Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 21 irrúmi hvort sem fáar nótur eða margar voru leiknar. Virðist hann hafa haft einstaka hæfileika til að heyra fyrirfram á meðan spilað var það sem næst skyldi spila, en þetta er að sjálfsögðu lykillinn að spuna- tónsköpun jazzins. Hann segir frá í ævisögunni þegar hann tókst á við þetta atriði. Hver er staða Oscars Petersons innan jazzins og sem jazzpíanisti? Tæpast er hægt að segja að meg- instyrkur Petersons hafi verið að nema miklar nýjar lendur á la- grænu, hrynrænu eða hljóm- fræðilegu sviði jazztónlistarinnar eða formsins yfirleitt. Hann bar hins vegar merki fyrirrennara sinna áfram og þróaði á óviðjafn- anlegan og einstakan hátt. Það sem einkennir stíl hans er tiltölulega skiljanleg og aðgengileg lifandi sveifla, n.k. gleðidans, og ekki spill- ir tæknin þá til að móta hughrif hustandans. Það er yfirleitt ekkert þunglamalegt eða niðurdregið við þessa sveiflu og grundvallarhug- arástand tónlistarinnar er venju- lega bjartsýni og lífskraftur og jafnvel mætti segja hamingja. Hvorki píanistarnir Art Tatum né Bill Evans, svo dæmi séu tekin, náðu slíkri gleðisveiflu að mínu mati þótt þeirra framlag hafi kannski verið meira að ýmsu leyti til þessa listforms. Art Tatum, sem var ein af meginfyrirmyndum Pet- ersons, náði varla slíkri sveiflu, jafnvel ekki með stuðningi með- leikara, enda lá styrkur hans sem fremsti jazzpíanisti allra tíma að margra mati í einleikstækninni með ofurflóði hugmynda. Svipað má segja um Bill Evans; þótt hann hafi í raun fundið upp og þróað nútíma jazzhljómfræði pí- anósins og hafi þar með haft meiri áhrif á næstu kynslóðir jazzpían- ista en flestir aðrir var sveiflan ekki hans aðalsmerki og jafnvel heldur ekki laglínan. Í raun má segja að grunnhugarástand tónlist- ar Bills Evans, þrátt fyrir tilfinn- ingalega og vitsmunalega snilld, sé þunglyndislegt sem flyst yfir í ang- urblíða fegurð óviðjafnanlegrar sköpunar einkum á sviði hljóm- fræði og tónhugsunar. En það er önnur saga. Í alhliða gleðiupplifun jazz- tónlistarinnar og í sveiflunni, er lætur engan ósnortinn sem á hlýð- ir, ber hins vegar Oscar Peterson höfuð og herðar yfir flesta aðra jazzpíanista. Ég veit að jazzelskir lesendur Morgunblaðsins taka undir árnaðaróskir til afmæl- isbarnsins á þessum tímamótum og ósk um að hann megi flytja okkur list sína áfram sem lengst um ókomin ár. kæmi píanóleikur Petersons þeim mun betur fram, ótruflaður af hugsanlegum árekstrum við gít- arinn. Undir þetta gátu vafalaust ýmsir píanistar tekið sem áheyr- endur. Hins vegar segir Peterson í ævi- sögunni að þegar tríó hans voru skipuð gít- arleikara fékk hann þá hvatningu og ögr- un samspilsins sem kallaði fram það besta þrátt fyrir hugsanlega árekstra tveggja „hljómahljóðfæra“. Líklega kunnu þeir að afstýra slíkum árekstrum! Ferill Petersons er skráður í a.m.k. þrem- ur ævisögum auk ótölulegs fjölda við- tala, greina og hljóð- ritana. Auk sjálfsævisögu sem hann vann að sjálfur í 17 ár og kom út á árinu 2003 undir nafninu „A Jazz Odyssey“ kom út bók eftir Richard Palmer (1984) og Gene Lees (1988), „The Will to Swing“. Segja má að ferill Oscars Pet- ersons hafi verið einkar farsæll ef undan er skilið áfallið 1993 er hann lamaðist að hluta í vinstri hendi eftir heilablóðfall en náði sér ótrú- lega þegar frá leið. Hver er lykill velgengni Pet- ersons? Unnt er að velta upp ýms- um svörum, og líklega koma marg- ir samverkandi þættir þar saman. Einstakir tónlistarhæfileikar er t.d. felast í fullkominni tónheyrn, ásamt líkamlegu atgervi og styrk. (Hendur hans að sögn ná allt að 13- und á hljómborðinu!) Klassískur grunnur og mikill metnaður fjöl- skyldunnar, bæði föður og eldri systkina, eins og áður segir, er breyttist í persónulegan styrk, metnað og aga sem stóð af sér miklar kröfur án þess að brotna. Þetta leiddi síðan til mikillar tækni og valds á hljóðfærinu í heild. Þótt Peterson hafi verið gagnrýndur fyrir ofuráherslu á tækni fylgdi tækninni jafnan skýr tónhugsun og laglínur er voru í fyr- At The Philharmonic“ (JATP) í Norður-Ameríku og víðar og er þekktur fyrir framlag