Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 1

Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 218. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Langlífasta hljómsveitin Lúdó og Stefán með nýjan hljóm- disk eftir margra ára hlé | 37 Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Orlofshús við Stykkishólm  Grjót sem garðaprýði  Hagræðing og betri þjónusta hjá Tengi  Fullgildir Hólmarar Íþróttir | Grindavík, Fram og KR á sigurbraut Kjölur og GR sigruðu Stórliðin unnu í Englandi Þrenna Gunnars Heiðars UNDIRBÚNINGUR fyrir Reykja- víkurmaraþon er nú í fullum gangi, og vonast aðstandendur til þess að þátttakendafjöldinn nái 4.000 þegar lagt verður af stað á laugardaginn en í fyrra var sett þátttakendamet þegar 3.821 var skráður til þátttöku. Þegar hafa um 1.000 skráð sig til leiks en von á margföldum þeim fjölda í vikunni, sérstaklega ef veð- urhorfur á laugardaginn verða góð- ar, segir Hjördís Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Íslandsbanka- Reykjavíkurmaraþons. Áhugasamir geta skráð sig á www.marathon.is út fimmtudag, eða í TBR-húsinu á föstudag. Þau eru ófá handtökin sem þarf að inna af hendi fyrir viðburð á borð við þennan, og voru þeir Þorri Arn- arsson (t.v.) og Arnór Steinn Jóns- son að flokka verðlaunapeningana og setja límmiða á þá þegar ljós- myndari leit við á dögunum. Morgunblaðið/ÞÖK Vonast eftir 4.000 þátttak- endum í maraþoni FORSVARSMENN Baugs eru í ákærum ríkis- lögreglustjóra m.a. sagðir hafa veitt rúmar 846 milljónir króna að láni frá félaginu til m.a. fjár- festingafélagsins Gaums, sem er í eigu Jóhann- esar Jónssonar og fjölskyldu, einkahlutafélagsins Fjárfars, sem Jón Ásgeir Jóhannesson rak og stjórnaði, oft án skuldaviðurkenninga, trygginga eða samninga um endurgreiðslur. Alls fjalla 11 af 40 liðum ákærunnar um lán Baugs til þessara tveggja félaga, auk eins ákæru- liðar þar sem Kristínu Jóhannesdóttur, fram- kvæmdastjóra Gaums, er lánað persónulega og annars þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Baugs, er ákærður fyrir að hafa lánað sjálfum sér fé. Í ákærunum, sem Morgunblaðið birti í heild í gær, kemur fram að Jón Ásgeir, ýmist einn eða ásamt Tryggva Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs, hafi veitt lánin á tímabilinu frá október 1998 til maí 2001. Segja lánin fullkomlega lögleg Í skýringum ákærðu, sem einnig voru birtar í Morgunblaðinu í gær, kemur fram að í flestum til- fellum hafi verið um að ræða viðskiptalán sem löglegt sé að veita. Lánin hafi auk þess verið end- urgreidd að fullu, mörg hver með víxli útgefnum hinn 20. maí 2002, sem greiddur var 5. september sama ár. Þar segir einnig að samstarf Baugs og Gaums hafi gjarnan verið á þann veg að Gaumur hafi farið á undan í áhættusamar fjárfestingar, sem svo hafi verið færðar yfir til Baugs, sem hafi hagnast verulega á þeim viðskiptum. Ákæruvaldið telur að lánveitingarnar stangist á við 104. grein laga um hlutafélög, en þar segir Í skýringum Jóns Ásgeirs kemur fram að þarna sé um að ræða hlutabréf í Flugleiðum sem Bónus hafði upphaflega keypt en við tilurð Baugs hafi láðst að yfirfæra þau til félagsins. Þetta hafi upp- götvast eftir að hlutabréfin höfðu verið seld, og því hafi andvirði söluverðs bréfanna verið fært sem krafa á viðskiptamannareikning Gaums í bókhaldi Baugs. Þetta hafi verið viðskiptalegt lán, og hafi verið endurgreitt fyrir húsleit ríkislög- reglustjóra. Í tveimur ákæruliðum eru Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um að hafa látið Baug lána Gaumi peninga til þess að Gaumur geti keypt hlutabréf í Baugi, samtals 150,5 milljónir króna. Auk þess hafi þeir lánað Kristínu Jóhannesdóttur persónulega tæpar 3,8 milljónir króna vegna kaupa hennar á hlutafé í Baugi. Þrír ákæruliðir snúa að því að Jón Ásgeir og Tryggvi hafi lánað fé frá Baugi til einkahluta- félagsins Fjárfars, sem Jón Ásgeir stjórnaði, sam- tals rúmar 200 milljónir króna. Eitt lánanna gekk til baka tveimur árum eftir að það var veitt, en um 150 milljónir króna hafi verið endurgreiddar eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hinn 28. ágúst 2002. Fékk lánað fyrir 10–11 Fyrsta, og jafnframt hæsta lánið, var veitt í október 1998, og er Jón Ásgeir er sakaður um að hafa tekið 200 milljónir króna frá Baugi-Aðföng- um ehf., dótturfélagi Baugs, og látið afhenda eig- anda Vöruveltunnar hf., eiganda 10–11 verslana- keðjunnar, sem greiðslu fyrir kaup Jóns Ásgeirs á öllu hlutafé í Vöruveltunni. Í maí 1999 samþykkti stjórn Baugs að kaupa Vöruveltuna, og er Jón Ás- geir einnig ákærður fyrir að hafa leynt stjórn Baugs því að hann ætti 70% hlut í Vöruveltunni. m.a.: „Hlutafélagi er hvorki heimilt að veita hlut- höfum, stjórnarmönnum eða framkvæmdastjór- um félagsins eða móðurfélags þess lán né setja tryggingu fyrir þá.