Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ F lags of Our Fathers seg- ir söguna á bak við ein- hverja frægustu ljós- mynd úr síðari heimsstyrjöldinni, sem tekin er af sexmenning- unum, fótgönguliðunum fræknu, að reisa bandaríska fánann eftir langvarandi bardaga við Japana á litlu eldfjallaeyjunni Iwo Jima árið 1945. Sigurinn kostaði bæði hrikaleg- ar mannfórnir og ógrynni stríðstóla. Atburðurinn markaði þáttaskil í styrjöldinni, Bandamenn náðu að leggja undir sig japanskt land, sem að auki var í flugfæri frá Tókýó og öðr- um grundvallarskotmörkum á föður- landi óvinarins. Myndin fangar eitt rómaðasta augnablik hernaðarsögu Bandaríkj- anna, hún var og er táknræn fyrir seiglu og sigurvilja þjóðarinnar sem öðrum fremur knúði fram sigur á fræknum óvini. Stríðsmyndir eru sannarlega ekki í tísku en tímasetn- ingin ætti ekki að koma á óvart því Bandaríkjamenn þurfa að bæta ímynd sína, jafnt heima fyrir sem út á við. Eastwood er mikilvægur föður- landsvinur, virtur og dáður um heimsbyggðina og ekki skaða Óskars- verðlaunin sem hann vann í ár fyrir Million Dollar Baby. Hann er á há- tindi frægðarinnar líkt og framleið- andi myndarinnar, Steven Spielberg. Tvímenningarnir eru því lifandi goð- sagnir sem hvarvetna njóta ómældr- ar virðingar. Bandaríkin eiga tæpast völ á magnaðri talsmönnum á tímum umdeildra stríðsátaka og mistaka sem hafa skaðað álit þeirra. Dáðir þeirra í heimsstyrjöldunum eru víðs fjarri hugarheimi unga fólksins í dag, sem almennt þekkir hvorki haus né sporð á hryllingi Kyrrahafsstríðsins þar sem Bandaríkjamenn féllu í hrönnum í átökunum við Japana. Mikilvæg smáeyja úti í miðju hafi Iwo Jima, er að vísu stærst í Eld- fjallaeyjaklasanum, en hún er aðeins um 8 kílómetrar á lengd og 4 þar sem hún er breiðust. Hvað kom til að þetta eldvirka og hrjóstruga eyland með sínum bullandi leirhverum var báðum aðilum svo dýrmætt og um sinn þungamiðja sóknar Bandaríkja- manna á hendur Japönum í miðjum hildarleiknum? Iwo Jima var í augum Japana, hluti föðurlandsins, aðeins í u.þ.b. 1.000 kílómetra fjarlægð frá sjálfri höfuð- borginni, aðsetri stjórnarinnar og keisarans. Aldrei fyrr í 5.000 ára sögu þjóðarinnar höfðu erlendir stríðs- menn hertekið japanskt land. Í aug- um Bandaríkjamanna lá mikilvægi eyjunnar fyrst og fremst í staðsetn- ingunni, miðja vegu á milli Japans og aðalbækistöðva bandarísku sprengjuflugvélanna á Guam-eyju. Bandaríkjaher hóf að nota lang- fleygar B-29-sprengjuflugvélar til að ráðast á Japan um mitt ár 1944 en þá skorti flugvelli fyrir skammdrægari, litlar orrustuflugvélar til að vernda þær. Sprengjuflugvélaranar biðu því oft og tíðum afhroð í viðskiptum sín- um við orrustuflugvélar óvinarins. Staðsetning Iwo Jima, með sínar þrjár flugbrautir var því ákjósanleg fyrir léttar og vel vopnaðar fylgdar- vélar. Að auki var hún vel þeginn griðastaður fyrir laskaðar sprengju- flugvélar á heimleið til Guam eftir loftárásir á Japan. Ómennskustu átök styrjaldarinnar Það hafði sýnt sig að Iwo Jima var ekki unnin úr lofti því Bandaríkja- menn hófu loftárásir á eyjuna síðla árs 1944, og tókst iðulega að skemma flugbrautirnar, en Japanir voru ekki höndum seinni að lagfæra þær aftur. Það þurfti því meira til, samhæfðar loftárásir sprengju- og orrustuflug- véla og sprengjuregn frá sjóhernum auk einvalaliðs úr röðum landgöngu- liða sjóhersins, og þeirra beið verk- efni sem minnti um margt á martröð. Aðfaranótt 19. febrúar 1945 var lát- ið til skarar skríða, sjóherinn var bú- inn