Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 1
Fjölbreytt og forvitnileg Bergþóra Jónsdóttir rýnir í vetrardagskrá Sinfó | Menning Opna skæru- liðaverslun Hátískuverslun fyrir almenning opin í eitt ár | Daglegt líf Íþróttir í dag Guðjón Valur bjartsýnn á veturinn  Athyglin beindist að Eiði Smára  Rosaleg hamingja að komast upp STOFNAÐ 1913 240. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SÖNGKONAN Patti Smith var gerð að heið- ursfélaga í skákfélaginu Hróknum og sæmd silfurhróknum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Patti Smith, sem er mikil skákáhugakona, hafði lýst áhuga á að sjá hið fornfræga skák- borð sem Fischer og Spassky notuðu í einvíg- inu 1972. Skipulögðu Hróksmenn af því tilefni móttöku henni til heiðurs þar sem m.a. var efnt til barnaskákmóts þar sem 15 grunn- skólabörn kepptu í nafni rokkstjörnunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Patti Smith heiðursfélagi í Hróknum  Sannur skákáhugamaður | 4 Vín. AP. | Aðeins er hægt að rekja 56 dauðs- föll beint til geislunar af völdum slyssins í kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl í Úkraínu 1986, að því er segir í nýrri og ítarlegri skýrslu nefndar á vegum Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar, IAEA, í Vín og sjö annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna auk stjórnvalda í Úkraínu, Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Skýrslan var birt í gær og þar segir að ekki séu fyrir hendi neinar sannanir fyrir aukinni tíðni vansköpunar í fóstrum, andvana fæddra barna eða minni frjósemi eftir slysið. Um 4.000 tilfelli af krabbameini í skjaldkirtli vegna slyssins hafa í 99% tilfella reynst læknanleg. Svo gæti þó farið að allt að 4.000 manns deyi af völdum slyssins en ljóst er að mann- tjónið mun ekki hlaupa á tugum eða hundr- uðum þúsunda eins og menn óttuðust. Stjórnvöld í Úkraínu hafa áður sagt að rekja megi um 4.400 dauðsföll til Tsjernó- býl-slyssins en oft er erfitt að greina orsök sjúkdóma sem hafa valdið ótímabærum dauðsföllum. Um 600.000 manns urðu fyrir hættulegri geislun af völdum slyssins. Fátækt, reykingar, drykkja og streita Fram kemur í skýrslunni að fátækt, reykingar, drykkjusýki og streita séu mun hættulegri lýðheilsu á svæðinu en geislunin. Dr. Burton Bennett, formaður nefndarinn- ar, sagði að tölur um manntjónið hefðu áður verið mikið ýktar, ef til vill til þess að „beina athygli að slysinu, öðlast samúð“. Skýrslu- höfundar segja að lífseigur misskilningur og tröllasögur í Úkraínu um afleiðingar geislunar hafi orðið til þess að fjöldi fólks hafi gersamlega misst móðinn. Áhrifin sem rangar upplýsingar um geislun hafi á and- legt ástand fólks séu „alvarlegasti vandinn“ sem steðji að heilsu almennings. Tsjernóbýl-slysið Mun færri dauðsföll en óttast var SEX menn á fertugsaldri, vopnaðir öxum og hnífum, réðust á níu taí- lenska berjatínslumenn í Ångerman- landi í Svíþjóð í liðinni viku og rændu af þeim um 40 kílóum af bláberjum og nestisboxunum að auki, að sögn Svenska Dagbladet. Síðan skáru ræn- ingjarnir á hjólbarða á bíl berjafólks- ins. Þrír ræningjanna náðust þegar á sunnudag. Á laugardag var ráðist á hóp pólskra berjatínslumanna og þeir einnig rændir. Líklegt er talið að sömu ræningjar hafi verið á ferðinni. Vitað er að nokkrir hópar ákafra berjatínslumanna slást stundum um bestu svæðin í skógum Ångerman- lands. Lögreglan í Sollefte stöðvaði þremenningana þar sem þeir voru á ferð í bíl sínum. „Ég er gamall refur í faginu, búinn að vera í þessu í 40 ár og vissi þess vegna hvar ég átti að leita. Ég er alveg viss um að við náum líka hinum,“ sagði Tommy Ohlsson, rannsóknarlögreglumaður hjá Sollefte-lögreglunni. Óvenjugróft bláberjarán í Svíþjóð MÖRG þúsund íbúar New Orleans héldu í gær aftur til borgarinnar til að kanna ástandið á heimilum sín- um eftir hamfarirnar í kjölfar felli- bylsins Katrínar. Fólkið fékk leyfi yfirvalda til að fara inn í borgina stutta stund yfir hádaginn til að ná í persónulegar eigur og mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir á helstu leiðum inn í úthverfin. Hvorki er rafmagn né nothæft drykkjarvatn í borginni og lög- regluyfirvöld hvöttu alla þá sem ekki hafa viljað fara frá henni til þess að hverfa þegar á brott, þau minntu á að lögregla hefði heimild til að beita valdi. Enn munu vera þar tugir þúsunda manna. Lögregla í New Orleans hefur nú komið á lögum og reglu í borginni en þar eru björgunarmenn enn að störfum, þeir leita í húsum að fólki sem lifað hefur af. Tekist hefur að loka einu af alls þremur stórum götum sem flóðið gerði á mikinn flóðvarnargarð við borgina. Unnið hefur verið dag og nótt við að fylla í þau og m.a. hafa verið notaðar stórar þyrlur sem varpað hafa stórum sekkjum fullum af sandi, sementi og jarðvegi í gatið. Samkvæmt upplýsingum tals- manns samgönguráðuneytisins í Louisiana í gær var þegar byrjað að dæla vatni út fyrir garðinn yfir í Pontchartrain-stöðuvatnið við borgina. Verkfræðingar telja að það muni taka allt að 80 daga að dæla öllu vatni af götum borgarinn- ar. Mánuðir munu líða áður en búið verður að hreinsa allar götur. George W. Bush Bandaríkjafor- seti heimsótti flóðasvæðin öðru sinni í gær og hélt til Baton Rouge í Louisiana. Hann ræddi þar við nokkur fórnarlömb hamfaranna og þakkaði fjölskyldum sem veitt hafa heimilislausum húsaskjól. Einnig hyllti hann forstöðumenn í kirkjum, samkunduhúsum og moskum á svæðinu fyrir hjálparstarf sem söfnuðirnir hafa innt af hendi. Alls hefur meira en milljón manns í sambandsríkjunum Louisiana, Mississippi og Alabama yfirgefið heimili sín og hafa flestir farið til Texas, Tennessee, Indiana og Ark- ansas, að sögn fréttavefjar BBC. Þeir Bill Clinton og George Bush, fyrrverandi forsetar Bandaríkj- anna, stýra opinberri fjársöfnun til styrktar fórnarlömbum náttúru- hamfaranna við Mexíkóflóa. „Við viljum bretta upp ermarnar og koma okkur að verki,“ sagði Bush eldri á blaðamannafundi þar sem fjársöfnunin var kynnt. Byrjað að dæla burt flóðvatni í New Orleans Reuters Íbúi í New Orleans ræðir við björgunarmann. Sumir íbúar í hverfum sem sluppu tiltölulega vel neita enn að fara. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Leitað hús úr húsi | 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.