Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
E
inn af mínum uppá-
haldspistlahöf-
undum á Íslandi er
Jón Gnarr á sam-
keppnisaðila okkar
Morgunblaðsmanna, Frétta-
blaðinu. Ég verð að játa að ég
elska líka að lesa teiknimyndasög-
urnar um norska strætóbílstjór-
ann Pondus í því ágæta blaði, en
Pondus nær oft að draga fram
mannlega ástandið á ótrúlega
næman en drepfyndinn hátt.
En aftur að Jóni Gnarr, þeim
eldklára en umdeilda pistlahöf-
undi. Í pistlum hans hefur verið
ríkjandi trúarstef með ótrúlega lif-
andi og hugmyndaríkum vanga-
veltum og skemmtilega hvers-
dagslegum pælingum um trúna.
Þó ég sé skráður í þjóðkirkjuna
og mæti stöku sinnum í kirkju
myndi ég seint skilgreina mig sem
kristinn mann eftir hefðbundnum
skilgreiningum. Fyrir mér er
þjóðkirkjan örugg stofnun, nokk-
urs konar félagslegt kerfi með ým-
iss konar þjónustu fyrir fólk. Þetta
er notalegt skjól þar sem finna má
hlýlegt fólk. Ég trúi einhverju, en
veit ekki hvað það er. Það kallast
víst að vera „Agnostic“. Ég hef
það fyrir stefnu að virða ólíkar
skoðanir og ólík trúarbrögð fólks
og trúi því að langflest eigum við
það sameiginlegt að vilja lifa í
kærleik. Þarna erum við Jón
Gnarr einmitt sammála og ég hef
aldrei skilið fólkið sem er að fjarg-
viðrast yfir pistlum hans um trú.
Jón sýnir nefnilega þá fádæma
jákvæðni að nota trú sína í raun
aðeins sem dæmi um hvernig megi
leita betra lífs, hvernig megi finna
leiðir í lífinu til að verða hamingju-
samur. Hans leið er ekki betri en
aðrar og hann viðurkennir það.
Hann er bara að sýna fram á vissa
grundvallarhugmynd, sem felst í
því að það sé allt í lagi að trúa og
það sé bara gott að lifa í trú, hverri
sem hún er. Bara ef menn standa
við sína sannfæringu.
Ég er hins vegar ekki hrifinn af
því fólki sem heldur því fram, að
því er virðist af hjartans einlægni,
að fólk sem ekki trúir á guð sé
ófært um að upplifa siðferði, sam-
úð, fyrirgefningu, kærleik. Ég vil
meina að þessar tilfinningar séu
manninum eðlilegar. Það eru örfá-
ir ólukkupésar sem hegða sér
öðruvísi og þeir eru hvorki fleiri
né færri meðal kristinna manna en
annarra. Trú er ekki rót siðferðis.
Hún er hugmyndafræði sem reist
er til að hugga, veita von og jafn-
vel til þess að styðja við siðferð-
islögmál þar sem fólk brestur
skilning á samfélagssáttmálanum.
Menn segja gjarnan að hér á
landi hafi orðið mikil umskipti
þegar kristni tók við af heiðni. Þá
hafi menn hætt að hefna og drepa
í heiðinni reiði vegna þess að við
tóku ný siðferðislögmál. Já… Það
er satt… Menn fóru að drepa og
hefna í anda Krists. Eða voru
Sturlungar heiðnir menn? Voru
böðlar Snorra Sturlusonar og
Jóns Arasonar Óðinstrúar? Nei,
þeir voru kristnir og hegðuðu sér
sem slíkir.
Það er versta hræsni sem ég get
ímyndað mér þegar fólk reynir að
halda því fram að kristni sé yfir
önnur „frumstæðari“ trúarbrögð
hafin. Fyrst og fremst end-
urspeglar hegðun fólks það sam-
félag sem það býr í og þróun þess,
bæði félagslega og efnahagslega.
