Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 217. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is N†TT KORTATÍMABIL! Frækin og feminísk Skarphéðinn Guðmundsson ræðir við Jessicu Alba | Menning Tímaritið og Atvinna Tímaritið | Kiri te Kanawa og stórlaxarnir  Hvar eru vínin?  Úr heimsborginni á Hólinn  Helgi Snær og stóri bróðir  Útivist er margra meina bót Atvinna | Smekkfullt blað af auglýsingum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HLUTAFÉLAGIÐ Baugur greiddi fyrir marg- víslegar fjárfestingar og persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra og fleiri. Þetta kemur fram í kæru ríkislögreglu- stjóra á hendur Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Jóns- syni, föður hans, Kristínu Jóhannesdóttur, syst- ur hans, Tryggva Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs og tveimur endurskoðendum Baugs. Ákærurnar eru birtar í heild sinni í Morg- unblaðinu ásamt athugasemdum sakborninga. Lán frá Baugi Í ákærunni kemur fram að fjárfestingar sem Fjárfestingafélagið Gaumur stóð að hafi ítrekað verið greiddar af reikningum Baugs hf. Baugur var á þeim tíma félag sem skráð var á Verð- bréfaþingi Íslands og í eigu margra hluthafa. Gaumur er einkahlutafélag í eigu Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu, en félagið er stærsti eigandinn í Baugi. Í ákærunni kemur fram að í október 1998 hafi Jón Ásgeir látið Baug-Aðföng, dótturfélag Baugs, greiða 200 milljónir til Helgu Gísladótt- ur, en hún afhenti ávísunina sambýlismanni sín- um, Eiríki Sigurðssyni, eiganda Vöruveltunnar. Baugur eignaðist hins vegar ekki hlut í Vöru- veltunni fyrr en á árinu 1999. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa í júní 2001 látið Baug greiða 95 milljónir inn á banka- reikning í Kaupþingi. Þaðan fór upphæðin til Kaupthing Bank í Lúxemborg til félagsins Cardi Holding, dótturfélags Gaums Holding, en peningarnir voru notaðir, ásamt láni, sem hluta- fjárframlag í FBA-Holding. Það félag var í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums og þriggja ann- arra. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa í ágúst 1999 millifært 100 milljónir af reikn- ingi Baugs til Íslandsbanka vegna innheimtu á hlutafjárloforðum, sem greiðslu Gaums, þegar einkahlutafélagið tók þátt í hlutafjárútboði í Baugi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa um mitt ár 1999 látið afhenda Gaumi 10,7 milljónir hluta Baugs í Flugleiðum. Hlutabréfin seldi Gaumur síðar fyrir 49,4 milljónir. Þessi skuld Gaums við Baug ásamt fleiri skuldum var gerð upp árið 2002. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa í október 1999 fært 4,5 milljónir af bankareikningi Baugs inn á reikning Gaums til kaupa á fasteigninni að Viðarhöfða 6 í Reykjavík. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa í desember 1999 látið millifæra 8 milljónir af reikningi Baugs til SPRON sem greiðslu Gaums fyrir helming hlutafjár í Viðskiptatrausti ehf., sem var í eigu SPRON. Skuldin var gerð upp í júní 2000. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa í desember 1999 látið Baug greiða inn á bankareikning Gaums 35 milljónir vegna kaupa Gaums á Debenhams PLC í Bretlandi. Skuldin var gerð upp viku síðar. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa í febrúar 2001 látið færa á viðskiptamanna- reikning Gaums hjá Baugi 50,5 milljónir vegna kaupa Gaums á hlutabréfum í Baugi. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa í sama mánuði látið færa á viðskiptamanna- reikning Kristínar í Baugi 3,8 milljónir vegna kaupa Kristínar á hlutabréfum í Baugi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa í maí 2001 látið millifæra 100 milljónir af reikningi Baugs inn á reikning Gaums, en peningarnir voru not- aðir sem hlutafjárframlag Gaums í Restaurant Group AB. Keypti Vöruveltuna af Jóni Ásgeiri Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa lánað án trygginga eða ábyrgða 64,5 millj- ónir, fyrir hönd Baugs, til Fjárfars, en Jón Ás- geir stýrði því félagi. Peningarnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Baugi. