Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Guðfinna Árna-dóttir fæddist 2. september 1926. Hún lést 12. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Valgerður Bjarna- dóttir og Árni Guð- mundsson, bifreiða- stjóri, frá Kambi í Holtum. Guðfinna ólst upp á Hring- brautinni í Reykja- vík. Systkini hennar eru: Guðrún, f. 1924, d. 1999, Guðmund- ur, f. 1932, Ágústa Birna, f. 1941, og Adda Gerður, f. 1942. Guðfinna gekk í Miðbæjar- barnaskólann og síðan í Kvenna- skólann í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Atli Örn Jensen. Foreldrar hans voru Markús Einar Jensen og Elín Björnsdóttir, kaupmanns- hjón frá Eskifirði. Börn Guðfinnu og Atla eru: 1) Árni Valur Atla- son, f. 1949, maki Eydís Lúðvíks- dóttir, f. 1950, börn þeirra eru: Hildigunnur, f. 1969, maki hennar Carl Baslev Clausen, f. 1970, og börn þeirra eru tvö. Lúðvík Örn, f. 1973, sambýliskona Valdís R. Ingadóttir, f. 1972, og börn þeirra eru þrjú. Barn Árna er Pálína, f. 1973, maki hennar Jóel Svan- bergsson, f. 1967, og börn þeirra eru tvö. 2) Markús Þór Atla- son, f. 1953, maki Katrín Yngvadóttir, f. 1951, börn þeirra eru: Yngvi, f. 1971, sambýliskona Soffía Böðvarsdóttir, f. 1965, og börn þeirra eru tvö. Kristrún, f. 1977, maki hennar Ágúst Daði Guðmundsson, f. 1976, börn þeirra eru tvö. Elín, f. 1981, og sambýlismaður hennar er Örn Ingi Björgvinsson, f. 1979, og eiga þau eitt barn. 3) Jens Pétur Atla- son, f. 1957, maki Kristín Sigur- björnsdóttir, f. 1960. Börn þeirra eru: Kristófer Jensson, f. 1979, Atli Örn Jensson, f. 1982, sam- býliskona Agnes Þrastardóttir, f. 1982, og á hún eina dóttur. Bjarni Þór Jensson, f. 1987, kærasta Tinna Sif Daníelsdóttir, f. 1987. Útför Guðfinnu verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Það var haustið 1966 sem ég kynntist Ninnu fyrst, þegar við Árni byrjuðum að vera saman og ég kom í fyrsta skiptið inn á heimili þeirra Atla og Ninnu. Mér var tekið opnum örmum og seinna sagði Ninna mér að sér fynd- ist hún loksins hafa eignast dóttur. Þannig var hún. Hlý, notaleg og brosmild. Svo var hún líka svo falleg. Ég tók strax eftir hversu mynd- arlega hún stýrði heimilinu. Það var eldað, bakað, snyrt og snurfusað. Saumað, prjónað og bætt, alltaf með bros á vör og glöðu geði. Oft tókum við í spil saman, þá var mikið spjallað og hlegið. Seinna, þegar börnin komu í heiminn, var farið í sunnudagsheimsóknir í Garðabæinn til ömmu Ninnu og Atla afa. Þá var stundum brunað út á Álftanes, Reykjanes eða Þingvöll eða bara setið í „skotinu“ í garðinum þar sem alltaf var sól. Garðurinn var mikill griðastaður þeirra hjóna og mörgum stundum varið í snyrtingu og umönnun hans og þegar sólin skein var setið í skotinu og hennar notið. Mér hefur alltaf fundist lífsmáti Ninnu hafa einkennst af nægjusemi, lítillæti og hlýju en þó styrk og festu, sem mætti vera mörgum til eftir- breytni. Hún var stoðin og styttan í erfiðri sjúkralegu tengdapabba fyrir um áratug og ekki brást hún heldur þegar hann fór í stóra aðgerð fyrir tveimur árum. Á sama tíma fannst okkur að heilsa hennar sjálfrar væri að taka breytingum. Hún fór að leita meira til læknis vegna sykursýki, sem ágerðist sífellt. Það var svo á vordögum og í sum- ar að aðrir og alvarlegri hlutir komu í ljós. Alltaf var Ninna samt bjartsýn og sagðist viss um allt myndi lagast. En hlutirnir gerðust hratt. Allt of hratt, og þess vegna kom okkur öllum á óvart hversu fljótt hún kvaddi. Nú kveðjum við þig, elsku Ninna, með þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þig. Atli minn, við vitum hve erfitt er fyrir þig