Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
2
91
02
08
/2
00
5
www.lyfja.is
- Lifið heil
FRESHMINT
105 STK. 2 MG
FRESHMINT
105 STK. 4 MG
Nicorette
Ágústtilboð
10% afsláttur
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni -
Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði -
Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi -
Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings-
bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar
um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar
sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis
eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum
innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt
heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á
brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað
er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
ÞÓREY Edda Elísdóttir stangarstökkvari prýðir for-
síðu þýska tímaritsins Freizeit Woche í gær og sögð
vera ,,hin sanna drottning hjarta“ hans Alberts II,
fursta af Mónakó. Á forsíðunni er
samsett mynd af þeim og inni í
blaðinu er stutt viðtal við Þór-
eyju.
Þórey Edda segir við Morg-
unblaðið að fréttin sé tómur upp-
spuni. Hún hafi ekki vitað að um
slúðurblað væri að ræða og stað-
ið í þeirri trú að þetta væri frí-
stunda- og íþróttablað, ekki síst í
ljósi titils þess. Blaðamaðurinn
hafi sýnt því áhuga að Íslend-
ingur hafi valið Þýskaland til að
stunda íþróttaæfingar sínar.
„Það var rætt um íþróttir í klukkutíma og Albert í
eina mínútu og greinin er svo um Albert,“ segir Þórey
en hún hitti Mónakófurstann að loknu Grand Prix-
frjálsíþróttamótinu í Mónakó fyrir tæpu ári.
Þórey segist aðeins hafa hitt Albert í þetta eina
skipti, rætt við hann stuttlega eins og margir aðrir.
Hann hafi reyndar hringt í sig tvisvar eða þrisvar sinn-
um eftir þetta en langt sé frá því að milli þeirra sé eitt-
hvert ástarsamband.
Þórey ætlar að ræða það við sinn umboðsmann, sem
kom viðtalinu í kring, hvort brugðist verði sérstaklega
við frétt þýska blaðsins.
Lýsir fundi þeirra í dagbók
Í dagbók á vefsíðu Þóreyjar, www.thorey.net, lýsir
hún fundi þeirra Alberts í Mónakó fyrir ári svo:
„Eftir matinn, sem var kærkominn eftir 12 tíma
svelti (borðaði morgunmat og keppti og svo var þessi
verðlaunaafhending sem tók eilífð), var haldið á
skemmtistaðinn Jimmiz og þar heilsaði ég upp á Albert
prins ;) og fleiri ágæta menn. Berti karlinn ætlar bara
að kíkja í laxveiði til Íslands og ég á að lána honum
græjurnar …“
Þýskt slúðurblað segir Þóreyju Eddu Elísdóttur vera
„sanna drottningu hjarta“ Alberts fursta af Mónakó
Þórey Edda
Elísdóttir
Forsíða þýska tímaritsins í gær.
Segir fréttina
vera uppspuna
MIKLAR framkvæmdir hafa staðið
yfir í Prentsmiðjuhúsi Morgunblaðs-
ins við Kringluna í sumar en hús-
næðið, sem er 1.800 fermetrar að
stærð, mun innan tíðar verða aðset-
ur nemenda Háskólans í Reykjavík.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor
HR, segir að í húsnæðinu verði lær-
dómssetur stúdenta en að auki verði
kennslufræði- og lýðheilsudeild skól-
ans þar til húsa. Lærdómssetrið er
viðbót við þá aðstöðu sem nemendur
skólans hafa nú þegar aðgang að.
„Það hefur verið stefna skólans og
verður áfram að hafa opið aðgengi
fyrir nemendur allan sólarhringinn
alla daga ársins. Við viljum búa vel
að stúdentum þannig að þeim líði vel
og þetta er liður í því,“ segir Guð-
finna en vinnuaðstaðan sem um ræð-
ir er byggð upp að breskri fyrirmynd
en þar hefur verið hannað nokkuð
sem nefnt hefur verið „student le-
arning center“.
Kaffihúsastemmning
„Þetta húsnæði er fyrsti vísir HR
að lærdómssetri fyrir stúdenta en
þar verður aðstaða fyrir þá stúdenta
sem vinna hópvinnu og eins fyrir þá
einstaklinga sem þurfa að vinna að
verkefnum sínum í næði. Við munum
reyna að gera þetta sem notenda-
vænast fyrir háskólastúdenta og
laga hugmyndina að íslenskum að-
stæðum. Á undanförnum árum hafa
verið gerðar auknar kröfur um sam-
vinnu og verkefnavinnu í háskólum
en það er háskólanna að búa þannig
um að stúdentar hafi aðstöðu til
þess. Þannig snýst þetta ekki ein-
ungis um lokapróf að vori eða vetri.“
Hugmyndin verður að sögn Guð-
finnu þróuð enn frekar í nýju hús-
næði skólans, en stefnt er að því að
reisa það í Vatnsmýrinni árið 2008.
