Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 31

Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 31
GRÆNLANDSLEIÐ 14-20 - Nýbyggingar á einstökum útsýnisstað - Glæsilegar og óviðjafnanlega vel staðsettar sér- hæðir í nýjum parhúsum á einstökum útsýnisstað. Húseignirnar skiptast annars vegar í glæsilegar efri sérhæðir með óvenju stórum innbyggðum bílskúr þar sem allt er sér, s.s. inngangur, þvottahús og hiti. Úr þessum hæðum er útgengt út á um 40 fm timurverönd vestan megin við húsin og austan við húsin er um 30 fm hellulögð verönd þar sem gert er ráð fyrir glerskála og liggja fyrir samþykktar teikningar af honum. Hins vegar er um að ræða glæsilegar 2ja herbergja neðri sérhæðir. Húseign- irnar eru fullbúnar að utan en tilbúnar til innréttinga að innan, fyrir utan eina neðri sérhæð sem selst fullfrágengin. Húsin eru vönduð að allri gerð og mjög fallegur arkitektúr. Þau eru staðsteypt og múruð með marmarasalla. Lóð húsanna er gróf- jöfnuð og bílaplan tilbúið fyrir hellulögn Staðsetn- ingin er mjög skemmtileg á stórkostlegum útsýnis- stað en þessar húseignir eru innst í lokuðum botn- langa þaðan sem þær njóta óskerts útsýnis yfir nánast alla Reykjavík, Esjuna og út á flóann. Um er að ræða fjórar 166 fm efri sérhæðir með 38 fm bílskúr og fjórar 2ja herbergja 83 fm neðri sérhæðir SÖLUMENN SÝNA ÍBÚÐIRNAR Í DAG FRÁ KL. 15-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.