sitt til jazz- ins með því að færa hann af „búll- um og börum“ inn í tónleikasali. Hann var á leið heim og staddur í leigubíl á leið á flugvöllinn í Mont- real þegar hann heyrði beina út- sendingu frá Alberta-barnum þar sem Oscar Peterson lék. Um- svifalaust bað hann leigubílstjór- ann að snúa við og aka rakleiðis að þessum bar. Þannig vildi það til að Peterson varð sérstakur gestur á tónleikum JATP í Carnegie Hall í New York í september 1949 ásamt stórstjörnum svo sem Ellu Fitz- gerald, Ray Brown, Buddy Rich o.fl. Eftir tónleikana í New York var ísinn brotinn og varð Norman Granz þegar fram liðu stundir aðal- umboðsmaður Pet- ersons sem ferðaðist með JATP-hópnum um Bandaríkin með langferðabílum milli tónleikastaða. Fljót- lega eftir að hann kom fram í Carnegie Hall stofnaði hann dúó með Ray Brown bassaleikara (sem var gestur Jazzhátíðar Reykjavíkur fyrir nokkrum árum) og síðan bættust Barney Kessel og því næst Herb Ellis við sem gítarleikarar í tríói. Sambandið við Norman Granz átti eftir að þróast yfir í nána vináttu er stóð allt þar til yfir lauk. Norman Granz stofn- aði Verve-hljómplötufyrirtækið sem hljóðritaði Peterson-tríóið og einnig var síðar hljóðritað undir merkinu Pablo records. Auk þess voru gerðar á 8. áratugnum merk- ar hljóðritanir af þýska auðkýf- ingnum Hans Georg Brunner Schwer (gefnar út af MPS records) í sérstökum gæðaflokki er hæfðu vel tónlistinni. Framhaldið þekkja margir af ótölulegum fjölda hljóðritana Pet- ersons og af tónleikahaldi sem of langt mál er að rekja hér. Nefna má að þekktasta skipan hins klass- íska tríós samanstóð líklega af Ed Thigpen á trommur ásamt Ray Brown á bassa. Síðar fékk Pet- erson til liðs við sig danska bassa- snillinginn og síðar Íslandsvininn Niels Henning Ørsted Pedersen og voru þeir gestir Listahátíðar í Reykjavík 1978 sem margir muna. Á tónleikunum í Laugardalshöll hafði þriðji maður tríósins, gít- arleikarinn Joe Pass, forfallast vegna veikinda. Mig minnir að Ingimar Eydal heitinn hafi í út- varpsviðtali sagt eitthvað á þá leið að þetta væri ekki alslæmt því þá E inn fremsti og þekkt- asti píanóleikari heims frá upphafi á sviði jazztónlistar, Kanadamaðurinn Oscar Emmanuel Peterson, er átt- ræður í dag. Hann er mörgum Ís- lendingum að góðu kunnur en hann kom fram á listahátíð í Reykjavík árið 1978 á hátindi ferils síns. Í dag er hann ein af stórstjörnunum á sviði jazztónlistar en margar slíkar af hans kynslóð eru því miður falln- ar frá. Oscar Peterson fæddist í Kan- ada 15. ágúst 1925, en er ættaður frá Vestur-Indíum, foreldrar hans fluttu hvort í sínu lagi til Kanada, hittust í Montreal, og stofnuðu heimili. Oscar ólst upp í stórum systkinahópi og voru börnin öll gædd miklum tónlistarhæfileikum og höfðu tvö eldri systkini hans, Fred og Daisy, veruleg mótandi áhrif. Berklaveiki lagðist á fjöl- skylduna og var Oscar rúmt ár á spítala sem m.a. varð til þess að hann sneri sér alfarið að píanóinu en hafði áður einnig lagt stund á trompetleik. Bróðir hans Fred lést af völdum veikinnar en hafði þó áð- ur opnað augu og eyru Oscars fyrir jazztónlistinni. Fjölskyldufaðirinn, Daniel Pet- erson, var upphaflega sjómaður og var sjálflærður á ferðaorgel sem honum hafði áskotnast. Eftir að hann fluttist til Kanada starfaði hann hjá kanadísku járnbraut- unum og var fjarri heimilinu lang- tímum saman, en hafði mikinn metnað fyrir hönd barna sinna og setti þeim fyrir heimaverkefni á meðan hann var fjarverandi. Hann var mjög strangur og kröfuharður uppalandi og við heimkomuna kallaði hann börnin eitt í einu að píanóinu til að fara yf- ir verkefni vikunnar. Ef honum þótti árangurinn ekki sem skyldi fékk viðkomandi miskunnarlausar ákúrur, en ef vel var gert var farið yfir verkefni næstu viku. Oscar var næmur og lét stundum nægja að æfa þar til daginn áður en von var á föðurnum heim og lesa í stað teiknimyndasögur. Það gekk þó ekki til lengdar og átti eftir að breytast þegar móðir hans þurfti að draga hann frá píanóinu síðla kvölds eftir langar æfingar allan daginn með stuttum hléum. Faðirinn hélt syninum ávallt niðri á jörðinni og eitt sinn