Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 25 ið að því að velja kúlu í hylkið til veiðanna. Fyrir hvert skothylki kemur ýmislegt til greina og engan veginn hægt að gera því tæmandi skil hér en veiðikúlur skilgreinast m.a. af því hversu hratt þær opnast í bráðinni og hversu miklum usla þær valda innvortis í dýrinu. Kúlur sem opnast hratt eru kallaðar vargkúlur (varmint) og henta illa í bráð þar sem ætlunin er að hirða kjötið þar sem þær skemma mikið út frá sér en þær sem opnast hægar valda minni skaða á kjöti og henta því að öðru jöfnu betur við hreindýraveið- ar. Og er þá aftur gengið út frá því að skotið sé í bógsvæði dýrsins en ekki í hausinn. Algengustu kúlu- þyngdir við hreindýraveiðar hér- lendis eru á bilinu 6,5–9,7 grömm (100–150 grain) og eru léttari kúlur bannaðar og þyngri kúlur nánast óþarfar. Að eiga riffil af stærri hlaupvídd en hér hefur verið nefnd er svosem skiljanlegt ef menn ætla sér að stunda stórdýraveiðar er- lendis eða hafa sérstaka ánægju af því að skjóta í mark úr sem stærst- um rifflum. Þyngd riffilsins skyldi samt taka með í reikninginn þar sem hreindýraveiðarnar útheimta talsverðar göngur um fjalllendi Austurlands og þá getur munað um hvert kíló í þyngd riffilsins ásamt sjónauka. Þetta skyldu menn sér- staklega hafa í huga nú þegar boðað hefur verið hert eftirlit með notkun vélknúinna ökutækja við veiðarnar og menn þurfa að bera allt á sjálfum sér. Árinni kennir illur ræðari Veiðirifflar eru allajafna léttari en markrifflar og munar þar mest um þyngd hlaupsins sem hefur aftur áhrif á nákvæmnina og þetta getur skipt sköpum þegar skotið er í mark en skiptir engu máli við veiðar enda er frávikið sjaldan meira en 1-5 sentimetrar. Allir sæmilega vandað- ir veiðirifflar, sem framleiddir eru í dag, eru nægilega nákvæmir til að óhætt er að athuga fyrst aðra þætti en framleiðslugalla ef skotið geigar illa. Rétt stilltur sjónauki skiptir þar einna mestu. Skot í lifandi bráð er ekki æfing heldur rammasta alvara. Menn skyldu því æfa sig áður en að því kemur. „Menn aka út í árnar og eftir öllum bökkum og eyrum. Þetta er eitt- hvað sem landeigendur ættu að taka á, þetta er hrein umhverf- ismengun. Af hverju geta menn ekki gengið meira við veiðar?“ spyrja þeir og benda á að þetta hafi versnað með öllum þessu stóru jeppum. Silung í öll mál Þeir félagar veiða mikið silung og Þingvallavatn er í uppáhaldi. „Við veiðum ekki í þjóðgarðinum; við eigum okkar staði við vatnið,“ segir Úlfar og brosir laumulega. „Ég er ættaður úr Þingvalla- sveitinni og búinn að veiða þar síð- an ég stóð varla í lappirnar,“ bætir Sigurður við. „Þegar ég var ung- lingur fórum við frændurnir austur í Þingvallasveit á puttanum og vor- um með smjör – og reyndar smá- viskílögg líka – en ekkert annað nesti. Svo steiktum við silung í smjöri. Þetta gerðum við helgi eftir helgi. Ég gæti þess vegna borðað silung í öll mál en það er ekki jafn mikil hrifning heima hjá mér. Á tímabili voru kettirnir hættir að borða silung.“ Allt í einu stekkur fiskur hátt fyrir framan okkur og skellur niður með gusugangi. „Þetta var urriði!“ segir Úlfar. „Hann gæti tekið Rektor …“ „… eða Mickey Finn,“ segir Sigurður. Og þeir eru aftur niðursokknir í næstu leiki í hylnum. Úlfar kastar Nóruafbrigði og Sigurður hallar sér aftur í brekk- una. „Það er rosalega gaman að þessu,“ segir hann stillilega. „Ég myndi ekki vilja sleppa veiði. Lax- veiðin er reyndar að verða svo dýr að maður getur ekki varið hana. En silungsveiðin, það er allt annað mál. Í einni af fyrstu ferðunum okkar í Þingvallavatn í vor tókum við 15 bleikjur. Megnið tvö og þrjú pund. Svo er alltaf einn og einn urriði. Við fórum líka í Hlíðarvatn í Hnappadal um daginn. Það var gaman. Ég tók tvo urriða og þrjár bleikjur.