Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 21 MENNING BESTA VERÐIÐ?                 F A B R I K A N KARLAKÓRINN Fóstbræður kem- ur fram á hátíðartónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum hinn 16. október næstkomandi í tilefni af 60 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Kórinn er meðal fjór- tán flytjenda víða að úr heiminum og þriggja þekktra og vinsælla kynna er munu sameina krafta sína og sýna fram á að tónlist geti sam- einað þjóðir heimsins. Tónleikarnir eru einn- ig liður í að kynna þús- aldarmarkmið Samein- uðu þjóðanna og mun allur ágóði renna til verkefnis sem vinnur að því að öll börn í þróun- arríkjum heimsins hafi aðgang að hreinu vatni. Einnig verð- ur myndband af tónleikunum selt til styrktar þróunarverkefninu. Chaka Khan og Chuco Valdez „Þetta kom fyrst upp í janúar á þessu ári en sá sem er í forsvari fyrir undirbúningsnefnd tónleikanna er forstjóri Sony í Evrópu og hann hafði í tvígang á síðasta ári heyrt okkur syngja hér á Íslandi. Við fengum svo formlegt boð í vor,“ segir Árni Harð- arson, söngstjóri Fóstbræðra. Meðal annarra flytjenda á tónleik- unum eru; Chaka Khan frá Banda- ríkjunum, Sami Yusuf frá Jórdaníu, The Chieftains frá Írlandi, Chuco Valdez frá Kúbu, Dhol Foundation frá Bretlandi og Jaipur Kawa Brass Band frá Indlandi, en Fóstbræður verða fulltrúar Norður- landanna. Búist við fyrirmennum Árni segir tónlist með þjóðlegu ívafi einkenna flytjendur tónleikanna og mun efnisskrá Fóst- bræðra innihalda bæði hefðbundin íslensk kór- verk ásamt einhverju nýstárlegra. „Við erum farnir að huga að efnisskránni, sem verður í kringum tuttugu mínútur, og nú eru að fara af stað mikl- ar æfingar. Þarna koma fram flytjendur á heimsmælikvarða og við verðum að gera okkar besta. Þetta er mjög spennandi og við er- um upp með okkur að hafa verið boð- ið að koma þarna fram.“ Kynnar verða bresku leikararnir Joanna Lumley og Art Malik ásamt bandarísku tónlistarlærðu útvarps- konunni Lucy Duran. Árni segir að búast megi við ein- hverjum fyrirmennum á tónleikunum en nú þegar hefur verið staðfest að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, verði viðstaddur. Tónlist | Hátíðartónleikar SÞ í Lundúnum 16. október Fóstbræður á 60 ára afmælistónleikum SÞ Árni Harðarson Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is GÓÐAR melódíur – svo maður leyfi sér að nota afmarkaða tökuorðið í stað hins innlenda en margræða orðs lög – eru ævinlega vel þegnar. Því betur, held ég, eftir því sem menn hafa heyrt meira og sjálfreynt hversu erfitt getur verið að búa þær til. Ein- föld en snjöll melódía er trúlega með- al blautustu sápustykkja sem skap- andi hugur fær höndlað. Liggur við að um hana megi hafa orð Oehl- enschlägers um hamingjuna í Aladd- ín: „Hún kemur sjálf; hún vill ei gegna kalli“. Jafnvel þótt vitaskuld megi ekki útiloka að ein og önnur meistaramelódía geti engu að síður reynzt árangur Núreddínskrar yf- irlegu. Ef hún hljómar samt líkt og hrist væri fram úr erminni, er til- ganginum náð. Þetta kann að virðast stórt upp í sig tekið um djassvalsana tíu eftir Tómas R. Einarsson, sem ómuðu um fullsetinn höggmyndasal Sigurjóns Ólafssonar á dögunum. En þrátt fyrir nokkra annmarka er ég samt ekki frá því að Tómas hafi víða komizt nærri neistanum eina í ópusum sínum Vangadansi, Ástarvísu, Maínótt, Hófi, Gili, Skriði, Mannabörnum, Stolnum stefjum, Undir snjónum og Róandi valsi fyrir rassblautt barn og píanó. Annmarkarnir fólust helzt í því hvað stykkin voru upp til hópa nærri svæfandi hæggeng (að því leyti eru t.a.m. Ástarljóðavalsar Brahms mun fjölbreyttari) – og hvað verkin voru flest furðulítið útsett. Með jafnfrá- bærlega vel skipuðum kvintetti tveggja blásara, gítars, tromma og bassa og hér var í boði hefði oft mátt fá mun meira út úr grunninum en raun bar vitni – t.d. með því að radda meira í riffum og kórusum. Í því tilliti snerust mannkostaplúsarnir í formi margra skínandi góðra sólóa upp í hálfgerða vannýtingu hvað heild- arfrágang varðar. Þó svo að ugglaust reyni minna á það í lifandi kons- ertflutningi en af hljómdiski, sem þarf að endast margítrekaða hlustun. Að vísu verður að játa, að hér- umrædd framsetning verkanna komst undralangt á fyrrtöldum ein- leikssprettum, enda valinn maður í hverju rúmi, og spuninn að auki meg- inburðarstoð djassins frá fornu fari. Að slepptum fyrstu hálfloppnu sóló- um flygilhornleikarans (er síðan sótti í sig veðrið svo um munaði) stóðu kannski helzt upp úr póetísk tilþrif Óskars Guðjónssonar á tenórsax, og ekki sízt sláandi frumleg framlög gít- arleikarans. Ómar Guðjónsson veif- aði jafnt sérkennilegum fótstigs- styrkstýrðum „orgelgítar“ (Bítlafíklar vita hvað við er átt með tilvísun í tónsögulegt frumdæmi þeirra Yes It Is frá 1966) sem meira „normal“ spiltækni og hélzt ávallt eft- irtektarverður, jafnt í útfyllandi harmóníuundirleik sem einleiks- spuna. Smekkvís trommuleikur Matthíasar Hemstock var að sama skapi í fyrirmyndargóðu jafnvægi við allt sem fram fór og hefði að skað- lausu mátt fá að snarhrynga meira en úr varð. TÓNLIST Sigurjónssafn Djassvalsar eftir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikara. Auk hans Óskar Guðjónsson T-sax, Snorri Sigurðarson flygilhorn, Ómar Guðjónsson gítar og Matthías Hemstock trommur/slagverk. Þriðjudaginn 6. ágúst kl. 20.30. Djasstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Tómas R. Einarsson: Komst víða nærri neistanum eina. Melódísk vannýting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.