Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
I. FJÁRDRÁTTUR
Ákærðu Jóni Ásgeiri, Tryggva,
Jóhannesi og Kristínu er gefinn
að sök fjárdráttur í eft-
irgreindum tilvikum:
1. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa dregið sér
og öðrum samtals kr. 40.073.196,54, á
tímabilinu frá 30. apríl 1999 til 11.
júní 2002, þegar þeir létu, með vitund
og liðsinni meðákærðu Jóhannesar
og Kristínar, Baug hf. greiða 34
reikninga sem voru gefnir út af félag-
inu Nordica Inc. á hendur Baugi hf.,
samkvæmt fyrirmælum ákærðu
Jóns Ásgeirs og Tryggva, vegna af-
borgana af lánum, rekstrarkostnaði
og öðrum tilfallandi kostnaði sem til-
heyrði skemmtibátnum „Thee Vik-
ing“ sem var Baugi hf. óviðkomandi.
Bát þennan höfðu ákærðu Jón Ás-
geir og Jóhannes keypt í félagi við
Jón Gerald Sullenberger, eiganda
Nordica Inc., í Miami í Flórída í
Bandaríkjunum, þar sem báturinn
var staðsettur og skráður sem eign
félags í eigu Jóns Geralds Sullenber-
ger, New Viking Inc., skrásettu í De-
laware í Bandaríkjunum. Reikning-
arnir voru sem hér greinir: [töflur
ekki tiltækar]
2. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Jóhann-
esi með því að hafa dregið sér sam-
tals kr. 441.254,00 á tímabilinu frá 19.
apríl 1999 til 17. desember 2002, þeg-
ar ákærðu létu Baug hf. greiða til
SPRON í eftirtöldum 17 greiðslum
þóknun vegna bankaábyrgðar sem
ákærðu höfðu stofnað til og var
Baugi hf. óviðkomandi, í tengslum
við kaup ákærðu og Jóns Geralds
Sullenberger á skemmtibát sam-
kvæmt 7. tölulið II. kafla ákæru hér á
eftir, svo sem hér greinir: [töflur ekki
tiltækar]
3. Ákærða Tryggva með því að
hafa dregið sér samtals kr.
1.315.861,27 á tímabilinu frá 11. jan-
úar 2000 til 12. febrúar 2002, þegar
ákærði lét Baug hf. greiða í 13 skipti
reikninga sem gefnir voru út í nafni
félagsins Nordica Inc. í Bankaríkj-
unum á hendur Baugi hf., sem voru
útgjöld Baugi hf. óviðkomandi. Til
útgjaldanna hafði ákærði stofnað í
útlöndum með úttektum á American
Express-greiðslukorti í reikning hins
bandaríska félags, Nordica Inc., sem
hið bandaríska félag lagði út fyrir og
innheimti síðan sem ferðakostnað
hjá Baugi hf., samkvæmt fyrirmæl-
um ákærða, sem hér greinir: [töflur
ekki tiltækar]
4. Ákærða Tryggva með því að
hafa dregið sé samtals kr. 99.605,00
hinn 17. maí 2001, þegar ákærði lét
Baug hf. greiða Tollstjóranum í
Reykjavík eftirgreind aðflutnings-
gjöld; virðisaukaskatt kr. 72.479,00,
vörugjald kr. 26.087,00 og toll kr.
1.039,00, samtals kr. 99.605,00, þegar
hann lét Baug hf. flytja til landsins og
tollafgreiða sláttuvélatraktor af
gerðinni Craftsmann, sem ákærði
hafði keypt til eigin nota í Bandaríkj-
unum, ásamt fylgihlutum, fyrir sam-
tals USD 2.702,97, samkvæmt vöru-
reikningi útgefnum af Nordica Inc.,
Miami, Flórída í Bandaríkjunum,
dags. 4. apríl 2001 á Baug-Aðföng hf.
Brot ákærða Tryggva samkvæmt
1., 3. og 4. tölulið ákæru teljast varða
við 247. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19,1940.
Brot ákærða Jóhannesar sam-
kvæmt 2. tölulið ákæru teljast varða
við 247. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19, 1940 og brot samkvæmt 1.
tölulið ákæru við 247. gr., sbr. 22. gr.
sömu laga.
Brot ákærðu Kristínar samkvæmt
1. tölulið ákæru teljast varða við 247.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19,
1940, sbr. 22. gr. sömu laga.
