Morgunblaðið - 19.08.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 27
UMRÆÐAN
„GEORGÍSKU hermennirnir
gáfu krökkunum byssukúlur til að
leika sér með. Ef hermennirnir
fengu vodka eða sígarettur áttu
þeir það til að gefa
krökkunum skamm-
byssur eða hand-
sprengjur.“ Georgi,
14 ára frá Georgíu
Það mætti ætla að í
kjölfar „stríðsins
gegn hryðjuverkum“
væri harðar tekið á
löggjöf um eign og
dreifingu smávopna
(vopn sem hægt er að
halda á). Svo er ekki.
Staðreyndin er sú að
fáar sem engar til-
raunir hafa verið
gerðar til að koma böndum á smá-
vopn/skotvopn sem drepa, limlesta
og ógna fólki um allan heim á degi
hverjum.
Tæplega 650 milljón smávopn er
að finna í heiminum í dag. Ár
hvert eru átta milljónir fram-
leiddar til viðbótar og þeim fer
fjölgandi. Beiting smávopna veld-
ur fleiri dauðsföllum en notkun
nokkurra annarra vopna. Engin
bindandi alþjóðalög eru fyrir
hendi sem minnka líkurnar á eða
koma í veg fyrir að þessi vopn
komist í hendur þeirra sem mis-
beita þeim.
Hverjir græða á þessum vafa-
sömu viðskiptum? Þjóðirnar fimm
sem eru með fastasetu í örygg-
isráði SÞ: Bandaríkin, Bretland,
Frakkland, Rússland og Kína eru
ábyrg fyrir rúmlega 80% af hefð-
bundnum vopnaútflutningi.
Í kjölfar 11. september 2001
hafa sum ríkjanna slakað á kröf-
um og stöðlum tengdum vopnasölu
til að efla vinaþjóðir sínar í barátt-
unni gegn hryðjuverkum. Andvirði
vopnaútflutnings Bretlands til
Indónesíu fór úr 2 milljónum
punda árið 2000 í 40 milljónir
punda tveimur árum síðar. Þetta
jafngildir tuttuguföldun þrátt fyrir
alræmd mannrétt-
indabrot indónesíska
hersins.
Amnesty Int-
ernational, ásamt öðr-
um félagasamtökum,
berst fyrir gerð al-
þjóðlegs vopnasölu-
samnings sem rík-
isstjórnir helstu
iðnríkjanna eru hvatt-
ar til að undirrita á
næsta ári. Samning-
urinn myndi koma í
veg fyrir að vopn
yrðu seld til landa
þar sem líklegt mætti telja að
þeim yrði misbeitt í trássi við al-
þjóðleg mannréttindalög. Laga-
lega bindandi vopnasölusamningur
tryggir að ríkisstjórnir sitja við
sama borð og eru samábyrgar fyr-
ir því að framfylgja stöðlum sem
gilda um sölu og kaup vopna.
Félagar í Íslandsdeild Amnesty
International munu taka á móti
gestum og gangandi í Hafn-
arstræti 15 (úti fyrir ef veður leyf-
ir) á morgun, laugardaginn 20.
ágúst, milli 16 og 20. Starfsemi
deildarinnar verður kynnt ræki-
lega. Einnig gefst fólki tækifæri
til að undirrita áskorun til G8-
ríkjanna um að ýta nýja vopna-
sölusamningnum úr vör.
Komum böndum á vopnin
Haukur Claessen fjallar um
vopnasölu ’ …fáar sem engar til-raunir hafa verið gerðar
til að koma böndum á
smávopn/skotvopn sem
drepa, limlesta og ógna
fólki um allan heim …‘
Haukur Claessen
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
félagi í Íslandsdeild Amnesty
International.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu svæði
munu naumast sýna getu sína í
verki; þeim er það fyrirmunað
og þau munu trúlega aldrei ná
þeim greindarþroska sem líf-
fræðileg hönnun þeirra gaf fyr-
irheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af óskýru
orðalagi og í sumum tilvikum
óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein
fyrir og metur stöðu og áhrif
þeirra opinberu stofnana, sem
heyra undir samkeppnislög,
hvern vanda þær eiga við að
glíma og leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn og dýpka
umræðuna og ná um þessi mál-
efni sátt og með hagsmuni allra
að leiðarljósi, bæði núverandi
bænda og fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
AF ÞEIM tíu ríkjum sem gengu
til liðs við Evrópusambandið 1.