að umkringja eyjuna með 880 herskipum af öllum stærðum og skot- markið var aðeins þessi litli hólmi. Eftir klukkustundarlanga og linnu- lausa stórskotahríð logaði Iwo Jima enda á milli. Þá hófst annar kafli inn- rásarinnar og hætt er við að japönsku hermennirnir hafi litið til himins því nú steyptu sér á annað hundrað öskrandi sprengjuflugvélar niður úr skýjunum og „teppalögðu“ eyjuna með tugum tonna af öflugum farm- inum. Þegar þær höfðu lokið sér af tóku herskipin að spýja kúlnaregni á nýjan leik. Þriðji kafli, sjálf innrásin, hófst í dögun og fyrsta bylgja landgönguliða flæddi á land. Svört, laus, öskukennd ströndin gerði þeim erfitt fyrir því útilokað reyndist að grafa í hana skot- grafir. Þeir voru því auðveld skot- mörk fyrir japanska varnarliðið sem hafði búið um sig upp af ströndinni, í hellum og steinsteypu, manngerðum neðanjarðarbyrgjum og skotgröfum. Landgönguliðarnir stóðu því ber- skjaldaðir frammi fyrir tugþúsundum leyniskyttna og voru murkaðir niður í þúsundatali. Skothríðin gerði það að verkum að erfitt var að koma skipu- lagi á liðsflutninga, ástandið á líkum þaktri, blóði drifinni ströndinni varð á svipstundu skelfilegra en orð fá lýst. Þarna börðust um hundrað þúsund manns á örlitlu eylandi. Í röskan mánuð var Iwo Jima fjölmennasta víglína á jörðinni Hið tæplega 200 metra háa Suri- bachi-eldfjall á suðurodda eyjunnar gnæfði yfir hugsanlega lendingar- staði. Þaðan sáu japönsku hermenn- irnir hvern lófastóran blett og höfðu undirbúið sig af kostgæfni, búnir að birgja sig upp af matvælum, vatni og síðast en ekki síst skotfærum, tilbúnir í langvinn átök sem þeir urðu að vinna – ekki síður en innrásarliðið. Japanirnir höfðu einnig búið um sig í járnbentum, neðanjarðarvélbyssu- hreiðrum á víð og dreif um eyjuna, einkum á mögulegum lendingarstöð- um. Himinninn logaði af byssukúlum tugþúsunda leyniskyttna sem einnig beittu öllum öðrum tiltækum vopn- um, líkt og sprengjuvörpum og hand- sprengjum. Tugþúsundir vélbyssna beggja liða geltu og spýttu úr sér kúlnaregni. Herskipin spúðu eldi og Flags of Our Fathers fjallar ekki aðeins um eina mannskæðustu lykilorrustu síðari heimsstyrjaldarinnar heldur eina þá hroðalegustu Blóðbaðið á Iwo Jima Nú eru tökur hafnar á stríðsmyndinni Flags of Our Fathers, en hluti hennar verður tekinn í Reykjanes- fólkvangnum. Myndin fjallar um einhver hrottaleg- ustu stríðsátök sögunnar. Sæbjörn Valdimarsson rifjar upp þessa innrás sem skipti sköpum í heimsstyrjöldinni síðari og verður nú kvik- mynduð í leikstjórn Clints Eastwood. Enginn þarf að velkjast í vafa um að allt fer í bál og brand í Krísuvík og útkoman getur orðið, ef allt gengur að óskum, ekki að- eins ein umtalaðasta heldur metaðsóknar- og Ósk- arsverðlaunamynd næsta árs. Mynd ársins. John Wayne sem liðþjálfinn Stryker í the Sands of Iwo Jima. Myndin er hetju- saga og skáldskapur sem lauslega er byggður á staðreyndum. Tony Curtis í hlutverki pima-indjánans Ira Hays í kvikmyndinni The Outsider. Lánið lék ekki við Hays sem endaði ævina sem drykkjusjúklingur. Innrásarhernum reyndist erfitt að ná fótfestu á öskukenndri ströndinni og voru bandarísku hermennirnir því auðveld skotmörk fyrir japanska varnarliðið. Ein af frægustu ljósmyndum allra styrjalda þykir táknræn fyrir sigurvilja Bandaríkjamanna. ’Hver einasti land-gönguliði, hvar sem var á eyjunni, var ætíð í skotfæri Jap- ana, það kemur ekki á óvart að Iwo Jima var kölluð helvíti á jörðu.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.