að sjá á eftir elsku Ninnu þinni, en megi Guð gefa þér styrk og mundu að þú ert ekki einn. Elsku Ninna mín, Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Eydís (Systa). Síðustu daga hafa hugsanir mínar verið á ferð fram og til baka um tím- ann. Þann tíma sem ég hef þekkt Guðfinnu Árnadóttur tengdamóður mína, eða Ninnu eins og hún var kölluð. Minningarnar hafa sótt að mér ein af annarri. Upphafið að kynnum okkar var þegar við Markús byrjuðum að vera saman í árslok 1969. Snemma á nýja árinu 1970 fóru þau Atli á ball með vinum sínum og Markús átti að passa Jenna bróður sinn. Ég heim- sótti Markús, en það vildi svo til að við sofnuðum bæði og ég missti af síðasta strætó til Reykjavíkur. Við vöknuðum við það að Ninna og Atli stóðu yfir okkur og skoðuðu stelpuna sem var í heimsókn hjá syninum. Ekki hefur þeim litist verr á en svo að þau tóku ekki annað í mál en að ég háttaði hjá honum. Eftir á að hyggja er þetta lýsandi fyrir Ninnu, að fylgja tíðarandanum. Tveim árum seinna fluttum við til þeirra þegar von var á frumburðin- um og bjuggum í Faxatúninu í tæpt ár. Við Ninna áttum það sameigin- legt að hafa áhuga á fötum og að punta sig svolítið og það var ekki lít- ið sem hún kenndi mér í saumaskap og svo saumaði hún líka brúðarkjól- inn minn. Í staðinn var ég í tíma og ótíma að greiða henni alls konar lokkagreiðslur eins og voru í tísku þá. Hún var alltaf langflottasta kon- an í götunni sem verslaði í kaup- félagsbílnum. En árin liðu og oft var komið í heimsókn í Faxatúnið um helgar, garðurinn varð alltaf fallegri með hverju árinu sem leið og Ninna óþreytandi við að reyta arfann og gera falleg blómabeð. Sólarskotið var hennar uppáhald og öll sumur var hún kaffibrún og falleg. Mér er enn í fersku minni þegar þeir bræð- urnir og Atli æfðu sig í að stökkva yf- ir limgerðið sem skilur kartöflugarð- inn frá, við lágum í sólbaði og krakkarnir léku sér, jafnvel með garðslönguna. Alltaf tók hún vel í að passa barnabörnin og það voru ófá skiptin sem við nutum þess. Við Markús höfum flutt æði oft í gegnum tíðina og eitt skiptið keypt- um við fokhelt hús sem við höfðum þrjá mánuði til að gera íbúðarhæft. Síðustu tvær vikurnar bjuggum við í Faxatúninu með krakkana, sem voru orðnir þrír, og Ninna passaði stelp- urnar svo við gætum unnið í húsinu öllum stundum ásamt Atla. Svo þeg- ar við þóttumst klár til að flytja al- veg inn þá sagði Ninna: „Nei, þið fáið ekki stelpurnar fyrr en þið setjið handrið á stigann.“ Hún var ákveðin þótt hún væri alltaf ljúf og góð við alla. Mér hefur oft komið í hug í seinni tíð, eftir að mín tengdabörn komu inn á heimilið, hversu vel Ninna tók mér, sveitastelpunni forðum, og fann aldrei að við mig þótt ég draslaði til í kringum mig eins og mörgum ung- um er gjarnt. Hún hlýtur oft að hafa pirrast, en aldrei lét hún mig finna það. Í seinni tíð hafa veikindi sett strik í reikninginn hjá Ninnu og Atla, bæði hafa þau orðið fyrir áföllum en staðið þau af sér, þar til núna að komið var að leiðarlokum hjá Ninnu. Missir Atla er honum þungbær og sorgin sár. Atli minn, við elskum þig öll. Með þakklæti efst í huga kveð ég Ninnu og sé hana fyrir mér á nýjum stað brúna og glæsilega að undirbúa allt sem best áður en við hin komum. Katrín. Elsku amma. Það er með söknuði sem við kveðjum þig nú. Það var allt- af svo gott að koma í Faxatúnið, það streymdi svo mikil hlýja frá þér og við vorum svo innilega velkomin. Það er svo margs að minnast frá því að við vorum yngri, t.d. allra felustað- anna í húsinu, ostasamlokanna í ör- bylgjuofninum (þar sem enginn ann- ar átti