II. UMBOÐSSVIK
Ákærðu Jóni Ásgeiri,
Tryggva og Jóhannesi eru
gefin að sök umboðssvik
með því að hafa misnotað
aðstöðu sína hjá Baugi hf. í
eftirgreindum tilvikum:
5. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa blekkt og
misnotað aðstöðu sína sem forstjóri
og aðstoðarforstjóri Baugs hf. þegar
þeir fengu, með vitund ákærða Jó-
hannesar sem stjórnarmanns, stjórn
þess á stjórnarfundi hinn 20. maí
1999 til þess að heimila ákærða Jóni
Ásgeiri að ganga til samninga og að
kaupa 70% hlutafjár í Vöruveltunni
hf. Á stjórnarfundinum leyndu
ákærðu stjórn hlutafélagsins því að
ákærði Jón Ásgeir var þá sjálfur um-
ráðandi 70% hlutafjár og átti stærsta
hluta þess og var raunverulegur
stjórnandi Vöruveltunnar hf., frá því
að hann gerði hinn 7. október 1998
bindandi samning um kaup á öllu
hlutafé í Vöruveltunni hf., að nafn-
verði kr. 4.600.000,00 fyrir kr.
1.150.000.000,00 og með viðbótar-
greiðslu að fjárhæð kr.
100.000.000,00 samkvæmt viðbótar-
samningi ákærða við seljendur sem
dagsettur er hinn 5. júní 1999. Baug-
ur hf. eignaðist með viðskiptunum á
árinu 1999 70% hlutafjár í Vöruvelt-
unni hf. sem ákærði Jón Ásgeir átti
að meginhluta og réð yfir, fyrir kr.
1.037.000.000,00.
6. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa misnotað
aðstöðu sína, Jón Ásgeir sem for-
stjóri Baugs hf. og Tryggvi sem að-
stoðarforstjóri Baugs hf. og stjórn-
arformaður Fasteignafélagsins
Stoða hf., dótturfélags Baugs hf.,
þegar Fasteignafélagið Stoðir hf.
keyptu fasteignir að Suðurlands-
braut 48, Laugalæk 2, Sporhömrum
3, Langarima 21–23 og Efstalandi 26
í Reykjavík, af Litla fasteignafélag-
inu ehf., fyrir kr. 354.000.000,00, en í
árslok 1998 höfðu ákærðu selt Litla
fasteignafélaginu ehf. eignirnar frá
Vöruveltunni hf. fyrir kr.
217.000.000,00 með því að einka-
hlutafélagið yfirtók skuldir Vöruvelt-
unnar hf., auk greiðslu.
7. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Jóhann-
esi með því að hafa hinn 30. nóvem-
ber 1998, við yfirtöku Baugs hf. á
Bónus sf., kt. 670892-2479, misnotað
aðstöðu sína hjá Baugi hf., til þess að
binda það við erlenda bankaábyrgð í
SPRON, að andvirði kr.
12.219.990,00, sem var óviðkomandi
rekstri Bónuss sf., en til ábyrgðar-
innar höfðu ákærðu stofnað í nafni
sameignarfélagsins hinn 17. júlí
1996, vegna lántöku í nafni banda-
ríska félagsins Nordica Inc. hjá
Ready State Bank, Hialeah í Flórída
í Bandaríkjunum, að fjárhæð USD
135.000. Ábyrgðin var stofnuð vegna
kaupa ákærðu, í félagi við eiganda
hins bandaríska félags, Jón Gerald
Sullenberger, samkvæmt sölureikn-
ingi dagsettum hinn 16. ágúst 1996, á
37 feta skemmtibát af gerðinni Sea
Ray Sundancer sem fékk nafnið
„Icelandic Viking“, en með þessu
varð Baugur hf., síðar Baugur Group
hf., bundið við ábyrgðina sem gjald-
féll á hlutafélagið hinn 17. október
2002.
Brot ákærða Jóns Ásgeir sam-
kvæmt 5., 6. og 7. tölulið ákæru, og
Jóhannesar samkvæmt 7. tölulið
ákæru teljast varða við 249. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Brot ákærða Jóhannesar samkvæmt
5. tölulið telst varða við 249. gr. sbr.
22. gr. almennra hegningarlaga nr.
19, 1940.
Brot ákærða Tryggva samkvæmt
5. og 6. tölulið telst varða við 249. gr.
sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19, 1940.