“ Lax á flugu númer 20 Af og til er eins og ýtt sé á rofa, þá lyfta tveir, þrír laxar sér upp úr vatnsskorpunni og lenda með dynk. „Þessi var ekki stór, kannski þrjú pund,“ segir Siguður og bend- ir. „Það er talsvert af litlum laxi hér. Þessi stóri er bara að hverfa. En Elliðaárnar eru að koma til, það er gaman að því. Ég fór eina ferð í dalinn en fékk ekkert. Allir hinir voru maðkamenn og ég kom hvergi í hyl sem ekki var búið að renna maðkinum í. Þá er nú vonlítið. Í fyrra tók ég lax í Elliðaánum á flugu númer 20. Fjögurra punda fisk í Forsetaholu. Svo setti ég í annan efst í Móhylnum en hélt hon- um ekki. Að taka lax á flugu númer 20, það er tæpt,“ segir hann og brosir. Sigurður hefur sett Sunray Sha- dow-túpu undir og strippar hana yfir hylinn. „Þeir hoppa hjá þér,“ kallar Úlfar þegar tveir stökkva við tauminn. „Já, þeir hoppa,“ svarar Sigurður, „en það er leiðinlegt að kasta þessu helvíti. Þetta er leið- indagræja.“ Samt strippar hann túpuna áfram yfir hylinn um stund, án þess að fá högg. „Það er svakalega mikið af fiski hérna en stundum þegar hann sýn- ir sig svona mikið þá tekur hann ekki,“ segir Úlfar. „Það er helst þegar flugan er efst í strengnum, þar tekur hann stundum. En þessi á er einn fluguveiðistaður, það ætti ekki að leyfa þessa maðkaveiði hér á haustin.“ Þeir félagar veiða sig inn í rökkr- ið, fá högg en engar tökur; það er blankalogn og flugur spretta upp af þúfum. Miðfellsfljótið kraumar af laxi sem virðist hafa fengið nóg af veiðimönnum og flugum þeirra þennan daginn. „Ég drep hann ekki í dag,“ segir Sigurður þegar hann hefur farið seinustu yfirferðina og lítur á úrið: ekki nema sjö mínútur eftir. Úlfar klárar. „Maður veiðir ekki alltaf, þá væri líka lítið varið í þetta.“ En morgundagurinn bíður með fögur fyrirheit, byrja þeir ekki í eftirlætisstað Sigurðar, Urðar- streng? „Jú jú, og svo á ég annan túr hingað í haust – það er ekki verra.“ Að þesssu sinni er fylgst með fé- lögunum Sigurði G. Tómassyni og Úlfari Antonssyni við veiðar í Mið- fellsfljóti, einum kunnasta veiði- stað Laxár í Leirársveit. Sigurður er landskunnur út- varps- og fjölmiðamaður en Úlfar, sem er líffræðingur að mennt og hefur starfað við fiskeldi, er nú einn yfirmanna Íslandsferða og flytur inn ferðamenn. Þeir veiða mikið saman, hafa í sjö ár farið saman í Laxá en einkun stunda þeir silungsveiði. Þeir hafa líka verið í ræktun áa. „Við vorum með þeim fyrstu sem slepptu laxaseiðum í Skógá. Og í Laxá á Nesjum. Við vorum með hana í þrjú ár. En við gáfumst upp á því, menn voru að þvergirða fyrir ósinn með netum og beita viðlíka brögðum.“ Stunda einkum silungsveiði Sigurður G. Tómasson Úlfar Antonsson H N O T S K Ó G U R R Í 8 0 3 -0 5 Vísinda- og tæknisamstarf Frakklands og Íslands styrkir til samstarfsverkefna Lausir eru til umsóknar styrkir til vísinda og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamnings. Umsóknarfrestur er 5. september 2005 Veittir eru styrkir til ferða og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna á árunum 2006 - 2007. Tilgangurinn með þessu samstarfi er að virkja vísinda- og tæknisamstarf milli stofnana, skóla og rannsóknahópa í báðum löndunum og að auðvelda samstarf við önnur slík samstarfsverkefni í Evrópu. Vísindamenn á öllum sviðum grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna geta sótt um. Stofnanir sem eiga í samstarfi er gert að leggja inn hver fyrir sig umsókn til þeirra aðila sem hafa yfirumsjón í hvoru landi fyrir sig. Aðeins koma til greina umsóknir sem eru lagðar fram af báðum aðilum. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís www.rannis.is Umsjón með Jules Verne hjá Rannís hefur Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir, netfang tobba@rannis.is, sími: 515 5813 Jules Verne er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Menntamálaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. 2 fyrir 1 til Barcelona 19. ágúst frá kr. 19.990 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessarar mest spennandi borgar Spánar á ótrúlegum kjörum. Nú er fegursti tími ársins og frábært tækifæri til að skreppa til Barcelona og njóta þess besta sem Spánn hefur að bjóða. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 19. ágúst og heim 24. ágúst. Netverð á mann. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333 www.hlad.is Mikið úrval af Camo-fatnaði Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.