Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 23
UMRÆÐAN
ÞINGFLOKKUR vinstri
grænna hefur ítrekað á und-
anförnum árum barist fyrir því að
teknir yrðu upp að nýju skipulagð-
ir sjóflutningar meðfram strönd-
um landsins. Snemma
á sl. vetri lögðum við
fram þingsályktun-
artillögu þar sem
samgönguráðherra
var falið að vinna að
því að: „strandsigl-
ingar verði eðlilegur
hluti af vöruflutn-
inga- og samgöngu-
kerfi landsins. Ráð-
herra móti stefnu og
aðgerðaáætlun og
leggi fram laga-
frumvörp í þessu
skyni ef með þarf,
þannig að ríkið geti tryggt reglu-
legar strandsiglingar til allra
landshluta með því að bjóða út
siglingaleiðir. Ráðherra láti meta
kostnað við að halda uppi reglu-
legum strandsiglingum um allt
land miðað við skilgreinda þjón-
ustu og geri tillögur um sigl-
ingaleiðir sem bjóða á út“.
Umsagnir sem bárust um tillög-
una voru mjög jákvæðar nema frá
stóru flutningafyrirtækjunum sem
sjá þann tilgang einan að hámarka
arð sinn og hagnað án tillits til al-
mannaheilla, flutningskostnaðar
eða þjónustu við einstaka byggðir
og landshluta, hvað þá að tekið sé
tillit til umhverfisþátta.
Með því að sömu samsteypurnar
hafa einokun á flutningum á landi
og sjó, þá geta þær hagað flutn-
ingsformi og gjaldtöku að vild,
sett viðskiptavinunum afarkosti og
gefið stefnu stjórnvalda í sam-
göngumálum langt nef.
Evrópuríkin styðja
við strandflutninga
Athyglisvert er að meðan við
hér á Íslandi, með gríðarlega
langa strandlengju, dreifða byggð
og ófullkomið vegkerfi, líðum það
að megin flutningar innanlands
fara upp á land þá eru önnur lönd
eins og Noregur og Bretland að
stórauka aðgerðir til að stýra
þungaflutningum af vegunum og
út á sjó. Framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins hefur fallist á að
stoðkerfi sem Bretar hafi komið á
til að færa flutninga af vegum yfir
í siglingar og hóflegur styrkur rík-
isins til slíkra aðgerða brjóti ekki
gegn samkeppnisreglum banda-
lagsins. Nýlegar fregnir herma að
Evrópusambandið sjálft hyggist
nú stórauka framlög til að efla
sjósamgöngur og auka flutninga á
sjó, ám og vötnum og sigl-
ingaleiðum til að
draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda,
annarri mengun og
létta álagi af vegum.
Járnbrautarsam-
göngur eru einnig
styrktar af sömu
ástæðum. Auðvitað
eigum við að fara
sömu leið, létta álagi á
vegakerfið og styrkja
samkeppnishæfni
strandhéraðanna með
skipulögðum sjóflutn-
ingum.
Stuðningur úr óvæntri átt
Samfylkingin hefur því miður í
alltof mörgum tilvikum stutt
einkavæðingu ríkisstjórnarinnar á
almannaþjónustu, stundum viljað
að hún væri framkvæmd einhvern
veginn öðruvísi.
Það var ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks í sam-
gönguráðherratíð Halldórs Blön-
dals sem lagði Ríkisskip niður án
þess að tryggja lágmarks fram-
tíðar þjónustu í strandflutningum.
Nú hefur þessi almannaþjónusta
verið lögð af og óskabarni þjóð-
arinnar Eimskipum verið slátrað.
