Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 26

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 26
26 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Íslensk myndlist er ekki fyrirbæri gær-dagsins né liðinnar aldar og hefur lengiverið deginum ljósara. Enn í dag þóstaglast á því í ræðu og riti að ný viðhorf að utan hafi ekki náð til landsins fyrr en uppúr aldamótunum 1900, mun sannverðugra að fyrstu spírur módernismans hafi þá verið að festa rætur. Hinir svonefndu brautryðjendur voru að hluta í takt við ný viðhorf og nýjar uppstokkanir í Evrópu, sem áttu í og með upp- runa sinn í Japan og hinni austurlensku kallig- rafíu, seinna frumstæðum skúlptúrum í Afr- íku, Asíu og Suður-Ameríku sem myndlistar- menn sóttu hugmyndir til í Mannfræðisafnið í París. Upphafið, að málarinn Henri Matisse lifði sig inn í list frumstæðra og vakti athygli félaga sinna á hinum mikla fjársjóði óheftrar og sjálfsprottinnar lífstjáningar, þar á meðal Picasso. Ekki ber heldur að yfirsjást, að bak- landið sem allt hvíldi á var aldalöng þróun að- skiljanlegra og staðbundinna hræringa í Evr- ópu með arfleifðina frá endurfæðingunni að leiðarljósi sem sótti svo aftur í mal Forn- Grikkja og Rómverja. Alhæfingar aldrei af hinu góða og tilefni að líta til þess að hinir ýmsu angar myndsköp- unar héldu áfram að þróast víða á jarðkringl- unni hvað sem öllum módernisma vestursins leið. Ekki mögulegt að algilda afmarkaðan sköpunarhátt sem kórrétta og endanlega lausn og andstætt lífslögmálinu, fjölbreytni og sveigjaleika. Nærtækasta dæmið sennilega list frumbyggja Ástralíu „Aborginal Art“, sem farið hefur sigurför um heiminn á undan- förnum árum og er í engum minnstu tengslum við vestræn gildi. Einfaldlega um að ræða staðbundna og sjálfsprottna list án nokkurra vísana til róttækra núhræringa í útlandinu hvað þá módernismans. Hins vegar má ætla að myndverkin tækju sig prýðisvel út við hlið skreytikenndari afbrigða núlista, sem segir hverjum sem vita vill að safaríkt sköpunarferli hefur engan aldur. Skrifari var svo lánsamur að rekast inn á stóra sýningu á fyrirbærinu í Borgarlistasafninu í Tókýó fyrir réttum ára- tug, einum upphafsreit að sigurgöngu um heiminn. Þetta einungis eitt dæmi þess að lif- andi og fersk listsköpun er í og með innhverf, hún þurfi ekki endilega nýtt blóð frekar en mannslíkaminn svo lengi sem hann er heil- brigður, mun frekar að áhugi og staðbundin lífsnautn sé mál málanna. Löngu kominn tími til að margur hér á útskerinu geri sér grein fyrir þessum fornu og heilbrigðu sannindum. Um árabil verið skoðun mín og hef ekkilegið á henni, að íslenskur sjónar-heimur og þar með skapandi athafnir eigi sér í og með rætur í öndvegissúlum Ing- ólfs Arnarssonar, fagurlega skreyttum heiðn- um rúnum, fleyjum víkinganna, klæðum, vopn- um, verjum og hvers konar brúkslist. Þar fyrir utan mörgu því sem fyrir var af mannvirkjum og handgerðum hlutum papa, þarnæst öllu samanlögðu sem gert hefur verið frá landnámi fram á daginn í dag, svo fremi að það beri í sér skapandi grómögn og lífsanda. Misvísandi þrá- hyggja að vera stöðugt að vísa til þess að ís- lensk myndlist sé ung þótt segja megi að