Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 43
DAGBÓK
HM ungmenna.
Norður
♠7643
♥KG83 S/Enginn
♦Á965
♣5
Vestur Austur
♠D82 ♠9
♥74 ♥Á1065
♦32 ♦K874
♣G108742 ♣ÁK63
Suður
♠ÁKG105
♥D92
♦DG10
♣D9
Vestur Norður Austur Suður
Wolpert Kranyak Demuy Grue
– – – 1 grand
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 lauf * Pass 3 grönd
Pass 4 spaðar Dobl Allir pass
Spilið er frá leik Bandaríkjanna og
Kanada á HM ungmenna. Hinn banda-
ríski Joe Grue varð sagnhafi í fjórum
spöðum dobluðum eftir 15–17 punkta
grandopnun og Stayman-spurningu
makkers um háliti. Þriggja laufa sögn
norðurs er undarleg og ekki skýrð í
mótsblaðinu, en hugsanlega er sögninni
ætlað það eitt að grugga vatnið.
Hvað sem því líður þá hafði Demuy í
austur fylgst af áhuga með sögnum. Allt
benti til að NS ættu 4–4-samlegu í spaða
og vestur þar með fjórlit. Sjálfur átti
Demuy góða hávörn og lét því eftir sér
að draga upp rauða doblmiðann.
Þegar horft er á allar hendur blasir
við að vörnin á slag á hvern lit. Og sú
varð niðurstaðan á hinu borðinu, þar
sem suður spilaði sama samning ódo-
blaðan. En nú kemur að þætti Joes Gru-
es. Hann fékk út hjarta frá tvílitnum og
átti fyrsta slaginn heima á níuna.
Grue taldi sig vita á hverju dobl aust-
urs væri byggt og fylgdi sannfæringu
sinni djarflega eftir með því að spila
spaðagosa að heiman í öðrum slag!
Vestur steinlá fyrir blekkingunni, lét lít-
inn spaða, og þar með gufaði tromp-
slagur varnarinnar upp.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins halda á næstu
dögum opna fundi í Valhöll þar sem drög að
ályktunum 36. landsfundar flokksins verða kynnt og
rædd. Fundirnir eru opnir öllum sjálfstæðismönnum
og eru fundartímar sem hér segir:
Mánudagur 15. ágúst
kl. 17.15 Fjölskyldunefnd, Iðnaðarnefnd,
Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundanefnd,
Umhverfis- og skipulagsnefnd
Þriðjudagur 16. ágúst
kl. 17.15 Efnahagsmálanefnd, Heilbrigðis- og
trygginganefnd, Orkunefnd, Viðskipta-
og neytendanefnd
Miðvikudagur 17. ágúst
kl. 17.15 Ferðamálanefnd, Skóla- og fræðslu-
nefnd, Upplýsingatækninefnd,
Utanríkisnefnd
Fimmtudagur 18. ágúst
kl. 17.15 Húsnæðisnefnd, Nefnd um málefni eldri
borgara, Samgöngunefnd,
Sveitarstjórnar- og byggðanefnd
Mánudagur 22. ágúst
kl. 17.15 Landbúnaðarnefnd, Menningarnefnd,
Skattanefnd, Vinnumarkaðsnefnd
Þriðjudagur 23. ágúst
kl. 17.15 Jafnréttisnefnd, Réttarfars- og
stjórnskipunarnefnd,
Sjávarútvegsnefnd,
Vísindanefnd
36. landsfundur Sjálfstæðisflokksins
13. - 16. október 2005
Hafðu áhrif á stefnu
Sjálfstæðisflokksins!
sunnudaginn
14. ágúst kl. 20.00
Caprí Tríó leikur fyrir dansi
21. ágúst kl. 20.00
Klassík leikur fyrir dansi
Frá Félagi eldri borgara í Reykjavík
Ásgarður, Stangarhyl 4 (ath. breytt heimilisfang)
Dansleikirnir hefjast á ný
Nýr hannyrðalisti kominn frá
Pantið
ókeypis
eintak
Sími 533 5444
Fax 533 5445 • altex@altex.is
Altex ehf
Hef opnað sálfræðiþjónustu hjá
Meðferðar- og fræðslusetri
Forvarna ehf., Lágmúla 5, Reykjavík.
Ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga, pör og hópa.
Fyrirlestrar og námskeið fyrir fagfólk og almenning.
Ný tegund áfallahjálpar (EMDR), grindarlos, sálræn
verkjameðferð, klínísk dáleiðsla og almenn samtalsmeðferð.
Gyða Eyjólfsdóttir, Ph.D., sálfræðingur.
Lágmúla 5, 4. hæð, 108 Reykjavík.
