Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 17
Kórinn var stofnaður 1995. Í honum starfa um
eitthundruð söngkonur á aldrinum 6-18 ára. Kórinn
œfir einu sinni í viku og heldur reglulega tónleika
bœði innanlands og utan.
Kórinn hefur hlotið lof fyrir fagrann söng og fágaða
framkomu. Stúlkurnar eru eftirsóttir söngkraftar
í leikhúsum borgarinnar og taka þœr þátt í
barnastarfi ljósvakamiðlanna.
Innritun hefst 22 .ágúst og lýkur 2. september.
Upplýsingar og greiðsla námsgjalda fer fram
alla virka daga frá 16:00-19:00 á skrifstofu
skólans eða í síma 511-3737 / 861-7328
Yngri deild 6 - 10 ára.
Eldri deild 11 - 16 ára.
Vox junior framhaldsdeild 16 ára og eldri.
Domus Vox
-Þar sem röddin þín hljómar.
Stúlknakór Reykjavíkur
Tækifæri • Gleði • Þroski
Kennarar: Ástríður Haraldsdóttir Seth Sharp
Hanna B. Guðjónsdóttir Maríus Sverrisson
Stefanía Ólafsdóttir Agnar Már Magnússon
Kórstjórnandi: Margrét J. Pálmadóttir
pelo
nas-k reikiö -
so
no
da
n_
10
01
Traust menntun í framsæknum skóla
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Kvöldskóli
Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina
Allur tréiðnaður. Verk- og fagbóklegar greinar húsgagna,
innréttinga og bygginga.
Grunnnám rafiðna 1. önn – Rafvirkjun 3.–7. önn
Rafmagnsfræði, raflagnir, rafstýringar og lýsingatækni.
Listnámsbraut – Almenn hönnun
Byrjunaráfangar í kjarna og á kjörsviði almennrar hönnunar
auk valáfanga, svo sem skynjun, túlkun og tjáning; samtíma-
menning í sögulegu samhengi; tækni og verkmenning fram yfir
miðja 19. öld; og form-, efnis, lita- og markaðsfræði.
Brautin er öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun.
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur undir
nám í grafískri miðlun, vefsmíði, ljósmyndun, nettækni, prentun
og bókbandi.
Tækniteiknun
Grunnteikning, húsateikning, innréttingateikning og AutoCad.
Meistaraskóli
Allar almennar rekstrar- og stjórnunargreinar iðnfyrirtækja.
Faggreinar byggingagreina 3. önn. ATH. Nemendur skulu hafi
lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein og framvísi sveinsbréfi.
Almennt nám
Bókfærsla, danska, enska, stærðfræði, eðlis- og efnafræði,
félagsfræði, íslenska, spænska, þýska, fríhendisteikning,
grunnteikning, vélritun, upplýsinga- og tölvunotkun.
Innritun og stundatöflur eru á www.ir.is (sjá kvöldnám).
Einnig verður innritað í skólanum 17. og 18. ágúst kl. 16–19.
Kennsla hefst miðvikudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá.
Nánari upplýsingar á www.ir.is og í síma 522 6500.
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar
samningi dags. 13. október 1998 frá
Colonial, Miami, Flórída í Bandaríkj-
unum, en reikninginn hafði við-
skiptafélagi ákærða, Jón Gerald Sull-
enberger, gefið út að ósk ákærða í
þessu skyni, og með því að aðflutn-
ingsgjöld voru reiknuð á grundvelli
aðflutningsskýrslunnar kom ákærði
sér undan því að standa skil á virð-
isaukaskatti að fjárhæð kr.
202.510,00 og vörugjaldi að fjárhæð
kr. 325.618,00 eða samtals kr.
528.128,00.
38. Ákærði Jón Ásgeir með því að
hafa við innflutning á bifreiðinni OD
090, með sendingarnúmer S HEG 10
11 9 CA MTR W004, í nafni hluta-
félagsins Baugs, gefið rangar upplýs-
ingar á aðflutningsskýrslu dags. 3.
desember 1999, innlagðri 7. desem-
ber 1999 hjá Tollstjóranum í Reykja-
vík, ásamt tilhæfulausum vörureikn-
ingi dags. 23. september 1999,
útgefnum af Nordica Inc., Miami,
Flórída í Bandaríkjunum, sem til-
greindi kaupverð bifreiðarinnar
ranglega USD 27.600,00 í stað USD
34.400,00 samkvæmt vörureikningi
dags. 29. október 1999 frá Automot-
ores Zona Franca, Miami, Flórída í
Bandaríkjunum, en fyrrnefnda
reikninginn hafði viðskiptafélagi
ákærða, Jón Gerald Sullenberger,
gefið út að ósk ákærða í þessu skyni,
og með því að aðflutningsgjöld voru
reiknuð á grundvelli aðflutnings-
skýrslunnar kom ákærði sér undan
því að standa skil á virðisaukaskatti
að fjárhæð kr. 225.900,00 og vöru-
gjaldi að fjárhæð kr. 363.229,00 eða
samtals kr. 589.129,00.
