Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 16
Mosfellsdalur | Burtfluttir
Skagfirðingar með golfbakt-
eríuna, búsettir á höfuðborg-
arsvæðinu, hafa undanfarin ár
komið saman á haustin og att
kappi á golfvellinum. Að þessu
sinni var leikið á Bakkakotsvelli
í Mosfellsdal á sunnudaginn og
aldrei hafa fleiri mætt á mótið,
eða um 60 manns. Veðrið lék við
Skagfirðingana og voru móts-
stjórarnir í miklu stuði, þeir
Guðni S. Óskarsson og Gunnar
Þ. Guðjónsson. Lagði Gunnar
blessun sína á útreikninga
Guðna með handayfirlagningu,
þegar úrslitin lágu loksins fyrir.
Sigurvegari á mótinu var
Skarphéðinn Freyr Ingason,
körfuboltakappi með KR og
fyrrum leikmaður Tindastóls.
Fjölmargir kylfingar frá
Sauðárkróki létu sig ekki muna
um að aka suður yfir heiðar til
að hitta gamla kunningja, enda
var stemningin líkt og á góðu
ættarmóti.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Skagfirðingar í Bakkakoti
Golf
Höfuðborgin | Landið | Akureyri | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Við Dvalarheimilið Naust er nú risin
myndarleg viðbygging sem verður tilbúin
innan skamms en aðeins ár er síðan fyrsta
skóflustungan var tekin.
Að sögn forstöðukonu er fólk á biðlista
eftir plássi og mikil þörf fyrir fleiri rými en
bætt verður úr brýnustu þörfinni þegar
nýja álman verður tekin í notkun.
Í viðbyggingunni eru sjö eins manns her-
bergi með baði og snyrtingu en auk þess lít-
il íbúð, ætluð fyrir hjón. Eldhús og borð-
stofa hafa þegar verið tekin í notkun en
eftir er að leggja síðustu hönd á herbergin
og búnað í þeim.
Á Nausti verður þá rými fyrir 15 manns
og skiptist það í hjúkrunar- og dvalarrými
en að auki eru þar tvö dagvistarrými.
Trésmiðjan Rein í Suður-Þingeyjarsýslu
er verktaki viðbyggingarinnar og hafa
framkvæmdir gengið vel og hratt fyrir sig.
Hrefna Marinósdóttir, forstöðukona
Nausts, er ánægð með verktakann; segir
umgengni og viðskilnað smiðanna alveg til
fyrirmyndar en hverju herbergi skila þeir
tandurhreinu og með stífbónuðu gólfi.
Í grunnskólanum á Þórshöfn er skóla-
starf í fullum gangi eins og annars staðar
en þar eru nú 64 nemendur. Skólastjóri er
Arnar Einarsson en auk hans starfa 10
kennarar við skólann, ýmist í hlutastarfi
eða fullri stöðu.
Samræmdu prófin sem nemendur hér í
10. bekk tóku í maí síðastliðinn komu mjög
vel út en það voru íslenska, enska, danska,
stærðfræði, náttúrufræði og samfélags-
fræði. Meðaleinkunn var yfir landsmeð-
altali eða 6,7 hjá Þórshafnarnemendum en
hún var 6,4 á landsvísu og 6,2 yfir Norður-
land eystra.
Þetta telst góður árangur, ekki síst ef lit-
ið er til erfiðrar byrjunar skólaárs í fyrra,
sem var sex vikna kennaraverkfall.
Þrír leiðbeinendur við skólann hófu fjar-
nám við kennaradeild Háskólans á Ak-
ureyri í haust og fer það að mestu fram um
fjarfundabúnað í grunnskólanum á Þórs-
höfn. Mikil þörf er á góðri ADSL-tengingu
fyrir þá og aðra íbúa Þórshafnar.
Úr
bæjarlífinu
ÞÓRSHÖFN
Eftir Líneyju Sigurðardóttur fréttaritara
var Guðrún G. Bergmann
hótelstjóri á Hellnum og
Sigríður Finsen formaður
héraðsnefndarinnar setti
þingið.
Fyrirlesarar voru fjórir
landsþekktir fræðimenn.
Dr. Haraldur Sigurðsson
nefndi sinn fyrirlestur
jarðvísindamaðurinn Ju-
les Verne, Friðrik Rafns-
son bókmenntafræðingur
Héraðsnefnd Snæ-fellinga stóð fyr-ir málþingi sem
haldið var í glæsilegum
sal Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga í Grundarfirði sl.
sunnudag. Málþingið var
tileinkað aldarminningu
franska rithöfundarins
Jules Verne og skáldsögu
hans Leyndardómar Snæ-
fellsjökuls. Málþingstjóri
fjallaði um rithöfundinn
Jules Verne, dr. Ari
Trausti Guðmundsson um
ferðasöguhöfundinn Jul-
es Verne og Ólafur H.
