Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 19
Reuters
George W. Bush hefur tekið af öll tvímæli um að hann vill að komið sé á
amerísku lýðræði í einhverri mynd um allar jarðir.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 19
UMRÆÐAN
Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333
www.hlad.is
Hágæða ítalskar gervigæsir
4 gerðir gervigæsa og flotgæsir
Carrylite
Gervigæsir
Carrylite
EINS og komið hefur fram í fjöl-
miðlum að undanförnu hefur verið
skortur á taugalæknum á tauga-
lækningadeild á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss í sumar.
Sumrin eru oftast erf-
iðasti tími ársins á öll-
um deildum sjúkra-
hússins vegna
sumarleyfa starfs-
manna. Af fréttunum
að dæma mætti álykta
sem svo að ekki væri
beinlínis fýsilegt að
ráða sig til starfa á
þessa tilteknu deild.
Ég er alls ekki þeirrar
skoðunar.
Mig langar því að
deila með ykkur
reynslu minni af því að
starfa við og stjórna
hjúkrun á taugalækn-
ingadeild. Ég hef
starfað á taugalækn-
ingadeild Landspítala
–háskólasjúkrahúss í
Fossvogi, deild B-2, frá
opnun deildarinnar 4.
nóvember 2002, en áð-
ur starfaði ég á tauga-
lækningadeild Land-
spítala við Hringbraut
frá árinu 1990.
Á taugalækn-
ingadeild starfar einstakur hópur
heilbrigðisstarfsmanna, sem margir
hverjir hafa starfað á þessu sérsviði
til fjölda ára annaðhvort á tauga-
lækningadeild Grensásdeildar eða á
Landspítala við Hringbraut. Heil-
brigðisstarfsmenn þessir eru hjúkr-
unarfræðingar, iðjuþjálfar, læknar,
næringarráðgjafi, prestur, sálfræð-
ingur, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar,
talmeinafræðingur og taugasálfræð-
ingur. Eins og sjá má við upptaln-
ingu þessara heilbrigðisstétta koma
margir að umönnun og meðferð
sjúklings á taugalækningadeild. Ég
tala um einstakan hóp vegna þess
að samvinnan á milli allra þessara
heilbrigðisstarfsmanna er ein-
staklega góð og áberandi er hversu
mikla virðingu fyrir störfum hver
annars þessir starfsmenn bera. Við
köllum þetta teymisvinnu og hittast
fulltrúar flestra þessara hópa á
teymisfundi vikulega til þess að
leggja plön um meðferð sjúkling-
anna. Hjúkrunarfræðingar hafa þar
mikil áhrif.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkralið-
ar eru þeir heilbrigðisstarfsmenn
sem eru á vakt allan sólarhringinn á
deildinni og eru því í lykilaðstöðu til
að meta ástand sjúklinga, mynda
góð tengsl við þá og aðstandendur
þeirra, veita andlegan stuðning auk
líkamlegrar hjúkrunar. Því vega orð
þeirra mjög sterkt við ákvörðun á
meðferð sjúklinga deildarinnar.
Hjúkrun á taugalækningadeild er
mjög spennandi og fjölbreytt og fá
bæði hjúkrunarfræðingar og sjúkra-
liðar tækifæri til þess að sérhæfa
sig í hjúkrun ákveðinna sjúklinga-
hópa með taugasjúkdóma. Hver og
einn getur valið sér sitt áhugasvið
innan deildarinnar og fær hann þá
tækifæri til þess að afla sér þekk-
ingar og reynslu innan þess sviðs.
Má nefna til dæmis hjúkrun sjúk-
linga með flogaveiki, Guillan Barre,
mígreni, MND, MS,
parkinsonsveiki og vöð-
vaslensfár (myasthenia
gravis).
Heilmargt spennandi
er á döfinni á komandi
vetri til að stuðla að
aukinni þekkingu
starfsfólks og bættri
þjónustu. Má þar nefna
að teknir verða upp
svokallaðir þemamán-
uðir. Í september verða
fyrirlestrar og kennsla
í hjúkrun sjúklinga
með taugasjúkdóma
ásamt því sem hjúkr-
unarfræðingum og
sjúkraliðum verður
kennd svokölluð tauga-
skoðun. Októbermán-
uður verður tileink-
aður hjúkrun sjúklinga
með parkinsonsveiki
o.s.frv. Að kennslu
þessari munu koma
ýmsar heilbrigð-
isstéttir. Ég vil því
benda áhugasömum
hjúkrunarfræðingum
og sjúkraliðum á að nú
er kjörinn tími til að
hefja störf á tauga-
lækningadeildinni, fá markvissa að-
lögun og verða þátttakendur í
áhugaverðri og gefandi hjúkrun.