39. Ákærði Jóhannes með því að
hafa við innflutning á bifreiðinni KY
293, með sendingarnr. D 779 28 05 0
US NYC 0160, gefið rangar upplýs-
ingar á aðflutningsskýrslu dags. 30.
maí 2000, innlagðri sama dag hjá
Tollstjóranum í Reykjavík, ásamt til-
hæfulausum vörureikningi dags. 11.
apríl 2000, útgefnum af Nordica Inc.,
Miami, Flórída í Bandaríkjunum,
sem tilgreindi kaupverð bifreiðarinn-
ar ranglega USD 34.850,00 í stað
USD 43.400,00 samkvæmt vöru-
reikningi dags. 17. maí 2000 frá Auto-
motores Zona Franca, Miami, Flór-
ída í Bandaríkjunum, en fyrrnefnda
reikninginn hafði viðskiptafélagi
ákærða, Jón Gerald Sullenberger,
gefið út að ósk ákærða í þessu skyni,
og með því að aðflutningsgjöld voru
reiknuð á grundvelli aðflutnings-
skýrslunnar kom ákærði sér undan
því að standa skil á virðisaukaskatti
að fjárhæð kr. 231.691,00 og vöru-
gjaldi að fjárhæð kr. 293.487,00 eða
samtals kr. 525.178,00.
40. Ákærða Kristín með því að
hafa við innflutning á bifreiðinni KY
835, með sendingarnr. D 779 28 05 0
US NYC 0159, gefið rangar upplýs-
ingar á aðflutningsskýrslu dags. 30.
maí 2000, innlagðri sama dag hjá
Tollstjóranum í Reykjavík, ásamt til-
hæfulausum vörureikningi dags. 11.
apríl 2000, útgefnum af Nordica Inc.,
Miami, Flórída í Bandaríkjunum,
sem tilgreindi kaupverð bifreiðarinn-
ar ranglega USD 46.780,00 í stað
USD 58.200,00 samkvæmt vöru-
reikningi dags. 17. maí 2000 frá Auto-
motores Zona Franca, Miami, Flór-
ída í Bandaríkjunum, en fyrrnefnda
reikninginn hafði viðskiptafélagi
ákærðu, Jón Gerald Sullenberger,
gefið út að ósk ákærðu í þessu skyni,
og með því að aðflutningsgjöld voru
reiknuð á grundvelli aðflutnings-
skýrslunnar kom ákærða sér undan
því að standa skil á virðisaukaskatti
að fjárhæð kr. 307.598,00 og vöru-
gjaldi að fjárhæð kr. 389.639,00 eða
samtals kr. 697.237,00.
Brot ákærða Jóns Ásgeirs sam-
kvæmt 37. og 38. tölulið ákæru telj-
ast varða við 2. mgr., sbr. 1. mgr. 126.
gr. tollalaga nr. 55, 1987, og 2. mgr.
158. gr. almennra hegningarlaga nr.
19, 1940.
Brot ákærða Jóhannesar sam-
kvæmt 39. tölulið ákæru teljast varða
við 2. mgr., sbr. 1. mgr. 126. gr. tolla-
laga nr. 55, 1987, og 2. mgr. 158. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Brot ákærðu Kristínar samkvæmt
40. tölulið ákæru teljast varða við 2.
mgr., sbr. 1. mgr. 126. gr. tollalaga
nr. 55, 1987, og 2. mgr. 158. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19, 1940.
Þess er krafist að ákærðu verði
dæmd til refsingar fyrir framan-
greind brot.
Skrifstofa Ríkislögreglustjórans,
Reykjavík 1. júlí 2005.
SAMKVÆMT ákærum þeim sem
Morgunblaðið hefur fengið í hendur
varða meint brot hinna ákærðu í
Baugsmálinu við margvísleg ákvæði
hegningarlaga og hlutabréfalaga.