Heiðnir menn og kristnir bjuggu í
sama heiminum árið 1000 og
hefndarvíg hættu ekki daginn sem
við skiptum um trú, og ekki næstu
aldirnar. Þau eru í raun enn í fullu
gildi, við erum bara ekki eins
svöng og það eru fleiri lög-
regluþjónar á götunum til að
stoppa okkur.
Villimennska er samfélagsleg.
Hún á rætur sínar í samfélagi en
ekki í trú. Umskurður kvenna í
Afríku hefur ekkert að gera með
íslam. Konur voru umskornar í
Súdan og Sómalíu löngu áður en
íslam mætti á svæðið. Það er ekki
trúin sem kemur í veg fyrir slíka
hegðun heldur breyttar fé-
lagslegar aðstæður. Látum trúna
um annað en að halda að okkur
siðferði. Látum trúna um að gefa
okkur von og styrk á erfiðum tím-
um.
Í ritinu Evþýfrón spyr Sókrates
félaga sinn Evþýfrón um hið heil-
aga, þ.e.a.s. það sem er gott og
rétt, siðferðisleg viðmið. Hann
spyr: „Er hið heilaga elskað af
guðunum því það er heilagt, eða er
það heilagt af því það er elskað af
guðunum?“ Þannig gætum við
spurt: „Er rangt að stela af því að
guð segir það, eða segir guð okkur
að það sé rangt að stela af því það
er einfaldur sannleikur heimsins?“
Ég trúi því að til séu siðferð-
isleg viðmið sem eru mannleg, al-
ger og rétt. Þess vegna getum við
fundið þessi viðmið í næstum öll-
um trúarbrögðum heims. Þau
voru engin uppfinning, þeim var
skotið inn í trúarbrögðin af því að
þau eru alger. Vissulega er í ýms-
um trúarbrögðum að finna örlítil
frávik, menningarleg frávik sem
hafa að gera með umhverfi hverr-
ar menningar fyrir sig, en í grund-
vallaratriðum er siðferði okkar
alltaf það sama.
Það að gera sér grein fyrir sið-
ferði krefst ekki trúar og það þarf
enga gulrót himnaríkis eða yf-
irvofandi refsivönd helvítis til að
segja mér að það sé rangt að
drepa, stela, svíkja og ljúga, öf-
unda og meiða. Stundum þarf ég
hins vegar Guð þegar mér líður
sem verst, þegar óöryggi og efi
sækja að mér og mér verður kalt í
hjartanu mínu. Þegar persónu-
legur vandi minn og yfirgengileg
smæð gagnvart heiminum ætla
mig lifandi að drepa, þá er gott að
finna einhvers konar návist heil-
agleika eða samfélag góðra
manna.
Þess vegna finnst mér það svo
mikil hræsni að heyra fólk tala um
það að kristni sé eina leiðin, að
trúleysingjar séu siðleysingjar og
að fólk sem aðhyllist íslam sé villi-
menn og þekki ekki siðferði.
Kristið
siðgæði
Enginn maður getur haft siðgæði án
trúar. Þeir sem ekki eru kristnir geta
ekki upplifað samúð eða kærleik. Fyr-
irgefningin er ómöguleg án hugmynd-
arinnar um Jesú. Getur þetta verið rétt?
VIÐHORF
Svavar Knútur Kristinsson
svavar@mbl.is
✝ Unnur Einars-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. mars
1943. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi 25.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Péturs-
son, stórkaupmaður
í Reykjavík, f. 17. júlí
1892, d. 7. mars
1961, og Unnur Pjet-
ursdóttir, húsfreyja
og skrifstofustjóri í
Reykjavík, f. 20. apr-
íl 1903, d. 28. janúar 1985. Systkini
Unnar eru: Pétur, f. 11. janúar
1929, d. 8. ágúst 1997, Sigurjón, f.
13. desember 1930, d. 7. apríl 1971,
og Guðrún, f. 26. nóvember 1932.
