Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Fékk Grand Prix
verðlaunin í Cannes.
Hefur fengið einróma lof
gagnrýnenda um heim allan.
Sýnd kl. 4 ísl tal
Sýnd kl. 6 ísl tal
Sýnd kl. 8 og 10.20
kl. 4 og 6 Í þrívídd
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.50 og 10.10
Sýnd kl. 8 B.i 10 ára
KVIKMYNDIR.COM
S.K. DV
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
Sýnd kl. 5.45, 10.30 B.i 10 ára
Frábærtævintýri
fyrir alla fjölskylduna!
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
BESTA
GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
H.J. / Mbl.. . l.
O.H.H. / DV
H.J. / Mbl.
. . . /
. . / l.
H.J. / Mbl.. . l.
Sýnd kl. 8 og 10.10
KVIKMYNDIR.IS
Sími 564 0000
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 16 ára
ÞEGAR EKKI ER
MEIRA PLÁSS Í
HELVÍTI MUNU
HINIR DAUÐU
RÁFA UM
JÖRÐINA
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
Miðasala opnar kl. 15.15
kl. 5.50, 8 og 10.10
Frábært
ævintýri
fyrir alla
fjölskylduna!
O.H.H. / DV
H.J. / Mbl.
. . . /
. . / l.
ÁSTARFLEYINU, nýjum veru-
leikaþætti sjónvarpsstöðvarinnar
Sirkuss, verður ýtt úr vör í vetur.
Ástarfleyið er byggt á þáttunum
Loveboat, sem hafa notið vinsælda
víða um heim að undanförnu. Sjö
umsækjendur af hvoru kyni fá
tækifæri „til að kynnast nýju fólki,
nýju landi og sjálfu sér upp á nýtt
um borð í ævintýraskútunni Ástar-
fleyinu“, segir í fréttatilkynningu
frá sjónvarpsstöðinni. Valdimar
Örn Flygenring leikari verður í
brúnni og stýrir Ástarfleyinu.
„Flogið verður til Tyrklands þar
sem Ástarfleyið siglir úr höfn frá
gullnum og seiðandi ströndum
hinnar dularfullu Marmaris. Far-
arstjórinn, Kafteinn Flygenring,
verður þátttakendum innan handar
þegar kemur að skemmtunum,
samskiptum kynjanna og óræðum
reglum ástar og tilfinninga.“
Á vef þáttanna, astarfleyid.is,
geta allir á aldrinum 20–35 sótt um
að komast í fleyið. „Einu skilyrðin
fyrir þátttöku eru að vera opin, á
lausu og til í hvað sem er,“ segir
Guðmundur Arnar Guðmundsson,
kynningarstjóri Sirkuss. Hann seg-
ir að tökur muni fara fram í októ-
ber og ferðin muni taka tvær vikur.
„Skútan er glæsileg og þetta verð-
ur skemmtileg ferð. Ungt fólk í sól
og sumaryl á snekkju í Miðjarð-
arhafinu,“ segir hann. Þættirnir
verða teknir til sýninga í lok októ-
ber.
Sjónvarp | Nýr veruleikaþáttur á sjón-
varpsstöðinni Sirkus
Kapteinn Flygenring verður við stjórnvölinn á Ástarfleyinu.
Ástarfleyinu
ýtt úr vör
Hægt er að sækja um að komast í
Ástarfleyið á astarfleyid.is. Um-
sækjendur þurfa að vera á aldr-
inum 20–35 ára.
STUTTMYNDINNI Hver er Barði
(Who’s Barði?) eftir Ragnar Braga-
son hefur verið boðið að keppa á al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni Atl-
antic Film Festival sem haldin er
árlega frá 15.–24. september í Hali-
fax í Nova Scotia. Myndin tekur
þátt í flokknum „International Per-
spectives“ sem sýnir það besta í al-
þjóðlegri kvikmyndagerð síðastliðið
ár. Á síðustu árum hefur Atlantic
Film Festival orðið ein stærsta
kvikmyndahátíð Norður-Ameríku.
Hver er Barði? hefur ferðast víða
um heim síðustu misseri og vakið
athygli á fjölda kvikmyndahátíða.
Ragnar Bragason leikstjóri segir
að ástæðan fyrir góðu gengi mynd-
arinnar sé að
hún sé mjög al-
þjóðleg að því
leyti að í henni
sé verið að skoða
þennan popp-
ímyndarbransa
sem alls staðar
finnist.
„Maður veit
samt aldrei
hvernig fer á
svona hátíðum og yfirleitt lítur
maður einfaldlega á þetta sem við-
urkenningu að vera valinn inn. Það
er ótrúlegur fjöldi mynda sem er
sendur á svona hátíðir og mér skilst
til dæmis að þetta sé eina íslenska
myndin sem var valin til sýninga.“
Hver er Barði? fjallar um tónlist-
armanninn Barða Jóhannsson sem
skipar hljómsveitina Bang Gang.
Hópur kvikmyndagerðarmanna
fylgir Barða eftir við upptökur á
nýrri plötu. Barði gefur af sér þá
mynd að hann sé heilsufrík með
áhuga á andlegum málefnum og
íþróttum en kvikmyndagerð-
armennina grunar að ekki sé allt
með felldu. Þeir fara að fylgjast
með honum án hans vitneskju og
uppgötva heim fullan af mótsögn-
um.
Kvikmyndir | Íslensk mynd sýnd á kvikmyndahátíð í Halifax
Hver er Barði?
Úr stuttmyndinni Hver er Barði?
www.atlanticfilm.com
Ragnar Bragason
leikstjóri.
NÆRRI uppselt er á tónleika Patti
Smith á NASA í kvöld, en verið er að
selja ósótta miða. Patti lenti á land-
inu í fyrradag og að sögn Ísleifs Þór-
hallssonar, aðstandanda tón-
leikanna, er hún yfir sig hrifin af
landi og þjóð. Hún kom hingað beint
frá Rússlandi, þar sem hún hélt tón-
leika sem hlotið hafa mikið lof gagn-
rýnenda. Gert er ráð fyrir að hún
spili í u.þ.b. tvo klukkutíma í kvöld,
en húsið verður opnað kl. 19. Patti
stígur á svið kl. 20 og miðaverð er
3.900 kr.Patti Smith er orðin Íslandsvinur.
Nánast
uppselt á
Patti í
kvöld