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa í júní 2000 lánað 50 milljónir, fyrir hönd Baugs til Fjárfars vegna kaupa einkahluta- félagsins í Baugi-net. Viðskiptin gengu síðar til baka. Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir hafa í febrúar 2001 lánað, fyrir hönd Baugs 87,8 millj- ónir til Fjárfars vegna kaupa Fjárfars í Baugi. Í ákærunni eru Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um að hafa í maí 1999 blekkt stjórn Baugs og mis- notað aðstöðu sína sem forstjóri og aðstoðarfor- stjóri Baugs, með vitund Jóhannesar, til að heim- ila Jóni Ásgeiri til að ganga til samninga um kaup á 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. Jón Ásgeir hafi á þeim tíma sjálfur verið umráðandi 70% hluta- fjár og átt stærsta hluta félagsins, en um þetta hafi stjórnin ekki haft vitneskju. Jón Ásgeir er ákærður fyrir að hafa látið Baug greiða á árunum 1998–2002 rúmlega 12,5 milljónir vegna persónulegra úttekta óviðkom- andi Baugi. Tryggvi er sömuleiðis ákærður fyrir að láta Baug greiða útgjöld óviðkomandi Baugi upp á rúmlega 1,3 milljónir en eyðslan var skráð sem ferðakostnaður. Kært er vegna fleiri reikn- inga sem Baugur var látinn greiða, en tengdust ekki félaginu að því er fram kemur í ákærunni. Jón Ásgeir og Tryggvi eru kærðir fyrir að hafa, með liðsinni Jóhannesar og Kristínar, látið Baug greiða 34 reikninga sem gefnir voru út af félaginu Nordica Inc. í Bandaríkjunum vegna reksturskostnaðar og annars tilfallandi kostn- aðar vegna skemmtibátsins „Thee Viking“ en báturinn hafi verið Baugi óviðkomandi. Tilhæfulausir reikningar Jón Ásgeir og Tryggvi eru ákærðir fyrir að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikninga, samtals upp á 108,9 milljónir króna og fært þá sem tekjur í bókhaldi Baugs. Þetta hafi leitt til þess að árshlutareikningur um mitt ár 2001, sem birtur var á Verðbréfaþingi Íslands, hafi verið rangur. Fjárfestingar Gaums og Fjár- fars fjármagnaðar af Baugi  Árshlutareikningur rangur  Baugur greiddi 34 reikninga vegna skemmtibáts í annarra eigu  Baugur greiddi persónulegar úttektir óviðkomandi félaginu Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ALLSTÓRAN snjóskafl er að finna í Esjunni en hann hefur hingað til lifað af sumarið. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á hann þegar hann átti þar leið um. Skaflinn mældist um 20 metrar á lengd og 15 metrar á breidd, eða um 300 fermetrar að stærð. Skaflinn liggur í um 850 metra hæð yfir sjávarmáli ná- lægt Gunnlaugsskarði. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, má búast við því að dagar snjóskaflsins verði taldir í lok ágústmánaðar eða byrjun september, en hlýinda- og vætu- tíð er framundan. Undanfarin sumur hafa einkennst af hlýindum þannig að snjórinn hefur ekki náð að haldast út sumarið í hlíðum Esjunnar. Árið 1998 hvarf allur snjór úr Esjunni og var það í fyrsta skipti sem það gerð- ist í um 30 ár. Á myndinni sést Björn Guðmundur Markússon bregða á leik í snjóskaflin- um, en hann var með ljósmyndara í för. Morgunblaðið/Þorkell Síðasti snjóskafl- inn í Esjunni Í ÁKÆRUSKJALINU segir að stjórnendur Baugs hafi sett fram rangar og villandi sérgrein- ingar í ársreikningi Baugs. Engar upplýsingar séu þar að finna um lán eða greiðslukjör til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum, heldur voru þessi lán felld undir liðinn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikningi. Ekkert er heldur getið um lán- in í skýrslu stjórnar eða í skýringum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikninginn, með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa, áritaði endurskoðandi hlutafélagsins, án fyrirvara. Ekkert um lán til stjórnenda í ársreikningum  Ákærur |14–17 Þungar ákærur á hendur forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs og Gaums

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.