Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 25
MINNINGAR
✝ Hilmar ÞórHelgason fædd-
ist í Reykjavík 18.
janúar 1935. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 5. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þorbjörg Kristjáns-
dóttir frá Suðureyri
við Súgandafjörð, f.
1905, d. 1939, og
Helgi J. Jónsson frá
Innri-Hjarðardal í
Önundarfirði, f.
1899, d. 1996. Seinni
kona Helga var Kristín Lárusdótt-
ir, d. 1979. Systkini Hilmars voru
Elín, Jón Björn sem lést 1997 og
Guðrún Elsa sem lést 1973.
Hilmar kvæntist árið 1956 Ernu
Hermannsdóttur, f. 15.11. 1936, d.
16.9. 1979. Foreldrar hennar voru
Hermann G. Jónsson, f. 1897, d.
1954, og Kristín
Benediktsdóttir, f.
1917, d. 1998. Hilm-
ar og Erna eignuð-
ust tvær dætur, þær
eru: a) Kristín Her-
dís, f. 14. maí 1956,
gift Þorkeli Erics-
syni. Þau eiga þrjú
börn, Ingunni, f.
1979, Hilmar Örn, f.
1981, og Birnu
Björk, f. 1982. b) El-
ín, f. 14. júní 1962,
gift Mími Völundar-
syni. Þau eiga tvö
börn, Völund Loga, f. 1983, og
Þorbjörgu Ernu, f. 1997. Hilmar
stundaði sjómennsku um árabil en
starfaði einnig sem kranastjóri hjá
Togaraafgreiðslunni í Reykjavík.
Hilmar verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það er engin leið að lýsa þeirri til-
finningu að missa góðan pabba. Þeg-
ar við systurnar sátum hjá honum og
horfðum á hann fara helltist yfir okk-
ur sú tilfinning að þetta væri svo
stórt, svo mikið og svo sárt að það
væri engin leið að ná utan um það.
Samt höfðum við haft góðan tíma til
að undirbúa okkur, við vissum vel að
þetta var yfirvofandi og þegar við
hugsuðum um það á yfirvegaðan hátt
fannst okkur það að vissu leyti fagn-
aðarefni fyrir hans hönd. Það er auð-
velt að vera yfirvegaður þegar maður
hugsar um mögulegan endi í óljósri
framtíð.
Það er góð tilfinning að minnast
manns eins og hans pabba. Töffari og
ljúflingur eru ofarlega á blaði –
James Dean komst stundum nálægt
því að ná honum þar, en vantaði alltaf
herslumuninn á sjarmann. Húmor-
istinn með brosblikið í augunum.
Stolti fjölskyldufaðirinn og róman-
tíski eiginmaður mömmu okkar. Sjó-
maðurinn og hörkutólið sem kom
siglandi í land berhentur á Valnum í
klakaböndum. Þessi stóíska ró, sama
á hverju gekk, og svo tjúttarinn sem
þeytti okkur þvert yfir stofugólfið, og
jafnvel borðið, þegar hann kenndi
okkur réttu taktana á dansgólfinu.
Þegar við hugsum um síðari hluta
ævi hans er það helst orðið „æðru-
leysi“ sem kemur upp í hugann. Það
þarf alveg sérstaka tegund af æðru-
leysi til að taka örlögum sínum með
þeim hætti sem hann gerði. Hann var
ekki nema 54 ára þegar hann fékk
heilablóðfall með þeim afleiðingum að
hann lamaðist öðrum megin. Skyndi-
lega var lífi þessa sjarmerandi ofur-
töffara umturnað og hann var bund-
inn við rúm eða hjólastól, átti erfitt
með að gera sig skiljanlegan og þurfti
stöðugt að líða kvalir vegna vöðva-
krampa í líkamanum.
En hann kvartaði aldrei. Hann vildi
fá koníak út í kaffið sitt á laugardags-
kvöldum. Með miklum sykri. Um
annað bað hann ekki. Hann gaf orð-
inu jákvæðni nýja vídd og lagði sig
alltaf jafnmikið fram við að láta fólki
líða vel í kringum sig. Við söknum
hans óendanlega mikið.
Kristín og Elín.
