Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 16
Akureyri | Þóra Ákadóttir, for- seti bæjarstjórnar Akureyrar, mætti vígaleg til leiks er hún skar síðasta stöðumælinn í mið- bænum í burtu sl. föstudag. Þóra var með hjálm, með eyrna- hlífum og hlífðargleri, rafsuðu- vettlinga, svuntu og slípirokk með skurðarskífu að vopni. Það tók heldur ekki langan tíma fyr- ir Þóru að skera síðasta stöðu- mælinn í burtu. Í stað stöðu- mæla hafa verið teknar í notkun bifreiðastæðaklukkur og eru klukkustæðin gjaldfrjáls í til- tekinn tíma ef rétt stillt bif- reiðastæðaklukka er í mæla- borðinu á bílnum. Morgunblaðið/Kristján Mætti vígaleg til leiks Stöðumælar Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Í hátíðarsalnum á Eiðum er nýbúið að gera loft salarins upp. Að vísu stóð ekki sérstaklega til að gera það. Sigurjóni Sig- hvatssyni eiganda Eiða segist svo frá að einn morguninn hafi Ásmundur Þórhalls- son staðarhaldari komið í salinn og séð að búið var að slípa loftið og þunn slikja af sagi lá yfir öllum gólffletinum undir. Eng- in voru þó spor eða fótaför sýnileg og hvergi nokkurt verkfæri. Ásmundur hringdi til Sigurjóns út til Ameríku og innti hann eftir hvern hann hefði ráðið til verksins. Sigurjón kannaðist ekki við að hafa munstrað neinn eða að nokkur þörf hefði verið á því yfir höfuð að pússa sal- arloftið. Svo Ásmundur fór og þreif gólfið og mönnum er það enn hulin ráðgáta hver fann sig knúinn til að verja helginni í að pússa upp gamla viði. „Sagan er sönn,“ segir Sigurjón. „Ef þið hittið einhvern á förnum vegi sem hefur slípað loftið viljum við að sjálfsögðu borga honum viðvikið. Það er þó spurning hvort þetta sé ekki til- komið af yfirnáttúrulegum sökum.“ Kannski ekki úr lausu lofti gripið, því menn þekkja til draugagangs á Eiðum.    Héraðsbúar fundu lyktina af haustinu fyrir allnokkru. Það er eins og lyktin komi á undan veðurbreytingum, einhverslags kæluilmur sem drýpur inn í vitundina. Fólki þykir sumu sem það fari heldur illa nestað af sumaryl inn í haust og vetur. En hvort veður er gott eða vont er nátt- úrulega huglæg afstaða. Haustin eru gjarnan indæl á Héraði. Og hvað gæti ver- ið indælla en öll þessi börn sem full til- hlökkunar streyma að skólahúsum hvern morgun og setja svo frískan blæ á lífið í bænum?    Bæjarbúar óttast um félagsheimilið sitt gamla, Valaskjálf. Frá því að húsið var selt til einkaaðila hefur það aftur skipt um hendur og fiskisagan segir að til standi að gera samkomusalinn að gistiherbergjum. Kvikmyndasalurinn gufaði upp á sínum tíma og nú er spurt hvort útilokað verði að halda böll og aðra mannfagnaði á Egils- stöðum næstu misserin. Úr bæjarlífinu EGILSSTAÐIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur blaðamann dag. Þegar leið á morg- uninn braust sólin fram úr skýjunum og skein á köflum glatt á stúlkurnar sem þá öttu þá kappi. En það skiptust líka á skin og skúrir inni á vell- inum, þar var á stundum Alla Geira-mótið íknattspyrnu fórfram á Húsavík um helgina en á því keppa knattspyrnumenn í 6 og 7 flokki drengja og 5,6 og 7 flokki stúlkna. Þetta er í fjórða skipti sem Völs- ungur heldur þetta mót og komin er hefð á það sem sumar-lokamót liða á norður- og austurlandi. Á milli 400 og 500 kepp- endur voru á mótinu að þessu sinni. Það skiptust á skin og skúrir því á laugardag, þegar drengjaliðin kepptu, var stíf norðanátt með rigningu og kalt í veðri. Keppendur