Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 42
HIN geðþekka Kate Hudson (How To Lose A Guy in 10 Days) leikur hér í spennumynd með yfirnátt- úrulegu bragði en sögusviðið er í New Orleans. Hudson er í hlut- verki Caroline Ellis, sem ræður sig til vinnu á óðalssetri í Suð- urríkjunum, nánar tiltekið í New Orleans, til að hlúa að fársjúkum manni (John Hurt). Síðan kemst hún að því að eiginkonan er að leggja álög á manninn sinn með hjálp vúdúgaldurs. Sálfræðin er hér notuð óspart til að trekkja taugarnar á áhorfendum og víst að þeim bregði við oftar en einu sinni. Til viðbótar fara Gene Row- lands, Peter Sarsgaars og Joy Bryant með stór hlutverk. The Skeleton Key er leikstýrt af Iainn Softley (K-PAX) en handritshöf- undur er Ehren Kruger (Ring og Ring 2). Frumsýning | The Skeleton Key Yfirnáttúruleg spenna Kate Hudson berst við illa anda í hlutverki Caroline Ellis. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 47/100 Roger Ebert 1/2 Hollywood Reporter 70/100 New York Times 60/100 Variety 50/100 (metacritic) 42 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6 Miðasala opnar kl. 15.00 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.30 B.i 16 ára kl. 5.40 kl. 3.40 og 5.50 Í þrívídd VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS ÞRIÐJA STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA Sýnd kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is Sími 564 0000      KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. kl. 8 og 10.30 WWW. XY. IS WWW. XY. IS ÞRIÐJA STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS   H.J. / Mbl.. . l.  H.J. / Mbl.. . l.   FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDIFÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI Á komandi menningarnóttverður ýmislegt um að veravíða í miðbæ Reykjavíkur. Meðal atburða verður endurvinnsla á ljóðum sem aðstandendur vefsíð- unnar ljod.is standa fyrir á Lækj- artorgi með hjálp skilti.is og Blikk- ás. Uppátækið er sniðugt og allrar athygli vert en forsvarsmenn ljod.- is ætla að bregða á leik með gest- um og gangandi. Endurvinnslan felst í því að þátttakendum gefst kostur á að endurraða orðasafni tveggja þekktra íslenskra ljóða. Margir kannast eflaust við segla sem gjarnan eru hafðir á ísskápum með orðum sem hægt er að raða saman á ýmsa vegu. Þaðan er hug- myndin komin að sögn Davíðs A. Stefánssonar, annars umsjón- armanns ljod.is. „Hvert orð í ljóðunum verður á sér seguldúk og hver punktur og hver komma einnig. Fólki er svo boðið að púsla saman eigin ljóði úr orðunum,“ segir hann.    Ljóðin tvö eru annars vegarþjóðsöngur Íslendinga eftir Matthías Jochumsson og hinsvegar Ó borg, mín borg eftir Vilhjálm frá Skáholti. Ástæðuna fyrir því að þessi ljóð hafa orðið fyrir valinu segir Davíð: „Það þekkja svo fáir skil á Þjóðsöngnum, þetta eru þrjú löng erindi sem fáir kunna. Það eru margskonar skemmtileg orð í þessu ljóði, sameiningartákni þjóð- arinnar, sem gaman er að draga athyglina að og þetta er svona prakkaraleg leið til þess að gera það,“ segir Davíð. Hann segist hlakka til að sjá af- raksturinn. „Ef þú færð 10 ólíka einstaklinga til að raða orðunum uppá nýtt færðu örugglega 10 mismunandi útgáfur af ljóðum.“ Til varðveislu ætlar Davíð að taka myndir af af- rakstri vergafarenda og birta á vefsíðunni ljod.is.    Endurvinnsla ljóðanna fer framá laugardaginn á Lækjartorgi í nágrenni við klukkuna milli klukkan 14 og 18, og lengur ef áhugi er fyrir hendi. Það eru öllum velkomið að koma og taka þátt í endurvinnslunni.    Davíð segist sjálfur vera „á kafií ljóðum“. Hann hefur gefið út þrjár ljóðabækur og sú fjórða er á leiðinni. Á Menningarnótt í fyrra stóð Davíð, ásamt öðrum hjá ljod.is, fyr- ir svokölluðu skáldati í Tjarnarbíói en sjálfur lýsir hann fyrirbærinu sem „ljóða-Idoli“. Það vakti, að hans sögn, mikla lukku og stendur til að endurtaka leikinn síðar á árinu. Davíð segir ekki ólíklegt að ljóðaendurvinnslan komi þar eitt- hvað við sögu, en það sé einn möguleiki á að láta skáld keppa sín á milli, að endurvinna ljóð eftir aðra. Endurunnin ljóð ’Endurvinnslan felst í því að þátttak- endum gefst kostur á að endurraða orðasafni tveggja þekktra íslenskra ljóða.‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Stefánsson með töfluna góðu þar sem ófá ljóð eiga eftir að líta dags- ins ljós á laugardaginn. birta@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.ljod.is Kvikmyndin Bjólfskviða (Beo-wolf and Grendel) verður frumsýnd síðar á árinu en myndin er kanadískt, íslenskt og breskt samstarfsverkefni leikstýrt af Sturlu Gunnarssyni. Sagan er byggð á rúmlega þúsund ára gömlu kvæði um hetjuna Bjólf sem sigr- ast á jötninum Grendli sem hrelldi Dani á 6. öld. Með hlutverk Bjólfs og Grendels fara þeir Gerard Butler og Ingvar E. Sigurðsson en Elva Ósk Ólafs- dóttir leikur móður Grendels. Nú berast fregnir af því að í bígerð sé önnur stórmynd, byggð á sömu sögu. Það er leikstjór- inn Robert Zem- eckis (Polar Ex- press) sem hyggst leikstýra verkinu. Í aðalhlutverkum verða þau Ray Winstone (Sexy Beast) og Crispin Glover í hlutverkum Bjólfs og Grendels og Angelina Jolie í hlutverki móður Grendels. Bjólfskviðan síðarnefnda verður frumsýnd árið 2007. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.