ég er úr
ljósi og lofti
yfir mér
svífandi sjófugl
undir mér
lína úr ljóði
hafið er skínandi bjart
… segir Linda Vilhjálmsdóttir í
morgunljóði sínu eins og hún tali úr
þínu hjarta þá ég minnist ævintýr-
isins þegar þú vaktir mig um miðja
nótt og skipaðir mér blíðlega að finna
öll vasaljós á heimilinu og taka með í
smáerindi. Svo elti ég þig svefn-
drukkinn í Ómagann og við héldum út
á Faxaflóann í myrkrinu og í fjarsk-
anum var eins og stjörnuhiminninn
hefði fallið í hafið þar sem tugir
smárra og stórra báta lýstu upp haf-
flötinn og óðar en mér var það ljóst
höfðum við runnið saman við þysinn
og skvaldrið og haga höndin þín útbú-
ið færin og knippað saman vasaljós í
kastara.
Andinn mikli kom og blessaði okk-
ur og svo hratt sem við gátum dregið
lentu stóreyg ljósfíkin smáskrímslin á
þilfarinu og sprautuðu bleki eins og
þeim lægi eitthvað á hjarta. Þegar við
héldum inn í morgunbirtuna með
kynstrin öll af beitusmokk hafði ég
fengið örlitla hlutdeild í þínum
draumi og kannski skýringu á bros-
inu dularfulla sem alltaf var til staðar.
Og þannig var það svo oft að þú vaktir
mig fyrir allar aldir og bauðst mér að
taka þátt í þínum gjörning, þínum
sáttmála við veröldina.
Þegar morgungyðjan baðaði sig í
spegilsléttu Haukadalsvatninu lædd-
umst við hjá án þess að trufla og þú
ýttir bátnum úr vör með mig innan-
borðs og við skriðum út á vatnið, þú
varst Sitjandi Naut og ég var Mas-
andi Strákur og það skipti ekki öllu
hvað veiddist. Og þegar kom í ljós að
ég gat ekki skotið rjúpur vegna mis-
skilinnar tilfinningasemi þá brostir
þú bara og spilaðir við mig rússa und-
ir suði gaslugtarinnar í veiðikofanum
meðan veturinn hvein. Þannig man
ég þig elsku Hilmar sem engan settir
undir mæliker og undir þér best í
dalakofanum með sjálfum þér.
Draga varsíma á dökkri lygnu djúpsyndar álftir
segir í kvæði Snorra Hjartarsonar
og ég veit að þær syngja þér í eilífð-
inni á veiðilendunum miklu þar sem
fiskarnir vaka og birkið og fjalldrap-
inn grær.
Mímir Völundarson.
Hann afi var besti afi í heimi. Hann
var svo góður afi að maður getur ekki
hugsað sér að fá ekki að sjá hann aft-
ur. Hann var líka alltaf svo glaður.
Mér fannst svo gott að halda í hönd-
ina hans og vera nálægt honum. Það
er svo margt sem er ekki hægt að út-
skýra … hann var bara svo rosalega
góður. Ég vil bara að hann viti að og
ég sakna hans alveg ofboðslega mik-
ið.
Elsku afi. Ég vona að þér líði alveg
ofsalega vel núna og ég vona að þú
hafir hitt ömmu og þið sitjið núna
saman. Og elsku amma, ég vona að
þér líði líka vel þótt ég hafi aldrei séð
þig. Mamma segir að þú hafir verið
alveg ofsalega góð og þú ert líka
amma mín þótt þú sért dáin.
Þorbjörg Erna.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Rut Þorgeirsdóttir.)
Elsku afi, engin orð fá lýst hversu
mikið við söknum þín. Þú ert hetja
okkar allra og einn besti og ljúfasti
maður sem við höfum kynnst.
Við minnumst stundanna sem við
áttum saman fyrir vestan í litla
veiðibústaðnum þínum, þangað var
alltaf gott að koma. Bismarkbrjóst-
sykur í skál, pípuilmur og köflótt
skyrta eru ljóslifandi í bernskuminn-
ingunni.
