Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 31 MINNINGAR ✝ Margrét Sig-hvatsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1921. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Svein- björnsdóttir frá Litla-Teigi á Akra- nesi og Sighvatur Brynjólfsson stein- smiður, lögreglu- þjónn og tollvörður frá Eyvindarholti í V-Eyjafjallahreppi. Systkini henn- ar voru Sveinbjörn, f. 14. septem- ber 1905, d. 5. október 1958; Lilja, f. 12. september 1908, d. 6. febrúar 2000; Brynjólfur, f. 14. september 1911, d. 12. janúar 1943; Unnur, f. 6. desember 1914, d. 22. janúar 1935, Steinunn, f. 11. desember 1916, d. 16. ágúst 2001; Sigríður, f. 11. desember 1916, d. 16. desember 1916; og Haukur, f. 7. júlí 1919, d. 2. desember 1936. Margrét giftist 13. ágúst 1949 Haraldi Erni Sigurðssyni klæð- skera, f. í Reykjavík 1. apríl 1924. sambýliskona María Jónsdóttir námsmaður; d) Valdís Ósk matar- tæknir, f. 28. apríl 1976; og e) Kristinn Steinar fatahönnuður, f. 25. desember 1965, sonur Hauks fyrir hjónaband með Sigríði Svövu Kristinsdóttur. 2) Gunnar, f. 26. apríl 1949. 3) Þóra, f. 27. ágúst 1950, maki Sveinbjörn Guðmunds- son (þau skildu), börn þeirra eu: a) Haraldur Vignir tónlistarmaður, f. 17. apríl 1975, sambýliskona Elín Sigurðardóttir félagsfræðingur; b) Hrefna Hlín hársnyrtir, f. 10. júlí 1980, sambýlismaður Ingvar Örn Ólason rafeindavirki; og c) Þóra Björk námsmaður, f. 29. október 1985. 4) Sigurður kjötiðnaðarmað- ur, f. 17. október 1953, sambýlis- kona Ewa Kurkowska. Dætur með fyrrverandi maka Helgu Jónsdótt- ur eru a) Þóra Margrét námsmað- ur, f. 18. júní 1982, b) Kolbrún vakt- stjóri, f. 19. nóvember 1984, og c) Berglind Ósk námsmaður, f. 14. janúar 1990. 5) Haraldur Örn, f. 21. febrúar 1954. Margrét starfaði framan af við afgreiðslustörf í verslunum en helgaði heimilisstörfum mestan aldur sinn. Eftir að börnin komust á legg starfaði hún á Vífilsstaða- spítala þar til hún lét af störfum vegna aldurs, 1991. Útför Margrétar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Foreldrar hans voru Þuríður Pétursdóttir húsmóðir og Sigurð- ur Árnason vélstjóri, Bergi við Suðurlands- braut í Reykjavík. Margrét og Haraldur bjuggu í Reykjavík, Garðabæ og Hafnar- firði. Börn þeirra eru: 1) Haukur Már fram- haldsskólakennari sonur Margrétar og Pers Ingleivs Stan- gerlands frá Stavan- ger í Noregi, ætt- leiddur af Haraldi, f. 20. maí 1943, maki Erla Sigurbergsdóttir; börn þeirra eru: a) Haukur Már grafísk- ur hönnuður, f. 12. febrúar 1967, sambýliskona Halla Guðrún Mixa grafískur hönnuður, sonur hans og Aðalbjargar Drífu Aðalsteinsdótt- ur er Haukur Már, f. 20. maí 1991; b) Sigurberg rafvirki, f. 2. febrúar 1968, maki Anna Kristín Sævars- dóttir, börn þeirra Erla, f. 14. apríl 1994, Aron Ingi, f. 28. maí 1996, og Unnar Már, f. 10. maí 1998; c) Óm- ar Örn teiknari, tónlistarmaður og námsmaður, f. 28. janúar 1975, Í dag kveðjum við hana Möggu ömmu. Við erum mjög þakklát fyrir þann langa tíma og þær mörgu góðu stundir sem við áttum saman, og allar þær góðu minningar sem við eigum. Fyrir okkur var hún alltaf amma í Goðatúninu. Þar tók hún á móti okk- ur opnum örmum með bros á vör. Þegar við hugsum um Goðatúnið er okkur efst í huga blóm, sól og ískald- ur djús. Amma og afi hugsuðu af alúð um garðinn sinn og var heimilið blómum prýtt allt árið um kring. Þeg- ar sólríkt var á sumrin eyddu þau ófáum stundum í garðinum bakvið hús, og þá var afi oftar en ekki búinn að fylla litlu sundlaugina sem var vin- sæl hjá okkur krökkunum. Á þeim dögum var oft margt um manninn og alltaf drukkið úti. Þá sátum við sam- an í steikjandi hita og spókuðum okk- ur í sólinni. Það voru ljúfar stundir sem enginn gleymir. Í okkar huga eru jólin komin þegar við