örbylgjuofn), að fá að gramsa í skartgripaskríninu þínu, í prins- essuleik við snyrtiborðið þitt. Það var alltaf svo gaman í jólaboðunum, sérstaklega þegar við skoðuðum gömlu „slides“-myndirnar. Það var líka gaman að koma eftir að við urð- um fullorðin og komin með fjölskyld- ur, alltaf var það með sömu hlýju sem þú tókst á móti okkur. Minning um góða ömmu lifir hjá okkur. Elsku afi, við sendum þér styrk á þessari erfiðu stundu og munum sækja sömu hlýju til þín áfram. Þín barnabörn, Yngvi, Kristrún og Elín. Nú er hún Ninna mín fallin frá eft- ir snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Það er alltaf sárt að kveðja ná- kominn ástvin, en þegar heilsa og kraftur er þrotinn og þrautir og þjáning er tekin við þá er gott að stríðið sé ekki langt. Daginn fyrir kveðjustundina fékk ég notið nær- veru hennar í nær tvo tíma á sjúkra- húsinu. Hún var þá furðu hress, gat spjallað og spurt og ekki var hægt að sjá að kveðjustundin væri svo skammt undan. Ninna greindist fyr- ir mánuði með illkynja sjúkdóm, sem hún barðist við af miklum hetjuskap. Hún var ekki ein, fjölskyldan ann- aðist hana og styrkti, eiginmaður, synir og tengdadætur studdu hana vel eins og ævinlega. Ninna var næstelst okkar systkina og auðvitað kom það mikið í hennar hlut að aðstoða og gæta okkar sem yngri vorum. Reyndist hún okkur góð fyrirmynd alla tíð, gætti okkar og seinna barna okkar ef þurfa þótti. Góðvild, glettni, jafnaðargeð og myndarskapur einkenndu hana. Hún var sérstaklega natin og góð móðir og eiginkona og bjó hún fjöl- skyldu sinni fallegt og gott heimili. Margar minningar koma upp í hugann þegar horft er til baka, sam- verustundir í Mosgerði, Faxatúni og líka erlendis. Tvisvar vorum við sam- tímis á erlendri grund og nutum við þess að vera saman. Ninna hafði ánægju af því að ferðast og síðast nú í lok mars fóru þau Atli í tilefni af 80 ára afmæli hans í heimsókn til sona sinna í Danmörku. Fékk hún notið þeirrar ferðar. Núna er hún farin í sína hinstu ferð til ljóssins heima. Mikill er söknuður okkar og við biðjum góðan guð að styrkja Atla, synina, tengda- dætur, barnabörn og barnabarna- börn. Blessuð sé minning góðrar systur. Með kærleikskveðju frá okkur Ellu og fjölskyldu okkar. Guðmundur Árnason (Diddi). Það er alltaf erfitt að kveðja ást- vin. Því er erfitt að kveðja elskulega mágkonu mína, Guðfinnu, eða Ninnu, eins og hún var ávallt kölluð. Tæp 60 ár eru liðin frá því að Atli bróðir minn kynnti Ninnu fyrir fjöl- skyldunni. Frá fyrsta degi var eins og Ninna hefði alltaf tilheyrt okkur og minnist ég þess ekki að nokkurn tíma hafi borið skugga á þau sam- skipti. Þegar komið er að kveðjustund er margt sem leitar á hugann og margs að minnast. Ninna var yndisleg manneskja sem var alltaf tilbúin að rétta fram hjálparhönd, hvenær sem á þurfti að halda. Hún bjó manni sín- um og sonum fallegt heimili þar sem hjartahlýjan var mikil. Hún var ekki aðeins myndarleg húsmóðir innan- dyra, þær eru ófáar stundirnar sem hún eyddi í garðinum sínum í Faxa- túninu og bar hann þess greinileg merki að þarna var unnið af áhuga og hlýhug. Það má segja að þannig hafi því verið farið um allt sem Ninna tók sér fyrir hendur. Það verður sárt fyrir bróður minn að horfa á eftir elskulegri eiginkonu sinni, þau voru eins samrýnd og hugsast gat, og aldrei var minnst á Atla bróður nema Ninna fylgdi með. Í veikindum Atla sýndi Ninna allt það besta sem prýtt getur góða eig- inkonu, hún hugsaði um hann eins vel og hugsast gat, vék bókstaflega aldrei frá honum og hún á örugglega stóran þátt í því að Atli komst til góðrar heilsu á