Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND ÁRIÐ 2002 var fyrst bryddað upp á hugmyndinni um menningartengt samstarf milli Austurlands og Ves- terålen í Norður-Noregi. Signý Ormarsdóttir, starfsmaður Menningarráðs Austurlands, segir að strax í upphafi hafi þótt ljóst að vilji væri til samstarfs. „Þetta var góður kostur vegna þess að öll sveit- arfélögin á Austurlandi hafa með sér formlegt menningarsamstarf og geta því virkað út á við sem ein heild,“ segir Signý. „Þá er margt líkt með okkar fjórðungi og Vester- ålen, sem er eyjaklasi norðan við Lófóten nyrst í Noregi. Þar hefur verið hlúð mjög að menningar- málum og leitað út á við eftir sam- starfi. Atvinnuvegir þar eru áþekkir okkar, þar er langt á milli staða og unga fólkið flytur í burtu og kemur oft á tíðum ekki aftur. Eitt af því sem menningarsamstarf getur gert er að fá unga fólkið heim til verk- efna eða veru og það er einn helsti tilgangur samstarfs okkar.“ Signý segir markmiðið vera að koma af stað samstarfsverkefnum, tengja saman listamenn og fé- lagasamtök á báðum stöðum með samstarf í huga, ásamt tengingu milli menningarfulltrúa sveitarfé- laga beggja svæða. Árið 2006 er svo ætlunin að koma á samstarfi við þriðja landið í Evrópu. Listafólk hrist saman í sköpun „Verkefnið snýst fyrst og fremst um að við lærum hvert af öðru, miðl- um reynslu og þekkingu og ráðumst svo í ákveðin verkefni.“ Signý segir verkefnin í samstarf- inu mismunandi. Hún nefnir sem dæmi verkefni með golfstraums- löndunum Mexíkó, Gvatemala og Ís- landi, norskir listamenn hafi komið austur og tekið þátt í menningar- viðburðum af ýmsu tagi, s.s. Norsk- um dögum og L-Unga, listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, tónleikum, myndlistarsýningum o.fl. Þá bjóðist norskum listamönnum að sækja um styrk til að dvelja í Skriðuklaustri við sköpun sína og eru tveir styrkir veittir árlega. Til standi að bjóða austfirskum listamönnum hið sama í vor. Þá hefur íslenskur sagnamaður farið út til að miðla af íslenskum sagnaarfi. Samstarfið tengist öllum sviðum lista og sé mjög margvíslegt. „Fram að þessu er sýnilegasta verkefnið það sem unnið var með ungu listafólki og þar er árangurinn þegar markverður,“ segir Signý. Ákveðið var að hrinda af stað verk- efni þar sem sex (þrír frá hvoru landi) listamenn búsettir fjarri heimahögum ynnu að listsköpun og sýndu afraksturinn á netaverkstæði í Sigridfjord í Vesterålen, áþekkum stað og lítið sjávarpláss á Austur- landi. „Þau fengu mikla athygli og augljóst að bæði yfirvöld og almenn- ingur í Norður-Noregi er farinn að líta meira á menninguna sem tæki- færi í atvinnu- og verðmætasköpun en áður var. Þar er 20 ára þrotlaust starf að skila sér. Við endurtókum verkefnið hér á Íslandi nú í sumar á Eiðum og tókst mjög vel og verkefnið hefur undið upp á sig.“ Rýnt í menningararfinn Signý segir að verkefni í Vester- ålen sem kallast Tilbagestrømmet, eða Bakstreymi, sé sérlega athygl- isvert, en þar er ungu listafólki gert kleift að sækja um styrki til að vinna að verkefnum í heimahögum. Hug- myndin hafi þótt nokkuð galin í upp- hafi, en sé í raun það sem er einna kröftugast í norska starfinu. Nú þegar sé hugmyndin farin að skolast upp á austfirska strönd og til sé samstarf listafólks af Fljótsdalshér- aði sem kallist Börnin heim og komi með árlega viðburði í Egilsstaði. „Því virðist sem sú óformlega um- ræða sem farin er af stað skapi grundvöll til að unga fólkið geri sig sýnilegra og uppgötvi að það tilheyri samfélaginu og að við viljum eiga eitthvað í þeim, þó svo að það sé í námi annars staðar. Mér hefur alla tíð þótt frábært að vinna með ungu fólki og finn svo mikið kraftinn sem er í krökkunum og hvað þau eru í raun og veru glöð að mönnum finn- ist eitthvað til þess koma sem þau vinna að. Ég geri engar kröfur um að unga fólkið flytji á heimaslóðir og ber fulla virðingu fyrir þeim sem fara og koma ekki aftur eða ekki fyrr en eftir langan tíma. Ég tel nauðsynlegt að fólk fari í burtu til að viða að sér þekkingu. En að þau til- heyri okkur og leyfi okkur að njóta sköpunar sinnar er mikilvægt.