Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 37
MENNING
Vegna fjölda áskorana verða örfáar sýningar
í Borgarleikhúsinu í september. Alveg brilljant
skilnaður var ein fimm sýninga sem hlutu
flest atkvæði sem sýning ársins í netkosningu
fyrir Grímuna sl. vor.
Sýningin gekk fyrir fullu húsi í 60 skipti í vor.
alveg
BRILLJA
NT
A Ð E I N S Í S E P T E M B E R !
Ekki missa af þessu – Tryggðu þér miða!
Miðasala Borgarleikhússins 5688000 og á netinu www.borgarleikhus.is
Einleikur
Eddu Björgvinsdóttur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
94
61
09
/2
00
5
20% afsláttur
fyrir Vörðufélaga!
ÓVÆNT komast stundum kurl til
grafar. Á fyrstu af fimm tónleikum
Kammersveitar Reykjavíkur á
verðandi vetri lutu þau að stað-
arvalinu – Þjóðmenningarhúsinu að
Hverfisgötu, fyrrum Lands-
bókasafni. Bezt sem maður var far-
inn að sárefast um hvað í ósköp-
unum réttlætti þennan
flutningsstað, þar sem sitja þurfti
sem síld í tunnu sakir flenniaðsókn-
ar, kom ástæðan fram í lokin á
snjöllu erindi Péturs Gunnarssonar
um Maurice Ravel og tiltölulega
nýuppgötvaða Íslandsför hans 1905.
Nefnilega að franska tónskáldið, er
hingað skrapp um þrítugt „incog-
nito“ (hið eina því til sönnunar mun
að svo komnu áritað póstkort hans
frá Þingvöllum) hlyti að hafa séð
uppgröftinn að væntanlegu stærsta
steinhúsi landsmanna á þeim tíma,
er þá var nýhafinn. En vitanlega
með öllu grunlaus um að á sama
stað yrðu verk hans frá sama tíma-
bili flutt réttum
hundrað árum síðar
af einmitt þessu til-
efni.
Umgjörðin, þótt
eilítið langsótt kunni
að hafa virzt í
fyrstu, gekk sem sé
upp fyrir rest –
jafnvel þótt vand-
sönnuð verði í fljótu
bragði hugsanleg
áhrif íslenzkrar
náttúru á viðkom-
andi tónverk. Ný-
legra tilefni og sorg-
legra var að tileinka
tónleikunum minn-
ingu tveggja dyggra stuðnings-
manna Kammersveitarinnar, Þor-
steins Gylfasonar
heimspekiprófessors og Szymonar
Kuran, fiðluleikara og tónskálds.
Líkt og Debussy samdi Ravel að-
eins einn strengjakvartett, þ.e. í F-
dúr 1903. Kammersveitarkvartett-
inn lék fjórþætt verkið af nokkurri
varfærni í fyrstu, en tók fljótt að
lifa sig inn í smíðina af jafnt sam-
stilltum krafti sem yfirvegaðri ljóð-
rænni fágun. Að loknu fyrrnefndu
erindi Péturs söng Sesselja Krist-
jánsdóttir þrjá söngva frá Mada-
gaskar (1926) við samleik flautu,
sellós og píanós með ekki aðeins
miklum glæsibrag, heldur einnig
eftirtektarverðri innlifun í hlut-
skipti innfæddra. Ravel var greini-
lega meðvitaður um kúgun landa
sinna á hinni fyrrum frönsku ný-
lendu, þó að Kiplingsk hitabelt-
isrómantík ætti einnig sín augna-
blik í hrífandi frumlegri
tónsetningu hans á „exótíska“ við-
fangsefninu. Að vísu hefði mátt
óska ögn nákvæmari
framburðar á frönsku
textunum, en heildar-
samvægi söngs og leiks
var aftur á móti með
ágætum.
Við flutninginn eftir
hlé bættist örlítið loft-
ræstisuð, en truflunin vó
þó í stöðunni nánast salt
við fyrra loftleysið. Fjór-
þætt Sónötu-dúó Ravels
í C-dúr (1922) fyrir fiðlu
og selló í hnitmiðuðum
meðförum Unu Svein-
bjarnardóttur og Hrafn-
kels Orra Egilssonar var
meðal eftirtektarverðari
augnablika kvöldsins, enda var
verkið afar framsækið og kröfuhart
fyrir sinn tíma. Í samanburði var
lokaatriðið, Inngangur og Allegro
(1905) fyrir blandaðan septett með
hörpu í forgrunni, hins vegar sem
háblómstrandi unaðsreitur og hefði
alveg eins getað verið pantað af
ilmvatnsframleiðanda, þó að tilefnið
hafi raunar verið ósk Erard-
hörpusmiðjunnar í París um að
sýna yfirburði fetilhörpunnar gagn-
vart hinni nýju krómatísku hörpu
Pleyels, er Debussy hafði skömmu
áður samið álíka kynningarverk
fyrir skv. óborganlegri lýsingu
Árna Heimis Ingólfssonar í tón-
leikaskrá. Hér gafst Elísabetu
Waage gullið tækifæri til að flíka
mikilli færni sinni í m.a. lipurri kad-
enzu á milli þátta við glimrandi
góðan heildarsamleik strengja og
blásara. Lauk þar með bráð-
skemmtilegum fyrsta vetr-
arskammti Kammersveitar Reykja-
víkur.
