Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 28

Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þyri Þorláks-dóttir Myers fæddist í Reykjavík 22. maí 1934. Hún lést í Reykjavík 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Inga Sörensen, f. í Reykjavík 28. maí 1911, d. í Reykjavík 2. nóvem- ber 1964, og Þorlák- ur Helgason, f. á Ísa- firði 17. desember 1904, d. í Reykjavík 15. mars 1982. For- eldrar Ingu voru Aage Hancke- Sörensen, f. í Kaupmannahöfn 1882, d. í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum, og Bertha Jo- hannessen, f. í Reykjavík 1882, d. í Reykjavík 1947. Foreldrar Þorláks voru Helgi Sveinsson, f. á Staðar- Elísabet Björgvinsdóttir, f. 1908, d. 1995. Börn þeirra eru: Ragn- heiður Helga, f. 1943, d. 1944; Helgi, f. 1945, maki Auður Guð- jónsdóttir, dóttir þeirra er Kristín Halla, sonur Auðar er Kári Magn- ússon; og Ragnheiður Kristjana, f. 1948, dóttir hennar og Gunnars Karlssonar er Elísabet, sambýlis- maður Sighvatur Arnmundsson. Þyri gekk í Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hún vann hér heima við skrifstofu- og verslunarstörf. Hun giftist 30. mars 1957 James Robert Myers viðskiptafræðingi, f. í Ohio 22. október 1933, d. í Ohio 23. febrúar 1989; hann er jarðsettur í Hóla- vallagarði í Reykjavík. Þyri fluttist með eiginmanni sínum til Banda- ríkjanna 1957 og átti heima þar á ýmsum stöðum, lengst í Cleveland í Ohio. Að eiginmanni sínum látn- um vann Þyri að verslunarstörfum og síðast að heimahlynningu. Fluttist aftur heim til Íslands 1997. Útför Þyri verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. bakka í Miðfirði 1868, d. í Reykjavík 1955, og Kristjana Jóns- dóttir, f. á Gautlönd- um í Mývatnssveit 1870, d. á Ísafirði 1908. Alsystir Þyri er Nanna Þorláksdóttir, f. 1935, maki Hjörtur Torfason. Börn þeirra eru Torfi, maki Svandís Svav- arsdóttir, Logi, maki Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir, og Margrét Helga, maki Ingólfur Bruun. Hálfbróðir Þyri, sammæðra, er Ingi Sörensen, f. 1944. Faðir hans Joseph R. Buchal- ter. Maki Inga er Ellen Sörensen. Dóttir Inga og Jónu Ágústsdóttur er Ástríður Linda, maki Ólafur Ólafsson. Seinni kona Þorláks var Ég sá Þyri mágkonu mína fyrst um jólin árið 1993. Ég hafði oft talað við hana í síma og reynt að gera mér mynd af þessari konu sem kom alltaf formálalaust að hlutunum, ýmist hrósaði mér eða gagnrýndi, allt á sinn fyndna og sérstaka hátt sem lýsti hlýju og vinsemd, þrátt fyrir töffaraskapinn. Þetta gerði hún áður en við hittumst og hélt því áfram á meðan hún lifði. Málfar hennar var líka sérstakt. Þrátt fyrir fjörutíu ár í Bandaríkjunum talaði hún óaðfinn- anlega íslensku, kryddaða með gam- alli Reykjavíkurdönsku. Hún brá líka fyrir sig amerísku slangri og sérstök- um frösum sem ég hef engan heyrt nota nema hana. Hvernig var hún svo þegar hún birtist? Það kom mér ekki á óvart að hún var sérstök í fram- göngu. Það var elegans yfir henni, glæsileg, hávaxin og grönn. Ég áttaði mig fljótt á því að hún var líka eldklár og ævinlega fljót til svars og vel að sér á fjölmörgum sviðum. Hún var allt í senn, borgaraleg og mikill bóh- em, siðavönd en afar fordómalaus. Þessi jól fyrir bráðum 12 árum var hún hlaðin gjöfum. Upp komu föt á tveggja mánaða dóttur mína, allt val- ið af ótrúlegri smekkvísi. Í vetur fóru þær saman í bæinn frænkurnar, sú yngri átti að fá að velja sjálf. Helst átti að kaupa alklæðnað, minna