Tímapantanir virka daga kl. 10-12 í síma 590 9290, annars
í síma 866 0110. www.forvarnir.net - gyda@forvarnir.net
Að yrkja ljóð á táknmáli hefur menning-arlegt gildi fyrir samfélag heyrn-arlausra, líkt og annarra samfélaga,“segir Kristín Theódóra Þórarinsdóttir
en BA-ritgerð hennar fjallar um ljóðagerð á tákn-
máli. „Lítið sem ekkert hefur verið skrifað um
ljóðagerð á táknmáli á Íslandi og mig langaði til að
gefa eitthvað frá mér sem gæti nýst til frekari
rannsókna.“
Kristín segir ritgerðina aðgengilega öllum,
bæði heyrnarlausum og heyrandi. „Ég fjalla ekki
eingöngu um ljóðagerð á táknmáli heldur einnig
um hvernig táknmálið er uppbyggt sem tungu-
mál. Ég skoðaði erlendar rannsóknir um ljóða-
gerð á táknmáli og komst að því að ljóðin geta í
grófum dráttum haft sambærilega uppbyggingu
og hefðbundin ljóð eins og bragfræðilega þætti,
rím, stuðul, myndhverfingar og hrynjandi. Þar
sem táknmál notast við hendurnar og líkamann
eru margir aðrir þættir sem eru einstakir í ljóða-
gerð táknmáls og finnast ekki í hefðbundnum ljóð-
um. Til dæmis flæði milli tákna, jafnvægi og
hreyfingar handanna og notkun svæðisins í kring-
um þann sem er að flytja ljóðið. Þessir þættir eru
mikilvægir í ljóðagerð táknmáls og gefa ljóðinu
aukna dýpt. Í ljóðum á táknmáli verður táknunin
hægari og skýrari, lengri skil gerð á milli tákna og
aukin merking lögð í hvert tákn fyrir sig ólíkt því
táknmáli sem talað er í daglegu lífi, þar sem tákn-
unin á það til að vera hraðari og stundum óskýrari
og renna saman þegar talað er hratt. Þessu er
eins farið með hefðbundna ljóðagerð, þar sem
aukin merking er lögð í orðin og þegar þau eru
flutt er framburðurinn skýrari en ella. Það sem
gerir ljóð á táknmáli frábrugðin hefðbundnum
ljóðum er að ljóðaflutningurinn lýtur ólíkum skil-
yrðum. Táknmálin hafa einungis að geyma ljóð á
munnlegu formi en ljóð á íslensku er hægt að
skrifa niður og sá texti verður í raun sjálft ljóðið
án þess að vera einhvern tíma flutt af skáldinu
sjálfu. Í táknmáli er þetta ekki hægt, þar sem erf-
itt getur reynst að draga mörkin milli „textans“
og flutningsins. Skáldið semur ljóð einungis með
flutninginn í huga og ljóðið á allt undir þeim sem
flytur það. Ljóð á táknmáli er ekki ljóð fyrr en
skáldið stendur upp og flytur það. Ljóð á táknmáli
eiga þess vegna til að breytast frá einum flutningi
til annars við mismunandi kringumstæður. Hver
flutningur felur í sér nýja útgáfu ljóðsins.“
– Er einhver munur á yrkisefni skáldanna?
„Yrkisefni og tilgangur ljóðagerðar hjá heyrn-
arlausum skáldum og heyrandi er sá sami en al-
gengt er að ljóð heyrnarlausra fjalli um það að
vera heyrnarlaus í heimi heyrenda og baráttuna
sem því fylgir.“
Menntun | Ort í skýin – ljóðrænt táknmál og ljóðagerð
Dýrmætur menningararfur
Kristín Theódóra
Þórarinsdóttir fæddist
árið 1980 og er uppalin
á Eyrarbakka. Hún er
stúdent frá Mennta-
skólanum á Laug-
arvatni og lauk námi í
táknmálsfræði við Há-
skóla Íslands í sumar.
Hún stefnir á frekara
nám í heyrnar- og tal-
meinafræði við Kaup-
mannahafnarháskóla.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2
De7 5. Rc3 0-0 6. Dc2 Bxc3 7. Bxc3 d5
8. e3 Re4 9. Bd3 f5 10. Re5 Rxc3 11.
bxc3 Rd7 12. 0-0 Rxe5 13. dxe5 dxc4 14.
Bxc4 Dc5 15. Db3 Dxe5 16. Had1 He8
17. Hd4 c5 18. Hd3 Dc7 19. Hfd1 Kh8
20. H1d2 b6 21. Hd6 e5 22. Bb5 Hf8 23.
Dd5 Hb8 24. Dxe5 Bb7 25. c4 h6
Staðan kom upp í kvennaflokki í
Evrópukeppni landsliða sem lauk fyrir
skömmu í Gautaborg í Svíþjóð. Jessie
Gilbert (2.151) hafði hvítt gegn Sig-
urlaugu Friðjófsdóttur (1.963). 26.
Hxh6+! Kg8 27. Dxc7 og svartur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur
á Blönduósi efndu til hlutaveltu og
létu ágóðann renna til starfsemi
Rauða krossins. Þær heita talið frá
vinstri: Guðrún Dóra Sveinbjarn-
ardóttir og Amelía Ósk Hjálm-
arsdóttir.
alltaf á laugardögumLESBÓK MORGUNBLAÐSINS