Eru refsiviðurlög við þeim háar
sektir og allt að sex ára fangelsis-
vist.
Meðal annars varða meint brot við
247. grein hegningarlaganna frá
1940, þar sem kveðið er á um að
maður sæti allt að 6 ára fangelsi,
dragi hann sér fjármuni eða önnur
verðmæti, sem hann hefur í vörslum
sínum, en annar maður er eigandi
að, án þess þó að verknaðurinn varði
við 246. grein laganna. Þá er kveðið
á um í greininni að hafi maður notað
peninga annars manns heimildar-
laust í sjálfs sín þarfir, þá skal hon-
um refsað fyrir það hvort sem hon-
um hefur verið skylt að halda
peningunum aðgreindum frá sínu fé
eða ekki.
Misnotkun á aðstöðu
og fjármunum annarra
Einnig varða meint brot hinna
ákærðu við 249. grein almennu
hegningarlaganna, þar sem segir:
„Ef maður, sem fengið hefur að-
stöðu til þess að gera eitthvað, sem
annar maður verður bundinn við,
eða hefur fjárreiður fyrir aðra á
hendi, misnotar þessa aðstöðu sína,
þá varðar það fangelsi allt að 2 ár-
um, og má þyngja refsinguna, ef
mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára
fangelsi.“
Þá varða meint brot ákærðu við
262. grein hegningarlaganna, þar
sem segir m.a.: „Hver sem af ásetn-
ingi eða stórfelldu gáleysi gerist
sekur um meiri háttar brot gegn 1.,
2. eða 5. málsgrein 107. greinar laga
um tekjuskatt og eignarskatt, sbr.
og 2. málsgrein 22. greinar laga um
tekjustofna sveitarfélaga, 1., 2. eða
7. málsgrein. 30. grein laga um stað-
greiðslu opinberra gjalda, sbr. og 11.
grein laga um tryggingagjald, og
gegn 1. eða 6. málsgrein 40. gr. laga
um virðisaukaskatt skal sæta fang-
elsi allt að 6 árum. Heimilt er að
dæma fésekt að auki samkvæmt
þeim ákvæðum skattalaga er fyrr
greinir.
Sömu refsingu skal sá sæta sem af
ásetningi eða stórfelldu gáleysi ger-
ist sekur um meiri háttar brot gegn
lögum um staðgreiðslu opinberra
gjalda, virðisaukaskatt, bókhald og
ársreikninga.“
Stjórnendum
óheimilt að fá lán
Einnig varða meint brot ákærðu
við 104. grein hlutabréfalag frá 1995,
þar sem segir m.a.: „Hlutafélagi er
hvorki heimilt að veita hluthöfum,
stjórnarmönnum eða framkvæmda-
stjórum félagsins eða móðurfélags
þess lán né setja tryggingu fyrir þá.“
Einnig eru meint brot ákærða
sögð brjóta í bága við 153. grein
hlutabréfalaga, þar sem segir að það
varði sektum eða fangelsi allt að
tveimur árum að skýra vísvitandi
rangt eða villandi frá högum hluta-
félags eða öðru er það varðar í op-
inberri auglýsingu eða tilkynningu, í
opinberu boði í þátttöku í stofnun fé-
lags eða í útboði hluta, í skýrslum,
ársreikningi eða yfirlýsingum til
hluthafafundar eða forráðamanna
félags eða í tilkynningum til hluta-
félagaskrár.
Einnig varða meint brot ákærðu
við 126. grein tollalaga frá 1987, þar
sem segir m.a.: „Hver sem af ásetn-
ingi, stórfelldu gáleysi eða ítrekað
veitir rangar eða villandi upplýsing-
ar um tegund, magn eða verðmæti
farms eða vöru eða leggur ekki fram
til tollmeðferðar gögn sem lög þessi
taka til skal sæta sektum sem nema
skulu að lágmarki tvöfaldri en að há-
marki tífaldri þeirri fjárhæð sem
undan var dregin af aðflutnings-
gjöldum.
Hafi brot skv. 1. málsgrein verið
framið með þeim ásetningi að svíkja
undan eða fá ívilnun á aðflutnings-
gjöldum skal það, auk sekta, varða
[fangelsi allt að sex árum] ef miklar
sakir eru eða brot er ítrekað.“
Meint brot
varða allt að 6
ára fangelsi