Auk legudeildar er starfrækt dag-
og göngudeild taugalækn-
ingadeildar. Hjúkrunarfræðingar
sinna þar ákaflega mikilvægu hlut-
verki í því að bæta þjónustu við áð-
urnefnda sjúklingahópa. Fyr-
irhugað er að auka þá starfsemi
verulega enda er aukning dag- og
göngudeildarþjónustu á stefnuskrá
sjúkrahússins.
Taugalækningadeild er starfrækt
í nýuppgerðu björtu og fallegu hús-
næði á annarri hæð í B-álmu Land-
spítala í Fossvogi. Deildin er mjög
vel útbúin ýmiss konar tækjum sem
gera störfin auðveldari og aðgengi-
legri en ella. Deildinni hafa borist
stórgjafir bæði á síðasta ári og
þessu frá MND-félaginu undir
stjórn Guðjóns Sigurðssonar. Þann-
ig hefur félagið stutt dyggilega við
bakið á deildinni en gjafir þessar
miða allar að því að auka þægindi
fyrir sjúklinga deildarinnar. Kunn-
um við starfsfólkið Guðjóni og
MND-félaginu hinar bestu þakkir
fyrir.
Eins og áður hefur komið fram
starfar á deildinni hópur heilbrigð-
isstarfsmanna með víðtæka reynslu
í umönnun og meðferð taugasjúk-
linga þar sem margir hverjir hafa
starfað við þetta fag svo árum skipt-
ir. Yndislegt er að fá tækifæri til
þess að starfa og veita einstaklings-
hæfða hjúkrun í fallegu umhverfi í
samvinnu við frábært samstarfsfólk.
Hjúkrun á tauga-
lækningadeild
Jónína H. Hafliðadóttir fjallar
um störf tengd hjúkrun
Jónína H. Hafliðadóttir
’Ég vil þvíbenda áhuga-
sömum hjúkr-
unarfræðingum
og sjúkraliðum
á að nú er kjör-
inn tími til að
hefja störf á
taugalækn-
ingadeildinni...‘
Höfundur er deildarstjóri
taugalækningadeildar LSH.
unum hafi skipt sköpum fyrir fram-
tíð bandaríska heimsveldisins?
„Þú gætir allt eins spurt hvernig
farið hefði ef Al Gore hefði unnið.
Hvorar tveggju kosningarnar voru
hnífjafnar. Reyndar held ég að frek-
ar litlu hefði breytt þótt John Kerry
hefði borið sigur af hólmi því að erf-
itt væri að rækja skuldbindingarnar
við Írak til fullnustu eins og hendi
væri veifað. Miklu hefði breytt ef Al
Gore hefði sigrað því að ég sé ekki
fyrir mér að Gore hefði ráðist inn í
Írak. Meira að segja á ég erfitt með
að ímynda mér að hann hefði ráðist
inn í Afganistan. Engan óraði fyrir
að frambjóðandinn Bush sem hafði,
ef eitthvað var, verið einangr-
unarsinnaður í málflutningi í kosn-
ingaslagnum breyttist í Georg keis-
ara eftir 11. september.“
Sama úr hvorri Keflavíkinni…
Evrópubúar virðast gjarnir á að
líta á demókrata sem eintóma ein-
angrunarsinna og repúblikana sem
herskáa íhlutunarsinna.
„Já, það er misskilningur, ekki
satt? Evrópubúar fóru að mínu mati
villur vegar í fyrra þegar þeir töldu
sér trú um að yrði Kerry forseti
gjörbreyttist utanríkisstefna Banda-
ríkjamanna. Reyndar sætir furðu
hve sammála Bandaríkjamenn eru
um markmið utanríkisstefnunnar og
þær aðferðir sem beita má til að ná
þessum markmiðum. Þegar öllu er á
botninn hvolft minnir Bush mig um
margt á Wilson forseta, ef ekki
Roosevelt, þegar hann talar um lýð-
ræði á heimsvísu. Þetta er nokkuð
sem farið hefur fyrir ofan garð og
neðan hjá Evrópubúum. Hver sá
sem gengur í berhögg við þessa sátt,
eins og Howard Dean fékk að reyna,
nær ekki máli. Kerry varð að falli að
slá úr og í þegar talið barst að inn-
rásinni í Írak. Hringlandinn sem
frægur er orðinn gerði að mínu viti
út af við hann. Evrópubúar þurfa að
átta sig á að utanríkisstefna Banda-
ríkjamanna er söm við sig og gera
sér grein fyrir djúpstæðum hefðum
fyrir að forsetinn taki af skarið til að
gæta hagsmuna Bandaríkjanna.“
Heimsveldi í afneitun
Bandaríkjamenn hafa alls ekki
komið á fót embættiskerfi til að reka
heimsveldi, eins og þú bendir á í
bókinni.
