Morgunblaðið - 19.08.2005, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BROTTFLUTNINGUR ísraelskra
landtökumanna á Gaza stendur nú
sem hæst og þrátt fyrir nokkur átök
er stefnt að því að ljúka honum innan
viku. Samkvæmt áætlun Ariels Shar-
ons, forsætisráðherra Ísraels, eiga
síðan síðustu ísraelsku hermennirnir
að fara þaðan í október.
Hér er um að ræða mikil tíðindi og
hefur Sharon verið hrósað víða, eink-
um á Vesturlöndum, fyrir framsýni
og hugrekki. Um það eru þó flestir
sammála, að það er ekki brottflutn-
ingurinn frá Gaza, sem skera mun úr
um framtíðarsamskipti Ísraela og
Palestínumanna, heldur fyrirætlanir
Ísraela á Vesturbakkanum.
Terje Rød-Larsen, sérfræðingur í
málefnum Mið-Austurlanda og fyrr-
verandi milligöngumaður Sameinuðu
þjóðanna í deilum Ísraela og Palest-
ínumanna, segir Sharon hafa „sýnt
forystuhæfileika og hugrekki“ með
brottflutningnum, sem hugsanlega
geti orðið „þúfan, sem velti hlassinu“.
Það er að segja, verði honum fylgt
eftir með viðræðum um endanlegan
friðarsamning.
„Ef hér er hins vegar um að ræða
fyrsta skrefið og jafnframt það síð-
asta, er ég hræddur um, að ástandið
muni áfram einkennast af átökum og
ofbeldi,“ sagði Rød-Larsen og bætti
við, að nú væri „stund sannleikans“
runnin upp fyrir báða deiluaðila.
Hvað vakir fyrir Sharon?
Ísraelar og Palestínumenn féllust
hvorirtveggja á Vegvísinn, frið-
aráætlunina, sem Sameinuðu þjóð-
irnar, Bandaríkin, Evrópusambandið
og Rússar standa að, en samkvæmt
honum er stefnt að sjálfstæðu ríki
Palestínumanna á Vesturbakkanum
og Gaza og endanlegum friðarsamn-
ingum milli þeirra og Ísraela. Ætla
fulltrúar Kvartettsins, sem svo er
kallaður, að koma saman um miðjan
næsta mánuð til að ræða stöðuna eftir
brottflutninginn frá Gaza og þá með
það fyrir augum, að Ísraelar og Pal-
estínumenn setjist aftur að samn-
ingaborði í anda Vegvísisins.
Hætt er samt við því, að Rød-
Larsen og fulltrúar Kvartettsins
verði fyrir vonbrigðum. Flest bendir
til, að það, sem vaki fyrir Sharon með
brottflutningnum frá Gaza, sé þetta
tvennt: Annars vegar að bæta ímynd
sína og Ísraela á alþjóðavettvangi og
hins vegar að búa í haginn fyrir
ákveðnar aðgerðir á Vesturbakk-
anum. Með öðrum orðum, að Sharon
hafi afráðið að draga upp á eigin spýt-
ur nýja landamæralínu fyrir Ísrael og
án nokkurs tillits til Palestínumanna
eða umheimsins.
Vert er að nefna, að í Ísrael hefur
löngum hefur verið litið á landtökuna
á Gaza sem hálfgert aukaatriði, jafn-
vel meðal bókstafstrúaðra harðlínu-
manna. Öðru máli gegnir um Vest-
urbakkann, hin fornu landsvæði
Júdeu og Samaríu, en þar er land-
takan ýmist kölluð „gjöf frá guði“ eða
réttmætur ávinningur í stríði.
Sharon hefur tilkynnt, að fjórar
smáar gyðingabyggðir á Vesturbakk-
anum norðanverðum verði yfirgefnar
en hann hefur líka margsagt, að meg-
inbyggðirnar verði efldar. Hefur
hann nýlega og oft áður leyft nýjar
húsbyggingar þar, þvert ofan í Veg-
vísinn, en nú búa á Vesturbakkanum
um 240.000 Ísraelar.
