Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NEYTENDASTOFA er ríkis- stofnun sem starfar að stjórnsýslu- verkefnum á sviði neytendamála og tók hún til starfa hinn 1. júlí 2005. Stofnunin annast meðal annars fram- kvæmd laga um rafmagnsöryggi, ör- yggi almennrar framleiðsluvöru, mælifræði, eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi mark- aðarins. Verkefnasvið stofnunarinnar er því fjölþætt og um leið lýs- andi fyrir þau marg- víslegu lög sem Alþingi hefur samþykkt, eink- um á sl. 15–20 árum, í því skyni að auka neyt- endavernd á Íslandi. Í Morgunblaðinu 3. ágúst sl. birtist grein eftir Ferdinand Han- sen þar sem vakin er athygli á svo nefndum seðilgjöldum sem ýmis fyrirtæki leggja á reikninga sem þau senda við- skiptavinunum þegar þau innheimta skuldir sem þeir hafa stofnað til hjá fyrirtækjunum. Í greininni er óskað eftir viðbrögðum ýmissa aðila, þ.á m. Neytendastofu, á því sem greinarhöf- undur telur vera „ósvífna sjálftöku“ fyrirtækja og stofnana þegar sendir eru út greiðsluseðlar til neytenda vegna vöru eða þjónustu sem þeir kaupa af þessum aðilum. Í leiðara Morgunblaðsins 4. ágúst er tekið undir framangreinda fyrirspurn, en þar segir: „Er ekki full ástæða til að nýstofnuð Neytendastofa taki Ferd- inand á orðinu og skoði þessi mál, sem snerta nánast alla landsmenn, með því að kanna lagalegan grund- völl þessarar gjaldtöku og hvort hún fær í raun staðist?“ Neytendastofa fagnar allri um- ræðu um neytendamál enda um að ræða málaflokk sem varðar daglega landsmenn alla með einum eða öðr- um hætti. Peningaskuldir eru þess eðlis að á skuldara hvílir sú skylda að koma greiðslu til kröfuhafa. Þetta er gömul grundvallarregla kröfuréttarins. Í lögum um neytendakaup nr. 48/2003, sem vitnað er til í grein Ferdinands, er einnig áréttað í 39. gr. laganna að kaupverð skuli greitt á atvinnustöð seljanda. Þetta þýðir að auk þess sé allur dráttur á greiðslu á áhættu skuldara. Samkvæmt grunnreglum kröfuréttarins er því samkvæmt framansögðu á því byggt að það sé á ábyrgð seljanda að gefa út reikning og senda til neytandans. Það er hins vegar alfarið í verkahring neytand- ans samkvæmt gildandi rétti að koma greiðslu til seljanda á atvinnu- stöð hans eða með greiðslu beint á bankareikning hans eða með því að nota t.d. póstgíró. Á Íslandi og í Dan- mörku er byggt á sömu grundvall- arreglum kröfurétt- arins. Í Danmörku hefur reynt á þessa reglu fyrir dómstólum. Í hæstaréttardómi UFR. 1952:861 var staðfest að neytanda var óheimilt að draga frá greiðslu kostnað vegna gíróseðils. Þenn- an dóm verður að telja fordæmisgefandi á Ís- landi þótt mér vitanlega hafi ekki reynt á þetta fyrir dómstólum hér. Í lögum nr. 48/2003, um neytendakaup, sem Ferdinand vísar til í grein sinni, er staðfest sú meg- inregla að seljandi geti ekki krafist viðbótarþóknunar fyrir að gefa út og senda reikning til neytanda. Seð- ilgjald er hins vegar ekki gjaldtaka sem varðar útgáfu reikningsins af hálfu seljanda heldur tengist það kostnaði við afhendingu á greiðsl- unni. Sem fyrr segir er það skylda neytanda að koma greiðslu til kröfu- hafa og samkvæmt gömlum aðferð- um við innheimtu fólst í þessu auðvit- að kostnaður og fyrirhöfn fyrir neytendur sem urðu að taka sér ferð á hendur til að afhenda peninga til greiðslu þeirra skulda sem þeir höfðu stofnað til á hverjum tíma. Í því skyni að auðvelda neytendum að afhenda greiðslur þá hafa