Morgunblaðið - 30.08.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.08.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 37 MENNING Það eru vísast ekki margirÍslendingar á aldri und-irritaðs, fæddir undir lokáttunda áratugarins, sem hyggjast sækja tónleika Joe Cock- ers á fimmtudaginn. Samt sem áður er þetta sama kynslóð og skreið upp úr barnæsku með mörg af hans þekktustu lög í eyrunum. „You Can Leave Your Hat On“, „Up Where We Belong“, „Unchain My Heart“ og fleiri tengjast uppvaxtarárum okkar sömu órjúfanlegu böndum og „Gleðibankinn“ eða snjóþvegnar gallabuxur og þennan ráma róm þekkjum við ennþá, hvar sem hann heyrist – rödd Cockers er engri lík. En þrátt fyrir alla þá smelli sem Joe Cocker söng á níunda áratugn- um er hann enn frægastur fyrir túlk- un sína á Bítlalaginu „With A Little Help From My Friends“. Útgáfa hans á því lagi er fyrir löngu orðin ódauðleg og líklega er hún ekki minna spiluð í útvarpi en sú sem Bítlarnir gerðu fyrir Sgt. Peppers- plötuna. En það var ekki síst fyrir þá gríðarlegu athygli sem Woodstock- hátíðin vakti á sínum tíma að nafn þessa Sheffield-búa festist í manna minnum og situr þar enn. Cocker hefur verið á stanslausu tónleikaferðalagi síðan í september á síðasta ári og því lá beint við að spyrja þennan rúmlega sextuga mann hvernig hann færi að því að djöflast svona árið um kring. „Hef ekki hugmynd,“ svarar hann og hlær um leið og vinstri fótlegg- urinn riðar í takt við hægri höndina eins og hann sé þegar staddur á sviði. „Þetta tekur sannarlega á en í gegnum árin hefur maður lært ýmis brögð til að koma í veg fyrir hjarta- áfall.“ Eins og hvað? „Fyrir það fyrsta hætti ég að drekka fyrir nokkrum árum. Það hjálpaði mér mikið,“ segir hann og hlær svo djúpum en hásum viskí- hlátrinum. Joe Cocker hóf feril sinn sem söngvari í hljómsveitinni The Grease Band um miðjan sjöunda áratuginn við misjafnan orðstír. Hljómsveitin spilaði aðallega á krám í Sheffield en færði sig undir það síðasta suður til London. Eitt kvöldið þegar sveitin lék á staðnum The Marquee í Soho var Dee nokkur Anthony í salnum. Eftir tónleikana gekk hann til Cock- ers og bauð honum og hljómsveitinni að koma til Bandaríkjanna og spila fyrir tvö þúsund dali á mánuði. „Ég man hvað okkur fannst þetta ótrúlegt. Bandaríkin voru bara eitt- hvað sem maður sá í sjónvarpinu. Við tókum boðinu á staðnum. Ári síðar vorum við byrjaðir að spila fyr- ir mörg þúsund áhorfendur á kvöldi, svo tugi þúsunda og áður en við viss- um af vorum við komnir á Wood- stock.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að syngja „With a Little Help From My Friends“? „Ég er ekki viss … á þessum tíma var ég mikill Ray Charles-aðdáandi og hann spilaði mikið lög sem voru í ¾ – hæga valsa og fleiri svipuð. Ég söng mikið af þannig lögum á þess- um tíma og síðan þegar við vorum beðnir að spila á Woodstock langaði mig að gera svipaða hluti og Ray – setja þekkt lag í gospel-búning og það var það sem við gerðum. Veistu hvað Bítlunum þótti um þetta uppátæki þitt? „Já, eiginlega,“ svarar Cocker hlæjandi og strýkur skallann. „Stuttu eftir tónleikana fékk ég skeyti frá þeim þar sem þeir sögðu að þeim hefði þótt það frábært. Fyr- ir utan það þekkti ég mann sem vann hjá Apple-fyrirtæki Bítlanna og hann sagði mér að þeir hefðu ver- ið frá sér numdir af undrun og að- dáun á þessari útgáfu minni á lag- inu.