Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 11

Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR SÍLDARSÖLTUNARSTÖÐVUM hefur farið fækkandi síðustu árin og mikil breyting hefur orðið á frá því að saltað var á haustin allt frá Vopnafirði og suður um alveg vestur á Snæfellsnes. Fram hefur komið að síldarsöltun hefur verið hætt á Djúpavogi og er þá aðeins ein sölt- unarstöð eftir starfandi á landinu, eða á Fáskrúðsfirði. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, sem lengi sá um síldarsölu fyrir Síld- arútvegsnefnd og SÍF eftir að síld- arsölumál færðust þangað, er aðeins eftir ein stöð á Fáskrúðsfirði hjá Loðnuvinnslunni hf. og er Iceland Seafood (SÍF) með einkasölu á þeirri síld, sem þar er söltuð. „Trúlega verða þar saltaðar í kringum 20 þúsund tunnur þannig að sænska fyrirtækið ABBA, sem keypt hefur saltsíld af Íslendingum í ómunatíð, fær líklega sína síld þar auk þess sem þeir verða að snúa sér meira að heimamarkaði eða Noregi og Danmörku. Líklegt er að tveir eða þrír aðrir kaupendur, danskur og finnskir, fái saltsíld,“ sagði Krist- ján. Þróunin hefur verið yfir í fryst- inguna og hafa stóru stöðvarnar á Norðfirði og Höfn í Hornafirði tækjavætt sig fyrir hana enda er sú vinnsla ekki eins frek á mannskap og öll mun einfaldari í framkvæmd. Nýja stöðin á Vopnafirði sem HB Grandi er að reisa verður eingöngu í frystingu. Ingvar Ágústsson, fyrrum þróun- arstjóri Síldarútvegsnefndar, hefur annast innkaup á saltaðri síld fyrir finnska framleiðendur um nokkurn tíma og orðið að kaupa hana í Nor- egi, þar sem síldarsöltun á Íslandi hefur ekki getað annað eftirspurn. Hann segir þetta nöturlega þróun því helst vildi hann geta keypt síld fyrir Finnland á Íslandi, enda sé stigsmunur á gæðum. Ein síldarsöltunarstöð eftir Morgunblaðið/Albert Kemp Fiskvinnsla Síldin söltuð á Fá- skrúðsfirði. Þar er nú eina starf- andi söltunarstöðin á landinu. Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is TROLLBÁTURINN Steinunn SF fór í sinn fyrsta túr fyrir viku og landar í Reykjavík í dag. Báturinn hét áður Helga RE og kemur í stað eldri Steinunnar sem var smíðuð í Noregi 1975 og hefur gengið undir ýmsum nöfn- um hjá nokkrum útgerðum. Skin- ney-Þinganes hf. á Höfn í Horna- firði keypti nýja bátinn í sumar og tók við honum 16. ágúst. Gunnar Ásgeirsson, stjórn- arformaður fyrirtækisins, segir að Steinunn verði á trollveiðum og reytingur hafi verið í fyrsta túr. Ljósmynd/Snorri Snorrason Steinunn SF fór í sinn fyrsta túr fyrir viku og landar í Reykjavík í dag. Steinunn SF landar í fyrsta sinn ÚR VERINU FORSTJÓRAR Fjármálaeftirlitsins og Kauphallar Íslands, Jónas Fr. Jónsson og Þórður Friðjónsson, telja rétt að skoða þann möguleika að inn- leiða reglu um að innherjar þurfi að eiga bréf í sínum félögum í minnst sex mánuði, líkt og gilt hefur í Bandaríkj- unum um langt skeið. Þeir eru sam- mála um að slík regla leysi ekki allt og komi ekki í veg fyrir það meginmark- mið leiðbeinandi reglna að innherjar misnoti ekki aðstöðu sína. Þórður Friðjónsson í Kauphöllinni segir að reglurnar í Bandaríkjunum séu nokkuð sérstakar og gildi sér vit- anlega ekki í Evrópu. Víðast sé byggt á þeirri reglu að útgefendur bréfa og fjármálafyrirtæki setji sér sjálf leik- reglurnar, að fengnu samþykki stofn- ana eins og Fjármálaeftirlitsins hér á landi. Þórður segir sum íslensk fjár- málafyrirtæki hafa sett sér þá reglu að innherjar verði að eiga hlutabréf í minnst þrjá mánuði. „Það er sjálfsagt að skoða þetta og fara yfir rökin með og á móti. Ekki er sjálfgefið að leið Bandaríkjamanna sé betri ef mið er tekið af okkar um- hverfi, þar sem margt er tekið upp frá Evrópu. Sex mánaða reglan