Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 34

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 34
34 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegmúla 2, 108 Reykjavík. LÓÐ TIL SÖLU Í MOSFELLSBÆ Einbýlishúslóð við Þrastarhöfða 37 í Mosfellsbæ. Lóðin en 835,6 m² að stærð og er tilbúin til byggingar. Öll gjöld eru greidd nema skipulagsgjald. Lóðin er til afhendingar nú þegar. Óskað er eftir tilboðum í lóðina og skal skila þeim á skrifstofu Bifrastar eigi síðar en 20.08.2005. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu eða í síma 533 3344. Pálmi B. Almarsson, löggiltur fasteignasali. ÞINGVALLAVATN - SUMARHÚSALÓÐ (EIGNARLÓÐ) Á besta stað við Þingvallavatn í gróinni hlíð er til sölu 7500 fm (0,75 ha) eignarlóð. Lóðin er með vatnslögn og rafmagni heim að lóðarmörkum. Hún stendur undir hlíð við Þingvallavatn og í hvarfi frá Þingvallavegi. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu FM, sími 550 3000. Sjá einnig fmeignir.is og skálabrekku.is. 13732 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Þórðarsveigur - lyftuhús Glæsileg 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð auk sérstæðis í bílageymslu. Íbúðin sem skiptist í 3 svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi, þvottaher- bergi og forstofu er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta með innréttingum og gólfefnum úr ljósum viði. Stórar flísalagðar suðursvalir útaf stofu. Verð 24,9 millj. Þverás - einbýli Vorum að fá í einkasölu 148,7 fm ein- býlishús á einni hæð með innbyggð- um 38,7 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, 4 rúmgóð herbergi, stofu, baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu og bílskúr. Verð 36,9 millj. Grænakinn - Einbýli Glæsilegt 200 fm einbýlishús á þessum góða stað í Hafnarfirði. Eignin skiptist m.a. eldhús með góðum innréttingum og góðri borðaðstöðu, stofu m. útgangi á skjólgóðan afgirtan garð með timburveröndum og heitum potti, fimm herbergi, flísalagt baðherb. auk gesta w.c. Ræktuð glæsileg lóð. Hiti í innkeyrslu og stéttum framan við hús. Lindarberg - Hafnarfirði Stórglæsilegt 252 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 34 fm innbyggð- um bílskúr. Húsið er allt innréttað á af- ar vandaðan og smekklegan hátt með ljósum viði, innréttingar úr birki og parket allt úr massívri eik. Granít er í gluggakistum að stórum hluta. Loft- hæð á efri hæð allt að 4 metrar. Kam- ína í stofu. Stórar suðursvalir. Húsið er teiknað af Guðmundi Gunnlaugssyni og er vel staðsett, innst í botnlanga og við opið svæði. Mikið útsýni er frá eigninni yfir Hafnarfjörðinn og út á sjóinn. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Hálsasel Mjög fallegt og vel skipulagt 166 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk 23 fm bílskúrs. Eignin skiptist m.a. í hol, samliggj. stofur með útgangi á lóð til vesturs, eldhús með eikarinnrétt. og góðri borðaðstöðu, þrjú herb. öll með skápum auk fataherb., sjónvarpsstofu og tvö baðherbergi. Stórar svalir til suðurs með miklu útsýni. Falleg ræktuð og sólrík lóð. Hiti í innkeyrslu. Verð 38,9 millj. Ægisíða - efri sérhæð með bílskúr Mjög glæsileg 118 fm efri sérhæð á þessum frábæra útsýnisstað á „opna svæðinu“ við Ægisíðuna auk 31 fm frístandandi góðs bílskúrs. Hæðin skiptist m.a. í rúmgóðar, samliggjandi og bjartar stofur með útgangi á svalir til suðvesturs, stórt eldhús með nýleg- um innréttingum úr beyki og góðri borðaðstöðu, tvö herbergi, bæði með skápum, og flísalagt baðherbergi. Mikið útsýni er úr stofum og af svölum. 