Sharon hefur gengist fyrir bygg-
ingu múrsins mikla, sem víða liggur
langt inni á palestínsku landi og hefur
einangrað tugi þúsunda Palest-
ínumanna frá sínu eigin samfélagi.
Líklegt þykir, að Sharon sjái legu
múrsins fyrir sér sem nýja landa-
mæralínu og þá muni Austur-
Jerúsalem, sem Palestínumenn vilja,
að verði höfuðborg þeirra, lenda inn-
an hans. Samkvæmt þessu og með
landamærin frá 1967 í huga verða
10% Vesturbakkans í raun innlimuð.
Óhagstæð tölfræði
Annað, sem vegur þungt hjá Shar-
on og Ísraelum almennt, er lýð-
fræðin. Á Gaza, sem er aðeins 360
ferkm, réðu 8 til 9.000 gyðingar 33%
landsins en á hinum 67% bjuggu tæp-
lega 1,4 milljónir Palestínumanna. Á
Vesturbakkanum, sem er 5.860
ferkm, býr nokkuð á þriðju milljón
Palestínumanna. Ísraelar eða gyð-
ingar, sem hafa þungar áhyggjur af
fjölgun fólks af arabískum uppruna
innan eigin landamæra, sáu í hendi
sér, að yrðu þessi landsvæði innlimuð
alveg, væru þeir þar með komnir í
minnihluta.
Á næstu mánuðum mun koma í ljós
hvert framhaldið verður. Hvort brott-
flutningurinn frá Gaza verður upphaf
nýrra friðarviðræðna í anda Vegvís-
isins eða hvort Ísraelar ætli sér að
hunsa hann endanlega og þá jafnvel
með þegjandi samþykki Bandaríkja-
stjórnar.
AP
Ísraelar, sem búið hafa í byggðinni Neve Dekalim á Suður-Gaza, mótmæla brottflutningnum í gær en þá kom til harðra átaka við liðsmenn Ísraelshers.
Gazasvæðið er ekki nema 360 ferkílómetrar en 8 til 9.000 Ísraelar höfðu lagt 33% landsins undir sig. Á hinum 67% hafa búið 1,4 milljónir Palestínumanna.
Undanfari friðar eða ávísun á nýja ólgu?
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
IAN Blair, lögreglustjóri í London,
reyndi að koma í veg fyrir að op-
inber rannsókn yrði gerð á dauða
Brasilíumannsins Charles de Men-
ezes, að því er fullyrt er í dagblaðinu
Independent í gær. Menezes var
skotinn til bana af lögreglumönnum
á Stockwell-lestarstöðinni í London
22. júlí síðastliðinn, daginn eftir að
tilraunir voru gerðar til hryðjuverka
í borginni, en hann var grunaður um
að vera hryðjuverkamaður. Sam-
kvæmt rannsóknarskýrslu sem lekið
var í fjölmiðla í fyrradag mun Men-
ezes þó ekki hafa hagað sér grun-
samlega á lestarstöðinni né reynt að
forðast lögreglu eins og hún hefur
hingað til haldið fram.
Fékkst staðfest í gærdag að lög-
reglan stóð í fyrstu á móti því að
efnt yrði til óháðrar rannsóknar.
Öryggishagsmunir í fyrirrúmi
Independent hefur eftir Scotland
Yard að Ian Blair hafi, nokkrum
klukkustundum eftir dauða Men-
ezes, skrifað John Gieve, ráðuneyt-
isstjóra í innanríkisráðuneytinu,
bréf í þeim tilgangi að tryggja að
hryðjuverkarannsóknin hefði for-
gang yfir nokkra sjálfstæða rann-
sókn rannsóknarnefndar innan lög-
reglunnar (IPCC). Sama dag féllst
lögreglan í London á að fela IPPC
rannsókn á dauða Menezes. Scot-
land Yard segir að bréf Ians Blairs,
sem einnig var sent til IPPC, hafi
átt að „skerpa hlutverk IPPC ef,
eins og þá virtist raunin, að byssu-
skotin á Stockwell-lestarstöðinni
hafi tengst sjálfsmorðssprengju-
manni sem hefði átt hlut að máli í
atvikum sem áttu sér stað degi
fyrr“. Independent segir einnig hafa
komið fram í gær að Ian Blair hafi
haft áhyggjur af því að sjálfstæð
rannsókn gæti stofnað öryggishags-
munum í hættu.
