Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LANDVERND hefur lýst yfir mikilli
óánægju með aðgerðir bæjaryf-
irvalda í Garðabæ á landinu í Urr-
iðaholti, en þar eru framkvæmdir
hafnar við lóð undir risaverslun
IKEA, þrátt fyrir að skipulag svæð-
isins sé enn í meðferð kærunefndar
skipulagsmála. Gera Landvernd-
armenn ennfremur athugasemdir við
tengsl Oddfellowreglunnar við skipu-
lagsnefnd Garðabæjar, en þar situr
hátt settur meðlimur í reglunni.
Tryggvi Felixson, framkvæmda-
stjóri Landverndar, segir hugmyndir
hafa verið uppi í nokkurn tíma um að
breyta aðalskipulagi á svæðinu á Urr-
iðaholti. Þegar tillaga um það var
kynnt sl. vor gerðu samtökin at-
hugasemdir þar sem gert var ráð fyr-
ir að land sem hingað til hefur notið
bæjarverndar og er á náttúruminja-
skrá, færi undir þjónustureit og 70%
af svæðinu færu undir bílastæði.
„Þarna er um að ræða votlendi og
hraunrönd sem hafa mikið nátt-
úruverndargildi og það var verið að
umbreyta því í bílastæði,“ segir
Tryggvi. „Við töldum að bæjarfélagið
ætti aðra möguleika, að ekki væri svo
mikil landfátækt í Garðabæ að menn
yrðu að fórna svona dýru landi. Og
við lögðum einnig til, að ef það væri
óumflýjanlegt að byggja þarna yrði
byggt bílastæðahús eða -kjallari, sem
er venjulega gert þegar um verðmætt
land er að ræða.“
Athugasemdir Landverndar féllu í
grýttan jarðveg hjá yfirvöldum í
Garðabæ og var þeim svarað á ófull-
nægjandi hátt, að mati Tryggva.
„Hér er t.d. um skýrt brot að ræða á
37. grein náttúruverndarlaga, sem
segir að eins og kostur er eigi að forð-
ast að spilla verðmætum af þessu
tagi,“ segir Tryggvi. Skipulagstil-
lagan var samþykkt úr skipulags-
nefnd 2. maí sl. og sótti Landvernd
um fund með umhverfisráðherra til
að gera athugasemdir við hana. „En
þegar við komum til fundar við hana
var hún búin að staðfesta að-
alskipulagið. Því ákváðum við að
kæra til úrskurðarnefndar um skipu-
lagsmál. Þegar við fórum að vinna þá
kæru kom einnig í ljós að landið er í
eigu hlutafélagsins Urriðaholts ehf.
sem er 88% í eigu Oddfellowa og hátt
settur meðlimur í þeirri reglu situr í
skipulagsnefnd. Við sendum fyr-
irspurn til félagsmálaráðuneytisins
um þetta efni. Þannig eru nú tvær
rökstuddar efnislegar athugasemdir í
málinu, en engu að síður búið að veita
framkvæmdaleyfi og spilla hrauninu
óafturkræft.“
Tryggvi segir það afar ámælisvert
að bæjarfélagið veiti leyfi fyrir fram-
kvæmdum þó enn séu uppi málefna-
legar athugasemdir í málinu og menn
ekki búnir að tæma allar leiðir til að
gera athugasemdir við meðferð máls-
ins. „Að mínu mati þýðir þetta að
bæjarfélagið hefur ekki sýnt þá eðli-
legu hófsemd í sínum aðgerðum sem
gera verður kröfu um.“
Tryggvi segir bæjarfélagið ganga
afar gróflega fram. Það hafi leitt til
þess að búið sé að eyðileggja mikil
náttúruverðmæti áður en lýðræð-
islegu ferli sé lokið. „Við höfum ekki
fengið neinar skýringar á hverju liggi
svona mikið á. Það liggur fyrir að það
hafa verið gerðar rökstuddar at-
hugasemdir og þar til bærir aðilar,
sem eiga að gera út um slíkar at-
hugasemdir hafa ekki lokið máls-
meðferð,“ segir Tryggvi. „Þetta eru
gífurleg vonbrigði hvernig þeir ganga
þarna fram, því Garðabær hefur stað-
ið sig mjög vel í náttúruvernd. Ým-
islegt sem bæjarfélagið hefur gert
hefur verið til mikillar fyrirmyndar.
Þetta er mikið skref afturábak í nátt-
úruvernd í Garðabæ.“
Segir lýðræðislegu ferli fylgt
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, segir allt málið hafa far-
ið í gegnum hið lýðræðislega ferli.
„Ráðherra er búinn að gefa út sam-
þykki fyrir skipulagsbreytingu í að-
alskipulagi fyrir Urriðaholtið, svo við
erum bara að starfa samkvæmt lög-
um,“ segir Gunnar. „Það er ekkert
óeðlilegt að framkvæmdir séu hafnar
samkvæmt samþykktu aðalskipulagi.
Hlutir eru kærðir út og suður og það
þýðir ekki að framkvæmdir stoppi.“
Gunnar segir þá lausn sem Land-
vernd bendir á, að færa kauptúnið í
Vetrarmýrina og taka hluta af golf-
vellinum nánast ekki svara verða.
„Við erum að fara eins varlega á þetta
svæði og mögulegt,“ segir Gunnar.