getur verið skynsamleg en aðalatriðið er að svona reglur komi í veg fyrir að inn- herjar stundi viðskipti á grundvelli upplýsinga sem almennir fjárfestar hafa ekki aðgang að. Eignartíminn skiptir ekki öllu máli, sex mánaða regla kemur ekki endilega í veg fyrir að menn geti átt viðskipti þegar ójafn- vægi ríkir milli fjárfesta. Þó að menn séu bundnir af því að halda bréfum í sex mánuði þá er ekki gefið að við- komandi innherji vilji losna við bréfin fyrr en eftir lengri tíma en sex mán- uði,“ segir Þórður. Stuðningsúrræði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segir sex mánaða eignartíma að lágmarki koma til skoð- unar, auk sérstakra reglna um lokuð tímabil í kringum mikilvæga atburði. Leggja verði áherslu á að slík sjálf- virk viðmið séu stuðningsúrræði við meginsjónarmið um jafnræði fjár- festa og góða viðskiptahætti, auk þess sem huga verði að heildarsamhengi regluverksins. Jónas bendir á að í júlí sl. hafi tekið gildi reglur, byggðar á tilskipun ESB um markaðsmisnotkun, þar sem m.a. sé kveðið á um framkvæmd viðskipta innherja. „Í tengslum við innleiðinguna hefur Fjármálaeftirlitið sett reglur um meðferð innherjaupplýsinga og við- skipti innherja. Reglurnar innihalda lágmarkskröfur sem ber að fylgja við framkvæmd innherjaviðskipta og meðferð innherjaupplýsinga. Í hand- bók með reglunum er bent á að útgef- endum verðbréfa sé unnt að afmarka lokuð tímabil, ekki síst til að draga úr orðsporsáhættu,“ segir Jónas. Hann segir markmið reglna um viðskipti innherja fyrst og fremst vera að tryggja jafnræði fjárfesta og trúverðugleika útgefenda verðbréfa og fjármálamarkaðarins í heild sinni. Með slíkum reglum séu settar marg- víslegar skorður við viðskiptum inn- herja, t.d. sé lögð sú skylda á innherja að leita álits regluvarðar áður en við- skipti eigi sér stað. Jafnframt beri að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um öll innherjaviðskipti. Tilmæli um þrjá mánuði „Þessu til viðbótar gilda sérreglur um viðskipti fjármálafyrirtækja fyrir eigin reikning, um viðskipti stjórn- enda og annarra aðila í sérstökum tengslum við fyrirtækið. Þær miða að því að styrkja svipuð sjónarmið í sessi, það er jafnræði fjárfesta og trú- verðugleika fjármálamarkaðar, og koma í veg fyrir hættu á hagsmuna- árekstrum. Þetta ber stjórnum fjár- málafyrirtækja að tryggja, meðal annars með setningu sérstakra reglna,“ segir Jónas og bendir á að í leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftir- litsins vegna slíkra reglna sé talað um að gæta þurfi að hagsmunaárekstr- um, skrá sérstaklega viðskipti og lág- markseignarhaldstími sé 3 mánuðir. Forstjórar Fjármálaeftirlits og Kauphallar um reglur um innherjaviðskipti Sex mánaða regla kemur til greina en leysir ekki allt Þórður FriðjónssonJónas Fr. Jónsson Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is MARTA Guðjónsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgar- stjórnar- kosning- anna í vor, og sækist hún eftir 6. sætinu á framboðs- listanum. Marta hefur lengst af kennt við grunnskóla í Reykjavík frá 1984, sinnti auk þess ritstjórn og þátta- gerð við útvarp en kennir nú íslensku við Tjarnarskóla í Reykjavík. Hún er í borg- arstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins, hefur starfað á kjörtímabilinu í umhverfis- og heilbrigðisnefnd, hverfis- ráði Kjalarness, velferðarráði og er varamaður í mennta- ráði. Hún er formaður Fé- lags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, sat í stjórn Heimdallar á árum áður og hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þá er hún varaformaður Alfadeild- ar Delta Kappa Gamma á Ís- landi, alþjóðlegra samtaka kvenna í fræðslu- og