Morgunblaðið - 23.09.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 B 9
bílar
BÍLAFRAMLEIÐENDUR verja millj-
örðum króna í þróun nýrra sex, sjö eða
jafnvel átta gíra skiptinga til þess að ná
forskoti á keppinautana.
Mikill þróunarkostnaður á þessu sviði
er réttlættur með samkeppnissjónarmið-
um á hörðum bílamarkaði en ekki síður
þörf fyrir aukna sparneytni bílvéla.
Unnið að þróun átta
þrepa sjálfskiptingar hjá Lexus
Mercedes-Benz undirbýr nú að bjóða
sjö þrepa sjálfskiptingar í flestar gerðir
og valbúnaður í nýjum VW Jetta, sem
kemur í stað Bora í Evrópu, er sex þrepa
sjálfskipting. Ford mun einnig bjóða sex
þrepa sjálfskiptingu í Explorer-jeppanum
um leið og nýr og breyttur bíll af þeirri
gerð verður kynntur í haust í Bandaríkj-
unum.
Lexus-armurinn innan Toyota-sam-
steypunnar ætlar að gera enn betur. Þar
á bæ er unnið að þróun átta þrepa sjálf-
skiptingar, að því er fregnir herma innan
bílaiðnaðarins. Talsmaður fyrirtækisins
vill hins vegar ekki staðfesta þetta.
General Motors vill ekki verða eftirbát-
ur annarra í nýja „gírastríðinu“. Þess
vegna tók GM upp samstarf við Ford um
þróun nýrrar sex þrepa sjálfskiptingar
sem verður kynnt í bílum GM á næsta
ári. Frá og með árinu 2010 hyggst GM
framleiða þrjár milljónir sex þrepa sjálf-
skiptinga á ári, en strax árið 2008 verður
framleiðslan komin upp í eina milljón
sjálfskiptinga.
Bætt eldsneytisnýting
Með fleiri gíra til ráðstöfunar er svig-
rúm fyrir bílaframleiðendur að bæta elds-
neytisnýtingu bílanna og um leið gefst tæki-
færi til að leggja áherslu á sportlegri
eiginleika í markaðssetningunni. Í sex þrepa
sjálfskiptingum gefur lægsta þrepið meira
afl til hjólanna í upptaki en hæstu gírarnir
draga úr snúningsálagi á vélina þegar ekið
er á þjóðvegahraða og um leið sparast elds-
neyti. Craig Renneker, aðalverkfræðingur
Ford á sviði sjálfskiptinga, líkir þessari þró-
un við það að fara af þriggja gíra hjóli yfir á
tíu gíra hjól. Í lægsta gír er hægt að hjóla
upp mikinn bratta en í tíunda gír er hægt
að ná upp mun meiri hraða en í þriðja gír.
Eldsneytissparnaður sem fylgir fleiri
gírum er misjafn eftir bílum, en almennt
má reikna með 3–7% minni eldsneytis-
notkun ef fjögurra þrepa sjálfskiptingu er
skipt út fyrir sex þrepa. Bíll sem eyðir
8,4 lítrum á hundraðið fer því niður í
7,81-8,15 lítra á hundraðið. Miðað við
24.000 km akstur á ári getur eldsneyt-
issparnaðurinn verið allt að 190 lítrar á
ári, eða nálægt 22.800 krónur á ári miðað
við að verð á einum bensínlítra sé 120
krónur.
Framleiðendur standa frammi fyrir
milljarða fjárfestingum vegna þróunar og
framleiðslu á nýjum sjálfskiptingum. GM
og Ford hafa fjárfest sameiginlega 700
milljónir dollara í verkefni af þessu tagi
Talið er að samanlögð framleiðsla á bílum
með fimm, sex eða sjö þrepa sjálfskipt-
ingum í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan
og Suður-Kóreu verði árið 2010 komin
upp í 10,8 milljónir en verða á þessu ári
5,7 milljónir. Búist er við að hlutdeild sjö
þrepa sjálfskiptinga í Bandaríkjunum fari
úr 4% af öllum framleiddum bílum á
þessu ári í 40% árið 2010.
Framleiðendur greinir þó á um ágæti
þess að fjölga þrepum í sjálfskiptingum.
Talsmaður Mercedes-Benz, sem er að út-
búa nokkra af lúxusbílum merkisins með
sjö þrepa sjálfskiptingum, segir að sjö
þrepa sjálfskiptingar dragi úr eldsneyt-
iseyðslu og auki hröðun bílanna. Jafn-
framt verði bílarnir hljóðlátari því með
fleiri gírum getur vélin unnið á lægri
snúningi í þjóðvegaakstri. Talsmaður GM
segir hins vegar að enginn hagur sé í því
að hafa fleiri en sex þrep í sjálfskiptingum
með tilliti til eldsneytissparnaðar og ein-
göngu sé verið að fjölga þeim umfram það í
markaðsskyni.
Allt gert til þess að draga úr eldsneytiseyðslu
Gírastríð í uppsiglingu