10 fm íbúðarherbergi og geymsla í kjallara auk sameignar. Byggingarréttur er fyrir um 80 fm í risi. Verð 45,0 millj. Grandavegur - eldri borgarar - 3ja herb. Nýkomin í sölu 87 fm 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi fyrir eldri borgara ásamt stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Íbúðin skiptist í forstofu með skáp, parketlagða stofu með útgangi á austursvalir, eldhús, tvö herbergi, bæði með skápum, flísa- lagt baðherbergi og þvottaherbergi. Mikið útsýni yfir Reykjanesfjallgarðinn. Mikil sameign. Tvær lyftur. Húsvörður og ýmis þjónusta. Verð 27,5 millj. Stýrimannastígur - Ris Vorum að fá í einkasölu afar glæsi- lega, nýinnréttaða og vandaða 70,6 fm 2ja herbergja risíbúð með allt að 4,5 metra lofthæð og stórum svölum til suðurs. Íbúðin er öll nýinnréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta með ljósum innréttingum og gólfefn- um. Baðherbergi með glugga og nýj- um tækjum. Stórar og skjólgóðar nýlegar svalir til suðurs með miklu útsýni. Ingólfstræti Glæsileg eign í hjarta miðbæjarins með mikla tekjumöguleika. Eignin er parhús, tvær hæðir auk studió-íbúðar í kjallara sem er nýstandsett. Húsið var allt endurgert að utan árið 1995 þ.e. gler og gluggar og bárujárn. Raf- magns- og vatnslagnir endurbættar. 11 sérbílastæði sem eru öll í útleigu. Eignarlóð. Verð 39,0 millj. Fýlshólar - einbýli Mjög vandað 316 fm. einbýlishús á tveimur hæðum með 70 fm. innbyggðum bílskúr á mjög fallegum útsýnisstað við Elliðaárdalinn. Eignin skiptist m.a. í 5 sv.herb., samliggjandi stofur og líkamsræktarherbergi með heitum potti og gufubaði. Tvennar svalir og stór verönd með skjólveggjum. Laust strax. Sumarbústaður við Gíslholtsvatn Til sölu sumarbústaður nr. 6 í landi Haga, Breiðuvík við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, skv. fasteignamati 53,3 fm.; sumar- bústaðarlandið 4.300 fm. Um er að ræða eignarlóð og eign í sameign m.a. leikvöll við bústaðinn sem lýtur skilmálum land- eignafélags Breiðuvík. 24 bústaðir eru á svæðinu sem er afgirt og lokað. Tvö svefnherbergi, sturta á baði, eldhús, stofa, svefnloft og útigeymsla. Bústaðurinn er klæddur með plötum að innan, spónaparket á gólfum, nýjir ofnar og lagnir og raflagnir nýlegar. Allt innbú annað en persónulegir munir fylgja m.a. ísskápur og eldavél. Góð verönd og mikil góð trjá- rækt, mjög fallegt útsýni yfir vatnið. Hitaveita, rafmagn og góður heitur pottur með nuddi. Bátur, bátalagi og veiði fylgir. U.þ.b. einnar klst. keyrsla frá Reykjavík, stutt í golf, sund (Laugaland) og ýmsa útiveru. Verð 11.500.000. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamarkaðsins ehf. Í MAÍ sl. birti Morgunblaðið grein mína „Fífuhvammur – gatan mín“. Ég ætla ekki að orðlengja það að dagana eftir birtingu greinarinnar var hér í garðinum sveit röskra og elskulegra manna. Þeir gengu frá hinum ýmsu lögnum, mokuðu ofan í skurði og lögðu túnþökur. Ná- grannagarðar voru einnig lagfærð- ir og hér var mikið líf og fjör. Nokkru síðar var hluti götunnar malbikaður og unglingahópar lögðu þökur á opin svæði við göt- una. Eins og ég átti von á sakna ég auðvitað þessara góðu manna eftir að framkvæmdum í mínu nánasta umhverfi lauk. En ég get samt ekki neitað því að ánægjan af að geta gengið að húsinu og í kring- um það án þess að klöngrast yfir skurði og moldarflög er mikil og vegur þyngra. Og að geta horft út um gluggann á fagurgræn svæði í bland við snyrtilega götuna er góð tilfinning. En ekki má gleyma að þakka fyrir það sem vel er gert. Ég vil færa þessum vösku mönnum þakk- ir fyrir þeirra framlag og eins for- ráðamönnum bæjarins þeirra þátt. Það var mjög ánægjulegt að fá viðbrögð frá fjöldamörgum ná- grönnum eftir að grein mín birtist. En við þurfum að brynja okkur þolinmæði enn um stund því að innsti hluti götunnar er enn ófrá- genginn auk ýmissa lokaverkefna á miðsvæði götunnar svo sem lagningu gangstéttar en undirbún- ingur að því verki er reyndar haf- inn. En nú er ég sannfærð um að það kemur að því að verkefninu muni ljúka. Gatan okkar verður falleg og getur meira að segja orð- ið mjög falleg. MARÍA LOUISA EINARSDÓTTIR, Fífuhvammi 13, Kópavogi. Nýja gatan mín – Fífu- hvammur Frá Maríu Louisu Einarsdóttur: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali smáauglýsingar mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.