létu það þó ekki á sig fá og kláruðu daginn með stæl. Veður var betra á sunnu- hart barist og ekkert gef- ið eftir. Árangur liðanna var misjafn eins og geng- ur, sumir sigruðu aðrir töpuðu en allir gerðu þó sitt besta og það er ekki hægt að gera betur en það. Morgunblaðið/Hafþór Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, leikmaður Völsungs, spyrnir hér boltanum sem örskömmu síðar lá í marki andstæðinganna. Skin og skúrir á Alla Geira- móti Landsmót hagyrð-inga verður hald-ið í Ársal, Hótel Sögu, á laugardaginn kemur. Þangað fjölmenna jafnan hagyrðingar og áhugafólk um kveðskap. Þátttöku má tilkynna á netfangið: lands- mot@hotmail.com. Landsmótið var síðast haldið í Reykjavík árið 2000. Þá orti Hjálmar Gíslason: Reykjavík við tré og torg á trausta syni og dætur hýsir einnig synd og sorg og súludans um nætur. Heiðursgestur í ár verður Kristján Bersi Ólafsson og veislustjóri Þór Vigfússon. Fimm hagyrðingar voru fengnir til að yrkja um ákveðin efni. Þeir eru Sigurjón V. Jónsson, Suðurlandi, Helgi Zimsen úr land- námi Ingólfs, Þórdís Sig- urbjörnsdóttir, Vest- urlandi, Davíð Hjálmar Haraldsson, Norðurlandi og Ragnar Ingi Aðal- steinsson, Austurlandi. Landsmótið um næstu helgi pebl@mbl.is Akranes | Nýr kynningarbæklingur um Akranes, ætlaður ferðamönnum og öðrum sem vilja kynna sér allt það sem Akranes hefur upp á að bjóða, er kominn út. Nokkur ár eru liðin frá því gefið var út kynning- arefni um Akranes og því var kominn tími á endurnýjun. Bæklingurinn er gefinn út á íslensku og ensku. Hann er 20 blaðsíður að stærð og alfarið unninn hjá Markaðs- og atvinnuskrifstofu Akraneskaupstaðar, nema hvað Prentverk Akraness sá um prentunina. Í bæklingnum kennir ýmissa grasa en þar er m.a. fjallað um safnasvæðið, einstök söfn og nokkra skemmtilega muni sem þar eru varðveittir, Langasand og golfvöllinn, útivistarparadísina Akrafjall og margt fleira. Bæklingnum verður á næstu dögum dreift á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferða- menn víða um land, til ferðaskrifstofa hér- lendis og erlendis og að sjálfsögðu til þjón- ustuaðila á Akranesi. Fyrr í sumar var gefið út nýtt upplýsingakort af Akranesi og á næstu dögum verður opnaður nýr upplýsinga- og kynningarvefur um Akra- nes á slóðinni www.visitakranes.is. Ferða- menn og aðrir gestir bæjarins ættu því að hafa allar tiltækar upplýsingar við höndina áður en haldið er á Skagann, segir á vef sveitarfélagsins. Nýr kynn- ingar- bæklingur Egilsstaðir | Fyrsta einbýlishúsið í Vota- hvammi á Egilsstöðum hefur verið afhent en Íslenskir aðalverktakar annast upp- byggingu á svæðinu. Húsið er við Norð- urbrún 12 en í heild er gert ráð fyrir 123 íbúðum í Votahammshverfinu þegar það verður fullbyggt. Búið er að leggja götur í fyrsta byggingaráfanga hverfisins og lóðir tilbúnar fyrir næstu hús. Ætlunin er að ÍAV hefji byggingu á öðru einbýlishúsi í haust og átta íbúðum fyrir áramót, þ.e. þremur fjögurra herbergja, þremur þriggja herbergja og tveimur raðhúsíbúð- um. Húsin koma í einingum frá Lettlandi þar sem þau eru framleidd í verksmiðju ÍAV og BYKO. Af þeim 123 íbúðum sem koma til með að rísa í Votahvammi verða 10 einbýlishús, 41 íbúð í raðhúsum og 72 íbúðir í fjölbýlishúsum. Í fyrsta áfangan- um, sem ÍAV annast uppbyggingu á, verða 10 einbýlishús og 16 íbúðir í raðhúsum. Flutt í fyrsta húsið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.