“ Hvar varst þú sjálfur staðsettur í miðju hippa-tímabilinu? „Þetta voru sérstakir tímar. Árið 1967 var ég með fitugt hár, greitt aftur og stóra barta en ári seinna var það komið í lubba og skeggið óx villt. Það er erfitt að útskýra þennan tíma, ég hafði til dæmis aldrei reykt jónu í Sheffield, Englandi en drakk í staðinn kippu af bjór á hverju kvöldi. Síðan kom hippatíminn og allt breyttist í draum sem varði í nokkur ár.“ Var mikil tónlist í þinni fjölskyldu þegar þú varst að alast upp? „Ég átti frænda sem spilaði á píanó og pabbi minn söng. Hann hlustaði mikið á ítölsku tenórana og söng með þeim þegar þeir voru spil- aðir í útvarpinu … en hann söng aldrei opinberlega.“ Var hann með þess sömu rámu rödd og þú? „Pabbi?“ spyr hann á móti og hlær. „Nei, nei, nei. En honum fannst gaman að syngja, ég man það.“ Þú hefur sungið fjölmörg vinsæl lög í gegnum árin. Hvernig velurðu lögin? „Þetta var einfaldara hér áður fyrr og það voru alltaf lög sem ég vissi að ég vildi syngja. Lög eins og „Summer in the City“ og önnur komu mjög eðlilega til mín. Núna er þetta mun erfiðara. Ég hlusta nátt- úrlega á útvarpið þegar ég er á tón- leikaferðalagi og núna hef ég bætt við lögum eins og „One“ eftir U2 og „Everybody Hurts“ með R.E.M. Það er samt eitthvað við söngvara í dag … eins og þessi James Blunt sem nú er svo vinsæll í Bretlandi. Þeir hafa allir svo viðkvæmar raddir og enginn þeirra þorir að gefa í.“ Níundi áratugurinn var góður áratugur í þínu tilviki, var það ekki? „Jú, það er satt. Ég söng lög eins og „You Can Leave Your Hat On“ og „Up Where We Belong“ sem urðu feikilega vinsæl og mér var í raun gefið annað tækifæri í tónlistarheim- inum til að ná vinsældum.“ Veistu hvað þú værir í dag ef þú hefðir ekki lagt sönginn fyrir þig? „Það er ekki gott að segja. Þegar ég var ungur vann ég hjá breska gasfélaginu við að setja upp gas- leiðslur í hús og seinna gerðist ég lærlingur meistara við þá iðju. En satt að segja tók ég það aldrei mjög alvarlega. Ég var yfirleitt syngjandi á kvöldin og um helgar á krám svo að það kom eiginlega aldrei neitt annað til greina. Og þrátt fyrir að mér hafi tekist að landa plötusamn- ingi árið 1964, sem síðan var rift þegar platan seldist ekki, kom ekk- ert annað til greina. Vinir og vanda- menn komu allir að máli við mig og sögðu: „Ókei, Joe, þú fékkst þitt tækifæri, einbeittu þér núna að gas- inu.“ Ég hitti síðan gamlan vin um dag- inn sem minnti mig á þetta, spurði mig í gríni hvort ég sæi ekki eftir því að hafa hætt í gasinu. Hugsaðu þér, hefði ég hlustað á þá sem voru mér næstir, ætti ég ekki risastórt hús í Colorado, né væri ég staddur hér á landi í dag.“ Veistu hvað þú gerir fram að tón- leikum? „Ég fæ tvo frídaga svo að ég hafði hugsað mér að slappa af. Hlaða raf- hlöðurnar. Mér hefur verið boðið að veiða lax og sjálfur veiði ég silung. Það gæti verið gaman og skoða eyj- una um leið.“ Þegar hér er komið sögu gengur umboðsmaður Cockers inn með ljós- myndara Morgunblaðsins. Hann gefur mér auga til merkis um að við- talið sé búið og ég slekk á upp- tökutækinu. Þegar ég þakka Cocker fyrir, reynir hann í þriðja skiptið frá því að við hittumst að bera fram nafnið mitt en án árangurs. Ég bið hann að lokum að kalla mig Höska. „Husky?“ svarar hann og hlær svo. „Ég ætti að heita það!