„Stærsti vandinn við veldi Banda-
ríkjamanna er hve tregir þeir eru til
að gangast við að völd þeirra draga
að miklu leyti dám af heimsveldi.
Þeir hafa til að mynda komið á fót
embættiskerfi til að starfrækja slíkt
heimsveldi eða nokkuð í líkingu við
það, en þó ekki. Það reyndist til
dæmis þrautinni þyngra að finna
mannafla undir stjórn Bremers,
þegar kalla þurfti til menn sem
mæltir voru á arabísku. En ákveðnir
grunnþættir á borð við málakunn-
áttu eru nauðsynlegir til að koma á
fót blómlegu heimsveldi. Í þessu til-
felli eru stjórnendur sem tala tungu-
málið og skilja menninguna hins
vegar ekki fyrir hendi. Háskólar í
Bandaríkjunum útskrifa ekki nógu
marga svo að dugi til. Ef þeir skila af
sér fólki sem mælt er á arabísku
sækist það síðan frekar eftir vinnu
hjá Goldman Fachs en hinu op-
inbera. Þetta er heimsveldi í afneit-
un. Heimsveldið gengur sem slíkt
sinn vanagang en ekki í raun af fús-
um og frjálsum vilja eða ráðnum
hug.“
Þú minnist á að þriðji hver Banda-
ríkjamaður stóð á því fastara en fót-
unum að Contraskæruliðarnir berð-
ust í Noregi.
„Að ferðast um uppsveitir í
Bandaríkjunum er eins og vera
staddur víðs fjarri umheiminum. Oft
finnst mér ég vera staddur á annarri
plánetu. Sá er hængur á að Banda-
ríkjamenn kæra sig upp til hópa
kollótta um afdrif flestra landa,
hvort heldur Nicaragua eða Írak.
Það er hægara sagt en gert að telja
Bandaríkjamenn á að þess virði sé
að fórna jafnvel þúsund mannslífum
– það er vitaskuld ekki mikill fjöldi
sé tekið mið af hernaði á tuttugustu
öld – til að koma á pólitískum stöð-
ugleika í landi sem hefur svona aug-
ljósa hernaðarþýðingu.
Bandaríkjamenn eru ekki ólmir
heimsveldissinnar. Það hættu þeir
að vera á 19. öld þegar þeir sköruðu
fram úr öllum heimsveldum á þurru
landi og ruddu sér braut þvert yfir
Norður-Ameríku. En um leið og á
móti blés, um leið og þeir kærðu sig
ekki lengur um að brjóta undir sig
ný lönd til ábúðar held ég að þeir
hafi tekið sinnaskiptum. Bandaríkin
eru að öllu athuguðu heimsveldi í
sjálfu sér. Hér er nægt rýmið. Al-
mennt færa heimsveldi út kvíarnar
þegar að þrengir. Þessu finna
Bandaríkjamenn í raun ekki fyrir.
Þeir sem landið byggja eru upp til
hópa annað hvort komnir af mönn-
um sem fluttust búferlum til Banda-
ríkjanna eða gerðu það sjálfir. Slík
þjóð getur ekki af sér fólk sem nema
vill önnur lönd og stjórna þeim.“
Menn læra alltaf sjálfir mest á að
semja svona bók. Hvað kom þér
mest á óvart?
„Eiginlega fjölmargt því að ég
samdi bókina hálft í hvoru til að
kenna mér, aðkomumanninum, um
sögu Bandaríkjanna. Mest kom á
óvart hve hugmyndir Bandaríkja-
manna og Breta um heimsveldi eru
líkar: „Við komum ekki sem her-
námsmenn heldur frelsarar.“
Rammbandarískt hugtak sem Bret-
ar viðhöfðu í Írak árið 1917. Þá rak
ég líkast til upp enn stærri augu
þegar ég gerði mér grein fyrir hve
ólíkir við erum, hvílíkur reginmunur
er á Bretaveldi sem byggðist á lán-
veitingum og bandaríska heims-
veldinu sem grundvallast á lántök-
um. Mest kom mér á óvart að
Bandaríkin skuli halda núverandi
stöðu sinni með lántökum frá
Kínverjum, frá Austur-Asíu og sér í
lagi með því móti að þjóðbankinn í
Kína kaupir Bandaríkjadali og
bandarísk ríkisskuldabréf. Ég varð
steinhissa þegar ég áttaði mig á að
þjóðbankinn í Kína vátryggir heims-
veldi Bandaríkjamanna nú á dög-
um.“
Þú gerir því skóna að það væri
Bandaríkjamönnum til hagsbóta ef
Bretar væru með í för.