“ Af verkefnum framundan má nefna að í lok september verður haldin ráðstefna á Egilsstöðum und- ir yfirskriftinni Gróður fortíðar – gróði framtíðar og er hún fjár- mögnuð af Nordisk Kulturråd. Fyr- irlesarar verða frá Vesterålen, Aust- urlandi og víðar af Íslandi. Þar á að gaumgæfa menningararf Íslendinga og Norðmanna og hvernig unnt sé að nýta hann í menningu samtím- ans. Signý segir áherslu verða lagða á tónlistarsamstarf við Vesterålen á næstunni. Hugmyndirnar séu mý- margar, sumar tímabærar en aðrar þurfi að dafna frekar. „Ég hef ekki væntingar um stór verkefni sem fái athygli á heimsvísu, heldur vil ég miklu fremur sjá ferðalög ungmenn- anna okkar, þess vegna rokk- hljómsveita, á milli staða og landa til að deila reynslu og upplifun. Mér er norrænt samstarf kært og vil að við fáum tengingu til að skynja betur af hvaða rót við sprettum og hversu ótrúlega lík við erum.“ www.skriduklaustur.is/menning www.vestreg.no/kultur Austurland og Vesterålen í Norður-Noregi vinna saman að menningarmálum Jaðarinn er hin nýja miðja Gefa ber ungu listafólki tækifæri til að kynna sköpun sína á heimaslóðum. Signý Ormars- dóttir menningarfulltrúi ræddi við Steinunni Ásmundsdóttur um samstarfið við Vesterålen. Ljósmynd/Erik Bugge Í deiglu jaðarlista á Eiðum Svanur Vilbergsson, Maja Bugge, Katrina Eponile Strom, Asle Pettersen , Stefán Benedikt Vilhelmsson og Halldóra Malín Pétursdóttir. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir Menningarfulltrúi Austurlands, Signý Ormarsdóttir. AKUREYRI SYSTKININ Arnór, Geirfinnur, Guðrún, Inga Dag- mar og Jón Karlsbörn hafa afsalað sér til Háskólans á Akureyri öllum eignarhlutum sínum í jörðinni Vé- geirsstöðum í Fnjóskadal og er jörðin þar með nánast öll í eigu háskólans. Að auki afsöluðu Arnór og Geir- finnur sér til háskólans þremur sumarhúsum, einu bænahúsi og fleiri eignum á Végeirsstöðum. Jafn- framt hefur Geirfinnur afhent Végeirsstaðasjóði 10 milljónir króna sem nýta skal til uppbyggingar á Vé- geirsstöðum. Háskólaráð hefur komið á framfæri þökkum til systkinanna fyrir stórhug þeirra og höfð- ingsskap. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, þakkar þeim Geirfinni, t.v., og Arnóri fyrir höfðingsskapinn. Systkin gefa háskólanum jörðina Végeirsstaði BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni endur- skoðaða stefnu í menningarmálum, undir yfirskriftinni; Skapandi bær. Með samþykktinni vill bæjarstjórn efla svo lista- og menningarstarf í sveitarfélaginu að það öðlist sess sem fyrirmynd annarra sveitarfélaga á Ís- landi. Til þess að gera Akureyri að þungamiðju öflugs menningarstarfs hyggst bæjarstjórn í samvinnu við ríkisvaldið standa vörð um rekstur þeirra meginstofnana á sviði tónlist- ar, leiklistar og myndlistar sem hafa um langt skeið verið kjölfesta menn- ingarlífsins. Einnig verði lögð áhersla á að hvetja til aukinnar atvinnumennsku listafólks og greiða götu þess í hví- vetna til að auka á fjölbreytni í fram- boði á menningar- og listastarfsemi. Með stuðningi sínum við lista- og menningarstarf vill bæjarstjórn Akureyrar skapa farveg fyrir sköp- unargáfu og þroskakosti bæjarbúa og stuðla að atvinnusköpun. Ennfremur tryggja aðgang allra að menningar- tilboðum og stuðla að jákvæðri ímynd samfélagsins. Rík áhersla er lögð á að Akureyri verði ávallt í fararbroddi hvað varðar menningarlegt starf fyr- ir börnin. Margvísleg tækifæri eru til að gera þátttöku barna í listalífi að sjálfsögðum þætti í lífi þeirra. Í þessu skyni skal efla samstarf skóla, heim- ila, menningarstofnana og skapandi einstaklinga. Nýta ber þau tækifæri sem falin eru í auknu samstarfi stofnana og að- ila á ólíkum sviðum. Tilgangurinn er að fella múra, nýta betur krafta og aðstöðu og efla nýsköpun í menn- ingarlífinu. Aðstæður til þessa á Akureyri eru einstakar þar sem sam- an fer löng hefð skólastarfs, starfsemi listaskóla, öflugar menningarstofn- anir, háskóli og fjöldi skapandi ein- staklinga á flestum sviðum listanna. Hvatt til aukinnar at- vinnumennsku listafólks Listasumar | Nú fer að síga á seinni hluta Listasumars á Akureyri sem staðið hefur frá 22. júní sl. en því lýkur á Akureyrarvöku 27. ágúst nk. Síðasti heiti fimmtudagurinn var í gærkvöld þegar Benjamin Koppel frá Danmörku og djasssveit hans léku í Ketilhúsinu. Í dag eru síðustu föstudagshádegistónleikar sumars- ins. Síðasta sýningarhelgi listsýn- inga Guðrúnar Pálínu Guðmunds- dóttur í Ketilhúsinu, Sigurðar P. Högnasonar í Deiglunni og Skrímsl í Listasafninu. Á Akureyrarvöku verða opnaðar nýjar sýningar í fyrr- nefndum sölum. Listamennirnir sem munu koma fram á síðustu hádegistónleikunum í Ketilhúsinu kl. 12 í dag eru: Guido Bäumer, saxófón, og Aladár Rácz, píanó. Þeir flytja létta og skemmti- lega franska tónlist fyrir altsaxófón og píanó með dálitlu suður-amerísku og suðrænu ívafi. Tónleikarnir standa í um 50 mínútur og er að- gangur 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.