“ Sakborningar benda þó ítrek- að á að þar sé gerð sú undantekning að þetta eigi ekki við um „kaup starfsmanna félagsins eða tengds félags á hlutum eða kaup á hlutum fyrir þá“. Flest lánanna veittu Jón Ásgeir og Tryggvi frá Baugi til Gaums, samtals um 442 milljónum króna. Í ákærunum kemur t.d. fram að í júní 2001 hafi Jón Ásgeir látið Baug greiða 95 milljónir króna inn á bankareikning Kaupþings, þaðan sem fjárhæðinni var ráðstafað til félagsins Cardi Hold- ing, dótturfélags Gaums Holding, sem bæði voru skráð í Lúxemborg. Féð var notað sem hlutafjár- framlag í félaginu FBA-Holding, sem var í eigu Gaums og þriggja annarra aðila. Í skýringum ákærða við þá tilteknu færslu kemur fram að um sé að ræða þóknun sem Gaum- ur hafi fengið fyrir að falla frá rétti sínum vegna þátttöku í A-Holding, sem stofnað var utan um fjárfestingu í Arcadia. Íslandsbanki og KB banki, sem voru stofnhluthafar í A-Holding, hafi fengið samskonar þóknun, og með þessu hafi Baugur sparað um 650 milljónir króna frá þeim samn- ingum sem þegar hafi verið gerðir. Afhenti hlutabréf í Flugleiðum Jón Ásgeir er einnig ákærður fyrir að hafa um mitt ár 1999 afhent Gaumi tæplega 10,7 milljón hluti Baugs í Flugleiðum án greiðslu eða skulda- viðurkenninga, og hafi Gaumur selt hlutabréfin í ágúst það sama ár fyrir tæplega 49,4 milljónir króna. Þessi ráðstöfun bréfanna var færð í bók- hald Baugs í árslok 1999 með færslum frá endur- skoðanda að fjárhæð 44,8 milljónir króna, sem voru færðar á viðskiptamannareikning Gaums. Forsvarsmenn Baugs ákærðir fyrir að lána sjálfum sér og fjölskyldufyrirtækjum Lánuðu rúmlega 846 milljónir af fé Baugs Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Baugur | 6 Ashgabat. AP. | Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmenístans, óskaði í gær sjálfum sér og þegnum sínum til ham- ingju með „Melónudaginn“, sem hann hefur stofnað til í virðingarskyni við þennan eftirlætisávöxt landsmanna. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðu- neytinu sagði, að í Túrkmenístan væru ræktuð 500 afbrigði af mel- ónum, þar á meðal Keisaramelónan til heiðurs Niyazov og önnur, sem kölluð er Gullöldin. Er það vegna gíf- urlegrar velsældar meðal landsins barna undir Niyazov. „Megi ævi hvers einasta Túrkmena verða jafnyndisleg og melónurnar okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá Niya- zov og í forsíðufyrirsögn í dagblaði stjórnarinnar sagði, að engar mel- ónur í heimi jöfnuðust á við þær túrk- mensku. Niyazov hefur verið völd í Túrk- menístan frá 1985 og lætur dýrka sig sem hálfguð. Í höfuðborginni, Ashga- bat, er af honum mikil, gullin stytta, sem snýst og horfir alltaf við sólu. Melónudagur í Túrkmenístan Aþenu. AP, AFP. | Tveir menn reyndu að taka við stjórn kýpversku Boeing 737-farþegaþotunnar rétt áður en hún hrapaði til jarðar skammt frá Aþenu í Grikklandi í gær. Er þetta haft eftir flugmönnum tveggja grískra herþotna, sem sendar voru til móts við þotuna eftir að samband við hana rofnaði. Grísku herflugmennirnir segja, að þeir hafi séð aðstoðarflugmanninn að því er virtist meðvitundarlausan en ekki komið auga á flugstjórann. Þá hafi þeir séð tvo menn, hugsan- lega farþega eða einhverja úr áhöfn- inni, reyna að taka við stjórninni. Sáu herflugmennirnir, að súrefnis- grímur voru notaðar. Í síðasta viðtali við flugturninn í Aþenu sagði flugstjórinn, að ólag væri á jafnþrýstibúnaði en sumir telja, að meira hafi verið að. Reyndu að taka við stjórn Reuters Grískur lögreglumaður við stélhluta kýpversku Boeing 737-þotunnar á slysstað í gær. Voru lík fólksins um borð mjög illa farin en haft var eftir björgunarmanni, að svo virtist sem flestir hefðu verið með súrefnisgrímur. Allir fórust er kýp- versk þota hrapaði skammt frá Aþenu  Virtust | 16 Brak úr vélinni á stóru svæði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.