Tillaga okkar þingmanna Vinstri
grænna um strandflutninga fékk
óvæntan liðsauka á dögunum, en í
fréttum útvarpsins sl. þriðjudag
lagði Kristján Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar, einmitt til að
tryggð yrði lágmarksþjónusta í
strandflutningum, einstaka leiðir
boðnar út og ríkið styrkti þá með
svipuðum hætti og nú á sér stað
með ákveðnar flugleiðir og sér-
leyfi fólksflutninga. Er ánægjulegt
að verða vitni að stefnubreytingu
hjá þingmanninum en ekki tók
hann til máls þegar þessi tillaga
okkar var til umræðu á Alþingi,
né heldur lýsti neinn þingmanna
Samfylkingarinnar stuðningi við
hana þá.
Batnandi mönnum er best að
lifa. Kristján Möller er varafor-
maður þingflokks Samfylking-
arinnar og er honum ásamt öðrum
úr þingflokknum hér með boðið að
vera meðflutningsmenn á tillögu
okkar vinstri grænna um strand-
siglingar þegar hún verður end-
urflutt í haust.
Þungaflutningar á veikburða
vegum mesta ógnin
Kristján Þorbjörnsson yfirlög-
regluþjónn á Blönduósi vakti með
réttmætum hætti athygli á því í
útvarpsfréttum nýverið, að veg-
irnir væru að fletjast út undan
stórauknum þungaflutningum.
Stórir flutningabílar með langa
aftanívagna sveiflast til og frá á
öldóttum vegunum. Er þar er ekki
við sjálfa flutningabílstjórana að
sakast sem velflestir sýna mikla
tillitssemi í umferðinni við erfiðar
aðstæður. En eins og Kristján
bendir á eru vegirnir afar mis-
hæðóttir og svo mjóir að oft mun-
ar einungis hársbreidd að bílar
skelli saman er þeir mætast eða
þeir fara svo tæpt á vegkantana
að bíll og vagn veltur. Ábendingar
Kristjáns eru nákvæmlega þær
sömu og við þingmenn vinstri
grænna höfum hamrað á í um-
ræðum um samgöngumál á þingi.
Til þessa hafa ríkisstjórnarflokk-
arnir lokað eyrunum fyrir mögu-
leikum sjóflutninga og skorið nið-
ur um milljarða króna það
fjármagn til vegamála sem lofað
var samkvæmt vegaáætlun. Að
óbreyttu stefnir hér í fullkomið
óefni. Þingmenn Vinstri grænna
munu taka strandsiglingar, um-
hverfis- og umferðaröryggismál
upp strax og þing kemur saman í
haust eins og við höfum gert und-
anfarin ár.
Í ljósi umræðunnar síðustu daga
er von til breiðs stuðnings við til-
lögu okkar vinstri grænna um að-
gerðir til að koma á skipulögðum
sjóflutningum meðfram ströndum
landsins.
Strandsiglingar í takt
við kröfur nýrra tíma
Jón Bjarnason leggur til að
hafnar verði strandsiglingar ’Auðvitað eigum við aðfara sömu leið, létta
álagi á vegakerfið og
styrkja samkeppn-
ishæfni strandhér-
aðanna með skipulögð-
um sjóflutningum.‘
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstri-
grænna í Norðvesturkjördæmi.
ÉG SIT á mínum skrifstofustól
og hef það fínt. Ég er nýkominn úr
sumarfríi sem var dásamlegt í alla
staði. Ferðaðist um landið mitt og
uppgötvaði margt nýtt og skemmti-
legt sem okkar ástkæra land hefur
upp á að bjóða. Ég er dvergvaxinn
og kærastan mín notar hjólastól til
að komast sinna ferða.
Um þessar mundir
eigum við átrún-
aðargoð sem er að
berjast fyrir því að við
getum notið sum-
arfrísins enn betur og
skoðað hina leyndustu
kima okkar ástfagra
lands. Leyndustu af-
kimar lands okkar eru
erfiðir yfirferðar og
getum við ekki skoðað
þá nema að taka með
okkur hjálparliða.
Hjálparliði er ein-
staklingur sem gerir
hreyfihömluðum kleift
að ferðast. Hann fær
að fara á námskeið
sem haldin eru á veg-
um Sjálfsbjargar um
það hvernig á að bera
sig að við aðstoðina og
er síðan settur á við-
bragðslista og í hann
hóað þegar einhver
þarf á honum að
halda.