teygst hafi úr gelgjuskeiði hennar og afhjúpar rangan skilning á eðli skapandi athafna. Aftur á móti jafn rétt og nýtt í sögu þjóðarinnar að hún hafi ekki í annan tíma gengið gegnum jafn virka samfellda og sýnilega þróun og frá því um aldamótin 1900 og fram á daginn í dag. Fornleifafræðingar eru með arfleifðina á milli handanna í vinnu sinni, en menntunar- grunnur þeirra er fyrst og fremst fortíðin í sjálfri sér en ekki hinn afmarkaði hluti sjón- arheimsins sem fæddi af sér hugtakið list á tímum endurfæðingarinnar. En þeir verða áþreifanlega varir við margar tegundir skap- andi athafna og skrá þær gjarnan til bókar, er þá meira í skýrsluformi en um sé að ræða fag- legrar rannsóknir í stílþróun. Þetta hefur einnig gerst hér á Íslandi þar sem Matthías Þórðarson þjóðminjavörður tók saman ævi- skrár nokkurra íslenskra listamanna fyrri alda sem út komu í tveim bindum 1920 og 25. Um að ræða frumdrög, jafnframt mikilsvert fram- lag til heildarskráningar íslenskrar listasögu, enda styðst Björn Th. Björnsson eðlilega við þær heimildir í fyrra bindi samtektar sinnar á íslenskri myndlist sem út kom 1964. Seinna bindið frá 1973 hefur í höfuðdráttum með nýrri tíma listasögu fram yfir miðbik liðinnar aldar að gera, og til mjög afleitrar frásagnar að framhald hefur ekki orðið á skilgreiningu samfelldrar þróunar. Um nær hálfrar aldar gjá að ræða á nýjum tíma og til beggja hliða litið gefur þetta klárlega til kynna, að stórum minna en skyldi hafi farið fyrir eðlilegri rækt- arsemi hér um. Og hvað fortíðina snertir hefur engin heildarúttekt verið gerð á skapandi þætti sjónarheimsins frá landnámi, hins vegar eitt og annað dregið fram í brotabrotum og allrar virðingar vert. Að hluta verið rýnt í af- markaða þætti og nefni hér einkum doktors- ritgerð dr. Selmu Jónsdóttur; „Býsönsk dóms- dagsmynd í Flatatungu“ (1959) á íslensku og ensku, ásamt ritinu Saga Maríumyndar á ís- lensku og þýsku (1964). Einnig bók Harðar Ágústssonar „Dómsdagur og helgir menn á Hólum“ (1989) sem er endurskoðun á fyrri hugmyndum um hinar merku fjalir frá Bjarn- arstaðahlíð og Flatatungu. Ei heldur ber að yf- irsjást einstæður hlutur Harðar hvað varðar viðamiklar rannsóknir á húsagerðarlist í ald- anna rás. – Skemmst frá að segja er bók Þóru Krist- jánsdóttur listsögufræðings „Mynd á þili“ fyrsta markverða tilraunin til samfelldrar og línulegrar heildarúttektar á íslenskri myndlist sem nær yfir heilar þrjár aldir; hinar sex- tándu, sautjándu og átjándu. Er þá ekki lítið í fang færst af einstaklingi jafn umfangsmiklar erfiðar og tímafrekar sem slíkar rannsóknir eru jafnaðarlega á afskekktum norðurslóðum hvar heimildir liggja síður á lausu. Hérlendir voru lengi óvitar um minjavernd og eru raunar um sumt enn, þannig að gríðarlegt samsafn heimilda hefur glatast. Ekki að ófyrirsynju að vísa til þess hér, að mannmargt lið danskra forvarða hefur undanfarna áratugi verið að hreinsa burt kalk sem huldi málaðar vegg- og loftmyndir í kirkjum um aldir og rithöfundar og fræðimenn að skrifa um burtkústun helgi- mynda við siðaskiptin. Kalkið verndaði þær raunar um leið fyrir tímans tönn sem einsýnir gerendur lútherskunnar gerðu sér sem