þegar honum fannst hann vera of góður með sig kom hann heim með plötur með píanóleikaranum Art Tatum og spilaði fyrir unga manninn. Osc- ar hefur sagt sjálfur frá því að hann hafi farið í þunglyndiskast þegar hann heyrði snillinginn Art Tatum og ekki snert píanóið í lang- an tíma. Oscar Peterson var í klassísku námi framan af hjá ýmsum kenn- urum og er sá markverðasti líklega Paul de Marky, ungverskur pían- isti og vel heima í Liszt og Debussy en einnig fær jazzpíanisti. Eftir yf- irferð í klassískum fræðum endaði einkatíminn gjarnan á jazzinum. Snemma á unglingsárum var hann farinn að sýna einstæða hæfileika; sagan segir að hann hafi t.d. oft spilað í samkomusal skólans síns umkringdur námsmeyjum! Fyrstu hljóðritanir voru í boogie woogie- stíl fyrir RCA-Kanada. Hann fékk síðan stöðu í þekktri hljómsveit Johnnys Holmes uns hann stofnaði tríó með bassaleik- ara og trommuleikara og hóf skömmu síðar að leika á Alberta- barnum í Montreal. Þetta tríóform, þ.e. píanó, kontrabassi og tromm- ur, hefur líklega verið hið áhrifa- mesta í tónlistarflutningi Oscars Petersons allar götur síðan þótt tríó með gítar hafi einnig komið við sögu. Hljóðritanir og beinar útvarps- sendingar voru frá Alberta- barnum þar sem tríóið lék 1947– 1949. Bandaríkjamaður að nafni Norman Granz stóð fyrir jazz- tónleikahaldi undir nafninu „Jazz Oscar Peterson áttræður Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og jazzpíanisti. Eftir Egil Benedikt Hreinsson Morgunblaðið/Ól. K. M. Oscar Peterson er mörgum Íslendingum að góðu kunnur en hann kom fram á Listahátíð í Reykjavík 1978. Egill B. Hreinsson ’Í alhliða gleði-upplifun jazztónlist- arinnar og í sveifl- unni, er lætur engan ósnortinn sem á hlýðir, ber hins vegar Oscar Peterson höfuð og herðar yfir flesta aðra jazzpíanista.‘ i Vigdís ði síðan á nátt- lað fyrir átengda ærum á því tungumáli sem 33 kynslóðir hefðu talað í landinu. Hún sagði menn hafa vaknað upp við það í nágrannalöndunum að farið færi að kvarnast úr heimatungum, þær væru fátækari að orðaforða. Hún sagði Norðurlandamenn hafa sett varðveislu tungumála sinna á dag- skrá þjóðþinganna og væru farnir að velta því fyrir sér hvernig megi sporna við og auka á ný orðgnótt sem hefði týnst á örfáum árum. Vigdís kvaðst í ræðu sinni ekki hafa áhyggjur af tökuorðum í ís- lensku, þau hefðu sinn gang og gætu aðlagast íslensku beyging- arformi ef þau næðu að festa ræt- ur. „En ég hef áhyggjur af nýjum áhrifum enskunnar í setningum og notkun óþarfra aukasagna til að styðja við sagnir. Sagnorð hafa alltaf verið flaggskip íslenskunnar, sterk fullyrðing, sem ekki þarf neina hækju til að styðja sig við, eins og farið er að heyrast æ oftar í nútímamáli,“ sagði Vigdís og nefndi sem dæmi setningar eins og „ég er ekki að skilja það – það var boðið mér í veislu – þeir voru að spila vel í gær – það var strítt mér í gær“. Árveknin að glatast Vigdís sagði það fjarri sér að hrópa úlfur úlfur og hún kvaðst ekki telja að íslensk tunga væri að gefast upp en fullyrða mætti að það væri eins og að við, sem bær- um ábyrgð á tungunni, værum að glata árvekni okkar. „Það má heldur ekki framhjá okkur fara að fjöldinn allur af orðatiltækjum er að glatast úr hugum fólks, orðatiltæki sem eru svo undurfalleg og lýsandi fyrir ís- lenska tungu. Eða þá að það er farið svo vitlaust með þau því ungt fólk fær ekki þjálfun í að skilja þau,“ sagði Vigdís og sagði það niðurstöðu sína að aðkallandi væri að efla vitund um mikilvægi þess að varðveita íslenskt mál og efla íslenskukennslu í skólum. Jafn- framt þyrfti að efla vitund for- eldra um að lykill að sjálfsöryggi barnsins í framtíðinni væri að geta komið vel fyrir sig orði á því máli sem er opinbert mál í landinu. Sagði hún það heldur ekki geta skaðað að koma á sérstökum kennslustundum í orðatiltækjum og sagði að þrátt fyrir að Mjólk- ursamsalan hefði unnið þrekvirki með mjólkurumbúðum væri það ekki nóg í þessum efnum. ka tungu á Hólahátíð nnslu- tækjum Aðalsteini Baldvinssyni, Karli Sigurbjörnssyni ssíu- Morgunblaðið/jt gann af i for- joto@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.