningum. Mikið hefur verið fundað um listann undan-farið. Samkomulag hefur ekki náðst. R-listinn saman-stendur af Samfylkingunni, Framsókn og Vinstri grænum. Samfylkingin vildi að það yrði opið próf-kjör þannig að allir gætu reynt að komast á lista. Vinstri-grænir og Framsókn voru með hugmyndir um að skipta sætunum á lista milli flokkanna. Nú í vikunni ætla félögin að funda með sínum flokks-mönnum í Reykjavík. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin. Enginn R-listi? Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðu-nefnd um R-listann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.