mátti það ekki vera, og fara svo í dinner á eftir. Kannski lýsir þessi verslunar- ferð Þyri vel. Hún var örlát og stór- tæk, aðeins það besta kom til geina. Mér fannst Þyri ekki eldast á sama hátt og aðrir. Vissulega voru árin orðin rúmlega sjötíu og hárið orðið grátt og þunnt undir lokin, eftir sí- endurtekna krabbameinsmeðferð, en í tali og hugsun fannst mér hún miklu yngri. Það var alltaf einhver ung- lingslegur galsi sem fylgdi henni, hvort sem hún talaði við afgreiðslu- fólk í búð eða bílstjórana á BSR sem keyrðu hana um bæinn. „Are you from you,“ sagði hún þegar þeir opn- uðu afturdyrnar fyrir henni, auðvitað settist hún í framsætið til að spjalla. Og nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka fyrir samfylgdina og sakna hennar. Auður Guðjónsdóttir. Kynni okkar Þyr hófust fyrir hart- nær 30 árum þegar ég bjó ásamt fjöl- skyldu minni í Cleveland í Bandaríkj- unum um nokkurra ára skeið. Við bjuggum þarna nokkrar íslenskar fjölskyldur í sömu götu í heldur óhrjálegu hverfi. Með þessum fjöl- skyldum myndaðist góð vinátta fjarri vinum og ættingjum á Íslandi. Fljótt kynntumst við nokkrum íslenskum konum sem gifst höfðu Bandaríkja- mönnum og verið búsettar þarna lengi. Þyrí var ein af þessum konum og hafði hún þá búið í Bandaríkjun- um í um það bil 20 ár. Fljótlega varð hún góð vinkona okkar og leit oft við hjá okkur ungu húsmæðrunum. Hún þekkti borgina vel og gat miðlað okk- ur nýgræðingunum af reynslu sinni. Mér er það minnisstætt frá fyrstu kynnum mínum af henni hvað hún talaði góða íslensku þrátt fyrir langar fjarvistir frá Íslandi. Það var ekki nokkur leið að heyra á málfari henn- ar að hún hefði ung að árum flutt frá Íslandi og talað enska tungu árum saman. Þyri kynntist Jim, eigin- manni sínum, á Íslandi þegar hún var um tvítugt, giftist honum og flutti með honum til Bandaríkjanna. Þau voru einkar glæsileg hjón, hún há- vaxin og grönn með ljóst sítt hár. Hann dökkhærður, bráðmyndarleg- ur með glettnisbros sem gerði hann svo sjarmerandi. Það sást langar leiðir hvað þau voru ástfangin hvort af öðru og miklir félagar. Þegar ég kynntist þeim höfðu þau búið víða í Bandaríkjunum en Þyrí talaði þó mest um dvöl þeirra í Alabama í Suð- urríkjum Bandaríkjanna. Frásagnir hennar af lífinu þar eru mér minn- isstæðar vegna þess að hún sveipaði þær dulúð hins ljúfa lífs sem stelpu- krakki frá Íslandi hafði aðeins kynnst í skáldsögum. En svona var hún, allt- af að segja frá einhverju skemmti- legu á sinn sérstaka hátt og hún hafði einstakt lag á að gera smáatriðin frá- sagnarverð og spennandi. Þyri var mjög sterkur persónu- leiki, bráðgreind og stálminnug. Hún hafði skemmtilega en oft svolítið sér- kennilega kímnigáfu og gat stundum virkað hrjúf og dómhörð en þeim sem þekktu hana vel duldist ekki hjarta- hlýja hennar og manngæska. Hún var mjög vandvirk og natin við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Henni leiddist neikvætt umtal um fólk og kvartanir áttu ekki upp á pallborðið hjá henni. Til marks um hjartahlýjuna var hún dýrkuð og dáð af íslensku börn- unum í Cleveland. Í henni fundu þau skemmtilegu og spennandi „töntuna“ sem veitti þeim ómælda athygli. Að hennar mati voru þau gáfuðust, dug- legust, fallegust og heimsins best. Þau hlutu líka alltaf að vera hæst í bekknum, annað tók hún ekki í mál. Svo kom að því að íslensku fjölskyld- urnar í Cleveland fluttu heim ein af annarri en þrátt fyrir fjarlægðina rofnaði