þróast aðferðir eins og til dæmis greiðslur í gegnum póst- gíró eða á annan hátt eins og við þekkjum vel hér á Íslandi. Hagræði af framangreindum greiðsluháttum er mikið fyrir fyrirtækin en einnig fyrir neytendur. Seðilgjöld eru því greiðsla fyrir þetta hagræði við af- hendingu á greiðslu eins og skýrt er staðfest í hinum danska dómi sem hér á undan var vísað til. Lög eru því ekki brotin með framangreindri gjaldtöku. Rétt er þó að benda á að á undanförnum árum hafa ýmsir að- ilar, sem starfa að neytendavernd, bent á að meðal mikilvægustu mann- réttinda neytenda er rétturinn til að velja. Þannig á neytandi að hafa rétt til þess að velja sér vörur og þjónustu sem hann þarf á að halda. Mikilvægt er að tryggja frjálsa samkeppni og fjölbreytni á sem flestum sviðum, þ.e. við framleiðslu, sölu og afhendingu á vörum og þjónustu. Þetta gildir einn- ig um innheimtuaðferðir hjá fyr- irtækjum og stofnunum. Í því sam- bandi er æskilegt að þau skoði hvort ekki sé unnt að bjóða neytendum frjálst val við ákvörðun á því hvort greitt sé með þeim hætti sem útgáfa greiðsluseðla gerir ráð fyrir með til- heyrandi kostnaði eða hvort aðrir hagkvæmir kostir standi neytendum til boða við að koma greiðslu til selj- enda vöru og þjónustu. Í nýjum lög- um er það nýmæli að Neytendastofu er falið að vinna að stefnumótun í málefnum neytenda. Augljóst er að þessi umræða er þarft innlegg þegar hugað er að efnahagslegum rétt- indum neytenda og hvort nauðsyn- legt sé að breyta löggjöf vegna þró- unar í viðskiptaháttum sem eru andstæð réttindum neytenda. Áður en slíkt er lagt til er þó ávallt mik- ilvægt að gera góðar þarfagreiningar og könnun á því hvort ekki megi leysa vandamál í samskiptum neyt- enda og seljenda án lagasetningar. Neytendastofa er ný stjórnsýslu- stofnun sem er til þjónustu fyrir neytendur. Það er því von stofnunar- innar að hún muni eiga gott og mál- efnalegt samstarf við landsmenn alla til að tryggja að ekki sé brotinn rétt- ur á neytendum í viðskiptum eða á öðrum þeim sviðum sem stofnunin hefur umsjón með. Neytendastofa vill því að lokum hvetja neytendur til að kynna sér lagaleg réttindi sín og afla sér upp- lýsinga og aðstoðar ef þörf krefur. Þannig mun neytendavitund á Ís- landi styrkjast öllum til hagsbóta. Neytendastofa og seðilgjöld Tryggvi Axelsson fjallar um seðilgjöld ’Seðilgjald er hins veg-ar ekki gjaldtaka sem varðar útgáfu reikn- ingsins af hálfu seljanda heldur tengist það kostnaði við afhendingu á greiðslunni.‘ Tryggvi Axelsson Höfundur er forstjóri Neytendastofu. ÉG ÓK þjóðveg 1 á dögunum, nánar tiltekið yfir Ölfusárbrú við Selfoss. Mér var litið til neta- bænda sem voru að vitja laxaneta í ánni. Netin voru þung í drætti enda full af villtum laxi, margir rígvænir og fallegir göngulaxar. Fyrir áratugum hefði ákveðin rómantík ver- ið yfir sýn minni enda alkunna að netaveiðar á laxi voru bændum drjúg tekjulind hér á árum áður. Í dag hafa tekjurnar síður en svo rýrnað til bænda vegna hins silfraða lónbúa. Það sem hef- ur hins vegar breyst er að ferðaþjónustan skilar aurunum í pyngju bænda vegna tugþúsunda stang- veiðimanna sem á hverju sumri eru til- búnir að greiða dug- lega fyrir aðgang að ánum um allt land. Stangveiði- iðnaðurinn á Íslandi er orðinn stór iðnaður á íslenskan mæli- kvarða. Það sem einna helst einkennir Ísland sem markaðssvæði fyrir jafnt innlenda sem erlenda veiði- menn er ímyndin sem landið