“ Breski söngvarinn Joe Cocker hefur verið einn þekktasti söngvari vesturheims allt frá því hann söng Bítlalagið „With a Little Help From My Friends“ á Woodstock-hátíðinni árið 1969. Síðan þá hefur hann sungið hvern smellinn á fætur öðrum, á ferli sem spannar rúm fjörutíu ár. Cocker mun ásamt 17 manna stórsveit vígja nýuppgerða Laugardalshöll næstkomandi fimmtudagskvöld. Morgunblaðið/Árni Torfason Joe Cocker hefur verið á tónleikaferðalagi í tæpt ár. Hann varð sextíuogeins árs í maí. Vakti undrun og aðdáun Bítlanna á Woodstock Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is ÞEGAR leiðin liggur í sýningarsal Íslenskrar Grafíkur er ljósmynd af hjólförum í snjó það fyrsta sem grípur athyglina. Þessi skemmtilega mynd er full af húmor og um leið einföld og tær grafíkmynd. Þrykkið sem hjólförin skilja eftir í snjónum virðist úthugsað og ég velti því fyrir mér hversu lengi listakonan hefði æft sig til þess að skapa þessi hjartalaga form. En spjall við Mar- gréti leiddi í ljós að hjólförin voru tilviljun ein og það var vakandi auga hennar að þakka að hún náði þess- ari mynd þegar bíll sneri við fyrir utan hús hennar á gamlárskvöld, í bjarma flugeldanna. Þessi árvekni listakonunnar og vakandi auga fyrir umhverfinu, formum og litum kem- ur einmitt glögglega fram í verk- unum sem hún sýnir nú. Nokkuð er síðan Margrét hefur haldið einkasýningu og við fyrstu sýn gæti fjölbreytni verka hennar virst ósamstæð, hún sýnir ljós- myndir af náttúrufyrirbærum, silki- þrykk, carborundum-myndir og klippimyndir. En þegar betur er að gáð má sjá að baki verkanna í heild vakandi og leitandi auga sem bæði heillast af náttúrunni og undrum hennar en tekst líka að skapa úr þeim nýjar myndir. Margrét býr yf- ir reynslu á fleiri en einu sviði, hún er lærður innanhúsarkitekt til við- bótar við myndlistarnám en hún nam við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans. Reynsla sem nýtist henni vel, bæði í verkunum sjálfum en ekki síður við framsetningu þeirra. Að mínu mati er sýning Margrétar eins konar sýnishorn þeirra möguleika sem verkin bjóða upp á, en allar seríurnar sem hún sýnir mætti stækka og vinna. Þetta rýrir þó ekki endilega gildi sýning- arinnar heldur vekur upp forvitni um það sem koma skal. Mér sýnist Margrét hafa alla burði til þess að vinna að stærri, metnaðarfyllri og heildstæðari sýningu og eftir þessa „prufukeyrslu“ ef svo má segja ætti ekkert að standa í vegi fyrir slíkri framkvæmd. Persónulegri verk, þar sem saman koma óttaleysi og ákveðnari hugmyndir um tilgang og markmið, gætu þó verið eftir- minnilegri en það sem nú má sjá. Það getur verið afar erfitt að stíga út fyrir öruggan ramma hefð- arinnar, leita eftir fleiri þáttum en þeim sem hrífa og heilla, fylgja hug- mynd eftir frá upphafi og vinna hana áfram, allt til enda, kanna þan- þol allra möguleika og ef til vill upp- götva eitthvað nýtt, eitthvað sem ekki birtist við fyrstu sýn. Slík vinna skilar þó oftast tilskildum ár- angri. Skilningur almennings og um- hverfisins er eitt af því sem oft á tíðum getur reynst listamönnum og ekki síst listakonum örðugur þrösk- uldur, það sem skilur milli stof- ustáss og metnaðarfyllri verka. Þar sem ástríða og hæfileikar eru fyrir hendi er synd ef ekki er gengið út á ystu nöf, á hæsta tindinn, kafað í dýpstu djúpin, hæfileikarnir nýttir til fulls. En um leið og áhorfandinn skynjar alvöru og ástríðu að baki er eftirminnilegt listaverk orðið til, hvort sem um er að ræða kyrralífs- mynd af blómum eða margmiðl- unarinnsetningu af stærstu gerð. Áhugaverðustu verkin á sýningu Margrétar eru að mínu mati graf- íkverk hennar, en jafnvægi í sam- spili lita og forma ásamt auga fyrir töfrum augnabliksins, einhvers kon- ar samþætting íhugullar vinnu og föngun leiftrandi augnablika sýnist mér vera aðall listakonunnar. Að hrökkva eða stökkva MYNDLIST Íslensk grafík, Tryggvagötu Til 11. september. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Grafík og ljósmyndir, Margrét Guðmundsdóttir Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.