Hjálparliðinn fær
ekki kaup, heldur er
allur kostnaður sem
hlýst af ferðalaginu
borgaður fyrir hann.
Þennan kostnað get-
um við kærastan mín
fengið endurgreiddan
af heilu eða hálfu með
því að sækja um í Hjálparliðasjóð
Sjálfsbjargar. Hjálparliðasjóðurinn
var stofnaður árið 1997 og var þá
fimm milljónir króna. Síðan hann
var stofnaður hafa fjölmargir fengið
úthlutað úr sjóðnum og getað öðlast
það frelsi að geta ferðast án hindr-
ana. Núna árið 2005 kláraðist sjóð-
urinn… Árið 2003 sá einn hjálp-
arliðinn, Kjartan Jakob Hauksson,
fram á ásamt stjórnendum sjóðsins
að hann væri að verða uppurinn.
Spurði hann þá af mikilli hógværð
hvort að áhugamál hans gæti eitt-
hvað hjálpað til með að safna pen-
ingum í sjóðinn. Áhugamál hans og
draumur til lengri tíma var að róa í
kringum landið…
Nú er hann staddur suður af
landinu og er að fara að loka
hringnum. Áföllin sem hann hefur
lent í eru margskonar og má þar
meðal annars nefna að verða fyrir
brotsjó og stranda bátnum uppí
fjöru, velta næstum bátnum, brjóta
árafestingu, brjóta fótspyrnuna,
brjóta sæti og ýmislegt fleira. Þetta
getur hljómað eins og maðurinn sé
algjör klaufi. En svo er
ekki. Eins og við Ís-
lendingar vitum er
sjórinn óútreikn-
anlegur, eina stundina
er hann fallegur speg-
ilsléttur hafflötur og
hina stundina er hann
öskrandi óargadýr sem
enginn ræður við.
Margt getur komið
uppá og erfiðleikarnir
orðið margir en aldrei
gefst þessi maður upp!
Að gefast upp er ekki
til í hans orðabók. Sag-
an af Kjartani minnir
mig á allar þær sögur
sem maður hefur heyrt
af sjómönnum hér fyrr
á öldum. Sem reru til
fiskjar og komust oft í
hann krappan. Það má
segja að Kjartan rói
einnig til „fiskjar“.
Engin kvóti. Afli hans
er frelsi, frelsi hreyfi-
hamlaðra til að skoða
landið, skoða heiminn
og um leið þroska hug-
ann, læra og umfram
allt lifa og vera til eins
og allir hinir…
Ég og mín tilvonandi
kona vonum í mikilli
auðmýkt að Íslend-
ingar sjái sér fært að
auka aflann hans
Kjartans og um leið styrkja sjóðinn
á einn eða annan hátt til þess að að-
stoða hreyfihamlaða til þess að fá
aukið ferðafrelsi. Frelsi sem allir
vilja eiga….
Það er hægt að fylgjast með æv-
intýraför Kjartans á vefsíðunni
sjalfsbjorg.is og hægt að styrkja
hann um þúsund krónur með því að
hringja í síma 908-2003. Síðan hvet
ég alla Sjálfsbjargarfélaga og þjóð-
ina til þess að taka vel á móti honum
þegar hann kemur til Reykjavíkur.
Hann á það svo sannarlega skilið!
Afli hans er
frelsi annarra
Árni Salomonsson fjallar
um ferðafrelsi fatlaðra
Árni
Salomonsson
’Síðan hann varstofnaður hafa
fjölmargir feng-
ið úthlutað úr
sjóðnum og get-
að öðlast það
frelsi að geta
ferðast án
hindrana. Núna
árið 2005 klár-
aðist sjóð-
urinn…‘
Höfundur vinnur í móttöku
Sjálfsbjargarhússins.
