Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Lúð-vík Þorsteins-
son fæddist á
Reynivöllum í Suð-
ursveit 23. apríl
1929. Hann lést á
hjúkrunardeild
HSSA miðvikudag-
inn 31. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Arelí Þorsteinsdótt-
ir, f. 18.11. 1897, d.
2.7. 1975, og Þor-
steinn Guðmunds-
son, f. 29.7. 1895, d.
20.3. 1984, hreppstjóri á Reyni-
völlum. Þorsteinn var elstur í röð
þriggja bræðra, þeir eru Sigurð-
ur Elís, f. 7.2. 1931, og Ingimund-
ur Reynir, f. 19.6. 1934, d. 15.9.
1948.
Hinn 18. janúar 1953 kvæntist
Þorsteinn Olgu Meckle Guðleifs-
dóttur, fædd og uppalin í Þýska-
landi. Foreldrar hennar voru
Gottlieb og Emilie Meckle. Börn
Þorsteins og Olgu eru: 1) Emil
Reynir Þorsteinsson, f. 2.8. 1955,
kona hans er Lene Brouw Jörg-
ensen, f. 14.2. 1959, og börn
þeirra eru Anna Brouw, f. 19.12.
1985, og Jens Brouw, f. 6.9. 1989.
2) Ari Þorsteinn, f. 23.3. 1958,
kona hans er María Gísladóttir, f.
15.12. 1954, börn
þeirra eru Eik Moh-
ini, f. 30.8. 1989, og
Ásgrímur, f. 19.11.
1992. 3) Anna Erla,
f. 16.5. 1962, eigin-
maður hennar er
Ólafur Vilhjálms-
son, f. 17.5. 1960,
börn þeirra eru Vil-
hjálmur Þór, f.
4.12. 1986, og Frið-
rik Gottlieb, f. 30.8.
1990.
Þorsteinn ólst
upp á Reynivöllum í
Suðursveit en fluttist ásamt eig-
inkonu sinni á Höfn árið 1954.
Þorsteinn starfaði til margra
ára hjá Rafmagnsveitu ríkisins
og Fjarvarmaveitu Hornafjarð-
ar. Hin síðari ár veitti hann
Byggðasafni Austur-Skaftafells-
sýslu forstöðu.
Þorsteinn sinnti félagsstörfum
af miklum áhuga og var um langt
skeið formaður Verkalýðsfélags-
ins Jökuls. Hann sat í hrepps-
nefnd og var varamaður á þingi
fyrir Alþýðubandalagið.
Síðustu ævidagana dvaldi Þor-
steinn á hjúkrunardeild HSSA.
Útför Þorsteins verður gerð
frá Kálfafellsstaðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Nú er góður maður fallinn frá.
Þorsteinn tengdafaðir okkar og
afi barnanna okkar var einhver sá
jafnbesti maður sem um getur.
Það þurfti ekki að þekkja hann
lengi til að komast að því. Við
minnumst hans sem sannkallaðs
heiðursmanns og ljúfmennis.
Það er af mörgu að taka þegar
Þorsteins er minnst. Ekki fór milli
mála að Suðursveit og allt sem
henni viðkom átti hug hans allan og
þá ekki síst vinur hans og lærifaðir
Þórbergur Þórðarson. Áhrifa Þór-
bergs á Þorstein gætti víða bæði
stjórnmálalegu og í daglegu lífi.
Þorsteinn var jafnaðarmaður af lífi
og sál, ekki bara í orði heldur einn-
ig á borði. Um það ber lífsstíll hans
og viðhorf vitni.
Fyrstu kynni okkar tengda-
barnanna af Þorsteini voru á þá
leið að eftir hefðbundnar kynningar
og kaffidrykkju upphófst húslestur.
Þá var gjarnan byrjað á fyrsta kafl-
anum í Suðursveitarseríunni, Stein-
arnir tala, sem hefst þannig: „Það
voru stórkostlegir dagar í Suður-
sveit vorið 1886 …“
Það voru allir dagar stórkostlegir
dagar í Suðursveit í huga Þor-
steins.
Þær voru margar bílferðirnar
með tengdabörn og barnabörn í
Suðursveit, að Reynivöllum og
skógræktinni á Steinasandi svo fátt
eitt sé nefnt.
Barnabörnin gleyma aldrei bíl-
ferðunum sem afi bauð þeim í 17.
júní í fararbroddi skrúðgöngu á
gamla Willys jeppanum sem hann
eyddi svo mörgum stundum í að
gera upp. Það fannst þeim kon-
unglegt og ekki dró rauður kónga-
brjóstsykurinn sem afi lumaði á úr
hátíðleikanum.
Það var erfitt að horfa á Þorstein
hverfa inn í gleymskuna sem fylgir
Alzheimer-sjúkdómnum. En þó
annað gleymdist var hann sjálfum
sér samkvæmur þegar hann undir
lokin fór með vísuparta eftir uppá-
haldsrithöfundinn sinn:
Tak frá mér, Guð, allt sósusull,
seyddar steikur og þvílíkt drull!