Ravel á Þingvöllum
TÓNLIST
Þjóðmenningarhúsið
Ravel: Strengjakvartett í F*; Chansons
madécasses f. flautu, selló og píanó**;
Sónata í C f. fiðlu og selló***/**; Inn-
gangur og Allegro f. hörpu, strengja-
kvartett, flautu og klarínett*. Sesselja
Kristjánsdóttir mezzosópran og félagar
úr Kammersveit Reykjavíkur (Rut Ing-
ólfsdóttir & Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðla,
Una Sveinbjarnardóttir fiðla***, Sarah
Buckley víóla, Sigurður Bjarki Gunn-
arsson selló*, Hrafnkell Orri Egilsson
selló**, Elísabet Waage harpa, Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanó, Martial
Nardeau flauta og Einar Jóhannesson
klarínett). Hugleiðing um Íslandsför Rav-
els: Pétur Gunnarsson rithöfundur. Föstu-
daginn 2. september kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Maurice Ravel
NÚTÍMADANSHÁTÍÐIN í
Reykjavík heldur áfram og nú var
komið að erlendum gestum. Á
þriðju kvölddagskrá hátíðarinnar
sl. föstudagskvöld voru tvö verk.
Hið fyrra var Crystall sem er sóló-
dansverk samið af Alice Chauchat
og Alix Eynaudi en sú síðarnefnda
flutti verkið. Áhorfendur voru
leiddir inn á sjálft sviðið en tjaldað
var fyrir áhorfendasvæðið. Á svið-
inu sáust varla handaskil fyrir
ljósum reyk. Þó mátti greina
skúlptúr á gólfinu og þegar lengra
inn var komið hékk annar niður úr
loftinu. Eins konar stallur var síð-
an aftast á sviðinu. Áhorfendur
gengu varlega inn og dreifðust um
sviðið þar til einhver þeirra heyrð-
ist segja stundarhátt „Það er nak-
in kona framundan“. Mikið rétt,
það grillti í nakinn konulíkama í
gegnum reykinn og þar með
beindist athygli áhorfenda að
þeim ákveðna stað og kliðurinn,
sem verið hafði meðal þeirra,
hljóðnaði. Konan gekk hægt út af
sviðinu og birtist nokkru síðar á
öðrum stað, klædd svörtum kjól.
Alix Eynaudi er ákaflega glæsi-
legur dansari. Hreyfingar hennar
í þessu verki voru í algeru lág-
marki, mjög hægar og minntu
stundum á dýrahreyfingar, dýra
af kattarkyni. Hendurnar voru
loppur og klær, bak, axlir og fót-
leggir tilbúnir til stökks. Hún
dansaði sér braut á milli áhorf-
enda af mikilli einbeitingu og með
fullkominni stjórn á hverri taug og
hverjum vöðva. Dansinn endaði
síðan uppi á stallinum með mjúk-
um líkamssveigjum. Það voru í
raun heildaráhrifin sem gerðu
þetta dansverk eftirminnilegt.
Reykfyllt rýmið, hreyfingar áhorf-
enda, þegar þeir færðu sig til að
fylgjast með dansaranum og
mynda rými fyrir hann og fótatak
þeirra sem hljómaði eins og undir-
leikur. Allt varð þetta eins og hluti
danssköpunarinnar.
Wake up Hate
Seinna verk kvöldsins var af allt
öðrum toga. Wake up Hate er sagt
byggt á texta eftir Jan Fabre.
Flytjandi og jafnfram leikstjóri
var Paulo Castro. Hann flutti text-
ann af krafti, texta sem, að
minnsta kosti við fyrstu heyrn,
virðist í raun um allt og ekkert en
þó aðallega um ekkert. Paulo
Castro hefur sterka nærveru á
sviðinu og líkamleg tjáning hans
er góð. Í textanum kemur fram að
hann, þ.e. flytjandinn, sé dansari
og síðar lofar hann áhorfendum að
hann ætli að dansa áhrifamikla
dansa. Kannske er brandarinn í
verkinu sá að í því er ekki stigið
eitt einasta dansspor. Erfitt er að
sjá hvaða erindi þetta verk átti á
danshátíð.
LISTDANS
Nútímadanshátíð 2005
Nýja svið Borgarleikhússins
Föstudaginn 2. september.
Crystall og
Wake up Hate
Ingibjörg Björnsdóttir
Heildaráhrifin
eftirminnileg