Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 17
MINNSTAÐUR
Ensku
talnámskeið
Sími 588 0303
www.enskuskolinn.is
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
LANDIÐ
Stykkishólmur | Yfirdýralæknar á
Norðurlöndum hafa árlega í yfir 40
ár hist og rætt ýmis mál sem efst eru
á baugi varðandi dýrasjúkdóma.
Fundurinn var haldinn að þessu
sinni í Stykkishólmi.
Halldór Runólfsson yfirdýralækn-
ir skipulagði fund þeirra. Hann segir
að um tvo fundi hafi verið að ræða. Á
þeim fyrri voru eingöngu yfirdýra-
læknar Norðurlandanna og á þeim
seinni bættust við fulltrúar frá Um-
hverfisstofnun, en sú stofnun sér um
matvælaeftirlit ásamt fleiri aðilum
og tengist á þann hátt starfi dýra-
lækna.
Halldór segir að á fundinum hafi
umræðan mikið snúist um fugla-
flensu, sem hugsanlega getur borist
til Norðurlanda frá Asíu, og hvaða
forvarnir sé hægt að beita. Mikil
hræðsla er meðal almennings við
fuglaflensuna og var ákveðið að
skipa vinnunefnd sérfræðinga til að
móta aðgerðir til að sporna við að
flensan berist inn á þetta svæði.
Eins og er er hættan ekki mikil.
„Menn geta ekki lokað augunum fyr-
ir hugsanlegum möguleika og því er
nauðsynlegt að vera vel undirbúnir
og efla allan viðbúnað.
Núna er fuglaflensan fuglasjúk-
dómur, en menn óttast að vírusar
sem valda fuglaflensunni stökk-
breytist austur í Kína og komi hing-
að sem mannasjúkdómur sem getur
borist hratt á milli manna,“ segir
Halldór Runólfsson.
Það kom fram hjá Halldóri að hér
á landi er lítið um alvarlega sjúk-
dóma í dýrum. „Baráttan við riðu
heldur enn áfram og kollegar mínir á
Norðurlöndum eru uppteknir af kúa-
riðu hjá sér, sem ekki finnst hér á
landi,“ segir Halldór.
Á þessum sameiginlegu fundum
skiptast menn á gagnlegum upplýs-
ingum, m.a. frá Evrópusambands-
löndunum, sem snerta okkur á einn
eða annan hátt.
„Til að framleiða heilnæm matvæli
þurfa þau að koma frá heilbrigðum
dýrum sem lifa við góðar dýravernd-
unaraðstæður, þar sem dýravernd
er í hávegum höfð. Það er markmið
okkar,“ segir Halldór Runólfsson yf-
irdýralæknir að lokum.
Yfirdýralæknar Norðurlanda þinga í Stykkishólmi
Vinnunefnd skipuð um
varnir gegn fuglaflensu
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Ræða dýraheilbrigði Þátttakendur á fundi yfirdýralækna og Umhverfisstofnunar um verndun heilbrigði dýra.
Búðardalur | „Lömbin þagna á ný
í Dölunum.“ Þetta mælti Jóhannes
Kristjánsson eftirherma í atriði
sem hann flutti á vígsluathöfn
Dalalambs ehf. í Búðardal en
Dalalamb opnar nú eitt fullkomn-
asta sláturhús á landinu eftir mikl-
ar endurbætur. Í engu hefur verið
til sparað til að húsið uppfylli all-
ar reglugerðir og standist ýtrustu
kröfur. Í tilefni opnunarinnar var
boðið til vígsluathafnar þar sem
sauðfjárbændur voru sérstaklega
boðnir velkomnir. Landbún-
aðarráðherra og þingmenn norð-
vesturkjördæmis mættu á staðinn.
Sláturhússtjóri hefur verið ráðinn
Guðmundur Viðarsson, Skálakoti.
Opnun sláturhússins mun
styrkja búsetuskilyrði í Dölunum
og er hluti af uppbyggingu Dal-
anna sem matvælaframleiðsluhér-
aðs þar sem rekið er öflugt mjólk-
ursamlag, sláturhús og
kjötvinnsla. Þegar hætt var að
slátra fyrir nokkrum árum síðan
voru 25 heilsársstörf í sláturhús-
inu, sem voru u.þ.b. 6% af störfum
í Dalabyggð. Dalalamb hefur nú
þegar gert samning við Norð-
lenska um kaup á öllum afurðum
félagsins og munu afurðir taka
mið af verðskrá Norðlenska til
bænda.
Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir
Vænir dilkar Fé í Ljárskógarétt í Laxárdal í Dölum kom vænt af fjalli.