Gefðu mér á minn græna disk
grautarsleikju og úldinn fisk.
Þetta fannst honum fyndið.
Það er gott að vita að Þorsteinn
er kominn heim aftur þar sem hann
fær sína hinstu hvílu í kirkjugarð-
inum á Kálfafellsstað.
Tengdabörn og barnabörn.
Þegar aldur færist yfir fækkar
óðum liðsmönnunum ljúfu og vösku
sem mótuðu upphafsár mín í
stjórnmálaþátttöku og áttu með
mér trygga og trúfasta fylgd alla
þá tíð sem iðjað var á þeim vett-
vangi. Fallinn er félaginn trausti á
Höfn sem var þar í forystu fremst
og átti allra trúnað til sinna mörgu,
mætu verka. Þorsteinn vinur minn
og félagi á í hornfirzku samfélagi
svo fjölmörg farsæl spor, hvarvetna
á vettvangi þar sem verk þurfti að
vinna lagði hann að sitt góða lið og
var að verðleikum metinn.
Það var heilsubætandi að hitta
Þorstein, finna þessa staðföstu
skoðun hans og einlægan vilja til að
vinna öðrum gagn. Ráðhollur var
hann mjög og ráðagóður, svo í hans
smiðju var ævinlega gott að leita,
hversu við skyldi brugðist þegar
upp komu hagsmunamál sveitunga
hans, sveitarfélags sem einstak-
linga, enda hann gjörkunnugur
mönnum sem málefnum, velviljaður
og framsýnn um leið. Hann unni
mjög byggðarlagi sínu og vildi veg
þess sem mestan. Lengi var hann
þar í sveitarstjórn og í félagsmála-
forystu annarri og átti til þess
öruggt atfylgi félagshyggjufólks á
Höfn, sem á sínum tíma valdi hann
til setu á framboðslista Alþýðu-
bandalagsins til alþingiskosninga.
Varð Þorsteinn því varaþingmaður
okkar og sat um smátíma á Alþingi
sem slíkur og þótti það góð reynsla.
Kjördæmisþing okkar eystra sótti
hann gjarna og flutti þar mál sitt af
þeirri kurteisu einurð sem allir
kunnu vel að meta.
En litið til baka er mér hugstæð-
ust þessi einlægni og hlýja sem
hann Þorsteinn bar með sér, smág-
lettinn var hann og sagnamaður
góður, en var ákveðinn og einarður
þegar honum þótti þess þurfa með,
en umfram allt tillögugóður og
raunsær.
Fyrir samfylgdina góðu er nú
þakkað heilum huga, þar fór heið-
ursmaður sem ætíð var jafngott að-
eiga að sem góðvin og félaga.
Eftirlifandi eiginkonu og börnum
eru einlægar samúðarkveðjur færð-
ar.
Þökkin hlý um huga fer nú við
leiðarlok, yljuð ágætum minningum
um mannkostadreng. Blessuð sé sú
bjarta minning.
Helgi Seljan.
Ó hve tíminn er að sjá
undarlega skaptur ....
Það virðist aðeins andrá síðan
Þorsteinn sat og las mér „Vatna-
daginn mikla“ meðan ég vann við
teikniborðið mitt á Höfn. Nú er
hann allur.
Þegar ég kom heim frá námi eft-
ir langar fjarvistir varð Þorsteinn
samstarfsmaður minn á skrifstofu
Hafnarhrepps. Hann var meira en
20 árum eldri, en ungur í anda,
frjór í hugsun og ævinlega tilbúinn
að ræða sérhvert mál af nýjum
sjónarhóli og á jafnréttisgrundvelli.
Þorsteinn var húmoristi, henti
gjarna á lofti og hafði yfir skondin
orðatiltæki og bögumæli hvers kon-
ar. Hann átti samleið í anda með
okkur yngri mönnum, sem þá vor-
um við störf hjá sveitarfélaginu.
Við urðum nánir vinir og eyddum
löngum stundum saman, líkt og
námsmenn, við umræður um að-
skiljanleg dægurmál, skipulagsmál,
stjórnmál og undur alheimsins.
Sagnir úr Suðursveit og Austur-
Skaftafellssýslu voru Þorsteini hug-
leikið efni og var þá Þórbergur
frændi hans aldrei langt undan.
Hann var „barinn og berfættur“
Skaftfellingur, „sunnsendingur“
eins Þórbergur. Hann sagði mér að
það væri einkenni ekta Skaftfell-
inga að þeim liði best í „þokusúld
og þungu hafhljóði“.
Það var „þokusúld“ yfir Þorsteini
þegar ég heimsótti hann á Skjól-
garð í sumar. Vísast hefur haf-
hljóðið vantað, því mér fannst hon-
um líða illa, þótt ekki gæti hann
tjáð sig.
