Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.icelandair.is/stokkholmur Stokkhólmur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Birger Jarl 18.-20. nóv., 2.-4. des., 27.-29. jan. og 3.-5. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Verð frá 34.990 kr. Flug og gisting í tvær nætur VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. JÓN Steinar Gunnlaugsson hefur beðið Morgunblaðið um að birta eft- irfarandi athugasemd (fyrirsögn er Morgunblaðsins): „Í viðtölum við Fréttablaðið 13. ágúst sl. víkja feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson báðir orðum að mér í tengslum við ákæru á hendur þeim sem blaðið birti sama dag. Er helst á þeim að skilja, að ég hafi verið þátttakandi í einhvers konar samsæri um að koma á þá tilefnislausum sökum í tengslum við rekstur Baugs hf. Í tilefni af ummælum þeirra tel ég rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Sumarið 2002 leitaði Jón Gerald Sullenberger til lögmannsstofu minnar vegna viðskiptakrafna, sem hann taldi fyrirtæki sitt Nordica eiga á hendur Baugi. Ég tók málið að mér og stefndi fyrirtækinu þá um haustið í tveimur málum til greiðslu þessara krafna. Þeim lauk síðar með sátt, sem fól meðal annars í sér greiðslu krafna umbj. míns og kostnaðar sem hann hafði haft. Með sáttinni var einnig lokið málaferlum sem fyrirsvarsmenn Baugs höfðu efnt til á hendur Jóni Gerald og fyr- irtæki hans í Bandaríkjunum. Frá þessu var skýrt í fjölmiðlum á sínum tíma og einnig staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson þetta í bréfi til ríkis- lögreglustjóra, sem hann afhenti fjölmiðlum og Morgunblaðið birti í heild 2. júlí 2005. 2. Auk þess að fá fullnustu þess- ara einkaréttar- legu krafna kvaðst Jón Ger- ald einnig vilja kæra fyrirsvars- menn Baugs fyrir refsiverða hátt- semi sem honum væri kunnugt um og framin hefði verið í tengslum við viðskiptin. Ég vísaði honum með það erindi til Rík- islögreglustjóra. Er líklegt, þó að ég muni það ekki, að ég hafi haft sam- band við lögregluna til að óska eftir að skjólstæðingur minn fengi að koma til skýrslugjafar um þetta. Það er hreinasti heilaspuni að telja mig hafa átt þátt í að leggja á ráðin með lögreglunni um rannsóknarúrræði sem gripið yrði til vegna kærunnar, hvað þá að ég hafi villt um fyrir rík- islögreglustjóra og fengið hann til að æskja húsleitarheimildar hjá hér- aðsdómi, eins og Jóhannes Jónsson segir í viðtalinu við Fréttablaðið. 3. Ofangreind störf mín í þágu Jóns Geralds Sullenbergers voru ósköp venjuleg lögmannsstörf á borð við störf sem ég hafði sem lög- maður tekið að mér í gegnum árin fyrir fjölda fólks sem til mín leitaði með erindi sín. Davíð Oddsson þá- verandi forsætisráðherra kom hvergi nærri. Kom mér nafn hans ekki í hug, þegar ég tók störfin að mér. 4. Af viðtölunum í Fréttablaðinu er ljóst, að feðgarnir vilja blása til gagnsóknar gegn ákærunum á op- inberum vettvangi með því að halda fram samsæriskenningu um að valdi hafi verið misbeitt við málatilbúnað gegn þeim. Slíkar kenningar eiga oft greiðan aðgang að fólki. Ég skil það vel, að menn sem eru áberandi í fjöl- miðlum og þurfa að verjast ákærum um alvarleg refsilagabrot, reyni á opinberum vettvangi að rétta hlut sinn. Það er bara mannlegt. Of langt er hins vegar seilst, þegar smíðaðar eru svona kenningar sem ekkert hafa við að styðjast. Úr málinu verð- ur ekki leyst á grundvelli þeirra. Þeir ættu fremur að einbeita sér að því að verjast þeim efnislegu sökum sem þeir eru bornir á þeim vett- vangi, þar sem um verður fjallað, þ.e. inni í dómsalnum. Hafi þeir ekki framið þau brot sem þeir eru sak- aðir um ættu þeir engu að þurfa að kvíða. Jón Steinar Gunnlaugsson.“ Athugasemd frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni Störf í þágu Jóns Geralds ósköp venjuleg lögmannsstörf Jón Steinar Gunnlaugsson Í NÍUNDA og síðasta kafla ákær- unnar í Baugsmálinu er ákært vegna tollsvika og rangfærslna í skjölum vegna innflutnings á bílum til lands- ins frá Bandaríkjunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson í Bónus og Kristín Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Gaums, eru ákærð fyrir að gefa rangar upplýsingar um kaupverð bíla og með því samtals komið sér undan að greiða rúmlega 2,3 millj- ónir í virðisaukaskatt og vörugjald. Ákærð fyrir að hafa gefið rang- ar upplýsingar um kaupverð Jón Ásgeir er ákærður vegna inn- flutnings á tveimur bílum á árunum 1998 og 1999 og Jóhannes og Kristín á sínum bílnum hvort árið 2000. At- vikalýsingin á hinum meintu brotum er ætíð á sama veg: Þau eru ákærð fyrir að hafa gefið