Aftur slátrað hjá
Dalalambi í Dölum
ERFIÐLEGA hefur gengið að
manna störf á leikskólum og tóm-
stundaheimilum í Kópavogi, en í
hinum sveitarfélögunum á höfuð-
borgarsvæðinu, að Reykjavíkur-
borg undanskilinni, hefur tekist að
manna störfin nægilega vel til þess
að lítið sem ekkert hafi þurft að
grípa til aðgerða vegna starfs-
mannaskorts.
Á bilinu 40–50 börn í tveimur
skólum eru á biðlista eftir að kom-
ast á tómstundaheimili, eða í
dægradvöl eins og það er kallað,
eftir skóla í Kópavogi, en ástandið
breytist þar dag frá degi, segir
Hannes Sveinbjörnsson, kennslu-
fulltrúi á fræðsluskrifstofu Kópa-
vogs. Hann segir að reikna megi
með að vandinn leysist á næstu
einni til tveimur vikum.
Um 20 starfsmenn vantar á leik-
skóla í Kópavogi, og hefur þurft að
seinka innkomu einhverra barna
vegna þess, segir Sesselja Hauks-
dóttir, leikskólafulltrúi Kópavogs.
Hún segir ekki ljóst á þessari
stundu hversu mörg börn hafi ekki
komist inn á leikskóla nú í haust. Í
einhverjum tilvikum hefur þurft að
fá foreldra til þess að sækja börn
fyrr en venjulega, en segir Sesselja
það koma til ef veikindi koma upp
hjá starfsfólki þar sem fyrir vantar
starfsfólk.
Á Seltjarnarnesi vantar tvo til
þrjá starfsmenn á tómstundaheimili
bæjarins, og eru sex til átta börn á
biðlista eftir plássi, segir Margrét
Harðardóttir grunnskólafulltrúi.
Þar eru átta börn fædd árið 2004 á
biðlista eftir leikskólaplássi, og
verða þau tekin inn um leið og
tekst að manna stöður.
Engir biðlistar
Í Hafnarfirði hefur hvorki þurft
að skerða þjónustu hjá tómstunda-
heimilum né leikskólum vegna
starfsmannaeklu, en Magnús Bald-
ursson, sviðsstjóri fræðslusviðs
Hafnarfjarðar, segir að á leik-
skólana vanti um sjö starfsmenn,
sem sé ekki mikið verra en í með-
alári. Engir biðlistar eru eftir plássi
á tómstundaheimili bæjarins.
Svipaða sögu segir Björn Þráinn
Þórðarson, sviðsstjóri fræðslu- og
menningarsviðs Mosfellsbæjar, en
þar vantar nokkra starfsmenn og
engir biðlistar eru eftir leikskóla-
plássi eða plássi á tómstundaheim-
ilum. Þrjá til fjóra leikskólastarfs-
menn vantar í Garðabæ, en öll börn
hafa verið tekin inn. Engir biðlistar
eru eftir tómstundaheimilum í
Garðabæ.
Misvel gengur að manna leikskóla og
tómstundaheimili á höfuðborgarsvæðinu
Erfiðleikar
mestir í Reykja-
vík og Kópavogi
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Kópavogur | Gatan Fjallalind 1–47
var valin gata ársins 2005 í Kópa-
vogi þegar umhverfisviðurkenn-
ingar bæjarins voru veittar á dög-
unum. Dómnefnd þótti ríkja ró yfir
götunni, húsin falla vel saman,
metnaður sýndur við frágang lóða
og skjólveggir smekklegir.
Eigendum hússins að Reyni-
hvammi 23 var veitt viðurkenning
fyrir endurgerð húsnæðis síns. Auk
þess voru veittar viðurkenningar
fyrir hönnun hússins að Dimmu-
hvarfi 27, fjölbýlishússins að Álf-
konuhvarfi 59–61 og atvinnu-
húsnæðisins að Hlíðarsmára 1–3.
Einnig voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir hönnun lóðar við Sala-
veg 4, frágang húss og lóðar á ný-
byggingarsvæði við Álfahvarf 1 og
Álfkonuveg 59–61, og framlag til
ræktunarmála fyrir lóðina Laxa-
tanga við Elliðavatn.
Fyrirtækið Málning ehf. fékk
viðurkenningu fyrir athyglisvert
framlag til umhverfismála, en í
umsögn dómnefndar kemur fram
að umhverfismál séu hátt skrifuð í
öllu starfi hjá fyrirtækinu. Skóg-
ræktarfélag Kópavogs fékk einnig
viðurkenningu fyrir athyglisvert
framlag til umhverfismála vegna
aðstöðu sem félagið hefur sett upp
í Guðmundarlundi í Vatnsenda-
landi, þar sem nýlega var komið
upp grillhúsi o.fl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umhverfisverðlaun Fjöldinn allur af viðurkenningum var veittur fyrir að fegra umhverfið í Kópavogi.
Fjallalind 1–47 valin gata ársins