Torfason kvikmynda-
gagnrýnandi var með
hugleiðingar um kvik-
myndir og Snæfellsjökul.
Fjöldi manns úr byggðum
Snæfellsness sat þingið
sem tókst afbragðs vel.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Þau stóðu að málþinginu um franska rithöfundinn Jules Verne í Grundarfirði um
helgina. Frá vinstri: Ólafur H., Guðrún, Sigríður, Friðrik, Ari Trausti og Haraldur.
Málþing um Jules Verne
Það var við hæfi aðAndrésar H. Val-bergs væri minnst
á Landsmóti hagyrðinga
sem fram fór sl. laug-
ardag. Bjargey Arnórs-
dóttir orti:
Enn á miða Andrés minn
er þér stíluð kveðja,
að þú seiddir óðinn þinn
okkur til að gleðja.
Bjargey minnist einnig
Sveinbjörns allsherj-
argoða:
Áður þekkti aldinn hal,
Óðni skál var borin.
Götur heim að Grafardal
geyma bernskusporin.
Sigurjón Valdimar
Jónsson orti um Vatns-
mýrina:
Vatnsmýrin er voða ljót
og völlurinn er mesti skaðinn
væri nú ekki bragarbót
að byggja þarna hús í staðinn.
Bjargey var á öðru
máli:
Eiga þurfum Vatnsmýrina vísa
ef veikist fólkið út á lands-
byggðinni.
Hallirnar sem að heimta að fá
að rísa
hafa nógan tíma í eilífðinni.
Frá Landsmóti
hagyrðinga
pebl@mbl.is
Borgarnes | Undirritaður hefur verið
samningur um byggingu á nýrri kjötiðn-
arstöð Borgarness kjötvara ehf. Það er
BK-fasteignir ehf sem byggir og rekur
nýtt iðnaðarhús, alls 1.900 fermetra stál-
grindahús, sem er sérhannað fyrir kjötiðn-
að. Sólfell ehf. byggir í alverktöku og á hús-
ið að vera tilbúið með frysti- og kælibúnaði
í byrjun maí á næsta ári. Húsið er teiknað
af Nýju teiknistofunni ehf og arkitekt er
Sigurður Einarsson sem teiknað hefur
fleiri hús hér í Borgarnesi þ. á m. Hyrnu-
torgið. Samið hefur verið um fjármögnun
lána við Byggðastofnun og Sparisjóð
Mýrasýslu um fjármögnun á byggingar-
tíma.
Húsið sem mun rísa að Vallarási 7-9,
mun leiða til bættrar og breyttrar stöðu
Borgarness kjötvara, en þarna verður
hægt að ná hámarks hagkvæmni í fram-
leiðslu, auk þess sem öll aðstaða fyrir
starfsfólk verður mjög góð. Í Borgarnesi
er um þessar mundir þensla í atvinnulífi og
menn afar bjartsýnir á framtíðina.
Reisa sér-
hannað hús
fyrir kjötiðnað
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Samningar innsiglaðir með handabandi,
Sigurður Guðmundsson hjá Sólfelli og
Guðsteinn Einarsson f.h. BK.
Norðfjörður | Unnið er að lengingu við-
legukants á togarabryggjunni í höfninni á
Norðfirði. Neðan við fiskiðjuver Síldar-
vinnslunnar verður sett niður 96 metra
langt stálþil og á 80 metra löngum kafla
þess verður viðlega með tíu metra dýpi.
Gáma- og tækjaleigan á Reyðarfirði sér
um gröft, niðursetningu á stálþili, steypta
kanta og polla og á verkinu að vera lokið 1.
Dýpkunarhlutinn er í höndum Björgunar
hf. og á honum að vera lokið 1. desember
nk.
Dýpka höfnina
á Norðfirði
♦♦♦
Prófadeild - Öldungadeild
Haust 2005
Grunnskólastig: (danska, enska, íslenska, stærðfræði)
Grunnnám Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki
hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni.
Fornám Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð
tilskildum árangri í 10. bekk. Upprifjun og undirbúningur fyrir nám á
framhaldsskólastigi.
Kennsla fer fram í Mjódd og hefst 12. september.
Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda.
INNRITUN Í PRÓFADEILD fer fram 29. ágúst til 8. september
kl. 9 - 12 í Mjódd, Þönglabakka 4 og í síma 567 7050.
Netfang: nfr@namsflokkar.is - http://www.namsflokkar.is
Svo lengi lærir sem lifir
Fréttir á SMS