maí 2004 var Malta það fámenn-
asta en um leið það gagnrýnasta á
ESB. Íbúar þessa eyríkis í Mið-
jarðarhafinu eru um 400 þúsund
og innganga landsins
í Evrópusambandið
olli mestu pólitísku
deilum sem hafa orðið
í landinu síðan það
hlaut sjálfstæði frá
Bretum árið 1964.
Inngangan var samt
samþykkt með um
53% atkvæða. Nú
rúmum 15 mánuðum
síðar hefur pólitískt
landslag töluvert
breyst og mikill
meirihluti þjóðarinnar
styður aðild landsins
að ESB. Þar má til dæmis nefna
að Verkamannaflokkurinn, sem
var eindreginn andstæðingur að-
ildar, hefur nú skipt um skoðun og
styður aðild.
Þessi umskipti hafa komið
mörgum á óvart en eftir að hafa
tapað bæði þjóðaratkvæðagreiðslu
um inngöngu í ESB og þingkosn-
ingum nokkru síðar náðu Evr-
ópusinnar völdum í Verka-
mannaflokknum og hafa breytt
stefnu flokksins í samskiptum við
ESB. Þessi breyting varð meðal
annars þess valdandi að í vor náði
Verkamannaflokkurinn þremur af
fimm sætum Möltu á Evrópuþing-
inu á meðan hinn Evrópusinnaði
Þjóðernisflokkur náði einungis
tveimur. Í júlí var síðan hin nýja
stjórnarskrá ESB samþykkt ein-
róma á maltneska þinginu þrátt
fyrir að hafa verið felld í Hollandi
og í Frakklandi.
Þessi samstaða tveggja stærstu
stjórnmálaflokka Möltu í Evrópu-
málum hefur styrkt stöðu landsins
í Evrópusamstarfinu og hjálpað
landinu að verja hagsmuni sína
innan ESB. Reyndar eru flestir
sérfræðingar sammála um að
Malta hafi náð mjög góðum samn-
ingum við Evrópusambandið.
Landið fékk yfir sjötíu aðlaganir
eða undanþágur frá reglum ESB,
sumar þeirra varanlegar. Þar má
til dæmis nefna reglur um kaup
erlendra ríkisborgara
á landi á Möltu, um
frjálst flæði vinnuafls
til landsins og einnig
samdi Malta um 25
sjómílna efnahags-
lögsögu til handa inn-
lendum sjómönnum.
Samningamenn Möltu
lögðu áherslu á að
smæð landsins gerði
það að verkum að
þessar aðlaganir að
reglum ESB skiptu
sambandið nánast
engu máli en væru
mjög mikilvægar fyrir smáríki
eins og Möltu. Þetta samþykkti
Evrópusambandið þannig að það
er ljóst að hlustað er á rök smá-
ríkja í samningaviðræðum.
Þó svo að 15 mánuðir séu ekki
langur tími þá hefur maltneskt
efnahagslíf tekið töluverðum
breytinum á þessum tíma. Landið
hefur nú innleitt mikið af evr-
ópskri löggjöf meðal annars varð-
andi samkeppnismál, neytenda-
mál, umhverfismál og réttindi
launafólks. Eins og gefur að skilja
hefur þessi aðlögun ekki verið
sársaukalaus fyrir alla aðila. Þar
má til dæmis nefna að nið-
urgreiðslur í skipaiðnaði voru um-
talsverðar en þær verða felldar
niður á nokkrum árum. Einnig
stefna Maltverjar að því að taka
upp evruna árið 2008 og hefur sú
ákvörðun þýtt að fjármál ríkisins
hafa verið tekin föstum tökum.
