Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 36
36 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
-Steinunn/
Blaðið
-S.V. Mbl.
HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍAÐ
ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM?
SUMAR RÁÐGÁTUR
BORGAR SIG
EKKI AÐ UPPLÝSA
Þrælskemmtileg rómantísk
gamanmynd um dóttur sem reynir að
finna draumaprinsinn fyrir mömmuna.
„The Island, virkilega
vel heppnuð pennumynd,
skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“
S.U.S XFM
„The Island er fyrirtaks afþreying.
Ekta popp og kók sumarsmellur. “
-Þ.Þ. Fréttablaðið.
l i i .
ll .
- . . r tt l i .
Frábær
Bjölluskemmtun
fyrir alla.
Sýn
HER
HER
THE
KICK
He
Frá
Herbie Fully Loaded kl. 5 - 7.10 - 9.15 og 11
The Island kl. 5.30 - 8 og 10.40 b.i. 16
Dark Water kl. 8 og 10.15 b.i. 16
Madagascar - enskt tal kl. 5 - 7 og 9
Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12
Kicking and Screaming kl. 6
UPPTÖKUR á nýjustu mynd Popp-
oli kvikmyndafélags standa yfir um
þessar mundir en að sögn Ólafs Jó-
hannessonar, leikstjóra mynd-
arinnar, fjallar hún um búddamunk-
inn Robert sem kom hingað til lands
árið 1994. Myndin hefur verið í und-
irbúningi í tíu ár en Ólafur og félagar
hans, þeir Ragnar Santos og Helgi
Sverrisson, hafa fylgst með Robert
síðan þá. Aðspurður segir Ólafur að
Robert sé raunverulegur maður og
það sé saga hans einnig en þó sé ekki
um heimildamynd að ræða – enda
séu þær löngu dauðar. Þannig sé
myndin eins konar millistig á milli
hefðbundinnar kvikmyndar og heim-
ildamyndar.
„Þetta er eins konar millistig sem
enn á eftir að finna nafn á. Mér finnst
merkilegra að gera bíómyndir með
heimildalegu ívafi frekar en að gera
bíómynd eða heimildamynd,“ segir
Ólafur en leiða má líkur að því að
myndin sverji sig í ætt við mynd
hans Africa United hvað þetta varð-
ar.
Kuflinum kastað
„Við byrjuðum að taka myndir af
búddamunkinum Robert [búddanafn
hans er Dhammanando] fyrir tíu ár-
um en þá vorum við að vinna að ann-
arri mynd. Robert er því til í raun og
veru en hann er fyrsti búddamunk-
urinn sem kom hingað til lands. Það
var árið 1994 þegar hann var að
heimsækja íslenskan pennavin en
hann er mikill áhugamaður um Ís-
lendingasögurnar. Hann var hins
vegar beðinn að vera eftir og svo fór
að hann stofnaði Búddistafélag Ís-
lands.“
Robert dvaldist hér á landi fram til
ársins 2000 en hann hafði þá verið
munkur í sextán ár. Ólafur segir að
það ár hafi hann hins vegar söðlað
um og „kastað kuflinum“.
„Hann gifti sig og hætti að vera
munkur og við náðum að fylgja því
ferli eftir. Hjónabandið varði hins
vegar ekki lengi og eftir það fór hann
á kvennafar. Þá breyttist líf hans enn
frekar – tók enn dramatískari
stakkaskiptum sem ég get ekki
greint nánar frá að svo stöddu.“
„Fiskur á þurru landi“
Að sögn Ólafs hefur hinn kunni
rússneski geimfari, Júrí Gagarín,
haft töluverð áhrif á líf Roberts og
var í raun og veru ástæða þess að
hann hætti að vera munkur.
„Hann langaði til þess að sjá geim-
stöðina í Kasakstan þar sem Júrí var
skotið upp. Í Kasakstan kynntist
hann konunni sem verður þess
valdandi að hann hættir að vera
munkur og þar kemur geimfarinn til
sögunnar. Hann er þarna [í mynd-
inni] vegna þess að hann er ástæða
þess að Robert hætti að vera munk-
ur. Þegar litið er á Júrí á myndinni er
hann sem fiskur á þurru landi og það
sama gildir í raun og veru um Robert
þegar hann verður venjulegur mað-
ur. Þá er hann kominn inn í heim sem
einkennist af samkeppni. Hann þarf
að borga reikningana sína, ganga í
buxum og annað í þeim dúr.“
Barði sér um tónlistina
Myndin hefur enn ekki hlotið nafn
en tökum á henni lýkur innan
skamms og er áætlað að hún verði
tilbúin í byrjun næsta árs. Að sögn
Ólafs er tónlistin við myndina hins
vegar tilbúin en hana vann Barði Jó-
hannsson.