Síðustu 16 ár voru okkur öllum erf-
ið vegna veikinda þinna, en alltaf var
stutt í brosið þitt blíða. Þú varst svo
þakklátur fyrir litlu hlutina sem fyrir
þig voru gerðir og við erum svo þakk-
lát fyrir þann tíma sem við áttum
saman og fyrir þá umhyggju sem þú
sýndir okkur alla tíð.
Nú geturðu gengið, nú ertu hjá
ömmu, nú finnurðu hvergi til, nú ertu
frjáls.
Við elskum þig,
Ingunn, Hilmar, Birna og
Völundur (Sjötta herdeildin).
Nú þegar Hilmar svili minn er allur
vil ég minnast hans í fáeinum orðum.
Það eru liðin rúm 35 ár frá því ég
fyrst hitti Hilmar, en þá tóku hann og
Erna heitin kona hans á móti síð-
hærðum táningi sem var að slá sér
upp með ungri mágkonu hans. Ég
man hvað ég var kvíðinn þegar ég
gekk inn á heimili þeirra á Öldugötu
57, en hann hvarf strax og ég settist
niður og þau fóru að ræða við mig
eins og fullorðinn og þroskaðan
mann, en yfirleitt var maður vanur
öðru viðmóti frá fullorðnu fólki í þá
daga. Þetta lýsir vel þeim hjónum,
ekkert nema þægilegheitin og um-
burðarlyndið, en um leið stafaði af
þeim glæsileiki svo maður gat haldið
að þarna væru kvikmyndaleikarar á
ferð.
Stuttu seinna fluttumst við ungu
hjónin á hæðina fyrir ofan Ernu og
Hilmar ásamt nýfæddri dóttur okkar,
og þá myndaðist vinskapur sem hald-
ist hefur alla tíð.
Hilmar var rólegur og yfirvegaður
maður og fann fólk fyrir vissu öryggi í
návist hans og nýttust þessir kostir
hans vel sem kranastjóri hjá Togara-
afgreiðslunni við Reykjavíkurhöfn,
eða þangað til hann varð að hætta því
starfi vegna brjóskloss í baki. Í þess-
um veikindum var hann svo slæmur
að hann varð að skríða á „fjórum fót-
um“ niður stigana á Öldugötunni, út í
bíl, en síðan keyrði ég hann á lækna-
stofu inni á Miklubraut þar sem hann
var hengdur upp í rimla til „strekk-
ingar“, en aldrei heyrðist kvörtun né
hnjóð frá honum í þessum daglegu
flutningum sem stóðu yfir í nokkurn
tíma.
Hvergi held ég að Hilmar hafi unað
sér eins vel og við veiðar í Haukadals-
vatni, þar sem hann átti „skúr“ og bát
ásamt mágum sínum, og gaman var
að fara með honum út á vatnið og
renna fyrir fisk.
Hilmar stundaði Vesturbæjarlaug-
ina grimmt, og synti þar á hverjum
degi í mörg ár, eða meðan heilsan
leyfði. Þá var hann mikill áhugamað-
ur um knattspyrnu og hélt ávallt með
KR í fótbolta. Ógleymanlegt var þeg-
ar við fórum saman á Laugardalsvöll-
inn og sáum Íslendinga keppa við
Frakka í hörkuleik og rifjuðum við oft
upp síðar hversu gaman það var að
sjá Rikka skalla boltann yfir Bartez
markvörð Frakka og í markið.
Í vetur hélt Hilmar upp á sjötugs-
afmælið sitt og var gleðilegt að sjá
ánægjuna og stoltið skína úr augum
hans þegar fjöldi ættingja og vina
hyllti hann og rifjaði upp gamla og
góða daga.
Nú þegar að leiðarlokum er komið
viljum við hjónin þakka fyrir allar
góðu stundirnar sem við höfum átt
með Hilmari og fjölskyldu hans, þær
eru dýrmætar og munu geymast vel í
minningunni.
Fjölskyldan í Logafold 135 sendir
Heddý, Elínu og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minningin um góðan
dreng.
Kári Jónsson og fjölskylda.
