Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikil spenna er á ís-lenskum vinnu-markaði um þessar mundir og virðist vera verulegur skortur á vinnuafli í flestum grein- um. Fjöldi atvinnuauglýs- inga í blöðum undanfarið sýnir ljóslega að fólk vant- ar til starfa af öllu tagi, til afgreiðslustarfa, starfa sem krefjast sérmenntun- ar, eftirspurn er eftir iðn- aðarmönnum hverskonar o.fl. Viðmælendur sem rætt var við eru þeirrar skoðunar að framboð lausra starfa muni aukast veru- lega þegar skólafólk hverfur úr sumarstörfunum inn í skólana. Samkvæmt nýjum upplýsing- um Vinnumálastofnunar voru alls 1.506 laus störf hjá vinnumiðlun- um í lok seinasta mánaðar og þó framboð lausra starfa hafi á þeim tímapunkti minnkað lítillega frá í júní voru laus störf um seinustu mánaðamót nálægt tvöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá voru laus störf um 800 talsins. ,,Það er mjög gott atvinnu- ástand og mikil eftirspurn ennþá eftir iðnaðarmönnum,“ segir Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Samiðnar. Finnbjörn segist hafa góða trú á vetrinum og að næg verkefni verði fyrir iðnaðarmenn á næstu mánuðum. ,,Það er það mikið í pípunum, mörg verkefni að fara í gang og ég held því að ástandið verði nokkuð gott í vetur,“ segir hann. Uppgangurinn og stórfram- kvæmdir bæði sunnanlands og á Austurlandi gerir að verkum að mjög erfitt er fyrir einstaklinga að fá iðnaðarmenn í smáverk um þessar mundir. Fram kom í við- tölum við forsvarsmenn bygg- ingavöruverslana í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag að verslanirnar hvetja fólk til að ann- ast verkin sjálft vegna skorts á iðnaðarmönnum og gefa leiðbein- ingar um hvernig best sé að standa að framkvæmdunum. Finnbjörn Hermannsson bend- ir á að töluverður hópur ófag- lærðra starfsmanna sé farinn að vinna iðnaðarstörf. „Það verður vandamál þegar um hægist,“ seg- ir hann. „Það gerist alltaf í svona uppsveiflu. Þá taka ófaglærðir líka að sér svona smáverkefni.“ Ekkert lát hefur verið á inn- flutningi erlendra starfsmanna að undanförnu. ,,Það er aukning ef eitthvað er,“ segir Finnbjörn „Við verðum töluvert mikið varir við útlendinga og þeir eru komnir á einhverskonar þjónustusamninga. Við höfum engar upplýsingar um menntun þessara manna. Það virðast allir fá að vinna iðnaðar- mannastörf, ef þeir bara tala út- lensku,“ segir hann. Gefið var út 571 atvinnuleyfi í seinasta mánuði samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar. Þetta er mikil aukning miðað við sama mánuð í fyrra en þá var gefið út 331 at- vinnuleyfi í júlí. Ný tímabundin atvinnuleyfi voru alls 416 í sein- asta mánuði samanborið við 139 í júlí árið 2004. Þungt og flókið ferli Byggingaverktakar hafa nóg að gera enda marvíslegar mannfrek- ar stórframkvæmdir í gangi. Loft- ur Árnason, framkvæmdastjóri Ístaks, segir óneitanlega þröngt um á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir. Menn hafi leyst það með því að fá erlent vinnuafl. Þetta hafi verið sérstaklega erfitt á sumarorlofstímanum að undan- förnu. Samkvæmt upplýsingum Lofts hefur þurft að fá fleiri er- lenda starfsmenn vegna verkefna í ár en í fyrra. Það er hins vegar þungt og flókið ferli sem íslensku fyrirtækin þurfa að ganga í gegn- um til að fá atvinnuleyfi fyrir er- lenda starfsmenn, skv. upplýsing- um hans. Þar standa íslensku fyrirtækin ekki jafnfætis erlend- um verktökum sem hingað koma. Loftur segir erlendu fyrirtækin sem taka að sér verkefni hér á landi geta komið með erlenda starfsmenn til landsins með stutt- um fyrirvara og hafið fram- kvæmdir en það geti tekið 2-3 mánuði fyrir íslensku verktakana að fá erlent vinnuafl til starfa. Fréttaskýring | Mikið framboð á störfum Spennan vex á vinnumarkaði „Það virðast allir fá að vinna iðnaðar- mannastörf, ef þeir bara tala útlensku“ Mikil þensla er á vinnumarkaði. Stefnir í metfjölda atvinnuleyfa í ár  Það stefnir í metfjölda at- vinnuleyfa til útlendinga á þessu ári. Veittum atvinnuleyfum fjölg- aði úr 284 í júní í 571 í júlí. Alls voru gefin út 3.750 atvinnu- leyfi á árinu 2004 en þau eru orð- in 2.644 það sem af er þessu ári. Atvinnuleysi var um 2% í sein- asta mánuði en atvinnuleysi með- al ungs fólks (16–24 ára) hefur þó minnkað. Hlutfall atvinnu- lausra á aldrinum 60–70 ára hef- ur hins vegar aukist og var 13% af heildarfjölda á skrá. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is                                           !    "#$"%                             FYRSTA úthlutunin úr Hrafnkels- sjóðnum fór fram í Þjóðmenningar- húsinu á laugardag, en þá afhenti Elías Jón Guðjónsson, formaður sjóðsstjórnar, Úlfi Viðari Níelssyni 250 þúsund króna styrk til doktors- náms í hagfræði við Columbia- háskólann í New York í Bandaríkj- unum, þar sem Úlfur mun sérhæfa sig í fjármálum og alþjóðahag- fræði. Hrafnkelssjóðurinn var stofnað- ur árið 1930 af hjónunum Ólafíu Guðfinnu Jónsdóttur og Einari Þor- kelssyni til minningar um son þeirra, Hrafnkel Einarsson, sem nam hagfræði við Vínarháskóla. Hann var að hefja undirbúning að doktorsverkefni sínu þegar hann veiktist skyndilega og lést. Tilgangur sjóðsins er að veita ís- lenskum námsmönnum styrk til náms við erlenda háskóla, og var úthlutað úr honum í fyrsta skipti á laugardag, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Hrafnkels, en hann lést árið 1927. Morgunblaðið/Þorkell Úthlutað úr Hrafnkelssjóðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.