„Barði sér um tónlistina en hann
tók hana upp með stórri sinfón-
íuhljómsveit í Búlgaríu. Það er búið
að taka hana upp og hún hljómar
rosalega vel.“
Ragnar Santos og Helgi Sverr-
isson framleiða myndina og Linda
Stefánsdóttir er listrænn stjórnandi.
Kvikmyndir | Upptökur á nýjustu mynd Poppoli kvikmyndafélags standa nú yfir
Búddamunkurinn Robert
Einkennilegt einvígi: Karl Emil Karlsson, í hlutverki Roberts, teflir við
Júrí. Að sögn Ólafs hafði Robert mikinn áhuga á skák og hér blandast það
saman við áhuga hans á geimförum.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
TÍU ÁRA afmæli Loftkastalans var haldið há-
tíðlegt á föstudaginn en starfsemi leikhússins
hófst árið 1995 eftir að vélsmiðjunni í gamla
Héðinshúsinu við Seljaveg hafði verið breytt í
hefðbundið leikhús með sætum fyrir 400
áhorfendur. Tímamótunum var fagnað með
sérstakri afmælissýningu á Tónleiknum BÍTL
og komust færri að en vildu. Sigurður Kaiser,
leikhússtjóri, segir að það hafi legið beinast
við að fagna tímamótunum með þessum hætti
– enda væri verið að þakka áhorfendum fyrir
samfylgdina á undanförnum árum.
Fyrsta verkefni Loftkastalans var söng-
leikurinn Rocky Horror í leikstjórn Baltasars
Kormáks sem sýndur var yfir 60 sinnum á
fyrsta leikárinu. Rúmlega 500 þúsund gestir
hafa síðan lagt leið sína á fjölmarga viðburði í
húsinu bæði leiksýningar og tónleika en á
föstudaginn var 500 þúsundasti áhorfandinn
verðlaunaður sérstaklega.
Loftkastalinn tíu ára Melissa Haime, Kristín Magnúsdóttir, Eva Hrönn Björnsdóttir og ÁrnýRakel Eyþórsdóttir skemmtu sér vel á afmælissýningunni.
Halldór Neyer og Gunnar Andri.
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurður Kaiser og Steinunn Camilla, eigendur Loftkastalans.
Fimm systkini, sem fluttu inn ídraumaheimili sitt í sjónvarps-
þættinum Extreme Makeover:
Home Edition, hafa nú höfðað mál á
hendur sjónvarpsstöðinni ABC,
verktakafyrirtækinu sem endurgerði
draumahúsið og fólkinu sem á húsið.
Forsaga málsins er sú að systk-
inin, sem eru á aldrinum 15 til 22 ára,
misstu foreldra sína með skömmu
millibili í fyrra. Hjónin Phil og Loki
Leomiti buðu börnunum að búa hjá
sér í kjölfarið en þau voru nágrann-
ar. Aðstandendur sjónvarpsþátt-
arins Extreme Makeover: Home
Edition fréttu af góðmennsku Leo-
miti-hjónanna og buðu þeim að taka
húsið þeirra í gegn til að betur færi
um hina stækkandi fjölskyldu. Þátta-
stjórnendur mættu á staðinn með
fylgdarliði sem af sinni alkunnu
röggsemi gerði heimili Leomiti-
hjónanna og systkinanna fimm að
sannkölluðu draumaheimili.
Þegar tökuliðið var á bak og burt
hófu Leomiti-hjónin, að sögn systk-
inanna, að reyna að bola þeim út af
heimilinu með „illkvittnislegri fram-
komu og meiðandi athugasemdum“.
Að sögn lögmanns systkinanna lof-
uðu aðstandendur þáttanna þeim
heimili, sem þeir ekki gátu staðið við.
Einnig saka þau Leomiti-hjónin um
að hafa nýtt sér bágt ástand þeirra
til að fá ókeypis lagfæringar á húsi
sínu.
Talsmaður ABC-fréttastofunnar
hefur ekki viljað tjá sig um málið.
Fólk folk@mbl.is