betur fer blessunarlega litla og/eða enga grein fyrir. Í ljósi þessa geta Íslendingar litið í eigin barm og spurt sig hvað hafi glatast við tvenn tíma- mótandi hvörf, hin fyrri umskiptin frá heiðni til kristni, þarnæst siðaskiptin meira en fimm öldum síðar. Hvar er í bókarformi að finna af- rakstur yfirgripsmikilla rannsókna hér um? Getspekin að sjálfsögðu á fullu en hún ein og sér ratar seint sem óyggjandi heimild inn á söfn. Hér er engan veginn verið að vísa til handavammar fornleifafræðinga sem hafa unnið gott og frábært verk en höfðu lengstum ekki meiri möguleika til athafna en naumar fjárveitingar hins opinbera gáfu þeim svigrúm til. Við eigum svo komið marga vel menntaða fornminjafræðinga, einnig fjölda listsögufræð- inga en að ég best veit enga starfandi í þeirri grein hér á landi með fornaldir sem sérfag. Raunar ei heldur endurreisn, manerisma, ró- kókó, barrokk né nýklassík, þótt lokaritgerðir þeirra kunni að hafa skarað þessi tímabil. Á öllum þessum geirum skilsmunur og nú- listasaga stundum nefnd samtímalistarsaga sérfag sem markar sig klárlega frá hinum. Þóra Kristjánsdóttir er fil.cand. í listasögu, þjóðfélagsfræði og leiklistarsögu frá háskól- anum í Stokkhólmi og hefur víða komið við og unnið gott verk, mörg undanfarin ár starfs- maður Þjóðminjasafns Íslands sem hér vegur þungt. Hún er auðsjáanlega haldin brennandi áhuga á íslenskri list á öldum áður, sem til skamms tíma virðist ekki hafa haft sérstaka vigt hjá yngri kynslóðum listsögufræðinga og listamanna. Svo komið þó um gullnámu að ræða hvað samtímalistir snertir sé litið til nokkurra heimsþekktra myndlistarmanna sem gert hafa söguna að viðfangi sínu með franska og þýska heimspeki að baklandi. Framtak Þóru hafið yfir alla gagnrýni jafnerfitt og það hefur hingað til verið aðnálgast upplýsingar um þróun íslenskrar myndlistar sem á línulegum grunni beini kast- ljósinu að jafn löngu tímabili. Hér tónninn gef- inn til ítarlegri rannsókna sem fleiri kæmu að, jafnframt faglegri samræðu á opinberum vett- vangi. Vonandi markar fordæmi Þóru upp- hafsreit hér á og að einn góðan veðurdag líti vegleg bók dagsins ljós þróunarsaga skapandi athafna og rammíslensks sjónarheims frá landnámi til dagsins í dag. Bjargföst trúa mín og sannfæring að slík jarðtenging og varð- veisla sögunnar feli í sér mikilsverða útrás ís- lenskrar listar og þjóðmenningar, stórauki áhuga umheimsins á landi og þjóð. Bókin „Mynd á þili“ er áberandi, ef ekki framúrskarandi vel úr garði gerð, til hennar óspart vandað, augnayndi frá einni síðu til annarrar og óaðfinnanlega innbundin, útlits- hönnun, pappír, prentun, ljósmyndun og lit- greining upp á hið besta. Í stuttu máli um kjörgrip að ræða sem ekk- ert menningarheimili getur verið þekkt fyrir að vera án, skrásetjara, hönnuði og útgefanda til ómælds sóma ásamt öllum þeim sem hér lögðu hönd að. Haldið utan um listasöguna Hallgrímur Jónsson, útskurðarmeistari og málari, fæddur að Naustum á Akureyri 1717, dáinn 1785: Á biðilsbuxum, útskurður á kistli úr eigu Sigurðar Guðmundssonar málara. SJÓNSPEGILL BRAGI ÁSGEIRSSON Allt um íþróttir helgarinnar á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.