Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 45
KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRI
KICKING AND SCREAMING kl.3.50 - 8.15
MADAGASCAR m/ensku tali kl. 4 - 10.30
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 4 - 6
Þrælskemmtileg rómantísk
gamanmynd um dóttur sem reynir að
finna draumaprinsinn fyrir mömmuna.
HERBIE FULLY LOADED kl. 4.20 - 6.30 - 8.40
DECK DOGZ kl. 6 - 8 - 10
THE ISLAND kl. 10.40 B.i. 16 ára
THE PERFECT MAN kl. 4.20 - 8
MADAGASCAR m/ísl.tali kl. 4 - 6.15
BATMAN BEGINS kl. 10 B.i. 12 ára
FANTASTIC FOUR kl. 5.55 - 8
SIN CITY kl.10
HERBIE FULLY... kl. 6 - 8
WHO´S YOUR DADDY kl. 10.10
SKELETON KEY kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8
THE ISLAND kl. 10
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 6
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON
ÞEIR VILJA EKKI
AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT!
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. RÁS 2
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
Íslenska
sjávarútvegssýningin 2005
í Smáranum Kópavogi 7. - 10. september
Miðvikudaginn 7. september verður
blaðaukinn Úr verinu tileinkaður
Íslensku sjávarútvegssýningunni 2005.
Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 14.00
fimmtudaginn 1. september
Skil á efni er fyrir kl. 12.00 mánudaginn 5. september.
Allar nánari upplýsingar veita Ragnheiður Anna Georgsdóttir í
síma 569 1275, netfang ragnh@mbl.is, og Auður Friðriksdóttir í
síma 569 1249, netfang aef@mbl.is
ÞAÐ verða kannski galdrar í loftinu
í Tjarnarbíói í dag en þá verður flutt
óvenjuleg dagskrá sem Unnur Lár-
usdóttir hefur veg og vanda af: „Ég
samdi tónlist við ljóð Reynis Katr-
ínarsonar sem hann kallar þagn-
arþulur. Þetta eru ljóð tileinkuð ís-
lenskum gyðjum en Reynir er
sjálfur heilari og einskonar seiðkarl.
Svo bað ég Heather Wulfers, dans-
ara frá Bandaríkjunum, að vinna að
verkefninu með mér.“
Unnur hefur verið við tónlist-
arnám í Nýju-Mexíkó í Bandaríkj-
unum síðustu tvö ár þar sem leiðir
hennar Heather lágu saman. „Þar
hef ég unnið hörðum höndum við að
gera tónlistina, sem ég vildi hafa
svolítið „íslenska“ – en þess vegna
nota ég íslensk þjóðlög sem ég um-
vef mína tónlist með. Við setjum
þetta upp í galdrastíl; þetta er hálf-
gerður gjörningur þar sem við reyn-
um með seið að kalla fram gyðjurnar
og vekja þær upp á ný.“
Unnur segir kvengyðjur víkinga-
sagnanna hafa fallið þónokkuð í
skuggann: „Íslenska gyðjan er svo-
lítið týnd í sögunni. Allir þekkja sög-
urnar um Þór og Óðin en til eru 16
íslenskar gyðjur sem Íslendingar
vita oft lítið um þó flestir kannist við
Freyju og Frigg. Mig langar að
vekja upp rödd íslensku gyðjunnar
aftur, því hún hefur ekkert sungið í
þúsund ár. Ég vil vita hvernig hún
myndi syngja, hvernig hún myndi
öskra, glöð yfir að fá loksins að
vakna.“
Á meðan Heather dansar kyrjar
Unnur og undir er leikin tónlist með
hljóðáhrifum sem eingöngu voru
tekin úti í náttúrunni: „Þetta verður
svolítið dularfullt og galdralegt.“
Gyðjurn-
ar særðar
fram
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Unnur Lárusdóttir galdrar fram
dagskrána.
Tjarnarbíó í kvöld kl. 20. Aðeins
verður haldin þessi eina sýning.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Leikarinn Rob Schneider ervæntanlegur til landsins nk.
þriðjudag til að kynna gamanmynd-
ina Deuce Bigalow European Gigolo.
Það verður mikið um að vera hjá
stjörnunni á meðan á dvöl hans
stendur og m.a. verður hann við-
staddur sérstaka FM957-boðssýn-
ingu á myndinni miðvikudagskvöldið
24. ágúst í Smárabíói kl. 20. Að sýn-
ingu lokinni mun hann skemmta sér
í eftirpartýi á
ótilgreindum
stað í miðborg
Reykjavíkur.
Rob mun síðan
skoða helstu
ferða-
mannastaði,
slaka á í Bláa
lóninu og
kynna sér næt-
urlífið.
Deuce Bigalow European Gigolo
verður frumsýnd föstudaginn 9.
september í Smárabíói, Regnbog-
anum og Borgarbíói Akureyri.
Fólk folk@mbl.is