NÝLEGA fengu 1.300 öryrkjar
bréf frá Greiðslustofu lífeyrissjóða
dags. 16.06.2005 þess
efnis að ef þeir ekki
skiluðu inn þremur
skattframtölum sem
gátu þess vegna verið
margra tuga ára
gömul til sjóðsins fyr-
ir 15. júlí þá myndu
lífeyrisgreiðslur falla
niður 1. október nk.
Þeir öryrkjar sem
undirrituð þekkir
best til eru geðfatl-
aðir einstaklingar
sem veikst hafa
snemma á starfsævinni og þeir
sem eru svo lánsamir að hafa
greitt í lífeyrissjóð hafa gert það í
örfá ár og eru það því ekki háar
upphæðir sem þeir fá greiddar úr
sjóðnum. Til viðbótar fá þeir síðan
bætur frá Tryggingastofnun rík-
isins. Í ofannefndu bréfi kom fram
að starfsmenn lífeyrissjóðanna
höfðu ekki gengið eftir því að
skattframtölum þriggja síðustu
ára fyrir orkutap væri skilað inn
þegar sótt var um ör-
orkumat. Núna, árum
og áratugum seinna,
senda þeir viðkomandi
einstaklingum bréf
þar sem þeir krefja þá
um gögn sem láðist að
fá á sínum tíma.
Flestum ætti að vera
ljóst hvaða áhrif það
hefur á geðheilsu
fólks að fá slík hót-
unarbréf frá opinberri
stofnun hvað þá held-
ur hver áhrifin eru
hjá geðfötluðum einstaklingum.
Eftir að hafa fylgst með um-
ræðunni um fjármál lífeyrissjóð-
anna svo sem varðandi áhættu-
ávöxtun á fé almennings og
óheyrilega kostnaðarsama starfs-
lokasamninga starfsfólks lífeyris-
sjóðanna skyldi engan undra þó að
farið sé að minnka fé hjá sjóðnum
og þeir beri kvíðboga fyrir því að
standa við skuldbindingar framtíð-
arinnar. En þessar seinustu að-
gerðir sjóðanna sem beinast að því
að rannsaka hvort einhverjir ör-
yrkjar fá e.t.v. nokkrum krónum
of mikið eru aðgerðir sem bera
þess merki að ráðist er á garðinn
þar sem hann er lægstur. Sjóður
sem hugsaður er sem trygging
fyrir afkomuöryggi launþeganna
bankar þarna uppá árum og ára-
tugum eftir að greiðslur hófust og
fer fram á öflun gagna sem marg-
ir þessara einstaklinga eru ófærir
um að útvega og ef þeir geri það
ekki fái þeir sko ekkert 1. okt.
Starfsmenn lífeyrissjóðanna sem á
sínum tíma afgreiddu þessar um-
sóknir áttu hins vegar að sjá til
þess að skattframtölum væri skil-
að inn, en af einhverjum orsökum
telja sjóðirnir sig sem „húsbónda“
þessara starfsmanna ekki ábyrga
fyrir þessari handvömm starfs-
manna sinna heldur skjóta
ábyrgðinni til öryrkjanna.
Erum við sem stöndum á bak
við greiðslur af laununum okkar
til lífeyrissjóðanna sátt við með-
ferð þessara fjármuna eða þær að-
ferðir sem notaðar eru í sam-
skiptum við öryrkja?
Ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur
Kristín Valgerður Ólafsdóttir
fjallar um kröfu yfirvalda á
hendur öryrkjum um skil á
skattagögnum
’Flestum ætti að veraljóst hvaða áhrif það
hefur á geðheilsu fólks
að fá slík hótunarbréf
frá opinberri stofnun
hvað þá heldur hver
áhrifin eru hjá geðfötl-
uðum einstaklingum.‘
Höfundur er félagsráðgjafi
á geðsviði LSH.
Kristín Valgerður
Ólafsdóttir
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Útsala
Opið virka daga kl. 10-18
laugardaga kl. 10-16
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi
sími 554 4433
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 ● sími 551 3930