bíður upp á. Konungur laxfiskanna, Norður-Atlantshafslaxinn, er víða á undanhaldi og má í því sam- bandi nefna að hann er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu í Norður- Ameríku. Það stingur því óneit- anlega í stúf að enn skuli leyfðar netaveiðar á villtum laxi hér á landi. Netabændur skil ég vel. Hefðir hafa myndast í gegnum áratugina ef ekki árhundruðin og ekki má gleyma ákveðnum tekjum sem reglulega skila sér í kassann vegna sölu á netaveiddum laxi. Tekjurnar eru þó ekki miklar í samanburði við þann ávinning sem gæti hlotist af upptöku netanna. Mér til rökstuðnings vil ég nefna að 15 tonna laxveiði skilar ekki nema 6–7 milljónum króna í pyngju netabænda. Skv. mínum heimildum er þetta u.þ.b. magnið sem netaveiðin á þessu svæði gefur af sér ár hvert. Vanda- málið með vatnasvæði Ölfus- og Hvítár er hins vegar staðbundin pólitík. Fallegar berg- vatnsár eins og Sogið, Stóra Laxá í Hrepp- um og Brúará renna allar í heilagt hjóna- band með jökulvatn- inu á leið sinni til sjávar. Bergvatnsár eru yfirleitt eftirsótt- ari en jökulár til stangveiði. Því má ætla, ef netaveiði myndi heyra sögunni til, að tekjur bænda sem land eiga að áð- urnefndum berg- vatnsám myndu aukast á kostnað tekna bænda sem land eiga að jökuls- ánni en einmitt þeir hafa helst stundað netaveiðina. Þennan hnút verður að leysa og það í góðu. Ef ég væri sá sem öllu ræður teldi ég skynsamlegt fyrir yfirvöld að semja við bændur. Spyrja má hvort drjúg eingreiðsla fyrir neta- rétti bænda myndi duga til að snúa dæminu við. Með upptöku laxanetanna bæt- um við enn frekar við ímynd Ís- lands á þessu sviði og jafnframt leyfi ég mér að fullyrða að tekjur munu aukast til lengri tíma litið ef rétt verður gert. Um laxveiðar – alvarleg tímaskekkja Gunnar Örn Örlygsson fjallar um laxveiðar í net Gunnar Örn Örlygsson ’Spyrja máhvort drjúg ein- greiðsla fyrir netarétt bænda myndi duga til að snúa dæminu við. ‘ Höfundur er alþingismaður. FRAMSÓKNARFLOKKURINN var stofnaður sem félagshyggju- og samvinnuflokkur. Lengi var Framsókn aðalandstæðingur Sjálf- stæðisflokksins enda stendur Sjálfstæðisflokkurinn fyrir and- stæðum stefnumálum svo sem einkarekstri og gróðahyggju og þannig hefur það verið alla tíð. Í dag er enginn munur á Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Núver- andi forusta Framsóknar hefur fært flokkinn langt til hægri alveg upp að Sjálfstæðisflokknum þann- ig að hnífurinn gengur ekki á milli flokkanna. Gerbreyting á stefnu Framsóknar Það er ekki aðeins að Framsókn styðji einkarekstur í dag heldur er flokkurinn nú jafnvel orðinn harð- ari málsvari einkareksturs en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur. For- ustumenn Framsóknar hampa í dag óspart einkavæðingu og eru mjög glaðhlakkalegir í hvert sinn sem skref er stigið á braut einka- væðingar. Þetta er gerbreyting á stefnu Framsóknar. Áður barðist flokkurinn fyrir sam- vinnurekstri á mörg- um sviðum atvinnu- lífsins. En nú hefur Framsókn tekið upp stefnu Sjálfstæð- isflokksins varðandi rekstrarform fyr- irtækja. Jafnvel Evr- ópusambandið aðhyll- ist í dag meiri samvinnustefnu en Framsókn. Fylgja stefnu Sjálf- stæðisflokksins í skattamálum Í skattamálum er hið sama upp á teningnum. Þar hefur Framsókn einnig tekið upp stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Sú stefna birtist í því, að skattar hafa verið stórlækkaðir á fyrirtækjum en í raun