Nú þegar Þorsteinn hefur lagt í
sína hinstu ferð kann ég honum
þau ráð best, sem dugðu á „kolmó-
rautt straumkast“ Skeiðarár forð-
um:
„Haltu fast í faxið! Horfðu ekki á
strauminn! Einblíndu á Lóma-
gnúp.“
Við sendum Olgu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Árni Kjartansson og fjölskylda.
Kynni okkar Þorsteins hófust
þegar ég flutti ásamt fjölskyldunni
til Hafnar í Hornafirði, ráðinn til að
setja á stofn útibú frá verkfræði-
stofunni Fjarhitun.
Þá var Þorsteinn rekstrarstjóri
Hitaveitu Hafnar, sem nýverið
hafði verið byggð upp, og kom í
minn hlut að vinna að ýmsum verk-
efnum fyrir veituna í samstarfi við
hann. Þorsteinn var greindur mað-
ur og glöggur og var mikið lán að
fá að vinna með honum, því hann
þekkti alla rekstrarþætti og upp-
byggingu veitunnar öðrum betur.
Þorsteinn var gætinn og setti sig
vel inn í alla þætti þeirra mála sem
hann kom að. Hann stjórnaði mál-
efnum veitunnar samviskusamlega
og á óeigingjarnan hátt frá upphafi,
þar til hún var seld Rarik. Hafn-
arbúar geta þakkað Þorsteini öðr-
um fremur farsæla uppbyggingu
veitunnar sem reyndist skila sveit-
arsjóði góðri búbót. Eftir að Þor-
steinn hætti að vinna við hitaveit-
una, nýttust hæfileikar hans og
fjölbreytt áhugasvið prýðilega sem
forstöðumaður Byggðasafnsins.
Með kynnum okkar Þorsteins þró-
aðist traust vinátta, og skipti engu
máli þó hvor tilheyrði öndverðum
fylkingum stjórnmálanna. Eftir að
ég hafði verið kjörinn í sveitar-
stjórn Hafnar vorum við Þorsteinn
sammála um, að það væri mér hollt
að þekkja bakland Hafnar betur;
kynnast sveitum sýslunnar og þá
ekki síst Suðursveitinni sem Þor-
steini var svo kær. Ákváðum við því
að nota einn góðan veðurdag til að
ferðast um svæðið, þar sem ég naut
yfirgripsmikillar þekkingar Þor-
steins á því sem fyrir bar. Ferðin
var ógleymanleg, til dæmis þegar
við stóðum á hlaðinu á bernsku-
heimilinu, Reynivöllum, litum yfir
Breiðamerkursand, og Þorsteinn
lýsti af mikilli nákvæmni aðstæðum
eins og þær voru þegar hann var
ungur drengur, þannig að stór-
brotnar breytingar Breiðamerkur-
jökuls stóðu mér ljóslifandi fyrir
sjónum. Sveitina sína, og nágranna-
sveitirnar, þekkti Þorsteinn gjörla
og lýsti af kunnri frásagnarlist.
Sennilega hef ég hvorki fyrr né
síðar fengið jafnágæta átthaga-
fræðslu og þennan sumardag í Suð-
ursveitinni. Alltaf var gott að hitta
Þorstein; undanbragðalítið glað-
lyndan og stutt í húmorinn. Við
leiðarlok óskar maður sér þess að
stundirnar hefðu getað orðið fleiri,
en er þakklátur fyrir þær sem gáf-
ust. Við Helga sendum Olgu og
fjölskyldu samúðarkveðjur um leið
og við kveðjum sómamanninn Þor-
stein Þorsteinsson með þakklæti
fyrir góðar stundir.
Sturlaugur Þorsteinsson.
ÞORSTEINN LÚÐVÍK
ÞORSTEINSSON
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
UNNUR EINARSDÓTTIR,
Nesbala 70,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 25. ágúst sl.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
í dag, þriðjudaginn 6. september, kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast Unnar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Sigurður K. Brynjólfsson,
Einar Sigurðsson, Jarþrúður Guðnadóttir,
Auður G. Sigurðardóttir, Tryggvi Svansson,
Guðrún Einarsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar,
INGA HANNA ÓLAFSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 86,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn
3. september.
Hulda Björg Sigurðardóttir,
Haukur Sigurðsson,
Anna Margrét Sigurðardóttir,
Ólafur Atli Sigurðsson
og fjölskyldur.
Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og bróðir,
ÁSGEIR ARNAR JÓNSSON,
til heimilis í Urðargerði 4,
Húsavík,
lést af slysförum fimmtudaginn 1. september sl.
Minningarathöfn verður haldin í Fella- og Hóla-
kirkju miðvikudaginn 7. september kl. 15.00.
Jarðsett verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrefna Steingrímsdóttir.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug vegna andláts og útfarar
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Hamraborg 30,
Kópavogi.
Elín Hallgrímsdóttir,
Brynja Sigurðardóttir.
Lokað
Lokað verður vegna útfarar UNNAR EINARSDÓTTUR í dag,
þriðjudag.
Björn Kristjánsson heildverslun ehf.,
Grensásvegi 8.