III. FJÁRDRÁTTUR OG
UMBOÐSSVIK
Ákærða Jóni Ásgeiri er
gefinn að sök fjárdráttur
og/eða umboðssvik í
eftirgreindum tilvikum:
8. Með því að hafa hinn 8. október
1998 látið millifæra af bankareikn-
ingi, númer 1151 26 000156, í eigu
Baugs-Aðfanga ehf., dótturfélags
Baugs hf., kr. 200.000.000,00 inn á
bankareikning í eigu SPRON, nr.
1151 26 009999, þar sem ákærði fékk
útgefna bankaávísun sömu fjárhæð-
ar, á nafn Helgu Gísladóttur. Ákærði
afhenti eða lét afhenda Eiríki Sig-
urðssyni, sambýlismanni Helgu, eig-
anda alls hlutafjár í Vöruveltunni hf.,
bankaávísun þessa til greiðslu sam-
kvæmt kaupsamningi dagsettum
hinn 7. október 1998, þar sem Helga
Gísladóttir seldi ákærða fyrir hönd
ótilgreindra kaupenda allt hlutafé í
hlutafélaginu Vöruveltunni og var
ávísunin innleyst hinn 9. október
1998 og andvirði hennar lagt inn á
bankareikning Helgu númer 0327 26
001708.
9. Með því að hafa hinn 15. júní
2001 látið Baug hf. greiða kr.
95.000.000,00 inn á bankareikning
Kaupþings á Íslandi, nr. 1100 26
454080, þaðan sem fjárhæðinni var
ráðstafað, ásamt láni frá Kaupthing
Bank Luxembourg, að fjárhæð kr.
30.000.000,00, til félagsins Cardi
Holding, dótturfélags Gaums Hold-
ing, sem bæði voru skráð í Lúxem-
borg, sem hlutafjárframlag í félagið
FBA-Holding. Það félag var í eigu
Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. og
þriggja annarra aðila. Færsla vegna
greiðslunnar í bókhaldi Baugs hf. var
með fylgiskjali, sem var útskrift
tölvupósts með greiðslufyrirmælum
ákærða til þáverandi fjármálastjóra
Baugs hf., með handskrifuðum at-
hugasemdum um númer bankareikn-
ings sem greiðslan var færð inn á
svohljóðandi skýringum: „eignfæra
ráðgjöf v/A Holding. Viðskiptafæra á
Baug Holding. Vantar reikning“.
Brot ákærða Jóns Ásgeirs sam-
kvæmt 8. tölulið ákæru telst varða
við 247. gr. almennra hegningarlaga
nr. 19, 1940, en brot ákærða sam-
kvæmt 9. tölulið telst varða við 247.
gr. almennra hegningarlaga nr., 19,
1940 til vara við 249. gr. sömu laga.
IV. FJÁRDRÁTTUR, UMBOÐSSVIK
OG BROT GEGN LÖGUM UM
HLUTAFÉLÖG
Ákærðu Jóni Ásgeiri, Tryggva
og Kristínu er gefinn að sök
fjárdráttur og/eða umboðssvik
og brot gegn lögum um hluta-
félög í eftirgreindum tilvikum:
10. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa hinn 23.
ágúst 1999 látið millifæra af banka-
reikningi Baugs hf., nr. 0527 26
000720, kr. 100.000.000,00 til Íslands-
banka hf., vegna innheimtu bankans
á hlutafjárloforðum, sem greiðslu
Fjárfestingafélagsins Gaums ehf.,
þegar einkahlutafélagið eignaðist
10.000.000 hluti í hlutafjárútboði í
Baugi hf. í apríl 1999. Í bókhaldi
Baugs hf. var greiðslan til Íslands-
banka hf., í þágu einkahlutafélagsins,
færð á viðskiptamannareikning þess
hjá Baugi hf., sem krafa, þannig að
eftir bókun millifærslunnar stóð við-
skiptamannareikningurinn í kr.
182.782.689,00. Krafa hlutafélagsins
á einkahlutafélagið var síðar lækkuð
með eftirtöldum greiðslum einka-
hlutafélagsins NRP til Baugs hf.; kr.
15.000.000,00 hinn 28. október 1999,
kr. 15.000.000,00 hinn 2. nóvember
1999 og kr. 60.000.000,00 hinn 28.
júní 2000, þegar einkahlutafélagið
NRP eignaðist umrædd hlutabréf
Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., en
jafnframt var krafa á viðskipta-
mannareikningi einkahlutafélagsins
hjá Baugi hf. færð niður um kr.
10.000.000,00 hinn 31. desember
1999.
11. Ákærða Jóni Ásgeiri með því
að hafa um mitt ár 1999 án greiðslu
eða skuldaviðurkenninga afhent eða
látið afhenda Fjárfestingafélaginu
Gaumi ehf. 10.695.295 hluti Baugs hf.
