Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRSTA svokallaða „maðkahollið“
lauk veiðum í Víðidalsá um miðja vik-
una. Langt yfir 300 laxar komu á land
á aðeins fjórum dögum. Leið-
sögumaður sem Morgunblaðið ræddi
við sagði alla veiðimennina í hollinu
óvana. „Sá sem ég var að leiðsegja,
mætti í svörtum Nokia-stígvélum, í
leðurjakka og með bensínstöðv-
arstöng! Með þennan útbúnað tók
hann 27 laxa á spún, marga tíu til tólf
punda og missti líka fjölmarga.“
Tröll á Nesveiðum
Samkvæmt vefmiðlinum votnog-
veidi.is hafa afar vænir laxar verið að
veiðast á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal
að undanförnu. Fyrir stuttu veiddist
110 cm langur lax sem var vigtaður
25 lbs, eða 23 pund. Annar, aðeins
styttri, var einnig vigtaður jafn þung-
ur og síðustu vikuna hafa fjórir um og
yfir 20 pundin veiðst á svæðinu. Áin
hefur nú gefið um 190 laxa, sem er
með besta móti miðað við síðustu ár
en veitt er til 20. september.
Í Stóru-Laxá höfðu í fyrradag
veiðst 266 laxar. Þar af veiddust 125 á
svæði I og II, en 35 höfðu veiðst á
sama tíma í fyrra. Hafa nú veiðst 125
laxar. Á svæði þrjú veiddust 53 og 83
á svæði fjögur. Þá hefur dálítið veiðst
af silungi. Nokkrir laxar hafa verið
settir í klakkistur og einnig hafa
veiðimenn sleppt stórum hrygnum.
Hörkuveiði er enn í Þverá/Kjarrá.
Yfir 3.200 laxar eru komnir á land, en
metveiðin náðist kuldasumarið 1979 –
þá veiddust 3.558 laxar. Samkvæmt
upplýsingum á vef Landssambands
veiðifélaga, angling.is, var Eystri-
Rangá næst aflahæsta laxveiðiáin á
miðvikudagskvöld, hafði gefið 2.819
laxa. 2.774 höfðu veiðst í Norðurá,
1.534 í Blöndu, 1.395 í Ytri Rangá,
1.368 í Selá, 1.240 í Víðidalsá, 1.210
höfðu veiðst í Hofsá og 1.100 í Laxá í
Kjós. Langá hafði gefið 1.045 laxa ,
Miðfjarðará 1.033 og Haffjarðará
1.000.
45 mínútna viðureign 13 ára
stúlku og Veiðivatnaurriða
Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur
var á dögunum í Veiðivötnum ásamt
fjölskyldu sinni og sagði hápunkt
ferðarinnar hafa verið þegar Ingi-
björg dóttir hans, 13 ára gömul, setti í
og landaði 8,5 punda urriða.
„Í gegnum árin höfum við legið yfir
kortum og reynt að finna staði og
vötn sem ekki er hægt að aka að,“
sagði Gylfi Jón.. „Þar geti verið stór
fiskur. Þennan stað fundum við fyrir
fimm árum. Við höfum aldrei fengið
marga fiska þarna en væna; reyndar
aldrei fengið minni en fimm pund
Þegar fiskurinn tók spúninn datt
honum ekkert betra í hug en að halda
til hafs með látum. Leikurinn hófst
með 45 til 50 metra striklotu beint út
án hlés, þannig að hvein og söng í
hjólinu. Ingibjörg var ótrúlega yf-
irveguð, passaði sig á því að láta
bremsuna vinna og hélt stönginni
hátt allan tímann. Urriðinn tók einar
sjö rokur auk þessarar fyrstu en þær
voru styttri. Hann lagðist á milli og
vildi ekkert við stelpuna tala. Eftir
tæpan hálftíma var fiskurinn loksins
kominn það nálægt að við vorum far-
in að sjá hann. Hann styggðist við
mannaferðirnar en strikaði nú þvert
og þurfti Ingibjörg að hlaupa með
honum einhverja tugi metra svo að
honum tækist ekki að sarga í sundur
línuna á hvössum nibbum. Ég ætlaði
bókstaflega af göflunum að ganga af
spenningi en varð að taka mér tak
þegar stelpan sneri sér að mér og
sagði: „Slappaðu af pabbi, þú færð
hjartaslag ef þú heldur svona áfram!“
Ég aðstoðaði hana svo við löndunina,
háfaði hann þarna í hrauninu með
litlum silungaháf og stóð skepnan
hálf upp úr háfnum. Bardaginn tók 45
mínútur og er þetta einn eftir-
minnilegasti slagur sem ég hef orðið
vitni að.“
STANGVEIÐI
Mokstur í
maðkaholli
Morgunblaðið/Einar Falur
Þorsteinn J. Vilhjálmsson sleppir 80 cm löngum laxi aftur út í Vatnsdalsá, við Víðhólma á silungasvæðinu.
Ljósmynd/Gylfi Jón Gylfason
Ingibjörg Gylfadóttir með urriðann
væna sem hún glímdi við í þrjá
stundarfjórðunga.
veidar@mbl.is
VIÐURKENNINGAR vegna feg-
urstu lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja,
og endurbóta á eldri húsum í Reykja-
vík fyrir árið 2005 voru veittar við há-
tíðlega athöfn í Höfða í gær á afmæli
Reykjavíkurborgar eins og hefð er
fyrir.