Andstæðingar aðildar Möltu töl-
uðu mikið um pólitískt áhrifaleysi
smáþjóða innan ESB en reynsla
Maltverja hefur verið önnur. Á
þeim sviðum sem Malta hefur
hagsmuna að gæta til dæmis í
samskiptum við Afríkuríki og Mið-
Austurlönd, þá er Malta í lykilað-
stöðu. Bæði hafa þessi ríki beint
samband við Möltu til að koma
sínum sjónarmiðum á framfæri og
einnig leita önnur ESB-ríki til
Möltu um ráðgjöf í samskiptum
við þessi lönd.
Kjörsókn er mjög góð á Möltu
og er hún yfirleitt um og yfir 90%.
Stjórnmálaáhugi er því mikill á
eyjunni. Stutt er síðan landið
hlaut sjálfstæði en samt finnst
flestum íbúum landsins að inn-
gangan í ESB hafi styrkt fullveldi
landsins. Í síbreytilegum heimi al-
þjóðatengsla og viðskipta telja
Maltverjar að staða þeirra hafi
styrkst með verunni í Evrópusam-
bandinu enda geti þeir nú treyst á
bandalagsþjóðir sínar innan ESB í
hagsmunabaráttu í alþjóðlegum
samskiptum.
Maltverjar sáttir innan ESB
Dr. Roderick Pace fjallar um
samninga Möltu við Evrópu-
sambandið ’Þetta samþykktiEvrópusambandið
þannig að það er ljóst
að hlustað er á rök
smáríkja í samninga-
viðræðum.‘
Roderick Pace
Höfundur er kennari við Háskólann á
Möltu og gestakennari við Við-
skiptaháskólann á Bifröst.
NÚ LÍÐUR að Menningarnótt,
afmælishátíð Reykjavíkurborgar, og
í raun allra landsmanna þar sem
Reykjavík er jú höfuðborg okkar
allra. Að vanda er dagskráin fjöl-
breytt svo allir Reyk-
víkingar og gestir
þeirra ættu að finna
eitthvað við sitt hæfi,
óháð aldri eða áhuga-
málum.
Í tilefni af Menning-
arnótt hefur Sam-
anhópurinn í samvinnu
við stjórn Menning-
arnætur staðið fyrir
auglýsingum sem beint
er til foreldra og hafa
m.a. birst á stræt-
isvögnum höfuðborg-
arsvæðisins. Skilaboðin
eru skýr. Foreldrar
eru fyrirmyndir barna
sinna og komandi
Menningarnótt er til-
valið tækifæri til að
hnykkja á þessu mik-
ilvæga hlutverki for-
eldra. Að vera góð fyr-
irmynd birtist ekki
eingöngu í afstöðu
okkar gagnvart áfeng-
isneyslu, tóbaksneyslu
eða neyslu annarra vímuefna við að
njóta dagskrár Menningarnætur
með börnum og unglingum. Að vera
fyrirmynd snýst einnig um að sýna
vilja til þátttöku, að njóta alls þess
besta sem borgin hefur upp á að
bjóða og að skella sér í miðborgina
með fjölskyldunni til ánægjulegrar
samverustundar þrátt fyrir veður og
vinda. Að vera fyrirmynd kemur
einnig fram í viðhorfum okkar gagn-
vart fjölbreyttri flóru dagskrárliða,
vali á þeim uppákomum sem við velj-
um okkur að taka þátt í með börnum
okkar, og jafnvel hvort við kjósum
að nota einkabílinn eða strætisvagn-
inn til og frá miðborginni.
Að mati Samanhópsins eru for-
eldrar bestir í for-
vörnum. Rannsóknir
sýna að samverustund-
ir foreldra og barna
hafa marktæk áhrif á
viðhorf unglinga til
áfengis, tóbaks og ann-
arra vímuefna og vilja
þeirra til að taka fyrstu
skrefin eða láta þau
eiga sig. Fjölbreytt
dagskrá Menning-
arnætur gefur tilefni til
samveru allrar fjöl-
skyldunnar í miðborg-
inni, skapar tækifæri á
að upplifa eitthvað al-
veg nýtt, og taka þátt í
fjölbreyttum viðfangs-
efnum. Allir í fjölskyld-
unni ættu að geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi,
deilt upplifun sinni með
öðrum í fjölskyldunni
og notið flugeldasýn-
ingar saman í dag-
skrárlok.
