Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 21
eimyrju, Japanir svöruðu með sjó- og
loftvarnarbyssum, þeir voru klárir í
slaginn. Hver einasti landgönguliði,
hvar sem var á eyjunni, var ætíð í
skotfæri Japana, það kemur ekki á
óvart að Iwo Jima var kölluð helvíti á
jörðu.
Innrásarherinn bandaríski barðist
eingöngu ofanjarðar, varnarliðið jap-
anska undir yfirborðinu – landgöngu-
liðarnir sáu nánast aldrei óvininn.
Sagnfræðingar hafa lýst árás land-
gönguliðanna á japönsku vörnina eins
og „holdi“ sem grýtt er í járnbenta
steinsteypu.
Dýrkeyptur sigur
Innrásin var sú umfangsmesta
fram til þess tíma í orrustunni um
Kyrrahafið. Bandaríkjamenn sendu
fleiri landgönguliða til eyjunnar en í
nokkurn annan bardaga, 110.000 her-
menn voru fluttir á 40 dögum á tæp-
lega 900 skipum frá Hawaii til Iwo
Jima. Ekkert eyland í hafinu var jafn
illa útleikið í Kyrrahafsstyrjöldinni,
en þrátt fyrir allt skilaði sprengj-
uregnið litlu. Nánast ekkert af neð-
anjarðarvíghreiðrum Japananna
varð fyrir umtalsverðum skemmdum.
Það var ekki fyrr en landgönguliðarn-
ir höfðu náð fótfestu og voru farnir að
verja hana með þungavopnum, skrið-
drekum og fallbyssum, að síga tók á
ógæfuhliðina. Markvisst stækkaði
hertekni hlutinn. Þá fyrst fóru
Bandaríkjamenn að herja á Japanana
líkt og minka í holu. Vopnin, sem
dugðu á hermenn keisarans, voru
fljótandi gas, eldvörpur, napalm. Þeir
voru hreinlega steiktir til bana í neð-
anjarðarheimi sínum. Það var þrauta-
lendingin gagnvart hermönnum sem
höfðu skömmu fyrir innrásina svarið
þess dýran eið frammi fyrir hershöfð-
ingja sínum að reyna að fella 10 inn-
rásarliða áður en þeir sjálfir lægju í
valnum. Og berjast til síðasta manns.
Að morgni 23. febrúar hélt 40
manna herlið til uppgöngu á gígbarmi
Suribachi-fjalls, ætlunarverkið að
hertaka toppinn og reisa bandaríska
fánann á efsta tindi eyjunnar. Hægt
og bítandi mjökuðust þeir nær tak-
markinu, þegar toppnum var náð var
fáninn hífður á loft af sex landgöngu-
liðum. Einn færði sig yst út á gíg-
barminn og tók myndina frægu. At-
höfnin varð til þess að þjappa
innrásarliðinu enn frekar saman en
slæva baráttuþrek varnarsveitanna
sem máttu sig ekki hræra úr neðan-
jarðarfylgsnum sínum.
26. mars, eftir 36 daga linnulaust
návígi, var endanlegur sigur loks í
höfn og hrollvekjandi fórnarkostnað-
urinn fór að gægjast fram í dagsljós-
ið. Í innrásinni fórst eða slasaðist
þriðji hver bandarískur hermaður;
Hartnær sjö þúsund landgönguliðar
létu lífið, um 26.000 særðust meira og
minna. Nánast allt japanska land-
varnarliðið var þurrkað út, 22.000
hermenn, aðeins tvö hundruð voru
tekin til fanga. Japanskir hermenn
eru þekktir fyrir flest annað en að
gefast upp.
Kvikmyndir um atburðinn
Örfáar myndir hafa verið gerðar
um þessi blóði drifnu straumhvörf í
heimsstyrjöldinni síðari. Þeirra
þekktust er The Sands of Iwo Jima
(’49), dæmigerð hetjusaga með John
Wayne í aðalhlutverki Strykers lið-
þjálfa, sem er skáldskapur en myndin
er lauslega byggð á staðreyndum.
The Outsider (’61) er athyglisverðari,
en hún segir sögu eins sexmenning-
anna, Pima-indjánans Ira Hayes, sem
Tony Curtis lék með miklum ágæt-
um. Eftir að heim var komið lék lánið
síður en svo við stríðshetjuna sem
endaði fljótlega líf sitt, einn og yfir-
gefinn drykkjusjúklingur. Johnny
heitinn Cash og Bob Dylan sungu um
hann kunna ballöðu. Í gröfinni eru
flestir góðir.