Skipulagsráð Reykjavíkurborgar
veitti viðurkenningarnar eftir tilnefn-
ingar frá vinnuhópi sem í sátu: Björn
Axelsson landslagsarkitekt, umhverf-
isstjóri hjá skipulagsfulltrúa, Mar-
grét Þormar, hverfisarkitekt hjá
skipulagsfulltrúa, Guðný Gerður
Gunnarsdóttir borgarminjavörður,
Minjasafni Reykjavíkur, Þórólfur
Jónsson landslagsarkitekt, deildar-
stjóri garðyrkjudeildar.
Fallegar fjölbýlishúsalóðir
Ólafsgeisli 8–12. Lóðin fær viður-
kenningu fyrir vel heppnaða aðlög-
un lóðar að náttúrulegum staðhátt-
um og gróðri.
Álfheimar 62–66. Lóðin fær viður-
kenningu fyrir endurgerð og frá-
gang á lóð framan og við aðkomu að
húsi.
Efstaland 8–12. Lóðin fær viður-
kenningu fyrir viðhald á lóð á vel
gróinni og snyrtilegri lóð.
Atvinnu- og stofnanalóðir
Danól, Skútuvogi 3. Lóðin fær
viðurkenningu fyrir fallegan frá-
gang á beðum og bílastæðum á at-
hafnasvæði.
SAMSKIP, Kjalarvogi 9–13. Lóð
Samskipa fær viðurkenningu fyrir
snyrtilega og stílhreina lóð á stóru
athafnasvæði.
Endurbætur á eldri húsum
Þrjú hús hlutu að þessu sinni viður-
kenningu vegna endurbóta á eldri
húsum en þau eru Laufásvegur 43,
Öldugata 32 og Sigluvogur 9. Húsin
þrjú eru af þremur kynslóðum íbúð-
arhúsa í Reykjavík og spanna nokkuð
breitt bil í byggingarsögu borgarinn-
ar. Húsið að Laufásvegi 43 er timbur-
hús á steinhlöðnum kjallara frá fyrsta
áratug 20. aldar, Öldugata 32 er stein-
steypt hús frá þriðja áratugnum og
Sigluvogur 9 er nútíma einbýlishús
frá sjötta áratug síðustu aldar. Þessi
hús hafa nýlega verið endurnýjuð og
er hvert um sig mjög góður vitnis-
burður um byggingarlag síns tíma.
Þau hafa því mikið varðveislugildi
sem hluti af menningar- og bygging-
arlistasögu Reykjavíkur.
Húseigendur hvattir
Nefndin vonast til að tilnefningarn-
ar virki hvetjandi fyrir húseigendur í
Reykjavík og forráðamenn stofnana
og fyrirtækja í borginni. Mörgum
þeirra húsa í Reykjavík sem teljast
hafa varðveislugildi hefur ekki verið
haldið við sem skyldi. Þessi dæmi sýni
ótvírætt fram á það að séu hús gerð
upp á faglegan hátt séu þau lyftistöng
fyrir umhverfi sitt. Með því öðlist þau
þann sess sem þeim beri og hvetji um
leið húseigendur í borginni til að
leggja sitt af mörkum til varðveislu
byggingarlistar í Reykjavík.
„Fallegar og vel hirtar lóðir eru til
ánægju og yndisauka í borginni og
með því að vekja athygli á þeim er
hvatt til að húseigendur og forráða-
menn fyrirtækja og stofnana fylgi
fordæminu og leggi sitt af mörkum til
fegrunar borgarinnar,“ segir í niður-
lagi frá nefndinni.
Fallegar og vel hirtar lóðir
eru til ánægju og yndisauka
Morgunblaðið/Jim Smart
Verðlaunahafar á tröppum Höfða ásamt Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra.
BORGARSTJÓRNARFLOKKUR
Frjálslynda flokksins sendi í gær frá
sér yfirlýsingu þar sem bornar eru
til baka fregnir um fyrirhugað sam-
starf F-listans við Samfylkinguna og
Framsóknarflokkinn í næstu
borgarstjórnarkosningum.
„Nú er orðið ljóst að R-listinn býð-
ur ekki fram í næstu kosningum
heldur munu þeir þrír flokkar sem
mynda meirihluta í borgarstjórn að
öllum líkindum bjóða fram hver sinn
lista. Einnig er orðið ljóst að minni-
hlutaflokkarnir í borgarstjórn munu
bjóða fram eigin lista eins og áður,“
segir í yfirlýsingu frjálslyndra. Þar
eru jafnframt tíunduð helstu
áherslu- og baráttumál flokksins í
borgarstjórn þar sem velferðarmál
hafa verið í öndvegi.
„Góður árangur F-listans byggist
á þeirri samstöðu og eindrægni sem
einkennt hefur starf borgarmála-
hóps frjálslyndra. F-listinn væntir
stuðnings borgarbúa til góðra verka
á næsta kjörtímabili,“ segir að end-
ingu í yfirlýsingunni.
Frjálslynd-
ir áfram
með eigið
framboð
SALMONELLA greindist í græn-
um Baby-aspas frá Taílandi og dreif-
ing vörunnar hefur verið stöðvuð.
Um er að ræða 200 gramma bakka
sem er pakkað í plastfilmu og voru
seldir í Hagkaupum og Melabúðinni.
Umhverfissvið Reykjavíkurborg-
ar tók sýni úr vörunni 9. ágúst sl. og
um leið og niðurstöður lágu fyrir var
aspasinn tekinn úr sölu.
Þeim sem hafa keypt vöruna er
bent á að skila henni til verslunar-
innar þar sem hún var keypt.
Salmonella
finnst í aspas
♦♦♦