Eftirlifandi eiginmaður Unnar
er Sigurður Kjartan Brynjólfsson,
f. 5. nóvember 1942. Þau gengu í
hjónaband 24. október 1964. For-
eldrar Sigurðar voru Brynjólfur
Þorbjarnarson, rennismíðameist-
ari, f. 6. janúar 1918, d. 15. janúar
1995, og Sigríður Sigurðardóttir,
húsfreyja, f. 1. júlí
1921, d. 22. septem-
ber 1988. Börn Unn-
ar og Sigurðar eru:
1) Einar, f. 27. febr-
úar 1970, eiginkona
hans er Jarþrúður
Guðnadóttir, f. 25.
nóvember 1971.
Barn þeirra er Hug-
rún Líf, f. 13. nóvem-
ber 2000. 2) Auður
Guðfinna, f. 2. júlí
1974. Fyrrverandi
sambýlismaður Auð-
ar er Tómas Gunn-
arsson, f. 13. júní 1973. Börn þeirra
eru: Gunnar Logi, f. 27. júlí 1996,
og Júlía Ósk, f. 11. júlí 1998. Nú-
verandi sambýlismaður Auðar er
Tryggvi Svansson, f. 5. desember
1972. Barn þeirra er Unnar Bjart-
ur, f. 1. mars 2005. Sonur Tryggva,
frá fyrri sambúð með Birgittu Sól-
eyju Birkisdóttur, er Svanur Birk-
ir, f. 24. ágúst 1990.
Útför Unnar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku Unnur. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum. Ég
dáðist að þér alla tíð, alveg frá því ég
hitti þig fyrst og þú tókst mér opn-
um örmum eins og þér einni var lag-
ið. Við höfðum sömu skoðanir á
mörgum hlutum og sakna ég þess að
eiga ekki eftir að eiga fleiri slík sam-
töl við þig í framtíðinni. Þú skilur
eftir þig stolta fjölskyldu, sem átti
einstaka konu að, konu sem studdi
sitt fólk og hvatti það í gegnum lífið í
gleði jafnt sem erfiðleikum.
Ég las þessi orð um daginn: „Ekki
gráta af því að því er lokið, brostu af
því að það gerðist.“ Ég reyni að
hugga mig við þessi orð í sorginni,
því ég er svo sannarlega þakklát fyr-
ir það sem gerðist, að þú varst
tengdamóðir mín. Og betri tengda-
móður getur enginn eignast.
Megir þú hvíla í friði, Unnur mín,
eftir langa og erfiða baráttu, þar
sem þú sýndir þinn mikla styrk og
kjark.
Þín tengdadóttir,
Jarþrúður.
Ó, Jesú bróðir besti
og barna vinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(P. Jónsson.)
Elsku systir mín. Það fæddist lítill
gimsteinn á heimili okkar á Smára-
götu 24. mars 1943. Það varst þú.
Það fara margar tilfinningar í gegn-
um hugann minn, þegar ég hugsa til
baka til æsku okkar, þú varst ljúf og
þæg, með svo fallegt krullað hár.
Hvers gat stóra systir óskað sér
betra. Margar gleðistundir áttum
við með fjölskyldunni, minnisstæður
er hlátur pabba og Siggu frænku!
Dýrmætar stundir voru ættar-
mótin í minningu foreldra okkar,
sem þú varst frumkvöðull að ásamt
öðru ættfólki. Síðast í sumarbústað
ykkar Sigga, Brekkubæ við Meðal-
fellsvatn. Þar voru allir saman
komnir í tilefni þess að 110 ár voru
liðin frá fæðingu föður okkar. Blá-
hvíti fáninn blakti við hún, þar sem
fjórar kynslóðir voru mættar og
nutu dagsins. Það var stórkostlegt.
Nú er löngu og ströngu veikinda-
stríði þínu lokið og hvíldin loks kom-
in, þó alltaf hafir þú borið höfuðið
hátt og brosandi sagt: „Það er allt í
lagi með mig“.
Baráttuþrek þitt og lífsvilji var al-
veg ótrúlegur og aðdáunarverður.
Það er sárt, mjög sárt, að þú sért
farin frá okkur úr þessu jarðlífi.
Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi í mínu hjarta.
Kæri Siggi, Einar, Auður, Jara,
Tryggvi og litlu barnabörnin, megi
góður Guð vernda og styrkja ykkur
á þessari sorgarstund.
Ég, dætur mínar, tengdasonur
og barnabörn kveðjum þig, elsku
Unnur systir mín, í auðmýkt og
þakklæti.
Guðrún Einarsdóttir.
Þetta ár er frá oss farið,
fæst ei aftur liðin tíð.
Hvernig höfum vér því varið?
Vægi oss Drottins náðin blíð.
Ævin liðin árum með,
ei vér getum fyrirséð,
hvort vér önnur árslok sjáum,
að oss því í tíma gáum.
(Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)
Í ofangreindum sálmi er spurt
hvernig vér höfum varið liðinni tíð.
Ég sem frænka og vinkona Unnar
Einarsdóttur veit að náðin Drottins
verður blíð við hennar ævilok, því til
þess hefur hún svo sannarlega unn-
ið!
Það er mikill sjónarsviptir við frá-
fall Unnar vegna þess að hún var al-
veg einstakur persónuleiki. Hún var
sérstaklega vel af guði gerð. Ég
þekki fáa sem eru eins heilsteyptir
og sannir og Unnur var. Hún var
bráðgreind, sérlega fjölhæf á öllum
sviðum, félagslynd og með húmorinn
í lagi. Unnur þoldi ekkert vol og tíst
og vandræðastand, hvað þá væmni.
Því mun ég ekki vera væmin í þess-
ari grein heldur hnitmiðuð, beint að
kjarna málsins.
Unnur frænka var stór hluti af
mínu lífi. Hún var mjög traust og
þess vegna hringdi ég alltaf fyrst í
hana þegar erfiðleikar dundu yfir
hjá mér. Mér fannst Unnur svo klár
kona að stundum hugsaði ég: ,,Svei
mér þá, hún getur alltaf reddað
öllu.“
Ég vil þakka Unni og eiginmanni
hennar Sigga fyrir þann ómetanlega
stuðning er þau veittu mér við
ákveðin kaflaskipti í mínu lífi.
Ávallt var Unnur tilbúin að hjálpa
fólki sem átti við erfiðleika að stríða,
og var sú hjálp veitt af einlægni og
hlýju. Hún var glæsileg kona, fáguð,
skemmtileg og fróð um allt mögu-
legt, hún var því hrókur alls fagn-
aðar og hafði meðal annars gaman af
tónlist og lék þá á píanóið ef svo bar
undir.
Ég gæti endalaust haldið svona
áfram en ég læt hér staðar numið í
bili.
Ég votta eiginmanni Unnar, Sig-
urði K. Brynjólfssyni, börnum
þeirra, tengdabörnum, barnabörn-
um og systur Unnar, Guðrúnu Ein-
arsdóttur, mína dýpstu og innileg-
ustu samúð.
Blessuð sé minning Unnar Ein-
arsdóttur.
Sigríður Brynjúlfsdóttir.
Stundum finnst mér eins og það
séu aðeins örfá ár síðan ég sá Unni í
fyrsta skipti. Hún var gift elsta mági
mínum og þau buðu okkur nýtrúlof-
aða parinu í kvöldkaffi á heimili sitt,
sem þá var á Smáragötu 1. Ég man
hvað ég var feimin og fannst þau
Siggi vera fullorðin og lífsreynd þá
tuttugu og fimm ára gömul. Ég man
líka hve glæsileg mér þóttu þau og
heimili þeirra fallegt. Á efri hæðinni
bjó mamma hennar og nafna en
pabba sinn missti Unnur þegar hún
var aðeins sautján ára. Ég komst
seinna að því hve vænt henni þótti
um foreldra sína og hve mikla virð-
ingu hún bar fyrir þeim.
Ég man aftur á móti ekki hvort ég
gerði mér strax grein fyrir hve lán-
söm ég var að eignast Unni fyrir
bandamann og vinkonu.