Málið hefur hingað til verið
„óreiðukennt klúður“
Lögfræðingar fjölskyldu Menezes
gagnrýna lögreglu og lögreglustjór-
ann harðlega og segja lögreglu hafa
brugðist skyldum sínum með því að
fara ekki strax fram á rannsókn
IPPC á dauða Menezes. Harriet
Wistrich, einn af lögfræðingum fjöl-
skyldunnar, hvatti Ian Blair í gær
til að segja af sér embætti. Gareth
Peirce, annar lögfræðingur fjöl-
skyldunnar, sagði í samtali við BBC
í gær að málið hefði hingað til verið
„óreiðukennt klúður“. Hún sagði að
rannsókn á dauða Menezes yrði
einnig að leita svara við því hvers
vegna lögregla virtist ekki hafa leið-
rétt rangar upplýsingar um atvikið
sem komið hefðu fram. „IPPC verð-
ur að komast að því hvað af þessu
var vanhæfni eða vanræksla eða
hvort eitthvað af þessu hafi verið
eitthvað verra en það,“ sagði Peirce
við BBC. Hún sagði einnig að stað-
an eins og hún blasir við krefðist
þess að svör kæmu fram „fljótt, ekki
bara vegna hagsmuna fjölskyldunn-
ar heldur einnig almannahags-
muna“.
Sagður hafa reynt að
koma í veg fyrir rannsókn
Lögmenn Brasilíu-
mannsins Menezes
krefjast afsagnar
Ians Blairs, lög-
reglustjóra í London
Reuters
Ljósmynd af líki de Menezes í lestinni sem ITV-sjónvarpsstöðin sýndi.
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
bab@mbl.is
Bogota. AFP. | Björgunarfólk leitaði í
gær dauðaleit að einhverjum sem
kynnu að hafa komist lífs af þegar
fiskibátur frá Ekvador sökk undan
strönd kólumbísku eyjunnar Mal-
pelo í fyrrakvöld en óttast er að
meira en 100 manns hafi drukknað.
Níu var bjargað í fyrrakvöld.
Um lítinn mótorbát var að ræða en
113 manns voru um borð. Þykir ljóst
að verið var að nota fiskibátinn til að
smygla fólki með ólöglegum hætti
milli landa. Umræddur bátur var á
leið til Mið-Ameríku og munu far-
þegarnir hafa haft í hyggju að
smygla sér inn í Bandaríkin.
Forseti Ekvador, Alfredo Palacio,
vottaði fjölskyldum fórnarlambanna
samúð sína í gær og hét því að draga
þá til ábyrgðar sem skipulögðu þessa
feigðarför. Jafnframt sagðist hann
ætla að blása til sóknar gegn þeim
sem stæðu í því að flytja saklaust
fólk gripaflutningum, eftir að hafa
sannfært það um að þess biði betri
tíð og blóm í haga annars staðar.
„Þetta er plága sem ræðst á hina fá-
tækustu og hefur í för með sér harm-
leiki eins og þennan,“ sagði hann
ennfremur.
Báturinn mun hafa lagt úr höfn frá
borginni Esmeraldas í Ekvador, ná-
lægt landamærunum að Kólumbíu,
11. ágúst sl. Allir um borð voru frá
Ekvador, nánar tiltekið frá Azuay-
héraði og hafnarborginni Machala.
Yfir 100
Ekvador-
búar
drukknuðu