Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að mat landbúnaðarráðuneytisins á um- sóknum um starf sérfræðings á sviði framleiðslu- og markaðsmála í ráðu- neytinu hafi ekki byggst á lögmæt- um og málefnalegum sjónarmiðum og verulegir efnisannmarkar séu á afgreiðslu ráðuneytisins á umsókn- unum. Umboðsmaður telur skýringar ráðuneytisins á ráðningarferlinu gefa til kynna að það hafi álitið heppilegt að fá einstakling í starfið sem hefði takmarkaða eða enga starfsreynslu, og ólíklegra hefði ver- ið að þeir umsækjendur sem hefðu umfangsmikla starfsreynslu fengju ráðningu en ef þeir hefðu hana ekki. Fær umboðsmaður ekki séð að það geti almennt talist lögmætt við ráðn- ingu í opinbert starf, þar sem skylt er að velja hæfasta umsækjandann, að leggja slík sjónarmið til grund- vallar ráðningu. Reynsla frá fyrri störfum og upplýsingar um frammi- stöðu í þeim ættu að hafa þýðingu við mat á hæfni umsækjanda. Ófullnægjandi skýringar á verulegum drætti Málavextir eru þeir að landbúnað- arráðuneytið auglýsti laust starf sér- fræðings á sviði framleiðslu- og markaðsmála frá og með 1. janúar 2003. Alls barst 41 umsókn um starf- ið og voru 10 kallaðir til viðtals, þó ekki sá umsækjandi er kvartaði til umboðsmanns. Var maður með MS- próf í iðnaðarverkfræði og B.Sc.- próf í matvælafræði ráðinn í stöðuna. Viðkomandi umsækjandi, er hafði BS-próf í búfræði frá Bændaskólan- um á Hvanneyri og MA-próf í op- inberri stefnumótun og stjórnsýslu við HÍ, var ósáttur við þessa niður- stöðu og óskaði í lok janúar 2003 eft- ir skýringum á ákvörðun ráðuneytis og tilteknum gögnum. Því erindi var ekki svarað og fullyrti ráðuneytið síðar að það hefði aldrei borist. Í kjölfar þess að umsækjandinn leitaði til umboðsmanns Alþingis ítrekaði sá síðarnefndi beiðnina haustið 2004 og fylgdi afrit af fyrra bréfi. Um fimm mánuðir liðu áður en ráðuneyt- ið svaraði því bréfi, og telur umboðs- maður að ekki hafi verið færðar fram viðhlítandi skýringar á þessum veru- lega drætti. Hafi drátturinn torveld- að að umsækjandinn hafi fengið not- ið þess réttaröryggis sem ákvæði stjórnsýslulaga miðar að og stuðlaði ennfremur að því að athugun um- boðsmanns dróst á langinn. Gerir hann athugasemdir við þessa málsmeðferð ráðuneytisins og leggur áherslu á að störf innan stjórnsýslunnar séu rekin með lip- urð og tillitssemi við borgara lands- ins og réttindi þeirra. Í svörum ráðu- neytis til umboðsmanns kom m.a. fram að horft hefði verið til þess við ráðninguna að um væri að ræða stöðu almenns starfsmanns í ráðu- neyti, þ.e. undirmanns á skrifstofu framleiðslu og markaðsmála, og „var almennt talinn kostur að umsækj- endur hefðu ekki of mótaða reynslu heldur væru líklegir til að þroskast með starfinu til framtíðar“. Dómstólar fjalli um skaðabótaábyrgð Þrátt fyrir athugasemdir sínar tel- ur umboðsmaður Alþingis þó ekki að annmarkarnir á ráðningunni leiði til ógildingar á henni, né sé tilefni til að hann fjalli um réttaráhrif þessara annmarka né hugsanlegrar skaða- bótaábyrgðar ríkisins vegna hugsan- legs tjóns umsækjanda. Verði það að vera verkefni dómstóla að fjalla um slíkt. Ekki náðist í talsmenn landbún- aðarráðuneytisins í gær. Umboðsmaður segir mat ráðuneytis við ráðningu ekki lögmætt eða málefnalegt