Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 23
Innritun stendur
yfir á vef skólans
www.ir.is
(sjá fjarnám)
Kennsla hefst fimmtu-
daginn 1. sept.
Nánari uppl‡singar
á www.ir.is
og í síma 522 6500.
Fjarnám
me› áherslu á starfstengt nám
Byggingagreinar
Efnisfræ›i, grunnteikning,
framkvæmdir og vinnuvernd.
Grunnnám rafi›na
Rafmagnsfræ›i, efnisfræði og rafeindatækni.
Rafvirkjabraut
L‡singatækni, rafmagnsfræ›i, regluger›ir,
raflagnateikning, st‡ringar.
Rafeindavirkjun
Allar greinar á 3. og 4. önn.
Tækniteiknun
Grunnteikning, húsateikning, innréttinga-
teikning, raflagnateikning, vélateikning
og AutoCad.
Tölvubraut
Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð,
netst‡rikerfi.
Uppl‡singa- og fjölmi›labraut
Allar greinar í grunnnámi
uppl‡singa- og fjölmi›labrautar.
Meistaraskóli
Allar stjórnunar- og rekstrargreinar.
Traust menntun í framsæknum skóla
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Á árunum 1936–1961 gafGunnar Sigurðsson fráSelalæk, lögfræðingurog þingmaður meðmeiru, út mörg hefti með
innlendum skemmtisögum og gam-
anvísum og nefndist verkið Íslensk
fyndni. Stundum
hefur það orð leg-
ið á verkinu að
það fyndnasta við
það sé hvað það
er undursamlega
lítið fyndið og þá vegna þess hve sög-
urnar og vísurnar eru oft staðbundn-
ar og þarfnast næstum náinna kynna
af söguhetjunum til að njóta sín.
Á dögunum kom út nýtt hefti rit-
raðarinnar undir nafninu „Tekjublað
Frjálsrar verslunar – tekjur 2400 Ís-
lendinga“ og þessu hefti svipar að
ýmsu leyti til hinna fyrri í ritröðinni,
hvað nautnina af húmornum varðar,
en þó eru forsendurnar kannski aðr-
ar.
Þegar maður flettir Tekjublaðinu
langar mann sem sagt til að hlæja, en
getur það ekki. Sú mynd sem birtist í
Tekjublaðinu af gildismati í íslensku
nútímasamfélagi er auðvitað brosleg,
en öfugt við ritsafn Gunnars heitins
er hún er bara dáldið of ekta og
stendur okkur of nærri til að við get-
um hlegið að henni.
Það að menn geti verið með allar
þessari millur á mánuði fyrir að
hræra í myntkörfum og stýra fyrir-
tækjum í dvergríkinu okkar meðan
aðrir streða við að ná sér í hundrað-
þúsundkall er auðvitað eins og hver
annar brandari. Einmitt af því að við
þekkjum vel til aðstæðnanna á Fróni
verkar fróðleikurinn í blaðinu á okk-
ur sem eitthvert grín. En samt getum
við ekki almennilega hlegið að þessu.
Grínið í Tekjublaðinu er jú ekki á
kostnað Ólafs prests Ólafssonar á
Stað, Sigurðar vinnumanns Sigurðs-
sonar í Bæli eða Helgu vinnukonu
Jónsdóttur á Ármóti. Grínið í tekju-
blaðinu er algerlega á okkar eigin
kostnað, þ.e. okkar sem seljum vinnu
okkar, menntun, reynslu og hæfileika
fyrir minna en milljónir á mánuði.
Ég hef áður í þessum pistlum
fjallað um það hvernig gróði og „há-
mörkun“ hans, sem áður þótti heldur
ófínt en nauðsynlegt, er nú orðið alfa
og ómega í íslenska mannvirð-
ingastiganum sem endurspeglast
m.a. í endalausri umfjöllun fjölmiðla
um þennan vettvang og þær hetjur
sem flengríða skrifborðum sínum um
hann með glansprentað eintak af
einkalífinu í hnakktöskunum.
Verðmætustu karlmenn þessa
lands eru þeir sem vinna við svo-
nefndar fjármálastofnanir. Konur eru
vitaskuld ennþá næstum ósýnilegar í
þeim hópi. Þess er skammt að minn-
ast að sumar þessara stofnana og
sumir þessara manna afrekuðu það
helst að selja óreyndum mörlandan-
um hlutabréf í fyrirtækjum sem
mætti gefa samheitið „Talandi draum-
ur ehf.“ á verði sem endurspeglaði
ekkert nema andköf og handapat.
Þessir menn eru vel menntaðir í
fjármálum, hagfræði og viðskipta-
fræði og vissu auðvitað mæta vel að
þeir voru að selja fólki sem þekkti
ekkert til hlutabréfamarkaða von-
lausa pappíra á stjarnfræðilegu verði.
En þeir létu það ekki trufla sig, enda
samviskan lítt arðvænlegt fyrirbæri.
Þeir og fjármálastofnanirnar græddu
á tá og fingri. Eftir stóðu karlar og
konur sem kokgleyptu hugmyndina
um ríkulega ávöxtun, án sparifjár og
héldu áfram að vinna fyrir sínum
smánarlegu launum.
Íslenskur almenningur hefur
væntanlega lært sína lexíu í þessum
efnum nú, en fyrir ýmsa var sá lær-
dómur dýru verði keyptur, – og þeir
sem seldu hann skála nú í kampavíni
fyrir eigin ágæti og hafa margfald-
lega efni á því. Þetta er auðvitað
brandari, en einhvern veginn lætur
hláturinn á sér standa.