Af ofangreindu má sjá að það geng-
ur allt af göflunum í fólkvanginum í
sumar, stærð myndarinnar er mikil
og bardagaatriðin, sprengingarnar
og eyðileggingin verður ólýsanleg.
Kvikmyndagerðin verður af gjörsam-
lega nýrri stærðargráðu hvað Ísland
snertir, bæði hvað varðar umfang og
fræga menn. Auk tvímenninganna
má nefna að enginn annar en snilling-
urinn Steve Riley stjórnar brellu-
gerðinni. Hann sá um sömu hluti í
myndum á borð við Pearl Harbor,
The Island (‘05), xXx: State of the
Union, Million Dollar Baby, The Av-
iator og Windtalkers, svo nokkuð sé
nefnt. Fleiri eiga eftir að koma við
sögu.
saebjorn@heimsnet.is
Eyjan Iwo Jima er ekki nema um átta kílómetrar að lengd og fjórir km þar sem hún er breiðust.
! " #$#%
&
!
"
"#
& " & $%%&'
# (
#
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjallið Arnarfell í Krísuvík leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni Flags of Our Fathers.
STYRKIR TIL DOKTORSNÁMS
Auglýstir eru tveir styrkir til doktorsnáms á sviði nanótækni
(nano-technology). Styrkirnir eru veittir fyrir tilstilli Steinmaur
Foundation í Liechtenstein. Tilgangur styrkjanna er að stuðla
að framförum á sviði nanótækni og efla rannsóknir á þessu
sviði á Íslandi með því að styrkja stúdenta til framhaldsnáms
til doktorsprófs heima og/eða erlendis. Við val á styrkþegum
er m.a. tekið tillit til þess hvort verkefnið sé líklegt til að leiða
til hagnýtingar og eflingar atvinnulífs á Íslandi.
Hverjir geta sótt um styrk?
• Umsækjandi skal hafa lokið BS- eða MS-prófi í raunvísindum
eða verkfræði með fyrstu einkunn áður en styrktímabil
hefst (þarf ekki að vera lokið þegar umsókn er lögð fram).
• Umsókn skal fylgja staðfest afrit námsferils, meðmæli tveggja
kennara ásamt eintökum lokaritgerða og birtra fræðigreina
ef því er að skipta.
• Umsækjandi skal leggja fram rannsókna- og kostnaðaráætlun
um doktorsverkefni í samráði við væntanlegan leiðbeinanda
eða leiðbeinendur. Upplýsingar um aðra styrki skulu fylgja.
Staðfesting á skólavist skal liggja fyrir áður en styrktímabil
hefst.
• Doktorsverkefni skal unnið við Háskóla Íslands og/eða við
viðurkennda erlenda háskólastofnun.
Tímalengd styrkja og styrkupphæð
• Styrkir eru veittir til þriggja ára en háðir árlegri skýrslu eða
vottorði um eðlilega framvindu rannsóknaverkefnis.
• Styrkir geta numið allt að 50.000 USD á ári.
Styrkþættir
• Heimilt er að veita styrki til að greiða kostnað vegna:
- Skólagjalda
- Launa/uppihalds
- Ferða
- Annars kostnaðar, sbr. umsókn
Val styrkþega
• Úthlutun er í höndum þriggja manna úthlutunarnefndar
sem rektor Háskóla Íslands skipar eftir tilnefningum frá
styrkveitanda, raunvísindadeild og verkfræðideild.
Umsóknir
• Umsóknum skal skilað til rannsóknasviðs Háskóla Íslands
fyrir 1. september 2005. Nánari upplýsingar veitir Sverrir
Guðmundsson í síma 525 4352 eða sverrirg@hi.is.
Á SVIÐI NANÓTÆKNI
er að hefja starfsemi.
Kynningarfundur verður
haldinn miðvikudaginn
17. ágúst kl. 20.00 í félags-
heimili KFUM og KFUK við
Holtaveg. Verð er 10.000 kr.
fyrir misserið.
Skráning fer fram á skrifstofu
KFUM og KFUK, Holtavegi 28, 104
Reykjavík, í síma 588 8899 eða á
netfanginu skrifstofa@krists.is
GOSPELKÓR
OG
Keith Reed,
stjórnandi