ný. Ninna og Atli voru ávallt sem einn maður í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau ferðuðust mikið innanlands og fóru í margar ferðir til sólarlanda þar sem þau nutu sín vel. Elsku Ninna, það er svo margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu, minningarnar leita á og söknuðurinn er mikill. Mig langar að minnast þess hversu mjög svo um- hyggjusöm þú varst við móður okkar alveg fram á síðasta dag og hversu vel þú hefur reynst Atla bróður og fjölskyldu minni allt frá fyrsta degi. Fyrir það er ég þakklát. Að lokum viljum við Tómas þakka þér af alhug fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér og Atla, þær eru okkur ómetanlegar. Elsku Atli, Árni Valur, Markús, Jens Pétur og fjölskyldur, við Tómas sendum ykkur öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Megi guð geyma þig og varðveita, Ninna mín. Karitas. Elsku Ninna mín. Hugurinn reik- ar um liðnar stundir á þessum sorg- artíma. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt svo margar ógleymanlegar samverustundir með fjölskyldum okkar. Það var alltaf jafn yndislegt að vera með ykkur, hvort sem var heima, á ferðalögum eða við spila- borðið og alltaf unnum við strákana okkar. Þú varst svo glaðvær og gefandi og svo gott að vera nálægt þér og ykkur hjónunum. Elsku Ninna, ég kveð þig að sinni og minninguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Atli frændi, ég bið góðan Guð að blessa þig og fjölskyldu þína og veita ykkur styrk í sorg ykkar. Þórunn Jensen. Kær vinkona, Guðfinna Árnadótt- ir, er látin. Blessuð sé minning henn- ar. Á kveðjustund rifjast upp vinátta og góðar samverustundir. Við kynnt- umst í Kvennaskólanum í Reykjavík haustið 1940 sem leiddi til þess að við fjórar bekkjarsystur bundumst sér- stökum vináttuböndum. Nú eru allar þessar vinkonur mínar látnar, fyrst Gugga, síðan Unna Dóra og svo Ninna núna. Frá unglingsárunum er margs að minnast, skólans, allra skautaferð- anna og saumaklúbbsins. En þessi vinátta sem stofnað var til í æsku varð ævivinátta og síðustu áratugina vorum við saman í spilaklúbbi meðan heilsa leyfði. Ninna var mikil húsmóðir og á heimili þeirra Atla var gestum vel fagnað. En fyrst og fremst minnist ég vinkonu minnar sem hlýrrar og glaðlyndrar manneskju sem ætíð sá hið jákvæða í lífinu. Hún var einstak- lega vinföst og það hefur verið ljúft að eiga hana sem vinkonu í 65 ár. Hennar er sárt saknað. Við Sveinn sendum Atla, Árna Val, Markúsi Þór, Jens Pétri og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur og óskum þeim Guðs blessunar og vel- farnaðar á komandi árum. Halldóra Elíasdóttir (Haddý). Kveðja frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Í dag kveðjum við fyrrum félaga okkar Guðfinnu Árnadóttur. Við stofnun Fjölbrautaskólans í Garða- bæ 1984 var hún ráðin til að sjá um mötuneyti starfsmanna skólans. Skólinn var þá lítill, húsnæði þröngt og návígi starfsmanna og nemenda meira en gerist í hinum stærri skól- um. Við höfðum það oft á tilfinning- unni að við værum ein stór fjölskylda þar sem sinna þyrfti ýmsum verk- efnum sem fylgja stórum heimilum með fjölda barna. Guðfinna gegndi starfi sínu af stakri trúmennsku í tæp tólf ár. Minnisstætt er hversu vandvirk og samviskusöm hún var í starfi og afar ljúf í öllu viðmóti við kennara og nemendur. Í nafni Fjölbrautaskólans í Garða- bæ sendi ég Atla og nánum ættingj- um og vinum Guðfinnu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning um góðan samstarfsmann. Þorsteinn Þorsteinsson. GUÐFINNA ÁRNADÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.