Morgunblaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 19 DAGLEGT LÍF Ævintýranámskeið fyrir börn Sími 588 0303 www.enskuskolinn.is „KRABBAMEINIÐ hvarf á sex vikum eftir að ég gjörbreytti mataræði mínu,“ segir fræðimaðurinn og vísindakonan dr. Jane Plant sem komin er hingað til lands til að halda fyrirlestra í Reykjavík og á Akureyri næstu tvo daga. Þar mun hún segja frá því hvernig hún sigraðist á brjóstakrabba- meini fyrir tólf árum með því að gjörbreyta mat- aræði sínu. Jane er jarðefnafræðingur og starfar sem prófessor í þeim fræðum við Imperial College í London en einnig er hún næringarsérfræðingur við Dove Clinic for Integrated Medicine í sömu borg. „Ég greindist með brjóstakrabbamein árið 1987 og annað brjóstið var tekið af mér og ég var í sex ár í lyfjameðferð og geislum. Ekki bar það nægilegan árangur og læknarnir mínir tjáðu mér að lokum að ég ætti nokkra mánuði eftir ólifaða. Þá ákvað ég að taka til minna ráða og athuga hvað ég gæti gert sjálf. Ég kynnti mér tíðni brjósta- krabbameins og komst að því að í Austurlöndum er tíðnin mikið lægri en á Vesturlöndum.“ Jane hefur starfað mikið í Kína og hún gerði samanburð á lifnaðarháttum Austurlanda og Vesturlanda og komst meðal annars að því að í Austurlöndum eru mjólkurvörur ekki mikið á borðum landsmanna. „Ég rannsakaði efna- samsetningu mjólkur og komst að því að í henni er vaxtahormón IGF–1 sem örvar vöxt bæði brjósta- krabbameinsfrumna og blöðruhálskrabbameins- frumna. Ég hætti því að borða allar mjólkurvörur, bæði mjólkurafurðir og allan tilbúinn mat með mjólkurdufti. Og hið stórkostlega gerðist eins og ég sagði áðan, að innan sex vikna var krabbamein- ið gersamlega horfið og kom aldrei aftur,“ segir Jane sem borðar aldrei unnin matvæli með auka- efnum í og ekki heldur matvæli sem hafa verið pökkuð inn í plast, því plast skilur eftir eiturefni í matnum. Hennar máltíðir innihalda mikið af ávöxtum og fersku grænmeti og hún borðar soja- afurðir í stað mjólkurafurða, til að fá nægjanlegt kalk. Sælgæti og hvítur sykur fer ekki inn fyrir hennar varir. Jane leggur áherslu á að hún er ekki að hvetja fólk með krabbamein til að hætta í lyfja- meðferðum eða geislum, einungis að hvetja það til að breyta lífsvenjum sínum og mataræði, því hennar reynsla af því hafi verið svo góð sem raun ber vitni.  HEILSA Sigraðist á brjóstakrabba- meini með breyttu mataræði Jane Plant vill gjarnan fræða fólk um áhrif mat- aræðis á ýmsa sjúkdóma. Fyrri fyrirlestur Jane Plant verður á morgun miðvikudag 7.sept. í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í Reykjavík kl. 20:00. Sá síðari í Háskólanum á Akureyri fimmtudag 8.sept, Sól- borg v/Norðurslóð stofu L 101 kl. 20:00. Aðgangur ókeypis og öllum opinn. www.JanePlant.com Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „GUERRILLA store“ eða skæru- liðaverslun er staður þar sem hátískuvara sem annars er frekar óaðgengileg almenningi er færð nær alþýðunni. Því eru verslanirnar ekki opnaðar í fjölförnum versl- unargötum eða í dæmigerðu versl- unarhúsnæði. Þær eru líka aðeins opnar í eitt ár á hverjum stað. Þær Birna Reynisdóttir, Anna Koskinen (sem er finnsk), Sonja Bent og Guðríður Inga Ingólfsdóttir hafa tekið höndum saman og ætla að opna fyrstu skæruliðaverslunina í Reykjavík á Mýrargötu 2-8 í sept- ember. „Það er ákveðin stefna að reyna að tengja hugtakið saman við land og þjóð í hvert skipti og því fannst okkur þetta húsnæði sérlega ís- lenskt, tengt slippnum og fiski,“ seg- ir Birna um tilkomu húsnæðisins. „Það fellur líka inn í skilgreininguna um að hafa ekki verið versl- unarhúsnæði áður og er vel stað- sett,“ bætir hún við. París spennt fyrir Íslandi Hvenær ákváðu þið að hella ykkur út í þetta? Það er Guðríður sem stendur fyrir svörum. „Móðir Önnu sagði henni frá guer- rilla-búð í Helsinki í vor og þannig kviknaði áhuginn. Við höfðum sam- band við Comme des Garcons (CDG) skrifstofuna í París en þau voru strax mjög jákvæð og hrifin af okkar hugmyndum,“ segir hún. Sonja bæt- ir við að þeim hafi komið á óvart að engum hefði dottið í hug að hrinda þessu í framkvæmd á Íslandi. „Nú eru fleiri merki sem hafa farið að dæmi CDG og opnað svona búðir án mikils tilstands eins og Nike. Þetta er góð og ódýr leið fyrir þá sem vilja nálgast nýjan markhóp.