Morgunblaðið - 23.09.2005, Side 12

Morgunblaðið - 23.09.2005, Side 12
12 B FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar FYRSTA mótið í svonefndri Heims- bikarkeppni í kappakstri, A1 Grand Prix, hefst um helgina á Brands Hatch-brautinni í Englandi. Stofn- andi mótaraðarinnar er Sheikh Maktoum Hasher Maktoum Al Maktoum frá Dubai. Keppnin er við- urkennd af FIA og er ekki sett upp til höfuðs Formúla 1. Reyndar hefst fyrsta keppnin núna í lok Formúla 1 tímabilsins og lýkur mótaröðinni þegar Formúla 1 hefst að nýju á næsta ári. Keppt verður á fornfræg- um og nýjum brautum víða um heim, m.a. á Estoril í Portúgal, Sepang í Malasíu og Dubai Autodrome, en ennfremur í Kína, Bandaríkjunum, Mexíkó, Brasilíu, Suður-Afríku, Indónesíu, Ástralíu og Þýskalandi. Alls verða 12 keppnir og 25 þjóðir keppa. Tveir bílar eru á hvert lið, eða samtals 50 bílar í hverri keppni, en þrír ökumenn geta verið í hverju liði og það má skipta um ökumenn á milli keppna. Það sem aðgreinir A1 Grand Prix frá Formúla 1 er að aðeins landið fær stig í keppninni en ekki ökumenn. Þá eru allir á eins bílum, með 520 hest- afla vél. Þá gefst liðunum kostur á „aflaukningu“ í takmarkaðan tíma þrisvar sinnum í hverri keppni. Fyrirkomulagið er þannig að frjálsar æfingar eru á föstudegi en síðan fjórar tímatökur á laugardegi. Tveir bestu tímarnir eru notaðir til að raða á ráslínu. Á sunnudegi fer fyrst fram sprettkeppni með fljúg- andi starti sem stendur yfir í 30 mín- útur á 80 km leið. Úrslitin í sprett- keppninni ráða síðan rásröðinni í aðalkeppninni á sunnudag, sem er standandi start og eknir eru 160 km. Ólafur Guðmundsson, hjá LÍA og dómari í Formúla 1, segir að það sem aðgreini A1 GP frá Formúla 1 sé helst það að það eru löndin sem fá stigin en ekki ökumennirnir. Þá verði 50 bílar í hverri keppni og allir bílarnir verði eins. „Það má ekkert eiga við bílana, annað en að stilla vængi og setja loft í dekkin. Það eru sömu vélar í bílum. Svo er rofi í stýr- inu sem er tímastilltur og gefur af- laukningu í vélina. Það er einungis hægt að nota hana í takmarkaðan tíma, eða fjórum sinnum í stuttu keppninni og átta sinnum í aðal- keppninni. Ökumaður verður sjálfur að meta það hvenær hann notar af- laukninguna,“ segir Ólafur. Hann segir að þar sem bílarnir séu nákvæmlega eins séu það einungis ökumennirnir sem ráða úrslitum keppni. Engin hemlalæsivörn er í bílunum þannig að búast má við meiri átökum í beygjum þar sem hætta er á því að menn læsi hjólunum frekar. Ólafur mun lýsa keppninni á Sýn um helgina. Bíll breska liðsins er eins og allir hinir nema í bresku fánalitunum. A1 GP tekur við þegar Formúlan hættir  HEIMSBIKARMÓTIÐ í kappakstri snýst um getu ökuþóranna en ekki tæknimanna eða bíla. Ástæðan er sú að allir bílarnir eru nákvæmlega eins. Fjöldi alþjóðlegra stjarna er bakhjarlar kappakstursins, þ.á m. knatt- spyrnumennirnir Luis Figo og Ronaldo og friðarleiðtoginn Nelson Mandela. Í fyrsta sinn eru það 25 þjóðir heims, þar sem um 80% af mannkyni búa, sem etja kappi í kappakstursbraut og þess vegna hefur A1 Grand Prix verið kallað heimsbikarmótið í kappakstri. Heimsbikarmót í kappakstri  25 þjóðir geta mest tekið þátt í Heimsbik- arkeppninni. Löndin eru þessi: Aust- urríki, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bret- land, Frakkland, Holland, Indón- esía, Indland, Ír- land, Ítalía, Jap- an, Kanada, Kína, Líbanon, Malasía, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Pakistan, Portú- gal, Rússland, Suður-Afríka, Sviss, Tékkland og Þýskaland. Löndin í Heimsbik- arkeppn- inni                                                             !  "#$% &'      &    ('' ) )* +,,-          !"  " #" $  $ %%&'() &*+ !"#$!$ ,&' - '&*'  %& ./. ) &*+ ' !$  . /. %% ) 0( ' &*. 1 ' 23 2 ./.  4 ** '% 5 ,,6.*78 5 ,,6.()'/  ., 9 .  3/&2 &(8&*6:   &(8&&3/,& ( ) * +  ,-.  + / / 0&1 2  / -.334 "#56"! .  /& 0&  (    ;6<&(/(/3%%('* = *. .&(  789 8+  :+;3 <8 =+>   ? +  ,+  @> +? / - 8A@B+ C+ @ &/ ).*3( Brands Hatch brautin í Bretlandi. VW kynnti á bílasýningunni í Frank- furt nýstárlega vél sem sameinar mikil afköst og litla eyðslu. Vélin kall- ast Twincharger og það nýstárlega við hana er að hún er ekki nema 1,4 lítrar að rúmtaki en með afgas- forþjöppu og sérstakri loftþjöppu að auki skilar þessi litla vél heilum 170 hestöflum. Vélin er FSI, sem er heiti VW yfir beina strokkinnsprautun, en slíkar vélar í ýmsum stærðum eru að leysa eldri gerðir véla hjá VW af hólmi. Svipað tog er í þessari litlu vél og í mun stærri vélum og allt er það að þakka forþjöppunni og mekanískri og háhraðavirkri loftþjöppu sem fer sjálfvirkt í gang þegar þörf er fyrir meira afl frá vélinni. En þrátt fyrir svipað afl og úr mun stærri vélum er eyðslan í lágmarki. Þessi 170 hestafla vél er þannig ekki að eyða nema 7,2 lítrum á hundraðið að meðaltali. Nýja Twincharger-vélin verður fá- anleg í Golf GT, sem er í Golf- sportbílalínunni, mitt á milli Sportline og GTI. Með henni nær GT 220 km hraða á klst. og hraðar sér úr kyrr- stöðu í 100 km hraða á 7,9 sek- úndum. Hámarkstogið er 240 Nm á snúningssviðinu 1.750–4.500. Þetta eru ótrúlegar tölur þegar horft er til þess að slagrými vélarinnar er ekki nema 1.390 rúmsentímetrar. Í venju- legri gerð skilar 1,4 lítra FSI-vélin 86 hestöflum og togar að hámarki 130 Nm. Twincharger-vélin verður einnig framleidd í annarri útfærslu og þá 138 hestafla og með 220 Nm togi. Sú út- færsla verður í boði snemma á næsta ári og verður upphaflega fáanleg í Touran-fjölnotabílnum og seinna meir einnig Golf. 170 ha, 1,4 l FSI-vél VW Twincharger-vélin er 1,4 l en 170 hö og togar 240 Nm. Golf Gt fær nýju 1,4 l Twincharger-vélina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.