„Stúdentafélagið fær töluvert
rými og eins verður til staðar rými
þar sem stúdentar geta sest niður og
rætt málin. Þannig er ætlunin að í
framtíðinni, þegar við verðum komin
í nýtt húsnæði, ríki eins konar kaffi-
húsastemmning á hluta svæðisins.“
Stefnt er að því að húsnæðið verði
tilbúið til notkunar næstkomandi
mánudag en þá hefst kennsla í HR.
Myndirnar sýna prentsalinn í
Kringlunni fyrr og nú.
Nýtt Lærdómssetur Háskólans í Reykjavík verður
til húsa í Prentsmiðjuhúsi Morgunblaðsins í Kringlunni
„Viljum
búa vel
að stúd-
entum“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Júlíus
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ALFREÐ Þorsteinsson, borgar-
fulltrúi framsóknarmanna innan R-
listans, lagði fram tillögu þess efnis
á fundi borgarráðs í gær að fallið
verði frá fyrirhuguðum hækkunum
leikskólagjalda þar sem annað for-
eldrið sé í námi, en breytingin á að
koma til framkvæmda 1. september
nk. Í greinagerð með tillögunni
kemur fram að það felist mótsögn í
því að hækka gjaldskrána þegar
fyrirsjáanlegt sé að hún muni lækka
aftur innan skamms. Þess vegna sé
lagt til að ekki komi til neinnar
gjaldskrárhækkunar 1. september.
Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs, kveðst vera jákvæður
gagnvart tillögu Alfreðs og segir
hana verða nú rædda innan borg-
arstjórnarinnar.
Breyttar forsendur
„Að mínu mati hafa forsendur
breyst með útspilinu um gjaldfrjáls-
an leikskóla. Þannig að mér finnst
nánast út í hött að vera að fara að
standa í einhverjum hækkunum
þegar við erum að stefna að lækk-
unum á næstunni,“ segir Alfreð.
Hann óskaði sjálfur eftir því að
tillagan verði lögð fram á næsta
fundi því þá verði tekið fyrir erindi
frá Stúdentaráði Háskóla Íslands
vegna þessa. Hann segir borgar-
yfirvöld hafa í raun og veru verið að
vinna með gamla tillögu sem gildis-
töku var frestað til 1. september frá
því snemma á þessu ári. „En síðan
að þetta var ákveðið þá er Reykja-
víkur-listinn búinn að spila því út að
hann vilji taka upp gjaldfrjálsan
leikskóla. Það má segja það að þessi
hækkunartillaga, sem var samþykkt
og kæmi til 1. september, er í raun
gamalt mál eða úrelt,“ segir Alfreð.
Aðspurður segist Alfreð ekki eiga
von á öðru en að menn geti komið
sér saman um tillöguna. „Ég á frek-
ar von á því að menn samþykki
þessa tillögu,“ segir Alfreð og bætir
því við að þetta sé engin ávísun á
ágreining meðal flokksmanna
R-listans.
Afskaplega ánægður
Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs Reykjavíkur, kveðst
vera jákvæður gagnvart tillögu Al-
freðs að því leytinu til að meira fjár-
magn verði sett í málaflokkinn.
„Þó að vissulega megi segja að
það hafi verið rök fyrir því að
breyta þessu með stúdentana, sem
fyrrverandi formaður leikskólaráðs,
Þorlákur Björnsson, stóð fyrir, þá
hef ég nú sýnt honum þá hollustu
að láta kyrrt liggja. En ef menn
vilja núna vinda ofan af þessu í ljósi
þess að við erum auðvitað að vinna
heildstæðar breytingar um gjald-
frjálsa leikskóla þá er ég sem for-
maður afskaplega ánægður,“ segir
Stefán sem reiknar með því að mál-
ið verði tekið upp í borgarráði í
næstu viku.
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-
listans, lagði fram tillögu í borgarráði
Fallið verði frá
hækkunum
leikskólagjalda
Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs, tekur vel í tillöguna
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Alfreð
Þorsteinsson
Stefán Jón
Hafstein