Unnur var vinur vina sinna. Hún
var alltaf fljót til þegar hún gat rétt
einhverjum hjálparhönd. Hún var
óvenjulega vel verki farin, vinnusöm
og rösk. Hún var yngsta barn for-
eldra sinna og alin upp við góð efni
og eftirlæti. Það breytti því ekki að
aldrei taldi hún nokkurt verk eftir
sér. Það breytti því heldur ekki að
hún gat alltaf sett sig í spor þeirra
sem minna máttu sín. Unnur vildi
allra vanda leysa og var ótrúlega
ráðagóð.
Unnur og Siggi áttu hlýlegt og fal-
legt heimili og þangað var alltaf gott
að koma. Þau voru vakin og sofin yf-
ir velferð barna sinna og barna-
barna. Einar og Auður fengu gott og
heilbrigt uppeldi þar sem vinnusemi
og heiðarleiki voru í öndvegi.
Hvar sem Unnur kom naut hún
eftirtektar og virðingar. Hún hafði
ákveðnar skoðanir en var orðvör.
Það var líka stutt í smitandi hlát-
urinn og glettnina.
Þegar leiðir skilja leita minningar
á hugann. Minningar um stundirnar
þegar við sátum úti í sandkassa með
strákana okkar eða saumuðum
rauða jólakjóla á stelpurnar .
Útilegurnar sem við fórum saman
í, börnin okkar að leik saman. Stund-
irnar þegar Unnur sagði okkur frá
uppvaxtarárum sínum á Smáragöt-
unni eða sumrunum á Hurðarbaki.
Fjölskylduboð þar sem Unnur var
hrókur alls fagnaðar. Minningarnar
eru margar og góðar. Þær eigum við
og fyrir þær erum við þakklát.
Við erum mörg sem söknum Unn-
ar sárt. Okkur finnst lífið ekki vera
eins eftir að hún er farin frá okkur.
En við vitum líka að við urðum ríkari
af kynnum okkar við hana og í börn-
um hennar og barnabörnum munum
við sjá hana áfram.
Guð blessi minningu Unnar Ein-
arsdóttur.
Svava Þorsteinsdóttir.
Í dag kveðjum við með miklum
söknuði Unni frænku eins og hún
var kölluð í okkar hópi.
Það eru ótal minningar og atvik
sem koma upp í hugann á þessari
kveðjustund en ekki er hægt að
staldra við og ylja sér við nema
nokkur minningabrot í þessum orð-
um. Við erum fyrst og fremst þakk-
lát fyrir að verða þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að eiga Unni sem vin
og félaga til viðbótar við frændsem-
ina.
Við minnumst Unnar fyrir hæfi-
leika hennar til að laða það besta
fram í fólki og það einstaka lag sem
hún hafði við að halda stórfjölskyld-
unni saman.
Hún lét ekkert tækifæri ónotað til
að efna til mannfagnaðar þótt hóp-
urinn stækkaði óðum eftir því sem
árin liðu. Við myndum vart þekkja
nema hluta af þessari stórfjölskyldu
okkar ef Unnur og Sigurður hefðu
ekki sýnt frábæra gestrisni og frum-
kvæði hvort sem var heima hjá þeim,
uppi í sumarbústað eða á öðrum
vettvangi.
Móttökur og viðmót hennar og
Sigurðar var einstakt og það þóttu
heldur þunn áramót ef ekki var hægt
að fagna með þeim hjónum á Fornu-
strönd og síðar Nesbala.
Þrátt fyrir langvarandi veikindi
breyttist þetta ekki og var hún sem
fyrr öðrum uppörvun og jákvæð fyr-
irmynd, hún sýndi ótrúlegt æðru-
leysi í veikindum sínum og aldrei
heyrðist hún kvarta.
Unnur bjó yfir miklum persónu-
töfrum og gáfum sem við höfum not-
ið ríkulega. Við munum aldrei
gleyma elskulegri frænku og vini og
UNNUR
EINARSDÓTTIR