hækkaðir á launþegum, þar eð skattleys- ismörk hafa ekki fylgt breytingum á verðlagi og kaupgjaldi. Tekju- skattur fyrirtækja hefur verið lækkaður í 18% en tekjuskattur einstaklinga (útsvar meðtalið) er 38,5%. Lítum á velferðarkerfið: Elli- og örorkulífeyri er haldið niðri af stjórnvöldum. Um smánarbætur er að ræða, sem duga hvergi nærri fyrir framfærslukostnaði. Samtök aldraðra og öryrkja eru hundsuð. Atvinnuleysisbótum er einnig haldið niðri. Eftir að forusta Framsóknar hafði gert samkomulag við Öryrkjabandalagið um verulega lagfær- ingu á kjörum þeirra, er urðu ungir ör- yrkjar, var forustan niðurlægð af Sjálfstæðisflokknum og látin svíkja samkomulagið! Félagslega íbúðakerfið rústað Ráðherra Framsóknar lagði fé- lagslega íbúðakerfið í rúst. Kerfi félagslegra íbúða sem tók við af verkamannabústaðakerfinu var lagt niður með einu pennastriki. Er vafamál, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði gengið svo langt gegn byggingu félagslegra íbúða, ef hann hefði haft þennan málaflokk á sinni hendi. Í sumum málum virðist Framsókn vera orðin harð- svíraðra íhald en jafnvel íhaldið sjálft. Í velferðarmálum hefur Fram- sókn fylgt alveg sömu stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn. Óþurftarmál studd Framsókn hefur stutt óþurft- armál Sjálfstæðisflokksins enda þótt flokkurinn hafi í byrjun verið andvígur þeim. Í þessu sambandi má nefna eftirfarandi: Sjálfstæð- isflokkurinn gerði kröfu til þess að Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður. Framsókn var ekki samþykk því en varð við kröfunni til þess að halda ráðherrastólunum. Sjálf- stæðisflokkurinn gerði kröfu til þess að eignarhald Baugs á fjöl- miðlum yrði takmarkað með lög- um. Í því skyni samdi flokkurinn lög um eignarhald á fjölmiðlum (hið fræga fjölmiðlafrumvarp). Framsókn studdi frumvarpið þrátt fyrir mikla andstöðu innan Fram- sóknarflokksins og meðal þjóð- arinnar. Framsókn hefur stutt vafasamar embættaveitingar Sjálf- stæðisflokksins jafnvel þó það hafi kostað brot á jafnréttis- og stjórn- sýslulögum. Framsókn hefur fetað í fótspor Sjálfstæðisflokksins í embættaveitingum og misbeitt valdi sínu til þess að koma gæð- ingum sínum í embætti. Þannig mætti áfram telja. Studdi innrás í Írak Framsóknarflokkurinn var ekki aðeins samvinnu- og félagshyggju- flokkur meðan hann var og hét heldur var hann einnig málsvari friðar í heiminum og talsmaður þess, að Ísland héldi sig utan við öll hernaðarátök. Hermann Jón- asson, Eysteinn Jónsson og Stein- grímur Hermannsson stóðu vörð um þessa stefnu Framsóknar. En með tilkomu núverandi forustu Framsóknar hefur einnig hér orð- ið breyting á. Til þess að þóknast Sjálfstæðisflokknum ákvað Fram- sókn að Ísland skyldi styðja árás á annað ríki í andstöðu við örygg- isráð SÞ. Framsókn samþykkti að Ísland styddi innrás Bandaríkj- anna og Bretlands í Írak. Þetta var algert brot á fyrri stefnu Framsóknar. Hvers vegna gerði forusta Framsóknar þetta? Jú, til þess að halda ráðherrastólunum. Öllu skyldi fórnað fyrir þá, öllum stefnumálum Framsóknar og öllu skyldi fórnað fyrir að fá að stýra fundum ríkisstjórnarinnar. Nið- urlæging Framsóknar er alger. Enginn munur á Framsókn og íhaldinu Björgvin Guðmundsson fjallar um Framsóknarflokkinn ’…öllum stefnumálumFramsóknar og öllu skyldi fórnað fyrir að fá að stýra fundum rík- isstjórnarinnar. ‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.