menn- ingarstörfum, og situr í skólanefnd Fjölbrautaskól- ans við Ármúla. Marta er talsmaður einka- skóla og stóraukins foreldra- valds á grunnskólastigi. ,,Ég vil ekki að grunnskólabörn- um í Reykjavík sé mismunað af fræðsluyfirvöldum vegna rekstrarforms þeirra skóla sem þau sækja. Allar raun- verulegar framfarir í skóla- málum byggjast á fjölbreytni og margvíslegum saman- burði. Án slíks samanburðar eru framfarir óhugsandi og framfarahugtakið merkingar- laust,“ segir Marta. Hún leggur einnig áherslu á stór- aukna samvinnu og samhæf- ingu grunnskólans, tónlistar- skóla og þeirra félaga sem sinna íþróttaiðkun barna, og telur að Reykjavíkurborg eigi að varða leiðina að fjöl- breyttum, gróskumiklum og stórbættum grunnskóla á Ís- landi. Marta Guð- jónsdóttir sækist eftir 6. sæti VEIÐIN í Þverá – Kjarrá var í há- deginu í gær átta löxum frá 4.000, þannig að ljóst má vera að veiði í ís- lenskri stangveiðiá fer nú í fyrsta skipti yfir 4.000 laxa múrinn. Veiði er að ljúka í Kjarrá en veitt verður í Þverá fram í miðjan mánuðinn. Ríf- andi gangur hefur verið í veiðinni síð- ustu daga. Holl sem lauk veiði í Þverá um mánaðarmótin náði 70 löxum og var hluti þeirra bjartur göngulax. Á sama tíma veiddust 45 í Kjarrá. Eldra veiðimetið, í Laxá í Kjós og Bugðu ár- ið 1988, var 3.811 laxar, ekki 3.850 eins og áður hafði verið greint frá. Annað eftirtektarvert veiðimet hefur verið slegið í Selá í Vopnafirði; þar eystra var búist við 2.000. lax- inum á land í gær. Nýtt met í Norðurá Veiði er lokið í Norðurá og veidd- ust 3.142 laxar í sumar. Er það met- veiði í ánni. Eldra metið var sett sum- arið 2002 þegar veiddust 2.217 laxar. Samkvæmt vefmiðlinum votnogveidi- .is var gamla metið því bætt um tæp 42% en í fyrra veiddust tæplega 1.400 laxar í ánni, í mikilli þurrkatíð. Veiði- aukningin á milli ára er því um 225%. Heldur hefur dregið úr veiðinni víða á Vesturlandi síðustu daga, og ekki víst að allar ár nái þeim hæðum sem þeir bjartsýnustu spáðu fyrr í sumar. Góð veiði er þó víðast hvar og meiri en í meðalári. Að sögn Ástþórs Jóhannssonar hafa vel yfir 500 laxar veiðst í Straumfjarðará þegar enn er hálfur mánuður eftir af veiðitím- anum. „Það er því tæplega von að metið frá 1978, 636 laxar, verði slegið, en það er aldrei að vita, ef heldur áfram sem horfir. Bestu hollin sem hafa verið hér við veiðar undanfarna daga hafa verið að fá á þriðja tug laxa. Stærstu laxar sumarsins hafa verið um 15 pundin, og enn stærri fiskar hafa sést í hyljunum.“ 475 laxar veiddust í Straumu í fyrra. Veiðin í Flekkudalsá á Fellsströnd hefur verið upp og ofan þótt mikið sjáist af laxi í ánni. Holl sem lauk veiðum um mánaðamótin fékk 14 laxa, víða um ána og voru þar á meðal einhverjir silfurbjartir. Hollið á eftir landaði hinsvegar sex en missti marga, enda voru tökurnar nettar og aðstæður erfiðar; lítið vatn og skjan- nabirta. Flekkan hefur engu að síður gefið tæplega 250 laxa en 227 veidd- ust allt veiðitímabilið í fyrra. Góð veiði er enn í Eystri-Rangá og verður fróðlegt að sjá hversu margir laxar hafa veiðst í ánni þegar upp verður staðið, en enn eru tæplega fjórar vikur eftir af veiðitímanum. Vikan 29.ágúst til 4. september gaf 317 laxa sem er met og þreföld með- alveiði fyrir þessa viku. Um 3.700 lax- ar hafa þegar veiðst í ánni og má því gera ráð fyrir að veiðin verði vel á fimmta þúsund laxa. STANGVEIÐI Yfir 4.000 laxar úr Þverá – Kjarrá Morgunblaðið/Einar Falur Franskur veiðimaður, Marc-Adrien Marcellier, smellir kossi á 12 punda hrygnu áður en hann sleppir henni aftur út í strauminn í Selá í Vopnafirði. Veiði í Selá náði 2.000 löxum í gær. veidar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.