rangar upplýsing- ar um kaupverð á aðflutnings- skýrslum sem þau framvísuðu hjá Tollstjóranum í Reykjavík ásamt til- hæfulausum vörureikningum sem gefnir voru út af Nordica Inc., fyr- irtæki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Á reikningunum var búið að lækka kaupverðið veru- lega frá því sem fram kom í kaup- samningum við bílasölur ytra. Sam- kvæmt ákæru gaf Jón Gerald út þessa tilhæfulausu reikninga að ósk ákærðu. Ákærðu neita þessum ásökunum, líkt og öllum öðrum liðum ákærunn- ar. Í athugasemdum þeirra við ákærunni segir að lögregla hafi ekki gert reka að því að rannsaka nánar sakargiftirnar sem byggjast alfarið á framburði Jóns Geralds. Ættu þær við rök að styðjast væri Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild í meintum brotum en engin ákæra hafi verið gefin út á hendur honum. Nánari grein hafi verið gerð fyrir þessum innflutningi í bréfi Jóns Ás- geirs til ríkislögreglustjóra 5. mars 2004. Ákærð fyr- ir 2,3 millj- óna tollsvik við bílainn- flutning AFBORGANIR af lánum, rekstr- arkostnaður og annar tilfallandi kostnaður vegna skemmtibátsins Thee Viking, samtals rúmlega 40 milljónir króna, voru greiddar af Baugi hf. á árunum 1999–2002, þrátt fyrir að rekstur bátsins væri félaginu óviðkomandi, að því er segir í ákæru ríkislögreglustjóra í Baugsmálinu. Þá var gefin út bankaábyrgð í nafni Baugs að upp- hæð 12,2 milljónir vegna kaupa á öðrum skemmtibát en sú ábyrgð gjaldféll á félagið í október 2002. Sakborningar neita sök og í at- hugasemdum við ákæruna segir m.a. að greiðslur sem ríkislög- reglustjóri nefnir tengist ekki á nokkurn hátt rekstri eða kaupum á skemmtibátum. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni er gefið að sök að hafa „dregið sér og öðrum“ samtals tæplega 40,1 milljón króna frá apríl 1999 til júní 2002 með því að láta Baug greiða 34 reikninga sem gefnir voru út af félaginu Nordica Inc. á hendur Baugi. Reikningarnir hafi ekki komið Baugi við heldur verið vegna af- borgana á lánum, reksturs o.fl. Thee Viking sem Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson höfðu keypt í félagi við Jón Gerald Sul- lenberger, eiganda Nordica Inc. Fjárdrátturinn hafi farið fram með vitund og liðsinni Jóhannesar og Kristínar Jóhannesdóttur, fram- kvæmdastjóra Fjárfestingarfélags- ins Gaums. Báturinn var staðsettur og skráður í Flórída í Bandaríkj- unum. Greitt fyrir ráðgjöf og fleira Í athugasemdum sakborninga segir að Nordica, fyrirtæki Jóns Geralds, hafi fengið mánaðarlegar greiðslur frá Baugi vegna ráðgjaf- ar og annarrar þjónustu. Vegna taps á rekstri vöruhúss Nordica hafi greiðslurnar verið nauðsynleg- ar svo að Jón Gerald gæti fram- fleytt sér og fjölskyldu sinni. Þá komi það fram að í gögnum sem hafi verið aflað í Bandaríkjunum að ráðstöfun þessara fjármuna hafi verið í samræmi við yfirlýsingar Jóns Ásgeirs og Tryggva. Ákærðir fyrir umboðssvik „Því er vandséð hvaða auðgunar- brot áttu sér stað. Athygli vekur að þar sem [ríkislögreglustjóri] telur að hér hafi verið um lögbrot að ræða hefði embættinu skilyrðis- laust borið að ákæra [Jón Gerald] fyrir hlutdeild í brotunum,“ segir í athugasemdunum. Þá eru feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik með því að hafa, við yfirtöku Baugs á Bónusi í nóvember 1998, misnot- að aðstöðu sína hjá Baugi hf. til þess að binda félagið við erlenda bankaábyrgð að fjárhæð 12,2 millj- ónir. Ábyrgðin hafi verið vegna kaupa á skemmtibát sem fékk nafnið Icelandic Viking árið 1996. Samkvæmt athugasemdum sak- borninga við ákærunni er hér um að ræða ábyrgð sem Bónus gaf út vegna vöruviðskipta en ekki vegna báts. Sýnt hafi verið fram á þetta með gögnum. Þeir Jón Ásgeir og Jó- hannes eru einnig ákærðir fyrir að hafa dregið sér samtals um 440.000 krónur með því að láta Baug hf. greiða vegna fyrrnefndrar banka- ábyrgðar. Þessum ásökunum ákæruvaldsins er sem fyrr hafnað af hálfu sakborninga og vísað til þess að ábyrgðin hafi verið vegna vöruviðskipta. Haustið 2003 hafi ábyrgðin fallið á Baug „en sak- borningar telja fráleitt að hún hafi staðið í tengslum við kaup á bát. Ef svo væri hefði einnig átt að ákæra [Jón Gerald] fyrir þessar sakir,“ segir þar. Varðandi ásakanir sem tengjast Nordica inc. er jafnframt vísað til þess að ítarlega hafi verið gerð grein fyrir þessum viðskiptum í tveimur bréfum Jóns Ásgeirs til ríkislögreglustjóra og birt voru í Morgunblaðinu eftir að ákærur voru birtar í sumar. Ákært vegna milljóna fjárdráttar og umboðssvika vegna skemmtibáta 52 milljónir vegna kaupa og reksturs bátanna Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.