ekki sambandið. Þyrí kom í heimsóknir til Íslands, við heimsótt- um Cleveland og börnin okkar stækkuðu og urðu fullorðin. Þyri hélt sínum sess hjá þeim, skemmtilega „tantan“ og svo bættust tengdabörn og barnabörn í hópinn og einnig á vinsældalista hennar, þau voru líka fallegust, gáfuðust og best. Árið 1997 flutti Þyri alkomin heim. Jim hafði látist nokkrum árum áður og hún var orðin veik. Það var eins og hún hefði aldrei flutt í burtu, hún var strax umvafin gömlu góðu vinkonun- um og fjölskyldunni sem sameigin- lega studdu hana á allan hátt í veik- indunum. En aldrei virtist hún hafa áhyggjur af framtíðinni né veikind- ÞYRI ÞORLÁKS- DÓTTIR MYERS Hjartans kveðjur sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÁLS G. HANNESSONAR fyrrv. tollfulltrúa, Ægisíðu 86, Reykjavík. Laufey Jensdóttir, Steinunn Jóhanna Pálsdóttir, Kristján Jón Jónsson, Guðmundur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON fyrrv. bóndi á Kverngrjóti, Fannafold 185, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 7. september kl. 13.00. Erna Sörladóttir, Sigurbjörg Daðey Harðardóttir, Kristján Kristjánsson, Guðmundur Sörli Harðarson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þröstur Harðarson, Margrét Kristjánsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Halldór Jóhannsson, Hörður Harðarson, Heiða Mjöll Stefánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, STEINUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Grund á Akranesi. Bjarni Ó. Árnason, Áslaug Hjartardóttir, Sigríður Árnadóttir, Kristján Kristjánsson, Þórður Árnason, Sesselja Engilbertsdóttir, Emilía Petrea Árnadóttir, Guttormur Jónsson, Ingibjörg Árnadóttir, Sigurður Ingimarsson, Sigrún Árnadóttir, Elín Árnadóttir, Steinunn Árnadóttir, Þorkell Einarsson, Guðmundur Árnason, Sigrún Traustadóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir og fjölskyldur. Kærar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður, mágs og föðurbróður, ÞORSTEINS GYLFASONAR prófessors. Guðrún Vilmundardóttir, Þorvaldur Gylfason og Anna Karitas Bjarnadóttir, Guðrún Vilmundardóttir og Gunnlaugur Torfi Stefánsson, Baldur Hrafn Vilmundarson, Gylfi Þorsteinn og Eyja Sigríður Gunnlaugsbörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, sambýlismanns míns, tengdaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS JÓHANNSSONAR, Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík. Jóhann Sigurjónsson, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, Marvin E. Wallace, Katrín Sigurjónsdóttir, Anna Guðrún Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir og barna- barn, FRIÐJÓN HAUKSSON, Háeyrarvöllum 26, Eyrarbakka, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 5. september. Haukur Jónsson, Aldís Anna Nílssen, Eva Rós G. Hauth, Eydís Hauksdóttir, Elvar Hauksson, Ólöf Hauksdóttir, Eydís Vilhjálmsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR KRISTINSSON málarameistari, Hringbraut 9, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn 4. september. Anna Dagmar Daníelsdóttir, María Sigurðardóttir, Kristinn Garðarsson, Dagný Sigurðardóttir, Guðmundur Þórarinsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Elías Rúnar Elíasson, Albert Sigurðsson, Daníel Sigurðsson, Ethel Sigurvinsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Pálmi Helgason, Hjördís Sigurðardóttir, Vilhelm Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.