„Af öllum þróuðu löndunum og sér
í lagi Evrópuríkjunum hafa Bretar
stutt stríðið í Írak af mestum móð.
Ávinningurinn er deginum ljósari
því ekki verður því haldið fram að
þetta sé stefna Bandaríkjamanna
einna. Ef nokkuð var þá var breski
forsætisráðherrann skeleggari mál-
svari stríðsins en forseti Bandaríkj-
anna. Ég er ekki viss um að þetta sé
þjóðráð hjá Bretum, að gerast
tryggasti meðreiðarsveinn banda-
ríska heimsveldisins, en Tony Blair
hefur tvímælalaust tekið þetta hlut-
verk að sér og ég held að það komi
sér afar vel fyrir Bandaríkjamenn.
Hreint úr sagt er ég ekki alveg viss
um hvernig þetta gagnast Bretum.“
Dómur sögunnar
Ef marka má bókina Bush at War
eftir Bob Woodward þá tróð Blair
sér eiginlega inn á Bandaríkjamenn.
Bush þurfti lítið að ganga á eftir
honum.
„Já, það er stórmerkileg tilvitnun
sem ég man ekki orðrétt, á þá leið að
Blair sagði að sagan ætti eftir að
sýna að við höfðum á réttu að standa
og við eigum eftir að skipa háan sess
í sögunni. Þetta er frámunalega
ámátleg og hlægileg tilvitnun. Þarna
eru Bush og Blair lifandi komnir því
að ég er ekki viss um að Bush hirði
nokkuð skapaðan hlut um hvaða sess
hann skipar í sögunni – ég veit
reyndar að hann kærir sig kollóttan
því að hann sagði það blákalt – en
Blair er nógu rogginn til að telja sér
trú um að sagan leiði í ljós að hann
hafi haft á réttu að standa. Auðvitað
má vel vera að sagan eigi eftir að
sýna að þeir höfðu lög að mæla.
Horfurnar eru mun bjartari en fyrir
ári, jafnvel hálfu ári. Ég held hins
vegar að það sé fullsnemmt að kveða
upp úr um að stefna Bandaríkja-
manna í Mið-Austurlöndum hafi
gert stormandi lukku.“
Er kalda stríðinu í raun lokið?
„Því er lokið sem hugmynda-
fræðilegum metingi milli jafnoka að
hernaðarmætti. Hins vegar eru
Rússar enn mikið veldi þótt þeir
megi muna sinn fífil fegurri og hafa
alla burði til að vera Bandaríkja-
mönnum Þrándur í götu, sér í lagi í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.“
Ef ég fæ þig til að veita okkur Ís-
lendingum heilræði í utanrík-
ismálum, finnst þér að við ættum
frekar að binda okkar trúss við Evr-
ópubúa en Bandaríkjamenn?
„Ég held ekki að Evrópa rísi endi-
lega þótt vegur Bandaríkjanna réni.
Ef nokkuð er, eiga Evrópubúar við
meiri vanda að glíma en Bandaríkja-
menn. Ísland, enn frekar en Bret-
land, stendur þarna mitt á milli og
getur það í sjálfu sér verið heppileg
staða, sýnist mér. Frá hagfræðilegu
sjónarmiði leikur enginn vafi á að
þetta er einföld ákvörðun. Vilji menn
stilla þessu svona gróft upp að þið
þurfið að velja milli NAFTA og Evr-
ópusambandsins er ykkur betur
borgið hjá Evrópusambandinu því
að þar er mun betur komið fram við
smáríki heldur en gert er við þau
sem leggja lag sitt við Bandaríkin.“
Risinn riðar
Helsti styrkur og veikleiki banda-
ríska heimsveldisins?
„Bandaríkin eru gríðarlegur efna-
hagsrisi og bera höfuð og herðar yfir
heimsbyggðina sem herveldi; dæg-
urmenningin laðar að, líklega í meira
mæli en nokkur menning í sögunni.
Heimsveldið á hins vegar við þrenns
konar vanda að etja. Fjárlagahallinn
er slæmur og Bandaríkjamenn
rammháðir erlendu fjármagni. Sök-
um manneklu hafa þeir ekki á að
skipa nógu mörgum fullbúnum her-
mönnum. Eins og frægt er orðið eru
Bandaríkjamenn með athyglisbrest
og vilja leiða til lykta það sem þeir
taka sér fyrir hendur næstum áður
en verkið er hafið.“
Hvað á bandaríska heimsveldið í
vændum?
„Hrun.“
Hrun?
„Hrun. Eina spurningin er hvort
það hrynur eldhratt eða hægt og síg-
andi.“
Höfundur er
kvikmyndagerðarmaður.