Hilmar Sigurðsson var reffilegur
og flottur maður. Það var það fyrsta
sem ég tók eftir þegar ég, mennt-
skólaneminn, fór að venja komur
mínar að Öldugötu 57, til Ellu dóttur
hans. Það var mikil sú þolinmæði sem
hann sýndi þeim stóra hópi vina Ellu
og Mímis sem settist að í stofunni og
dvaldi þar daga langa. Þau voru ófá
skiptin sem hann settist hjá okkur og
ræddi um daginn og veginn eftir að
hann kom heim af sjónum. Hann var
kátur og skemmtilegur með ákveðnar
skoðanir á dægurmálum þess tíma.
Lét hávaða menntskælinganna oftast
framhjá sér fara, fór inn í herbergi
sitt, fékk sér sitt séniverglas og horfði
á góða kúrekamynd. Kvöldin enduðu
oft á því að við vorum komin inn til
Hilmars að horfa með honum og
fræðast um leið um líf þeirra leikara
sem léku í myndunum.
Hilmar og dætur hans áttu bústað
við Haukadalsvatn í Haukadal, þang-
að sem Erna kona Hilmars átti ættir
sínar að rekja. Sá staður var honum
kær og þar var hann löngum stund-
um við veiðar í frítíma sínum. Því var
það kannski táknrænt að hann skyldi
vera þar með Ellu þegar hann fékk
heilablóðfall í ágúst 1989. Hilmar náði
sér aldrei eftir það en áfram fylgdi
honum dugnaður og harðfylgi sjó-
mannsins og ótrúlegt hve vel hann
náði sér á strik.
Ég þakka Hilmari viðkynninguna
og þakka honum jafnframt fyrir að
opna hús sitt fyrir mér sem varð til
þess að tryggja ævilanga vináttu
mína og Ellu.
Ellu, Mími, Heddý, Kela og krökk-
unum þeirra sendi ég samúðarkveðj-
ur mínar.
Ása Björk.
Góður vinur minn Hilmar Þór
Helgason er látinn eftir að hafa átt
við erfið veikindi að stríða undanfarin
ár. Við kynntumst árið 1956 í gegnum
sameiginlegan vin. Það tókust strax
góð kynni með okkur enda áttum við
mörg lík áhugamál og hugðarefni.
Við Hilmar störfuðum saman í fjöl-
mörg ár. Fyrst á krana og síðar vor-
um við saman til sjós. Áhugi Hilmars
á sjómennsku var mikill alla tíð og svo
varð úr að við keyptum okkur bát
saman, lukum við smíði hans og gerð-
um sjófæran. Rerum við saman á
honum í mörg ár.
Það var eftir Hilmari tekið hvar
sem hann fór enda var hann glæsi-
legur maður, fríður og með sterkan
persónuleika. Hann hafði afar góða
nærveru, var þekktur fyrir sitt jafn-
aðargeð og ríkulega kímnigáfu.
Hilmar hafði persónulegan fatastíl
sem einkenndist af áhuga hans á
Villta vestrinu og kúrekamyndunum.
Gallajakki, Leegallabuxur, köflótt
skyrta og tóbaksklútur voru órjúfan-
leg heild af útliti Hilmars. Á veturna
bættist Parker-úlpan við „uniformið“.
Þrátt fyrir að við ynnum mikið
saman í gegnum árin hittumst við líka
töluvert utan vinnu. Hilmar var sér-
lega góður og traustur vinur ekki
bara minn heldur allra í fjölskyldu
minni. Hann var duglegur að koma í
heimsókn og bæði konan og börnin
sóttu í félagsskap hans. Það var ekki
skrýtið því hann var skemmtilegur og
með eindæmum barngóður. Mér er
það minnisstætt að þegar ferma átti
dóttur mína þá var aðeins einn maður
á hennar gestalista og það var Hilm-
ar.
Fyrir mörgum árum keypti Hilmar
hlut í bústað sem við félagarnir höfð-
um smíðað og notað sem veiðihús
vestur í Haukadal. Hilmar tók strax
ástfóstri við staðinn og húsið og geng-
um við félagarnir saman til rjúpna ár
eftir ár ásamt því að veiða mikið í
vatninu. Í Haukadalnum áttum við
margar góðar stundir saman, bæði
við „strákarnir“ og svo við fjölskyldan
í félagi við Hilmar.