Vildu starfsmenn með litla eða enga reynslu FJALLAÐ er um horfur á vinnumarkaði í Vegvísi Landsbankans sl. föstudag og segir að sú staðreynd hve lágt atvinnuleysi er orðið sé til marks um aukinn þrýsting á vinnumarkaði og jafnfram segir að auknar líkur séu á hækkun stýrivaxta Seðla- bankans. „Í síðustu uppsveiflu tók ástandið á vinnumarkaði að þrengjast mjög um það bil sem atvinnuleysið fór niður fyrir 2% í ársbyrjun 1999 og hefur greiningardeild í raun miðað við þá tölu sem eins- konar viðmiðunargildi varð- andi þanþol vinnumarkaðar- ins. Nú þegar atvinnuleysið er komið niður að þessum mörk- um má því gera ráð fyrir að líkur á almennu launaskriði hafi aukist verulega.“ Eykur líkur á hækkun stýrivaxta Malarvinnslan hf. á Egils-stöðum var stofnuð árið1980. Framkvæmda-stjóri fyrirtækisins er Sigurþór Sigurðarson og á hann fyr- irtækið, ásamt þremur systkinum sínum, þeim Ingibjörgu, Fjólu og Stefáni. Malarvinnslan hefur stækk- að ört síðustu árin, veltan fjórfaldast á fimm árum og umsvifin orðin marg- vísleg. Orðspor fyrirtækisins er gott og lág starfsmannavelta vekur at- hygli á tímum örra mannaskipta í verktakageiranum eystra. Sigurþór segir upphaf fyrirtæk- isins mega rekja til þess tíma er faðir hans, Sigurður Stefánsson, gerði út vörubíl á Egilsstöðum og keypti síðan fyrirtækið Röra- og hellusteypuna, sem þróaðist yfir í efnisvinnslu fyrir Vegagerð ríkisins og steypufram- leiðslu fyrir byggingafyrirtækið Brúnás. Aukning þegar vel veiðist „Árið 1995 hófum við malbiksfram- leiðslu og höfðum reyndar áður verið í framleiðslu á olíumöl, sem var slitlag þess tíma,“ segir Sigurþór. „Við kom- um inn á góðum tíma með þá starf- semi og fengum aukin verkefni á Austfjörðum. Ég hef stundum sagt mönnum að fylgst hafi að hjá okkur hvernig gengið hefur í sjávarútveg- inum og góð verkefnastaða. Við þjón- ustum sjáv- arútvegsfyrirtæki mikið og þegar vel gengur fara þau oft að taka til í kringum sig, mal- bika stæði og gera plön og það hefur áhrif hjá okkur.“ Malarvinnslan veltir nú um milljarði á ári og hefur um eitt hundrað manns í vinnu, þar af á þriðja tug erlendis frá. Fyrirtækið er með starfsemi sína á þremur stöð- um á Egilsstöðum, en er nú að byggja yfir vélahluta starfseminnar auk starfsmannaðastöðu og nýlega var malbiksstöð fyrirtækisins flutt í Sel- höfða skammt frá bænum, þar sem eru efnisnámur fyrirtækisins og gróf- ari hluti starfseminnar verður í fram- tíðinni. „Skipta má starfsemi fyrirtækisins í tvennt; vélahluta og bygging- arhluta,“ segir Sigurþór um innviði starfseminnar. „Við framleiðum ann- ars vegar hús, húshluta og stein- steypu. Hins vegar erum við í al- mennri jarðvinnu ásamt slitlagi. Þetta er gróf flokkun og má telja einn anga starfseminnar þar fyrir utan; rekstur vörubíla- verkstæðis sem við gerum út sem þjónustuverk- stæði. Við erum raunar sjálfir stærsti kúnninn þar, með um 100 tæki og vélar sem við þurfum að halda í gangi, en erum líka með stóra viðskiptavini eins og skipafélögin og minni aðila.