“ Er þetta ekki mikil áhætta fyrir stelpur sem eru óreyndar í versl- unarrekstri? „Nei, í rauninni ekki. Þetta er fyrst og fremst sniðug hugmynd og við höfum fengið mjög jákvæð við- brögð við þessu, hvort sem er hjá leigusalanum, bankanum og eig- inlega öllum sem við höfum talað við. Okkur finnst þetta gullið tækifæri til að taka þátt í skemmtilegu framtaki. Það sem skiptir líka máli að mati stelpnanna er að þær eru ekki að taka mikla fjárhagslega áhættu því aðaláhættan felst yfirleitt í því að kaupa stóran lager sem síðan selst ekki. „Það er CDG sem stendur að baki mestum kostnaði nema rekstr- arkostnaði, þau senda okkur vöruna, prenta út plaköt, dreifimiða og verð- miða. Þau eru ofboðslega spennt fyr- ir Íslandi“ segir Birna. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur rekstur verslunarinnar? „Við ætlum að gera þetta að stað sem fólk langar að heimsækja en ekki verður miklu eytt í umbúðirnar því það sem við erum að selja er var- an, hún er aðalmálið,“ segir Guð- ríður. „Þetta á að höfða til breiðs hóp af fólki, því þarna eru hátískuvörur, dragtir, jakkar en líka flottur götu- fatnaður. Einnig býður húsnæðið upp á ýmsa möguleika en við ætlum að reyna að nýta það til fulls og hægt verður að leigja það í allskonar við- burði, jafnhliða versluninni. Til dæmis væri það hentugt fyrir nem- endafélög og sýningar að ýmsu tagi“ bætir Sonja við. Stelpurnar segjast ætla að gera þetta merki aðgengilegt fyrir venju- legt fólk en oft geta dæmigerðar há- tískuverslanir verið mjög fínar og umhverfið jafnvel ógnað mögulegum kaupendum. Guerrilla-verslanirnar eru hins vegar öllum opnar. Opið lengur fram á kvöld Nú eruð þið ekki að fara í þetta í gróðahugleiðingum og þetta stefnir í að vera óhefðbundin verslun. Hvern- ig verður með opnunartímann? „Það verður ekki dæmigerður opnunartími, við munum hagræða þessu eftir okkar tíma þar sem sum- ar eru í skóla, vinna með og Guð- ríður er til dæmis móðir í fullu starfi. Það verður væntanlega opið lengra fram eftir degi svo fólk geti kíkt eftir vinnu þegar allt annað er lokað og jafnvel einn dag í viku verður eitt- hvað að gerast um kvöldið. Við ætl- um að reyna þannig að mynda góða stemmningu. Jafnvel bjóða upp á veitingar og hver veit nema ég baki vöfflur með rjóma,“ segir Sonja sposk. Fylgist með því opnun guerrilla- verslunarinnar í Reykjavík verður ekki auglýst.  TÍSKA | Verslun sem er opin í eitt ár og selur hátískufatnað fyrir almenning Stelpur opna skæruliða- verslun Morgunblaðið/Árni Sæberg Sonja Bent, Guðríður Inga Ingólfsdóttir, Birna Reynisdóttir og Anna Koskinen standa að baki skæruliðaversl- uninni sem verður opnuð í þessum mánuði á Mýrargötu. eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is SKÆRULIÐAVERSLANIR eða svokallaðar „guerrilla stores“ hafa verið opnaðar um allan heim síðastliðið ár en hugmyndin kemur upp- runalega frá japanska há- tískumerkinu „Comme des Garcons“ og á rætur sínar að rekja til Guerrilla markaðs- etningar sem hefur óhefð- bundnar leiðir að takmarki. Hugmyndin á bak við versl- anirnar er sú að guerrilla- verslun nái til breiðari mark- hóps. Guerrilla-búð er ekki hefðbundin fataverslun. Hana má ekki auglýsa (eða kosta til auglýsinga vegna hennar), hún á ekki að vera í áður nýttu verslunarhúsnæði og er aðeins í eitt ár að sama stað. Hefur þetta orðið til þess að staðsetn- ing búðanna spyrst fljótt út. Guerrilla-búðir hafa verið opnaðar í Varsjá, Singapúr, Berlín, Stokkhólmi, Hong Kong, Helsinki, Ljúbijönu í Slóveníu og Kaupmannahöfn og nú stefna fjórar stelpur á að opna þá fyrstu sinnar teg- undar hérlendis í september. Ekki hefð- bundin fata- verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.