í Flugleiðum hf., sem einkahluta-
félagið seldi hinn 27. ágúst 1999 fyrir
kr. 49.360.124,00. Framangreind ráð-
stöfun bréfanna var fyrst færð í bók-
haldi Baugs hf. með lokafærslum frá
endurskoðanda í árslok 1999 að fjár-
hæð kr. 44.800.000,00. Færslan var
miðuð við 31. desember 1999 og þá
færð sem krafa á viðskiptamanna-
reikning Fjárfestingafélagsins
Gaums ehf., sem eftir bókunina stóð í
kr. 143.068.986,00, en skuld einka-
hlutafélagsins var gerð upp með víxli
útgefnum hinn 20. maí 2002 sem
greiddur var 5. september sama ár.
12. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa hinn 11.
október 1999 látið millifæra kr.
4.500.000,00 af bankareikningi
Baugs hf., nr. 1150 26 00077, á banka-
reikning Fjárfestingafélagsins
Gaums ehf., nr. 0527 26 001099,
vegna kaupa einkahlutafélagsins á
hluta fasteignarinnar að Viðarhöfða
6, í Reykjavík. Í bókhaldi Baugs hf.
var greiðslan til einkahlutafélagsins
færð sem viðskiptakrafa á viðskipta-
mannareikning einkahlutafélagsins
hjá Baugi hf., sem eftir bókun milli-
færslunnar stóð í kr. 187.665.005,00,
en skuld einkahlutafélagsins var
gerð upp með víxlinum sem nefndur
er í lok 11. töluliðs ákæru. Ákærðu
Kristínu framkvæmdastjóra einka-
hlutafélagsins gat ekki dulist að
millifærsla fjárhæðarinnar sem gerð
var án skuldaviðurkenningar, samn-
ings eða trygginga var ólögmæt og
andstæð hagsmunum Baugs hf.
13. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa inn 3. des-
ember 1999 látið millifæra kr.
8.000.000,00 af bankareikningi
Baugs hf., nr. 0527 26 000720, til
SPRON sem greiðslu Fjárfestinga-
félagsins Gaums ehf. fyrir helmings-
hluta hlutafjár í eigu SPRON í Við-
skiptatrausti ehf. Í bókhaldi Baugs
hf. var greiðslan færð sem krafa á
viðskiptamannareikning einkahluta-
félagsins í samræmi við útgefinn
reikning, en eftir bókun færslunnar
stóð viðskiptamannareikningurinn í
kr. 168.031.286,00, en skuld einka-
hlutafélagsins var gerð upp með
kaupum Baugs hf. á öllu hlutafé í
Viðskiptatrausti ehf., sem fært var til
lækkunar á viðskiptamannareikningi
einkahlutafélagsins hinn 30. júní
2000 fyrir kr. 16.000.000,00.
14. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa hinn 14.
desember 1999 látið millifæra kr.
35.000.000,00 af bankareikningi
Baugs hf., nr. 0527 26 000720, á
bankareikning Fjárfestingafélagsins
Gaums ehf., nr. 0527 26 001099,
vegna kaupa einkahlutafélagsins á
186.500 hlutum í Debenhams PLC í
Bretlandi. Í bókhaldi Baugs hf. var
greiðslan til einkahlutafélagsins
færð sem viðskiptakrafa á viðskipta-
mannareikning einkahlutafélagsins,
sem eftir bókun millifærslunnar stóð
í kr. 201.001.430,00 en framangreind
skuld einkahlutafélagsins, kr.
35.000.000,00, var gerð upp með
greiðslu hinn 22. desember 1999 til
hlutafélagsins.
15. Ákærðu Jóni Ásgeiri og
Tryggva með því að hafa hinn 13.
febrúar 2001 látið færa kröfu á við-
Ákærur í Baugsmálinu
Ríkislögreglustjóri hefur birt eftirfarandi ákærur á hendur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, Jóhannesi Jóns-
syni í Bónusi, Kristínu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., Tryggva Jónssyni, fyrrverandi
forstjóra Baugs, Stefáni Hilmari Hilmarssyni endurskoðanda og Önnu Þórðardóttur endurskoðanda.
Ákærurnar voru birtar sakborningunum hinn 1. júlí sl., og hefur Morgunblaðið nú fengið eintök af ákærunum send frá lögmanni
eins sakborninga. Þær eru birtar hér í heild sinni með vitund og vilja ákærðu.
Morgunblaðið/Þorkell