Hin síðari ár héldum við vinirnir
þann sið í heiðri að hittast alltaf á
Þorláksmessu og borða skötu saman
ásamt fjölskyldum okkar og það var
alltaf tilhlökkunarefni að hitta Hilm-
ar og Elínu dóttur hans á þessum
degi. Þrátt fyrir að Hilmar gæti ekki
stoppað eins lengi og hann gerði hér
áður vegna veikinda sinna nutum við
samvistanna af heilum hug og skál-
uðum glatt í koníaki.
Það hefur verið mikil gæfa fyrir
mig og mína fjölskyldu að fá að vera
samferða Hilmari í gegnum tíðina,
minningarnar eru margar og góðar
og erum við þakklát fyrir það. Ég er
sannfærður um að Hilmar mun halda
áfram að heilla alla með persónutöfr-
um sínum, þar sem hann er núna, eins
og hann gerði alla tíð.
Ég og fjölskylda mín vottum Elínu
og Kristínu Herdísi og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Arnar Guðmundsson.
HILMAR ÞÓR
HELGASON
Elsku amma, það er
svo ótrúlegt að hugsa
til þess að þú sért farin
og að ég muni ekki oft-
ar setjast niður með þér og spjalla
um daginn og veginn, svo ég tali nú
ekki um að gæða mér á veitingunum
sem þú reiddir fram og voru ekki af
skornum skammti. Rjómaterta með
kaffinu og lærið að malla í ofninum.
Þér fannst við aldrei borða nóg og
varst ófeimin við að bæta á diskana
og hella í glösin ef þér fannst vanta
upp á.
Það var alltaf gaman að spjalla við
þig, þú hafðir sterkar skoðanir á
hinu og þessu í lífinu og húmorinn á
réttum stað, þá sérstaklega gagn-
vart sjálfri þér. Það mátti alltaf grín-
ast með ömmu, þá hafðir þú gaman
af, sagðir að við værum snarvitlaus
og baðst Guð að hjálpa þér.
Þú fylgdist vel með þínum nánustu
og stundum kom það fyrir að maður
var tekinn á teppið og bent á hvað
betur mætti fara. Þú varst aldrei að
fara neitt í kringum hlutina, heldur
sagðir þá eins og þeir voru og það
yrði bara að hafa sig ef einhverjir
yrðu reiðir, það eina sem þú hafðir að
GUÐMUNDÍNA
SIGUREY
SIGURÐARDÓTTIR
✝ GuðmundínaSigurey Sigurð-
ardóttir fæddist á
Eyjum í Kaldrana-
neshreppi í Stranda-
sýslu 1. janúar 1929.
Hún andaðist á
Landspítalanum 19.
júlí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram í kyrrþey.
leiðarljósi var velferð
okkar, afkomenda
þinna.
Dugnaður þinn
amma mín í lífinu er
okkur hinum hvatning
til að reyna að feta í
fótspor þín þótt ill-
mögulegt sé, svo mikill
skörungur varst þú.
Að ala upp fimm börn,
missa eitt og takast á
við þá miklu sorg,
kaupa íbúð, kljást við
veikindi, allt upp á eig-
in spýtur og með mikl-
um myndarbrag. Þetta væri mikið
afrek í dag og hvað þá á þínum tíma.
Hjá þér var alltaf allt hreint og
strokið og vel farið með alla hluti. Þú
lagðir mikið upp úr því að vera fín og
snyrtileg til fara, en hafðir engan
áhuga á skemmtunum af neinu tagi
en varst mjög trúrækin, lifðir hóg-
væru lífi sem snerist um fjölskyld-
una fyrst og fremst.
Þó að mér finnist að kallið hafi
komið of fljótt þá veit ég amma mín
að þú ert sátt og þér líður vel, því eft-
ir því sem árin liðu fór heilsan að
gefa sig.
Af svo mörgu er að taka til að
minnast tilverunnar í kringum
ömmu í Keflavík þegar horft er til
baka, en þar stendur upp úr sam-
vistir við ættingja og gleðin yfir að fá
mann í heimsókn. Hvergi í veröld-
inni hefur maður borðað eins mikið
og á Hringbrautinni og kossarnir frá
ömmu eru óteljandi.
Ég elska þig alltaf amma mín.
Kristín Sigurey.