“ Fljótsdalslínur í forgrunni Stærstu verkefni Malarvinnsl- unnar í byggingarhlutanum um þess- ar mundir eru Fljótsdalslína 3 og 4, viðamesta verkefni sem fyrirtækið hefur komið að og bygging þriggja hæða fjölbýlishúss með 18 íbúðum á Fáskrúðsfirði. „Þá erum við stöðugt að framleiða hér húshluti og einbýlishús fyrir Pét- ur og Pál. Okkar aðkoma í Fljótsdals- línuverkefninu, háspennulínum frá Fljótsdal yfir að álverinu í Reyð- arfirði, er í gegnum Héraðsverk. Það er verkefni upp á tæpan einn og hálf- an milljarð og okkar hlutdeild þar er á milli 60–80%. Verkið samanstendur af forsteyptum og staðsteyptum und- irstöðum og helstu magntölur eru rúmlega 600 einingar af forsteyptum undirstöðum, rúmmetrar í steypu eru um 14 þúsund og járnið 12–14 hundr- uð tonn. Verktími er til júlí á næsta ári, verkið er farið af stað og meg- inþungi þess verður í vetur. Sem hlut- hafar í Héraðsverki komum við einn- ig að jarðvinnuhlutanum í lagningu Fljótsdalslína.“ Í vor bauð Malarvinnslan lægst í útboði Vegagerðarinnar á klæðningu vega frá Skaftafelli norður á Öxna- dalsheiði og hefur klæðningarflokkur fyrirtækisins því haft í nógu að snúast í sumar við að yfirleggja og bæta eldra slitlag vega á þessu svæði. Þá hafa nýlagnaverkefni verið marg- vísleg undanfarið, svo sem á nýjan veg að Fáskrúðsfjarðargöngum, veg um Almannaskarðsgöng og malbikun um helftar allra gatna á Höfn í Hornafirði. Verkefni í pípunum Malarvinnslan er þjónustuaðili fyr- ir MAN og í samstarfi við Sika, al- þjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu á íblendiefnum fyrir steypu, sem koma í duftformi til landsins, eru blönduð hjá Malarvinnslunni og seld áfram til byggingaraðila. Sigurþór segir Fljótsdalslínurnar muni taka mesta kraftinn á næstunni, en ýmislegt sé í pípunum af verk- efnum. „Við erum m.a. með lóð við að- algötuna á Egilsstöðum og ætlum hugsanlega að hefja þar um áramótin byggingu þúsund fermetra versl- unar- og þjónustuhúsnæðis og þess utan eru næg verkefni, stór sem smá.“ Malarvinnslan tók nýverið í fyrsta sinn þátt í erlendu útboði í Færeyjum og eru tengsl fyrirtækisins við útlönd vaxandi. „Verkefnin eru út um allt og menn þurfa að vera hreyfanlegir,“ segir Sigurþór og bætir við að það sé þó ekki markmiðið að stækka fyr- irtækið. Hann segir hafa komið til umræðu að selja hluti í fyrirtækinu á almennum markaði. „Sérstaklega þegar virkjunarævintýrið fór af stað. Þá komu menn hingað úr stórfyr- irtækjum og höfðu áhuga á bæði að kaupa og samstarfi. Auðvitað hugs- uðum við málið, en niðurstaðan varð sú að við ætlum að gera þetta eitt- hvað áfram á eigin forsendum.“ Fyrirtækið virðist hafa gott orð- spor þegar rætt er um verkskil og áreiðanleika. „Ég vil trúa að þetta sé rétt,“ segir Sigurþór og telur starf- semina byggða á traustum grunni. „Pabbi hafði orð á sér fyrir að vera heiðarlegur og duglegur. Við viljum viðhalda því og höfum lagt okkur í líma við að standa við það sem talað er um og reynum að gera hlutina vel.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Byggir yfir sig og aðra. Unnið að byggingu vélahúss á einu af þremur athafnasvæðum Malarvinnslunnar hf. Atkvæðamiklir í framkvæmdum. Bræðurnir Stefán og Sigurþór Sigurðarsynir í Malarvinnslunni hf. Úr einum vörubíl í eins milljarðs ársveltu Heiðarleiki og dugnaður eru kjörorð Malarvinnslunnar hf. Sigurþór Sigurðarson framkvæmdastjóri sagði Steinunni Ásmundsdóttur frá ört vaxandi starfsemi. austurland@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.