Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 22. desember 1980 Mánudagsblaðið P u B 1 L 1 I TUNGULIPUR KANSLARI Hann fór ekki dult með stuðning sinn við Gerald Ford í banda- rísku forsetakostning- unum 1976 og hlaut auðvitað óþökk Jimmy Carter fyrir. Gagn- kvæm andúð Schmidts og Carter fór síðan vaxandi og þjóðverjinn fór ekki í felur með ótrú sína á Jimmy Carter í hlutverki forystumanns vestrænna þjóða. Schmidt brá sér nýverið til Washington til viðræna um Nato og til að kveðja Carter, án mikillar eftirsjár að sögn. Síðan sneri Schimdt sér að megin verkefni ferða sinnar sem var það, að leggja grunna að betri sam- starfi við Ronald Reagan en tekist hafði við forvera hans. V, Reagan tekur viðforseta- ábyrgðinni jafnóreyndur í meðferð utanríkismála og Carter gerði fyrir fjórum árum síðan. Schmidt undirbjó fund sinn með Reagan með þeirri spá, að Republikanar muni verða meir afgerandi á heimssvið- inu en Carter og hans menn. Schmidt snæddi hádegisverð með forsetanum fráfarandi í Hvíta Húsinu en fór skömmu síðar á fund Reagans og er fyrsti leiðtoginn frá Evrópu sem sest á rökstóla með þessum tilvonandi forseta. Ambassa- dor Vestur-Þýskalands leitaði formlega eftir þessum fundi en starfsmenn Schmidts láta hafa eftir sér, að Þjóðverjar hafi mátt knýja dyra í marga daga og notið í því efni stuðning Georgs Shult z sem er góðvinur Schmidts og væntanlegur meðlimur í ríkisstjórn Reagans. Fulltrúi Reagans, Edwin Meese 1*H, tilkynnti að fundurinn væri kurteisis- fyrirbæir og einungis formsins vegna. Forsetinn væntanlegi hafði gefið um það fyrirheit, að taka ekki þátt í fundum æðstu manna þar til hann væri kominn í embætti. Skömmu fyrir komu Schmidts til Washing- ton hafði Begin forsætisráð- herra Israel verið þar á ferð en orðið af slíkum kurteisis- fundi vegna fjarveru Reagans, sem þá varr staddur í Californí-. Schmidt sat á fundi með Reagan í fímm stundar- fjórðunga, nokkrum mínút- um skemur en með Carter. Eftir fundinn snupraði hann Carter óbeint þar eð hann hældi ráðgjöfum Reagans fyrir þann yfirlýsra vilja þeirra, að ráðfæra sig títt við stjórnina í Bonn. Síðar, á óopinberum fundi með Edward Kennedy, sagði Schmidt, að Reagan hefði þrívegis lýst þeim ásetningi hinnar nýju stjórnar Bandaríkjanna, að leitað yrði nýrra samninga við Sovíetmenn um takmörkun vígbúnaðar, mál sem hefur forgang í augum Bonnstjórn- arinnar. Schmidt átti einnig tal cið ýmsa ráðgjafa Reagans, þeirra á meðal Howard Baker leiðtoga Republikana í öldungadeild- inni, sem nýverið komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu einwi, að stefna Vestur- Þjóðverja varðandi bætta sambúð við Sovíetríkin og lepphjörð þeirra væri í grundvarllaratriðum þvert á sjónarmið Bandaríkjamanna. Þessi skoðanaágreiningur hafði þegar haft neikvæð áhrif á samskipti stjórnanna í Bonn og Washington, samskipti sem voru þegar orðin kuldaleg. Vestur- Þýska stjórnin lét nýlega þau boð út ganga, að útgjalda- aukningu til varnarmála yrði einungis 1,8% árið 1981 —til viðbótar við verðbólguaukn- ingu — töluvert neðan við þau 3%, sem samkomulag hefur orðið um innan Nato. Stjórnin í Washington hefur deilt á Bonnstjórnina fyrir þetta og beitt þeim rökum að Vestur-Þjóðverjar ættur að axla meiri ábyrgð vegna varna Evrópu meðan Banda- ríkjamenn verða að vera við því búnir að beita afli sínu við Persaflóann. Bandarískir embættismenn kvarta undan því, að Bonnstjórnin sé stirð í samvinnu þegar til þess kemur að borga endurbætur á vörnum Nato og tregir að leggja til þá fyrirgreiðslu varðandi samgöngur, sem nauðsynleg er fyir varnarget- Evrópu ef harðnar milli austurs og vesturs. í byrjun hélt Schmidt uppi vörnum fyrir útgjaldaáformum en skömmu fyrir ferð sína til Hvar er Efri Volta? Great \Aforid Atlas Great World Atlas REVISED AND UP-DATED EDITION Því, og öllum slikum spurningum, svarar Great World Atlas á auðveldan hátt. — Þú finnur staðinn á tiu sekúndum. Einnig kaflar um himingeiminn, jarðsöguna, dýralif, þróun og sögu mannkyns. FALLEG OG FRÆÐANDI JÓLAGJÖF Sendum i póstkröfu Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Sími 2-42-42

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.