„Það var ekki talið hagkvæmt að
byggja bílastæðahús. Með því að
brjóta þetta land undir erum við að
auka aðgengi að náttúrunni og með
skipulegum hætti er hægt að láta enn
fleiri bæjarbúa og borgarbúa njóta
þessarar náttúru við Urriðavatn. Ég
lít ekki svo á að verndun einhvers
svæðis sé það sama og að enginn
komi inn á svæðið.“
Hvað varðar fullyrðingar Land-
verndar um óeðlileg hagsmunatengsl
Oddfellowreglunnar við bæinn segir
Gunnar allar ákvarðanir teknar af
bæjarstjórn. „Skipulagsnefnd er ráð-
gefandi aðili og við erum að fjalla um
mjög mörg mál þar sem hægt væri að
segja að annar hver aðili væri van-
hæfur,“ segir Gunnar. „Fólk tengist
inn í mörg félög og félagasamtök.
Mér finnst mjög langsótt að tengja
setu eins fulltrúa í skipulagsnefnd við
þessar ákvarðanir.“
Gunnar segist hafna því að verið sé
að skemma einhver verðmæti um ald-
ur og ævi.
Landvernd ósátt við að framkvæmdir séu hafnar í Urriðaholti, en skipulagið er enn í ferli
„Þetta eru gífurleg vonbrigði“
Morgunblaðið/Þorkell
Eins og sjá má er jarðrask þegar nokkurt við Urriðaholt þótt aðalskipulag-
ið sé enn í kæruferli. Þar er fyrirhugað að stórverslun IKEA rísi.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
SÖNGKONAN Patti Smith var
sæmd silfurhróknum, hálsmeni
hönnuðu af Árna Höskuldssyni
gullsmið, og þar með gerð að
heiðursfélaga í Hróknum í Þjóð-
menningarhúsinu í gær. Að sögn
Hrafns Jökulssonar, formanns
Hróksins, hafði Patti Smith, sem
er mikil skákáhugakona, lýst
áhuga á að sjá hið fornfræga
skákborð Fischers og Spasskys úr
einvíginu 1972.
„Af því tilefni skipulögðum við
Hróksmenn móttöku henni til
heiðurs í gamla lestrarsalnum í
Þjóðmenningarhúsinu þar sem
borðið var til sýnis, en jafnframt
vorum við með myndasýningu úr
landnámi Hróksins á Grænlandi,
auk þess sem slegið var upp
barnaskákmóti þar sem fimmtán
grunnskólabörn tóku þátt í svo-
nefndu Patti Smith skákmóti,“
segir Hrafn, en sigurvegarar
skákmótsins voru þær Júlía Rós
Hafþórsdóttir og Sigríður B.
Helgadóttir.
Vill fara með Hróknum til
Grænlands á næsta ári
Að sögn Hrafns fylgdist Patti
Smith áhugasöm með skákmótinu
og var að sögn stórhrifin af
krökkunum og tilþrifum þeirra.
„Hún tefldi ekki sjálf og gerir
raunar lítið úr skákkunnáttu sinni,
en talaði hins vegar af djúpri
þekkingu um skákina og um hvað
hún er bæði skemmtileg og gagn-
leg til þess að örva jafnt sköp-
unargáfuna, ímyndunaraflið og
rökhugsunina. Það leyndi sér því
ekki að þarna var sannur skák-
áhugamaður á ferð,“ segir Hrafn
og upplýsir að Patti Smith hafi
sýnt Grænlandsför Hróksins mik-
inn áhuga. „Hún lýsti yfir áhuga á
að koma með Hróknum til Græn-
lands á næsta ári og var sam-
komulag þess efnis handsalað á
staðnum. Þannig að nú förum við
bara í það að finna tímasetningar
sem henta öllum aðilum,“ segir
Hrafn og bætir við: „Vonandi
markar þetta upphafið að sam-
starfi Hróksins og þessarar góðu
rokkstjörnu sem sýnilega vill láta
gott af sér leiða og veit út á hvað
lífið gengur.“
En aftur að hinu sögufræga
skákborði sem var eins og fyrr
segir tilefni heimsóknar Patti
Smith í Þjóðmenningarhúsið í
gær. Aðspurður segir Hrafn ljóst
að Patti Smith hafi fundist mikið
til þess koma. „Henni fannst borð-
ið greinilega mikill helgidómur,
enda kom í ljós að hún hafði fylgst
vel með einvíginu 1972 og var
mjög kunnug högum, ekki síst
Bobby Fischers sem er einmitt frá
New York eins og hún. Í ljós kom
að hún hafði hitt hann fyrir ein-
hverjum áratugum þegar hún var
kornung afgreiðslustúlka í bóka-
búð þar sem hann var að árita
bækur sínar. Og við það tækifæri
hafði hún hjálpað honum að flýja
út um bakdyrnar undan aðdáend-
um sínum,“ segir Hrafn og tekur
fram að hún hafi talað hlýlega um
Fischer og vonist til þess að hann
hafi það sem allra best, enda sé
henni vel kunnugt um mótlæti
hans á síðustu árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Patti Smith settist við taflborðið sem Fischer og Spassky notuðu í heims-
meistaraeinvíginu 1972, en það er til sýnis í Þjóðmenningarhúsinu.
„Sannur skákáhugamaður á ferð“
Patti Smith var gerð að heiðursfélaga í Hróknum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.isFULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík, samþykkti á fundi
sínum síðdegis í gær að láta fara
fram prófkjör vegna uppstillingar á
lista Sjálfstæðisflokksins við borg-
arstjórnarkosningarnar næsta vor.
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík, lagði í
ágúst fram tillögu um þetta efni.
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hélt ræðu á fund-
inum í gær en ræddi ekki um hvort
hann hyggist
áfram gefa kost á
sér til for-
mennsku í
flokknum. Að
sögn Davíðs að
loknum fundi
hvatti hann fund-
armenn til dáða í
þeirri baráttu
sem framundan
er á vettvangi borgarmálanna.
Davíð
Oddsson
Sjálfstæðismenn
samþykktu prófkjör