göngum í kringum jólatré ömmu og afa og syngjum saman jólasálm- ana. Ekki má gleyma heita súkku- laðinu og öllum kökusortunum henn- ar ömmu sem voru fjölmargar og þær bestu í bænum, enda var amma sér- staklega lagin við baksturinn. Hún amma var einstök fyrir það hversu einlæg hún var og hreinskilin og lá ekki á skoðunum sínum. Hún var þó alltaf fyrst til að hrósa okkur krökkunum og sýndi mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Amma var líka einstaklega glæsi- leg kona og mikill fagurkeri. Hún var alltaf vel til höfð og smekkleg, sama hvert tilefnið var. Alltaf var stutt í sprellið, og gaman var að fylgjast með þegar amma og afi voru að gant- ast sín á milli. Við munum líka öll eftir hversu söngelsk hún amma var; það var ljúft að heyra til hennar á góðum stundum að raula lagstúfa. Jafnvel þó veikindi síðustu ára hafi sett sitt mark á hana ömmu var hún fyrirmynd okkar allra fyrir hve sterk hún var, aldrei kvartaði hún og sprellaði og söng líkt og áður – okkur öllum til ómældrar ánægju. Elsku amma, takk fyrir sam- veruna. Kossar og knús. Þín Haraldur Vignir, Hrefna Hlín og Þóra Björk. Er mér bárust af því fregnir að Margrét væri öll rifjuðust upp minn- ingar um okkar kynni. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða um alllangt skeið og vafalaust hvíldinni fegin. Hún var afar sterk og þolgóð kona sem reyndi ýmist mótdrægt á lífsleið- inni án þess nokkru sinni að bugast eða kveina. Við Margrét kynntumst um þær mundir er ég og Þóra dóttir hennar stigum okkar fyrstu skerf um samvistir. Þau kynni voru afar góð og hélst svo alla tíð þótt fundum okkar fækkaði er frá leið. Margrét var afar merkileg mann- eskja að flestu leyti, kraftmikil og skarpgreind. Hún var ein þeirra ein- staklinga sem strax við fyrstu kynni vekja hjá manni traust og virðingu. Hún hafði fastmótaðar skoðanir á flestum málum og fylgdi þeim fram af einurð og rökfestu. Við áttum oft orð- ræður um ýmislegt sem við vorum ekki sammála um og urðu á stundum deilur, einkum um málefni sam- félagsins. Ég var um tíma nokkuð róttækur sem ungra manna er háttur og bar hún það við að setja fram leið- réttingar á þeim eiginleikum í ljósi reynslu sinnar og þekkingar. Það er mannbætandi að hafa borið gæfu til að kynnast slíkri manneskju sem hún var. Þótt Margrét væri einbeitt og staðföst var oftast stutt í glettni og bros enda var hún í eðli sínu glaðlynd kona. Hún fann oft spaugilegar hliðar á hversdagslegum málum. Mér er t.d. minnisstætt að hún tengdi saman fæðingu Haraldar dóttursonar sins við daginn sem hún fékk góminn. Var oft hlegið að þessu. Það sannaðist hjá Margréti að ekki fara ávallt saman gæfa og gjörvileiki. Hún þjáðist lengi ævinnar af húð- sjúkdómi er iðulega olli henni þján- ingum. Varla sást henni bregða þrátt fyrir það. Hún var frændrækin og lét sér annt um fjölskyldu sína. Veit ég að margir kunna henni bestu þakkir fyrir vináttu hennar og umhyggju. Það er ávallt sjónarsviptir að jafn heilsteyptu og góðhjörtuðu fólki og Margrét var. Skapadægri verður hins vegar ekki forðað og eftir lifa góðar minningar hjá þeim nánustu og vinafólki. Það stækkar hvern mann að hafa borið gæfu til að vera náinn slíkri manneskju. Ég vil votta Haraldi Erni og öðrum ættingjum mina dýpstu samúð vegna fráfalls hennar og ljómi minninga um hana mun lifa með öllum um ókomna tíð. Sveinbjörn Guðmundsson. MARGRÉT SIGHVATSDÓTTIR Ástkær kona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR WAAGE, lést laugardaginn 6. ágúst síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur þakka öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát hennar og útför. Þorgils Stefánsson, Lilja Ólafsdóttir, Mikael Jónsson, Birgir Kristjánsson, Anna Dóra C., Sigríður Kristjánsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Einar Guðberg Gunnarsson. Lokað Verslun okkar verður lokuð í dag á milli kl. 12 og 15 vegna útfarar AMALÍU RUTAR GUNNARSDÓTTUR. Axis húsgögn ehf., Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR J. BJÖRNSDÓTTUR, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Eir, deild 2N, fyrir góða og hlýlega umönnun. Guðmundur Magnússon, Magnús Már Guðmundsson, Vignir Guðmundsson, Sigurbjörg Þráinsdóttir, Björn Guðmundsson, Laufey Ásmundsdóttir, Margrét Vignisdóttir, Magnús V. Árnason, Kristjana Vignisdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Guðmundur, Brynjar og Kristófer Björnssynir og Róbert Magnússon. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUNNARSSON frá Skipanesi, andaðist að morgni miðvikudagsins 17. ágúst á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Ármann Stefánsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, VALGERÐUR ÓLÖF ADOLFSDÓTTIR, til heimilis á hjúkrunarheimilinu Fellsenda, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 14. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 26. ágúst nk. kl. 13.00. F.h. aðstandenda, hjúkrunarheimilið Fellsendi. Kæri Einar, fyrir okkur öllum liggur víst að kveðja þetta jarð- neska líf en mismunandi snemma eða seint þó. Nú er ævisólin þín sest, svo allt of fljótt og skyndilega að samferðamenn þínir eru vart búnir að átta sig ennþá. Þegar ég hugsa til þín kemur fyrst upp í hugann vandvirkni, hæv- erska, pípan þín, smiðsvestið og ótrúlega falleg rithönd. Ég kynntist þér fyrst þegar þú varst að smíða sumarbústað fyrir foreldra mína árið 1989, þú varst rólegur og frek- ar til baka en þegar inn fyrir skel- ina var komið var mikill visku- brunnur falinn þar. Áhugi þinn á ættfræði var hreint ótrúlegur og greinilegt að þú varst búinn að stúdera þau mál mikið, enda gerðir þú ekkert án þess að úthugsa það áður. Þegar komið var að bygging- unni á Lágafelli varst þú yfirsmiður EINAR TORFASON ✝ Einar Torfasonfæddist á Hornafirði 28. jan- úar 1955. Hann lést 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Torfi Þor- steinsson og Hall- dóra Davíðsdóttir í Haga í Hornafirði. Einar var yngstur sex systkina. Sonur Einars og Kristínar Guð- mundsdóttur er Vil- hjálmur Einar, f. 26. janúar 1977. Einar var húsasmiður frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Einar var jarðsunginn frá Hafn- arkirkju 5. júlí. þar og ber húsið glöggt merki um vandaða vinnu þína og hafði pabbi minn oft á orði að það þyrfti örugglega ekki að vinna upp verkin þín, enda fáir sem komast með tærnar þar sem þú hafðir hælana þegar talað er um vandvirknina. Á þessum tíma mynduð- ust mjög traust og sterk vinabönd milli þín og foreldra minna, þau töluðu oft um þig eins og einn af fjölskyldunni enda varstu það í hugum þeirra. Margar góðar minningar koma upp í hugann þeg- ar ég hugsa um allar góðu stund- irnar með þér, mikið var oft búið að spjalla, gantast, hlæja og meira að segja dansa, því þótt rólegheitin og hlédrægnin einkenndu þig hafðir þú virkilega gaman af öllu gríni líka og gaman var oft að sjá þig glotta út í annað Lífið lék nú ekki aldeilis alltaf við þig, elsku karlinn minn, en loksins birti til og allt var á uppleið, þú kominn í fasta vinnu á Kárahnjúk- um, búinn að kaupa þér góðan bíl og farinn að hugsa vel um þig og sjá fram á betri tíma. En þá kom kallið, svo óvænt og allt of fljótt. Svona er nú lífið hverfult. Við sem kveðjum þig ættum að hafa það í huga að við vitum aldrei hver fer næstur og því er mikilvægt að hlúa hvert að öðru og reynast samferðafólki okkar eins vel og unnt er. Kæri Villi og aðrir aðstandendur, guð blessi ykkur og styrki. Heiðveig M. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.