Kannski þessi höfundarlausa vísa
úr sjötta heftinu af Íslenskri fyndni
frá árinu 1938 geti leyst hann úr
viðjum, en hún birtist undir yf-
irskriftinni
„Kveðið um fjáraflamann“:
Hans er jafnan höndin treg
til hjálpar smælingjonum.
Hann gekk þó aldrei glæpaveg,
en götuna meðfram honum.
Íslensk fyndni –
splunkunýtt hefti
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson
minn hátt; ég hef rannsakað og vinn
nú með heilastarfsemina og ég bý í út-
jaðri bæjarins með þrjá ketti.
Það var hjá vinkonu minni í Kaup-
mannahöfn, sem ég sá Somalkött
fyrst og ég heillaðist strax af því hvað
hann var skemmtilegt og fallegt dýr.
Það var nú samt ekki fyrr en ég var
komin með sænskan eiginmann og
farin að festa rætur sem ég þorði að
fá mér heimiliskött.
Við fengum fresskött, sem hagaði
sér reyndar alveg eins og hundur,
krafðist mikilla samskipta við mann-
inn og vældi og vældi þegar við fórum
af heimilinu. Við fengum honum þá
félaga og þau eignuðust kettlinga.
Einn þeirra varð eftir hjá okkur.
Þegar við fluttum til Íslands, kom
ekki annað til greina en að kettirnir
fylgdu okkur, þótt Íslandsferð þeirra
væri skelfileg og dýr reynsla; fornald-
arfasistameðferð kallaði maðurinn
minn hana.“
Og í þeim töluðum orðum spígspor-
ar einn þeirra enn yfir blokkina mína.
Kannski kötturinn sé læs, hugsa ég,
og fylgist með því að ég fari rétt með.
Veikindi leikskólabarna á Íslandi
„Þú spurðir mig áðan um börn á Ís-
landi og í Svíþjóð. Mig langar að bæta
þar örlitlu við varðandi þroska heil-
ans og umhverfi lítilla barna. Við
megum ekki gleyma því að það er í
bernskunni sem við leggjum grunn-
inn að framtíðarheilsu okkar og vel-
ferð.
Í Svíþjóð hafa verið gerðar rann-
sóknir á hávaðamengun í stórum
barnahópi á leikskóla. Hávaðinn
reyndist þó nokkuð meiri en okkar
heyrn þolir. Hvað varðar andlegan
þroska er til rannsókn sem sýnir, að
börnum undir þriggja ára aldri er
hæfilegt að hafa 4 önnur börn í kring-
um sig og 4–5 ára börn þola ekki fleiri
en 8 börn. Það er spurning, hvaða
áhrif allt þetta áreiti, sem við búum
börnum okkar, hefur á starfsemi heil-
ans. Og þetta er sá tími sem heili
barnsins þroskast hvað mest, bæði
vitrænt og andlega. Það væri því
æskilegt að hafa færri börn í hverjum
hópi.
Annað sem mig langar að minnast
á eru hinar tíðu sýkingar sem herja á
börn í leikskólum. Því stærri sem
hóparnir eru því meiri er auðvitað
sýkingarhættan. Annað sem getur
verið orsakavaldur er að börnin sofa
oftast þétt saman í litlu rými. Þannig
getur eitt barn með loftborinn vírus
smitað öll hin. Víða erlendis er farið
að huga betur að þessum málum. Á
barnaheimilinu í mínu hverfi í Svíþjóð
náðu þeir veikindatíðninni niður um
50% með því að láta börnin sofa og
vera sem mest úti. Og börnin voru
heima þar til þau voru frísk. Foreldr-
ar eru einnig með fleiri frídaga til að
annast veik börn sín. Þetta þýðir að
sjálfsögðu að börnin eru ekki í sama
mæli hálfveik og smitandi hin börnin
á leikskólunum.
Það er kannski engin tilviljun að Ís-
lendingar eru heimsmeistarar í
eyrnaaðgerðum og á toppnum í notk-
un sýklalyfja. Það má leiða hugann að
því, hvort samband sé á milli þessara
stóru barnahópa þar sem börnin eru
löngum hálfdofin af sýkingum, þegar
heilinn er á viðkvæmu þroskastigi, og
öllum þessum ofvirku börnum, sem
eru að greinast hér á landi.
Ég held að við ættum að athuga
málið og finna leiðir.“
Mynd 1 (að ofan t.v.) sýnir er geislamerktu efni sem gefur frá sér jáeindir (pósi-
trónur) er sprautað í æð. Mynd 2 (ofan t.h.), við efnahvörf í líkamanum rekst já-
eindin á mínusjón og eyðist. Við það verður gammaútgeislun hornrétt í báðar
áttir. Mynd 3 (neðan t.v.) sýnir hvernig nemar í PET-vélinni mæla gammaút-
geislunina. Mæliniðurstöður eru svo notaðar til að reikna út hvar blóðflæði/
efnaskipti/ lyfjaáhrif hafa verið. Mynd 4 (neðan t.h.) sýnir niðurstöður á mynd-
rænu formi úr PET-heilarannsókn.
Í heila þunglyndra (til hægri) verður minni geislavirkni eftir gjöf á geisla-
merktu forstigi boðefnisins serótónín en hjá frískum einstaklingi.
freysteinn@mbl.is