Ég hvet reykvískar
fjölskyldur og aðrar til þátttöku í
dagskrá Menningarnætur, að mæta
saman í miðbæinn og fara saman
heim. Söfnum góðum minningum frá
Menningarnótt saman.
Saman í
miðborginni á
Menningarnótt
Eygló Rúnarsdóttir fjallar um
forvarnir á Menningarnótt
Eygló Rúnarsdóttir
’…komandiMenningarnótt
er tilvalið tæki-
færi til að
hnykkja á þessu
mikilvæga hlut-
verki foreldra.‘
Höfundur starfar á æskulýðssviði
ÍTR (Íþrótta- og tómstundasviðs
Reykjavíkur) og er fulltrúi í Sam-
anhópnum.
Hinn 25. júlí 2005 var sótt um tilskipun samkvæmt 107. kafla
fjármálaþjónustu- og markaðslaga 2000 (lögin) hjá æðri dómstól
félagsmála í Lundúnum af hendi Bradford, Phoenix, SLUK og RSALI
1. þess efnis að samkvæmt 111. kafla laganna yrði samþykkt
áætlun (áætlunin) er gerði ráð fyrir flutningi
vátryggingaviðskipta Bradford og Phoenix og SLUK til
RASALI og
2. til að gera ráðstafanir til stuðnings í sambandi við áætlunina
samkvæmt 112. kafla laganna.
Eintök af (i) bréfi til vátryggingaskírteinahafa, skýringabækling og
blöðung með spurningum og svörum, (ii) skýrsluna um skilmála
áætlunarinnar, sem óháður sérfræðingur hefur samið samkvæmt 109. kafla
laganna og (iii) áætlunarskjalið er hægt að fá án afgjalds með því að
hringja í síma 0845 070 4060. Einnig er hægt að fá skjöl þessi á
heimasíðu Phoenix Life Group, www.phoenixlifegroup.co.uk.
Umsóknina á að taka fyrir hjá umsóknardómaranum í High Court of
Justice, Strand, London WC2A 2LL, hinn 31. október 2005. Hver sá aðili
(þar á meðal hvaða stafsmaður Bradford eða Poenix eða SLUK eða
RSALI sem er) sem staðhæfir að hann mundi verða fyrir slæmum áhrifum
af því að framkvæma áætlunina getur komið sjálfur eða sent lögmann í
fyrirtökuna og í því tilfelli er þess beiðst að aðilinn gefi lögmönnum þeim
er að neðan getur tveggja daga fyrirvara skriflega ásamt ástæðum fyrir
andmælum. Hver sá vátryggingaskírteinishafi, sem er áætluninni
mótfallinn en hyggst ekki mæta við fyrirtökuna, ætti að tilkynna
neðangreindum lögmönnum andstöðu sína skriflega eigi síðar en tveimur
sólarhringum fyrir fyrirtökudaginn, svo og ástæðurnar fyrir andstöðunni.
Fjármálaeftirlitið á Íslandi birti tilkynningu um væntanlegan flutning í
íslenska Lögbirtingablaðinu hinn 5. ágúst 2005.
Dags. 19. ágúst 2005
Slaughter and May
One Bunhill Row
London EC1Y 8YY
Tilv.: OAW/RLH
Lögmen Bradford og Phoenix og SLUK og RASALI
Tilkynning samkvæmt fjármálaþjónustu- og
markaðslögum 2000 varðandi
Bradford Insurance Company Limited ("Bradford")
og
Phoenix Assurance Limited ("Phoenix")
og
Swiss Life (UK) plc ("SLUK")
og
Royal & Sun Alliance Linked Insurances Limited ("RSALI")