Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 2
2 Mánudagur 22. desember 1980. Mánudagsblaðið EICENDUR SPARID BENSIN LÁTID STILLA OC YHR- FARA BÍUNN FYRIR VETURINN S' ^ HERERBÓKIN! HVITA STRIÐIÐ — VEGAMOT OG VOPNAGNVR eftir Hendrik Ottósson TVÆR B/EKUR, ENDURÚTGEFNAR í EINNI BÓK! FIVÍTA STRÍÐIÐ greinir frá deilunum miklu út af rússneska piltinum Nafhan Friedmann, sem Ölafur Friðriksson hafði með sér hingað til lands frá Moskvu, en var vísað úr landi. Vegna þess máls urðu átök við lögreglu, fangelsanir og marvísleg eftirköst. VEGAMÓT OG VOPNAGNÝR fjallar m.a. um Kolagarðsbardagann, þar sem sjómenn og útgerðarmenn deildu, söguleg Alþýðusambandsþing, afskipti af verkalýðsmálum í Vestmannaeyjum og ýmsa sérkennilega Eyjamenn, komu brezka hersins o.fl. Stíll Hendriks er léttur og leikandi og allar hafa frásagnir hans menningarsögulegt gildi. HARÐFENGI OG HETJULUND eftir Alfred Lansing Hér 'er sagt frá hinni ótrúlegu hrakningaför Sir Ernest Shackletons til Suðurskautsins. Þar var unnið eitt mesta afrek, sem sögur fara af, og varð leiðangurinn glæst lofgerð um hugrekki og þrek í linnulausri baráttu við hungur og harðrétti, vosbúð og kulda. „Einhver mesta ævintýrafrásögn vorra tíma, hrottalegur lestur, en eigi að síður hrífandi.“ — New York Times. „Þessi bók verðskuldar að hún sé lesin meðan mannkyn er uppi.“ — Chicago Tribune. HARÐFENGI OG HETJULUND ER SANNKÖLLUÐ HÁSPENNUSAGA! SKUGGSJA BÓKABÚD OL/VERS STE/NS SEI r• Ur sögu lands og lýðs DAUÐIR MENN HATAST VIÐ LIFENDUR REIMLE IKAR Ekki hef ég heyrt að reimleiki stæði af sakamönnum er greftraðir væru utangarðs. Þó var dys ein á Litlamel vestan Vatnsdalsár er Páll Ólafsson varaði mig við að setjast á ef ég kynni að sofna þar, því þá dreymdi mig illa sökum þess þar væri kösuð kona ein er hefði verið dæmd á Ásþingi fyrir dráp á barni sinu og síðan drekkt í ánni. Þar á móti heyrði ég það í Skagafirði að drukknaðir menn væru oft á sveimi ef þeir yrðu til í vatnsföllunum. Sáust þeir oft á reið með Svartá eða Húseyjarkvísl og á bökkum Héraðsvatnanna, helst í dimmu, en líka stundum á björtum degi. „ÞEGAR Á DEGI DÓMA” Á einum kirkjustað varð sá atburður að miklir reimkeikar Á einum kirkjustað varð sá atburður að miklir reimleikar urðu í sjálfri kirkjunni. Gekk enginn svo í kirkju þessa eftir dagsetur að ekki kæmi ær aftur. Einu sinni kom maður á þennan bæ og baðst gistingar og kom þar ræðu hans og heimamanna sem reimleika .nir voru og kvaðst gesturinn ekki mundi hræðast slíkt. Bauðst hann þá til að sofa í kirkjunni þá nótt og var svo að honum var þar rúm upp búið. Þegar hann var háttaður og aðrir voru burt gengnir,en nótt var myrk, þótti honum sem maður mikill og ljótur stigi upp úr kirkjugólfinu og kæmi það að sem hann hvíldi og segir þá: Draugurinn: „þegar á degi dóma” Gesturinn: „dynja lúðurhljóð” Draugur: „úr gröfum kaldir koma”, Gestur: „kviðir mannleg þjóð”, Draugur: „hauður og himnar rifna”, Gestur: „hljóðar djúpast haf’, Draugur: „örendir upp lifna”, Gestur: „orði drottins af’; Draugur: „æ, þá stríðustu stundu,” Gestur: „ó, þá hryggðar-lund,” Gestur: „æ,þann fagnaðar-fund”. Flýtti gesturinn sér að ná seinasta orðinu, því þar reið á, ella hefði hann ær orðið. Hvarf þá draugurinn og varð ekki vart við hann framar. Pantið tíma í símum: 81225 og 81299. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23. 1. Vélarþvottur. 2. Ath.-bensín, vatns-og olíuleka. 3. Ath. hleðslu, rafgeymi og geymissambönd. 4. Stilla ventla. 5. Mæla loft í hjólbörðum. 6. Stilla rúðusprautur. 7. Frostþol mælt. 8. Ath. þurrkublöð og vökva á rúðu- sprautu. 9. Ath. loft og bensínsíur. 10. Skipta um kerti og platínur. 11. Tímastilla kveikju. 12. Stilla blöndung. 13. Ath. viftureim. 14. Ath. slag í kúplingu og bremsu- pedala. 15. Smyrja hurðalamir. 16. Setja silikon á þéttikanta. 17. Ljósastilling. 18. Vélarstilling með nákvæmum stillitækjum. Verð með söluskatti 39.729. t Innifalið í verði: Platínur, kerti, ventlalokspakknmg og frostvari a ruðusprautu. Þér fáið vandaða og örugga þjónustu hjá sérþjálfuöum fagmönnum MAZDA verkstæðisins.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.